Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 Er nemendum mismunað á grunnskólaprófunum? eftit Pál Dagbjarts- •jor skótastjóra í Varmahlíð Eins og allir vita er þjóðfélags- gerð okkar sífellt að verða flókn- ari og flóknari, sérhæfing meiri og meiri í hinum ýmsu störfum. Af þessu léiðir að sérmenntun á ein- hverju sviði er að verða alger for- senda þess að fólk sé gjaldgengt á vinnumarkaði. Þessi svokallaða sérmenntun hefst, eða að henni lagður grunnur, strax og grunn- skólanum lýkur. Þá verða ungl- ingar að fara að líta í kringum sig í atvinnulífinu og gera upp hug sinn, hvar skuli hasla sér völl. Ymsir þættir hafa áhrif á þessa ákvarðanatöku unglinganna, en einn e.t.v. öðrum fremur, það er samræmda grunnskólaprófið. Grundvallarhugsunin að baki grunnskólalaganna er sú að allir nemendur á landinu skuli eiga sem jafnastan rétt og búa við sem minnstan aðstöðumun hvað varð- ar grunnskólamenntun. Þessi sjónarmið eiga líka að standa á bak við framkvæmd samræmdu grunnskólaprófanna, en gera það ekki að því er ég fæ best séð. Þegar prófanefnd hefur lokið við að 'ara yfir úrlausnir nemenda og búið er að raða einkunnum á hópinn er gerður ýmiss konar samanburður sem ekkert er óeðli- legt. Hver skóli getur séð hvar hann stendur miðað við landsmeð- altal, samanburður er gerður milli landshluta, milli byggðarlaga o.fl. o.fl. Allt frá upphafi þessara prófa hefur það ætíð komið fram að nemendur frá landsbyggðinni hafa fengið lakari útkomu en nemendur úr Reykjavík og er þar á mikill munur. Þá kemur það einnig fram að ár eftir ár eru það sömu landsvæðin sem verst koma út (Norðurland vestra, Vestfirðir). í þessu efni hafa tungumálin sýnt hvað mestan mismun. Samning prófanna (innihald) og framkvæmd hefur oft sætt gagn- rýni og ekki með öllu að ástæðu- lausu, þó svo að eðlilegt megi telj- ast að skoðanir séu skiptar. Eg ætla ekki að fara að tína til ein- stök atriði sem mér persónulega hafa þótt einkum gagnrýnisverð, en vil þó nefna að enskuprófið var illa uppsett og ósanngjarnt og hafði veruleg áhrif á brautargengi nemenda, ekki bara í þessu fagi heldur og í þeim þremur sem á eftir fóru. Af reynslu undanfarinna ára hafa vaknað ýmsar spurningar hjá mér varðandi þessi svokölluðu „samræmdu próf“. Ætla ég að nefna nokkrar. — Er hægt að tala um „jafna að- stöðu" þegar ár eftir ár kemur í ljós misræmi sem á engan hátt er gerð tilraun til að leið- rétta? — Hvers vegna ná nemendur í „Af reynslu undanfar- inna ára hafa vaknað ýmsar spurningar hjá mér varðandi þessi svokölluðu „samræmdu prór‘. Ætla ég að nefna nokkrar.“ Reykjavík ætíð betri árangri í tungumálum en jafnaldrar þeirra á landsbyggðinni? — Er uppsetning prófanna í heild þannig að þau séu auðveldari til úrlausnar fyrir nemendur úr Reykjavík? — Eru skólar okkar hér í dreif- býlinu yfir höfuð annars og þriðja flokks stofnanir? — Er það sanngjarnt, miðað við það sem í upphafi þessarar greinar er nefnt, að láta tvö erlend tungumál vega 50% á móti íslensku og stærðfræði um það hvort unglingar á Is- landi hafi möguleika á að afla sér sérmenntunar í fram- haldsskóla? Endalaust má spyrja í svipuðum dúr, en ég læt hér staðar numið að sinni. Blikksmíði og húsbyggingar eftir Kristján Ottósson, formann Félags blikksmiða Vegna síendurtekinna vanda- mála, sem upp hafa komið í blikksmíðaiðninni, er varða bygg- ingafulltrúaembætti viðkomandi sveitarfélaga, er rétt að draga fram aðalatriðin úr Bygginga- reglugerðinni er varðar blikk- smiði: Hafa ber í huga að blikksmíða- meistarar hafa verið til skamms tíma einu meistararnir sem ekki hafa þurft að skrifa upp á þau verk sem þeir hafa unnið í bygg- ingaiðnaðinum vegna úreltrar Byggingareglugerðar. Þann 16. maí 1979 var samþykkt af þáverandi félagsmálaráðherra Magnúsi H. Magnússyni, ný Bygg- ingareglugerð, Stjórnartíðindi B nr. 292/1979 sbr. reglugerð nr. 298/1979. Hafa ber í huga að löggilding v/Byggingareglugerðar er per- sónubundin og vísast þar í iðn- löggjöfina. Það þýðir, að ekki er