Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 veitingastað í Reykjavík — Þar sem er að finna dansgólf, bar, setustofu, gufubað o.fl. „I höfuðborginni hefur enn einn veitingastaðurinn séð dagsins Ijós. Er sá með þeim glæsilegustu og stærstu, sem um getur, og er þó langt til jafnað. Opnun þessa nýja staðar hefur gengið hljóðlega fyrir sig, enda húsbændur ekki haldið henni á lofti.“ — Þetta er upphaf fréttatilkynningar, sem blaðamönnum var afhent á hlaðamanna- fundi hjá Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda í gær, þar sem vakin er athygli á hinni miklu samkeppni sem veitingamenn eiga í, við aðra þó en þá sem opinberlega stunda veitingarekstur. Framhald fréttatilkynningarinnar er svohljóðandi: „Tökum við hjá Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda okkar því það bessaleyfi að kynna staðinn (þ.e. hinn nýja veitingastað) fyrir þeirra hönd. Teljum við rétt og skylt að landsmenn fái um hann fulla vitneskju, enda reistur fyrir þeirra fé — og ekki lítið af því. Þessi nýi veitingastaður er í Borgartúni 6, húsi, sem betur er þekkt undir nafninu Gamla Rúgbrauðsgerðin. Var hún keypt af ríkinu fyrir nokkrum árum, að sögn undir starfsemi Afengis- og tóbaksverzlunar ríkisins. Og sú hefur raunin orðið á um nýtingu þótt óbeint sé, að hluta til að minnsta kosti. Á þriðju og fjórðu hæð hússins, ásamt turni, hafa nefnilega verið innréttaðir dýrindis veizlusalir. Ber þar fyrst að nefna aðalsal, sem tekið getur allt að 300 manns sitjandi við borðhald, 350 við óformlegar aðstæður. Þar er stórt og gott dansgólf, fullkomið diskó- tek í sérhönnuðu borði, bar og setustofa. Á sömu hæð er að sjálfsögðu fullbúið veizlueldhús, og að auki nokkur minni samkomuherbergi, sem rúma allmarga til viðbótar. Til að kóróna dýrðina er gufubað, með tilheyrandi baðaðstöðu, af- slöppunar- og búningsherbergjum. Á fjórðu hæð er svonefndur Langibar. Þar má koma fyrir á annað hundrað manns. Og í turni hafa verið innréttaðar notalegar vistarverur. Loft og veggir þess- ara glæsisala eru viðarklædd, hús- búnaður allur af vönduðustu gerð, ekkert hefur verið til sparað að gera allt sem vistlegast og rík- mannlegast úr garði. Þessi mynd var tekin í salnum umdeilda í Borgartúni fyrir skömmu, á blaðamannafundi utanríkisráðherra Norður- landa. Samkvæmt upplýsingum Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda, er að finna í salnum m.a. stórt dansgólf, fullkomið diskótek i sérhönnuðu borði, bar og setustofu, að ógleymdri gufubaðstofu og hvíldarherbergjum á næstu Gaman hefði verið að geta gefið upp kostnaðartölur. En því miður, eins og allt of oft þegar hið opin- bera ráðskast með fé skattgreið- enda, þá liggja þær ekki á lausu. Og til hvers á að nota öll her- legheitin? Að sögn var upphaflega ætlunin að hafa þarna einskonar fram- lengingu af Ráðherrabústaðnum gamla, halda „fundi og boð á veg- um ráðuneytanna". Samþykkt brunavarnaeftirlits, eini opinberi pappírinn, sem virðist til um stað þennan, notar allavega það orða- lag. Að öðru leyti vefst aðspurðum ráðamönnum tunga um tönn; helzt er til svarað að ekki sé enn til nein reglugerð um rekstur staðarins. Reglugerð eða ekki, þarna er í fullum gangi það, sem við hjá S.V.G. köllum veitingarekstur. Þarna eru haldnir fundir, kokteil- boð og árshátíðir. Jubilantastúd- entar frá M.R. héldu þarna t.d. sí- na afmælishátíð. Hvernig það svo fellur undir boð á vegum ráðu- neytis treystum við okkur ekki til að svara. Hefðu sömu stúdentar haldið sitt bekkjarhóf á venjulegu veit- ingahúsi hefðu þeir þurft leyfi frá lögreglustjóra fyrir lokaðri skemmtun. Beint eða óbeint hefðu þeir þurft að greiða söluskatt af mat, drykk og annarri þjónustu, skemmtanaskatt og menningar- grosum. sjóðsgjald, skemmtanaleyfisgjald og STEF-gjald. Að auki hefðu þeir þurft að taka þátt í kostnaði vegna veitinga- og vínveitingaleyfis hússins, eftirlitsgjalds vínveit- ingahúsa, svo ekki sé minnst allra venjulegra atvinnurekstrargjalda, sem of langt yrði upp að telja. En þeir voru sniðugir og sluppu við alla skattlagningu. Rúgbrauðsgerðin hefur ekkert veitingaleyfi, enda ekki verið sam- þykkt af heilbrigðisyfirvöldum til slíks rekstrar. Skv. upplýsingum fulltrúa lögreglustjóra var ekki sótt um eða veitt leyfi fyrir ofangreindu hófi. Skv. upplýsing- um fulltrúa tollstjóra voru hvorki greiddir skemmtanaskattar né menningarsjóðsgjald af þessari né öðrum skemmtunum á staðnum. Skv. upplýsingum fulltrúa skatt- stjóra hefur ekki verið greiddur söluskattur af neinni starfsemi þarna. Skv. upplýsingum frá skrifstofu STEFs hafa aldrei verið greidd STEF-gjöld af tónlist, sem þarna er leikin. í stuttu máli sagt: Þarna virðist sem neðanjarðar- hagkerfið hafi teygt arma sína inn fyrir múra sjálfs stjórnarráðsins og blómstri nú í skjóli þess. Við, sem eigum að heita veit- ingamenn og málsvarar þeirra, lýsum okkur skák og mát. Bendum við viðskiptavinum okkar á að snúa sér til fjármálaráðherra í framtíðinni; þar eru kaupin betri en við munum nokkru sinni geta boðið!