Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 5
Hljóm- MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 37 endurtekning á því, er ég reit árið 1971 um sýningu Brynjólfs Þórðarsonar í Listasafni Al- þýðu, ef ég færi að hæla einni og einni mynd á þessari sýn- ingu. Ég vil heldur láta þá skoðun mína hér í ljós, að Brynjólfur hafi verið sérlega merkilegur málari, vegna þess hve fínleg og um leið heil verk hans eru. Hann vann aðallega í olíulitum og vatnslitum, og án þess að fara út í upptalningar, er með sanni hægt að segja, að þarna á þessari sýningu, er fjöldi af verkum, sem ætíð verða talin í fremstu röð þess er gert var á þessum tíma, svo Hengill fremi að nokkur sanngirni eigi sér stað í mati listaverka, en auðvitað verður það svo á kom- andi tímum, því að listaverkið sigrar ætíð fordóma og ósann- girni. List á borð við verk Brynjólfs Þórðarsonar þarf engu að kvíða, hún er sérstakur kafli í þeirri þróun, sem enn er í fullum gangi. Hún er framlag, sem ekki verður sniðgengið í listasögu íslendinga á tuttug- ustu öld. Megnið af þeim verkum, sem nú eru til sýnis, eru í einkaeign, og því er það sérstakt lán að fá sýningu, þar sem fólki gefst kostur á að kynnast þessum verkum. Enn einu sinni ætla ég að enda skrif mitt á því að benda fólki á að glopra ekki slíku tækifæri úr höndum sér. Ég veit, að slíkt hef ég oft áður sagt, en góð vísa verður ekki of oft kveðin, eins og þar stendur. Lesendur góðir, látið þessa sýn- ingu ekki fara framhjá ykkur. Hún er þess virði, að á hana sé litið. Þarna eru 92 verk til sýnis og eru það bæði vatnslitamynd- ir og olíumálverk. Veigameiri sýning hefur ekki verið haldin á verkum Brynjólfs Þórðarsonar og ekki vitað, hvenær annað eins tækifæri gefst til að gera sér grein fyrir verkum Brynj- ólfs. nnrrm Finnbogi Marinósson Lindsey Buckingham. Law and Order. Mercury G302—167. Þeir eru ófáir félagar stór- hljómsveitanna sem ekki hafa reynt að gefa út eigið efni. Mis- Ofrumleg vel hefur gengið, en sólóferill- inn hefur malað gull fyrir þá heppnu. Gítarleikarinn og söngvarinn í Fleedwood Mac, Lindsey Buck- ingham, er einn þeirra sem ný- lega hafa freistað gæfunnar. Þetta er hans fyrsta sólóplata og heitir hún „Law and Order". A henni eru ein 11 lög, flest eft- ir hann sjálfan. Aðstoðar- hljóðfæraleikarar eru nokkrir og ber þar helst að nefna Mick Fleed og Christine McVia félaga í Fleedwood Mac. Eitt laganna á plötunni er þegar orðið nokkuð vinsælt vestanhafs „Trouble". Það er gott en einhvern grun hef ég um að Fleedwood Mac-hljómurinn sem er á laginu, standi þar að baki. Ef svo er þá ættu öll lögin að vera líkleg til vinsælda, því sólóplata öll eru þau undir þessum sama hatti. Að setjast niður og ætla að fara að hlusta á sóló-plötu frá einum félaga FM og fá þá í eyrun sömu tónlist og Lindsey spilar með félögum sínum olli mér vonbrigðum. Platan er vel unnin og lögin oft skemmtilega hljóðblönduð. Lindsey er góður gítarleikari, þótt hér fari lítið fyrir honum sem slíkum. Aftur á móti sýnir hann allar sínar bestu hliðar sem söngvari, já hann syngur meira að segja eins og John Lennon í laginu „September Song“. I heild er platan nokkuð góð, frekar róleg, en vinnur ört á. Sértu reiðubúinn að kyngja því að þetta sé ekki sólóplata þá veldur hún ekki vonbrigðum. FM/AM. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU t 1 líf og fjör allan sólarhringinn Rimini - einn vinsælasti sumarleyfisstaöur Evrópu - hefurá skömmum tíma unnið hug og hjörtu (slendinga á öllum aldri. Vinsældir þessa óviöjafnanlega baöstaðar byggjast öðru fremurá því margfræga lífi og fjöri sem þar er stööugt að f inna, gnægð af spennandi ævintýrum fyrir börn og fullorðna ásamt fullkominni hvíldar- og sólbaðsaðstöðu sem alla heillar. Margbreytilegt mannlíf í aðlaðandi umhverfi er það fyrsta sem vekur athygli þeirra á Rimini. Veitingastaðir, diskótek, skemmtistaðir og næturklúbbar skipta þúsundum og alls staðar ér krökkt af kátu fólki. Endalaus ævintýri fyrir böm og fulloróna Vegna sérstöðu sinnar meðal sólbaðsstaða Adríahafsins laðar Rimini árlega að sér fjölda listamanna hvaðanæva að. Leiksýningar, hljómleikar og hvers kyns skemmtilegar uppákomur eru því daglegir viðburðir - jafn- vel þegar þeirra er síst von Sérlega ódýrirog góðir veitingastaðir ásamt fyrsta flokks íbúðum og hótelum fullkomna ánægjulega dvöl þína á Rimini. Þaulreyndir fararstjórar eru ætíð til taks og benda fúslega á alla þá fjölmörgu mögu- leika sem gefast til að njóta lífsins í ógleymanlegu umhverfi. • Tivolí • Skemmtigarðar • Sædýrasöfn • Leikvellir • Hjólaskautavellir • Tennisvellir • Mini-golf • Hestaleigur • Go-cars kappakstursbrautir • Rennibrautasundlaugar Rimini Riccione Cattolica Cesenatico Adriatic Rivlera of Emilia - Romagna ( Italy ) Gatteo a Mare San Mauro a Mare Misano Adríatico Lidi di Comacchio Savignano a Mare Ðellaría - Igea Marína Cervia - Milano Marittima Ravenna e le Sue Maríne Heillandi skoöunarferöir Róm - 2ja daga ferðir Feneyjar - ,,Hin sökkvandi borg Fiórenz - listaverkaborgin fræga San Marinó - „frimerkja-dvergrikið o.ft.o.fl Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.