hægt að sækja um löggildingu fyrir fyrir- tæki (blikksmiðju). Til að öðlast löggildingu þarf blikksmíðameist- ari að leggja fram hjá viðkomandi byggingafulltrúa sveinsbréf og meistarabréf og undirskrifa um- sókn sem í flestum tilfellum liggur frammi. Blikksmíðameistari sem sækir um að fá að árita uppdrátt (teikn- ingu), en sú áritun er algjört skil- yrði til að verkið sé löglega af hendi leyst, þarf að sjá um útfyll- ingu á tilkynningu til viðkomandi byggingafulltrúa, sjá hjálagt ljósrit (rétt útfyllt). „Reglugerð þessi gildir hvarvetna á landinu" (eins og segir í lið 1.1.). „Reglugerðin gildir um hvers konar byggingar og mannvirki sem sótt er um hjá bygginganefnd eftir gildistöku reglugerðarinnar svo og um breytingar á þeim“ (eins og segir í lið 1.3.). „Þeir meistarar einir mega hafa umsjón með og bera ábyrgð á byggingaframkvæmdum hér á sínu sviði sem til þess hafa hlotið viðurkenningu bygginganefndar og fullnægja að öðru leyti skilyrð- um, sem sett eru í lögum og reglu- gerðum einstakra veitustofnana" (eins og segir í lið 4.1.). Til að fullnægja nýju bygg- ingareglugerðinni þarf hver og einn, sem hlotiö hefur meistara- réttindi að sækja um löggildingu til bygginganefndar í því sveitar- félagi sem hann býr í og i öllum þeim sveitarfélögum sem hann kann að starfa í. 4.4. Ábyrgð iönmeistara. I lið 4.4.1., segir: „Húsasmíða- meistari, sem áritað hefur upp- drátt, ber m.a. ábyrgð á allri trésmíðavinnu við bygginguna á steypumótum svo og á öllum stokkum og götum sem í þau koma, á lögnum er varða sjálf- dragandi loftræstingu eða stokk- um fyrir slíkar lagnir, sem sett er í steypumót svo og að gengið sé frá þakrennum og niðurföllum á við- urkenndan hátt,“ sbr. 4.4.5. Þar segir: „Aðrir meistarar bera ábyrgð hver á sínu sviði eftir því sem við á, t.d. járnsmíðameistarar í málmgrindahúsi að því leyti sem að hans verksviði lýtur, blikk- smíðameistari m.a. á þakrennun og niðurföllum, loftræsti- og loft- hitakerfi bæði vélrænu og sjálf- dragandi og læstum eða lóðuðum þunnplötuklæðningum." Úttektir Þó ber að hafa sérstaklega í huga þann þátt er varðar úttektir verka og verkþátta, og vísast þar til greinar 4.11. en þar segir: „Hlutaðeigandi byggingameistar- ar eða byggingastjórar skulu með minnst sólarhrings fyrirvara til- kynna byggingafulltrúa um út- tektir á eftirfarandi byggingastig- um.“ T.d. „3. lögnum í grunni þar með talin rör yfir rafmagnsheimtaug TILKYNNING Dags 1/1 1900 Nafn J6n Jónsson Nsfnnr 12J4-5678 ötksr sftir þvi að Nafn P*ll Pálsson blíkksm m nsfnnr 8765-4321 laki aö sár blikksmiöavmnu hússms nr 1000 vió Aðalstr. Faoð skal sflir sampykklum uppdrállum sem gerðir hala venð af husmu svö og viðkomandi byggmgarsampykkt Meislan lekur fram að honum sé skyit að <ara eftir logum féiags sins og Sambands méim og skipasmiðia Jón Jónsson. Þannig lítur útfyllt tilkynning út eins og frá er skýrt í greininni. áður en hulið er yfir“. „10. hita- og hljóðeinangrun," „12. tækjum og búnaði loftræsti- og lofthitunarkerfa og stokklögn- um fyrir slíkan búnað." Ennfrem- ur segir í lið 4.12.: „Óheimilt er að halda áfram framkvæmdum eða hylja lagnir án samþykkis bygg- ingafulltrúa." Allar frekari upplýsingar svo og staðfestingu á því sem hér hefur verið vitnað til er að finna í Bygg- ingareglugerðinni. Eg vil sérstak- lega hvetja blikksmiði, að kynna sér vel Byggingareglugerðina og fylgja því eftir að frágangur verði eins og best verði á kosið. Kristján Ottósson Sveinn Kjartansson i hlutverki séra Jóns prímusar og Stefán Haraldsson (Umbi) í Kristnihaldinu. Leikfélag Blönduóss: Sýnir Kristnihald undir Jökli Klönduósi, 13. april. LEIKFÉLAG Blönduóss frumsýndi sl. laugardag Kristnihald undir Jökli eftir llalldór Laxness í leikgerð Sveins Einarssonar. Leikstjóri er Svanhildur Jóhannesdóttir sem m.a. hefur starfað hjá Leikfélagi Akur- eyrar, auk þess sem hún hefur leikstýrt fyrir leikfélög úti á lands- byggðinni. Leikmynd hannaði Stein- þór Sigurðsson frá Leikfélagi Reykjavíkur. Mbl. ræddi