Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 . 47 og sömuleiðis eina áætlunarfélag á Norður-Atlantshafsleiðum sem flýgur til Glasgow-flugvallar. Ferðir eru því auðveldar til Glas- gow bæði frá Chicago og New York. A Norðurlöndum er hafin kynn- ingarstarfsemi í Suður-Svíþjóð og Danmörku vegna enduropnunar flugsins. í mótöku sem haldin var að loknum blaðamannafundinum flutti Sigurður Bjarnason am- bassador Islands í Bretlandi ræðu þar sem hann gerði að umtalsefni samband Skota og íslendinga um aldir, hann minntist flugs til Skotlands fyrir 37 árum og áætl- unarflugs Flugleiða sem nú væri komið á að nýju. Borgarstjórinn í Glasgow fagnaði í ræðu sinni enduruppteknu flugi Flugleiða til Glasgow. Taldi það misráðið og missi fyrir Skotland er Flugleiðir voru neyddir til að draga úr Skot- landsflugi og hætta því síðan al- veg, og lýsti ánægju sinni og Glasgow-búa vegna hins beina sambands við Kaupmannahöfn svo og við ísland og Bandaríkin, sem nú væri komið á að nýju. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, ræddi m.a. um sam- vinnu við breska aðila um kynn- ingu Skotlands sem ferðamanna- staðar og flugs Flugleiða þangað. Fleiri ræðumenn tóku til máls og fögnuðu þeim áfanga að Fiugleiðir hefðu nú hafið á ný flug milli ís- lands og Skotlands og Danmerkur, sem hefði alla tíð verið farsælt og hin mesta samgöngubót. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, kom fram í sjónvarpi BBC og skýrði frá áætlunarfluginu og samvinnu við heimamenn. Þegar Flugleiðavélin lenti á Glasgow-flugvelli þennan morgun stukku út tveir aivopnaðir vík- ingar sem gripu skoskar konur í fangið og voru ljósmyndaðir við mikinn fögnuð fréttaljósmyndara og annarra viðstaddra. Aukaleikurinn meö Horlem Globetrotter/ veröur í dag kl. 16.30. Ennþá er hægt aö fá miða á þessa stórkostlegu skemmtun. Forsala fer fram í íþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 2. Hvers vegna eru öll Telefunken litsjónvarpstæki SELD NOTUÐ? Verksmiðjan vill fullvissa sig um að tækið sé í fullkomnu lagi áður en þú færð það. Það er,,notað” fyrir þig í 24 klukkustundir áður en það fær stimpilinn: „TfLBÚIÐ TIL NOTENDA”. Þetta tryggir öruggt og gott tæki og auðvitað eru Telefunken litsjónvarpstækin með öllum þeim tækninýjungum sem góð litsjónvarpstæki þurfa að hafa. BRÆÐURNIR ORMSSON % LAGMULA 9 SIMI 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.