“ Óheiöarleg og ójöfn samkeppni Hólmfríður Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri S.V.G., sagði á blaðamannafundinum, að svo ein- kennilega hefði að vísu viljað til, að skömmu fyrir blaðamanna- fundinn hefði ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins hringt í sig, og sagt að tilbúin væru drög að notkunarreglum fyrir salinn í Borgartúni. Það hefði þó ekki breytt þeirri ákvörðun að afhenda ofangreinda fréttatilkynningu, enda væri umræddur salur ekki einsdæmi, miklu fremur dropinn sem fyllti mælinn í þessu máli. Veitingahúsaeigendur ættu í harðri, óheiðarlegri og ójafnri baráttu við ýmsa aðila, einstakl- inga, félög, fyrirtæki og stofnanir, þar sem sjálft ríkisvaldið gengi jafnvel hvað harðast fram, bæði í fríðindum, og svo því að fylgja ekki settum reglum, eins og salur- inn í Borgartúni væri dæmi um. Sem dæmi mætti nefna, að mötuneyti á vegum ríkisins og annarra þyrftu ekki að greiða söluskatt, sem þó öll veitingahús verða að greiða. Þetta væri þeim mun alvarlegra, þegar þess væri gætt, að sum mötuneytanna væru opin öllum sem þangað vildu koma og borða ódýrar, niðurgreiddar og söluskattslausar máltíðir. Þess væru dæmi að menn gætu borðað árum saman í ríkismötuneytum, fyrir brot af því sem það kostaði á veitingahúsum, án þess þó að hafa nokkru sinni unnið hjá ríkinu! Opinberlega væri þetta þó ekki opið öllum, nema í matsölu Fé- lagsstofnunar stúdenta. Fyrir utan þessa samkeppni mætti svo enn nefna að mikið væri um „bílskúraeldhús" þar sem seld væru veisluborð við ýmis tæki- færi, og slík sala færi einnig fram úr ýmsum mötuneytum, þar sem starfsfólk nýtti starfsaðstöðuna til að auka tekjur sínar utan ven- julegs vinnutíma. Allt færi þetta að sjálfsögðu fram án vitundar hins opinbera, og enginn sölusk- attur eða önnur gjöld kæmu til. Þannig högnuðust bæði seljendur og kaupendur, en ríkisjsóður tap- aði. Starfsemi af þessu tagi færi LjÓNm.: Kristján Kinarsson. að sjálfsögðu ekki fram í öllum mötuneytum, eða í öllum sam- komusölum, en fullyrða mætti þó að það væri mjög útbreitt. A blaðamannfundinum var einnig dreift eftirfarandi upplýs- ingum um ýmis gjöld, sem veit- ingahúsum er gert að greiða um- fram annan atvinnurekstur: Greiöa löggæslu á hendur sér! 1. „Auk veitingaleyfis (venjulegs atvinnurekstrarleyfis) þurfa vínveitingahús að greiða vín- veitingaleyfi, kr. 11.500,- fyrir- fram á fjögurra ára fresti, eða á ári kr. 2.875,-. 2. Auk vínveitingaleyfis þurfa húsin framlengingarleyfi þegar opið er eftir kl. 23.30, kr. 345,- á kvöldi eða einstök hús á ári allt að kr. 125.000,-. 3. Vínhúsaeftirlit, löggæslu á hendur sér, þurfa húsin að endurgreiða ríkissjóði. í Reykjavík gerir þetta í ár kr. 650.000,- eða á einstök hús allt að kr. 85.000,-. 4. STEF-gjöld ber veitingahúsum að greiða skv. gjaldskrám stað- festum af menntamálaráðun- eyti. Gjaldtökuheimild á hend- ur meðlima S.V.G. í Reykjavík verður í ár kr. 1.000.000,- eða á einstök hús allt að kr. 100.000,-. 5. Af áfengi seldu á veitingahús- um rennur 59,3% —67,6% í rík- issjóð. Þekkist hærra inn- heimtuhlutfall ríkissjóðs af út- söluverði vöru? 6. Matarsala veitingahúsa er eina söluskattskylda matarsalan á Islandi í dag. 7. Áhöld, tæki og hráefni til veit- ingarekstrar eru undantekn- ingarlítið í alhæstu hugsanlegu tollflokkum, vörugjaldi og sölu- skatti. Verð nauðsynjavara nær þrefaldast títt við innflutning til landsins. Samband veitinga- og gistihúsa: Ríkið hefur Frá blaóamannafundi Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda i gær, talið frá vinstri: Áslaug Olafsdóttir, formaður S.V.G., ilólmfriður Árnadóttir, framkvæmdastóri, Skúli Þorvaldsson Hótel Holti og Emil Guðmundsson Hótel .............................Ljómw • ftmHhrflþ PftntHdÓtttr opnað nýjan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.