stuttlega við Svein Kjartansson, formann LB, en hann fer með hlutverk Jóns prím- usar í þessari uppsetningu. Fyrst lék okkur forvitni á að vita hver væri ástæðan fyrir því að leikfélagið réð- ist í að setja upp svo viðamikið verk sem Kristnihaldið. „Það var stefnan hjá okkur í ár að sýna íslenskt leikrit og þá lá það beint við að að heiðra nób- elsskáldið okkar á þessu merkis- afmælisári þess. Við höfðum svo fljótlega samband við Svanhildi Jóhannesdóttur og fengum hana til að leikstýra. Hún kom hingað í byrjun mars og síðan hefur verið æft nær daglega. Það eru um 30 manns sem hafa unnið við að koma þessari sýningu á fjalirnar. Aðspurður sagði Sveinn að þetta væri 56. starfsár Leikfélags Blönduóss, en að sjálfsögðu hafa komið lægðir í starfsemi þess öðru hverju. Hin síðari ár hefur félagið sýnt eitt leikrit á ári, að undan- skildu 1977. Helstu verk síðasta áratuginn eru Skáld-Rósa sem sýnd var 1980 og Þið munið hann Jörund, 1976. Annars er það stefna okkar að sýna til skiptis gamanleiki og alvarlegri verk. Það má kannski geta þess að það er draumur okkar að sýna tvö leikrit næsta vetur. Ævintýri á gönguför kemur til greina sem annað verkið á efnisskránni þá.“ Sýnið þið víðar en á Blönduósi? „Það fer nú aðallega eftir því hversu viðamikil sviðsmyndin er i hvert skipti. Við getum t.d. ekki ferðast með Kristnihaldið. Þess í stað er fyrirhugað að hafa sæta- ferðir frá Hvammstanga, Skaga- strönd og Sauðárkróki. Ferðir þessar verða á sýningar á Húna- vökunni. Einnig ætlum við að hafa sérstaka sýningu fyrir alla skóla i sýslunni." Það kom fram í þessu spjalli við Svein, að félagar í LB eru 73 og einnig eru styrktarfélagar 64. Annars er öll vinna við sýningar unnin í sjálfboðavinnu utan leik- stjórn og leikmyndahönnun. Eins og áður segir var Kristni- haldið frumsýnt sl. laugardag og voru undirtektir áhorfenda mjög góðar. Næsta sýning verður laug- ardaginn 17. þ.m. og síðan eru fyrirhugaðar þrjár sýningar á Húnavöku þann 20., 22. og 24. apr- íl. Með helstu hlutverkin í þessari uppsetningu fara Stefán Har- aldsson, Pétur A. Pétursson, Sveinn Kjartanson, Sturla Þórð- arson og Svanfríður Blöndal. FrétUriUri. Stefán Haraldsson í hlutverki Umba og Torfhildur Steingrímsdóttir í hlut- verki Hnallþóru í uppsetningu Leikfélags Blönduóss. LjÓHm (lM>r AeMrw,„n. Varnarbarátta vid „hið opinbera“ einkenndi starfsemi Félags vefnaðarvörukaupmanna á sl. ári AÐALFUNDUR Félags vefnaðarvöru- kaupmanna var haldinn fyrir nokkru og var Ragnar Þ. Guðmund.sson kjör- inn formaður í stað Erlu Wigelund, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Erla sagði í skýrslu sinni á fund- inum, að félagsstarfið hefði að mestu leyti verið fólgið í varnarbar- áttu við hið opinbera. „Nokkra sigra höfum við þó unnið og vil ég nefna þrjú atriði. Upphækkun á vörubirgðum verzlana náðist fram, frá og með 15. maí sl., þannig að nú má selja eldri vörubirgðir á raun- virði þegar nýjar vörur koma í verzlanir. Þá höfum við fengið því áorkað að 30%-reglan svokallaða er ekki viðhöfð lengur eins og verið hefur, en þegar gengisfellingar hafa orðið hefur aðeins verið leyft að leggja á þriðjunginn af þeirri hækkun, sem stafaði af gengisfellingunni. Nú má hins vegar leggja á alla hækkunina, og munar það miklu þegar um svo lága álagningu er að ræða eins og raun ber vitni. Þá vil ég einnig nefna þann sigur sem vannst fyrir Laugavegskaup- menn í stöðumælamálinu. Þá sýndi það sig bezt hvað samstaða fær áorkað, og þannig væri hægt að vinna í fleiri málum, ef kaupmenn áttuðu sig almennt á því, að standa saman í sínum eigin samtökunum." Stjórn Félags vefnaðarvörukaup- manna skipa nú auk Ragnars Þ. Guðmundssonar, Guðríður Gunn- arsdóttir, Karólína Sveinbjörns- dóttir, Sigurður E. Haraldsson og Erla Wigelund. Varamenn í stjórn eru Auður Þórisdóttir og Edda Hauksdóttir. Fulltrúi í fulltrúaráði Kaupmannasamtaka íslands er Sig- urðpr E. Haraldsson og Erla Wige- lund til vara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.