Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 19
yfir bænum og hinum opna grunni Seðlabankans. Um nóttina dreymir mig hins vegar öllu bjartari draum sem þokar til myndinni af Seðlabankagrunninum. í drauminum var búið að græða sárið í Arnarhólnum, þar trón- ar hátimbruð bygging og efst í einum turni hennar loguðu stafirnir „Leikfélag Reykja- víkur — Iðnó“. Pólk dreif að þessari byggingu og straumar liggja frá henni yfir að Þjóð- leikhúsinu og uppí Gamla Bíó og þaðan niður í miðbæ inná fjölda lítilla veitingahúsa sem vörpuðu mildri birtu útá regnvot strætin. Það var nefnilega rigning í draumnum og mér fannst ég holdvotur við að horfa á dýrðina. Þá vindur sér að mér ókunnur maður og bregður upp regnhlíf. Ég þakka manninum og spyr hvað hafi gerst. Hann svarar málmkenndri röddu: „Þeir bættu við einni hæð uppá Rauðarárstíg. Hefurðu ekki orðið var við vaxtahækkunina undanfarið, góði minn?“ Þar með var þessi draumur búinn en ég sit eftir með mynd af fólki að telja peninga í stórum kassa, gerðum úr járnbentri steinsteypu og svörtum marm- ara, slíkum sem notaður er á legsteina. að Leitin að eldinum á að gerast á ísöld og samkvæmt sögunni eru Ulamarnir á flótta suður um álfuna undan kuldanum. Hvor- ugt kemst ekki nægilega vel til skila í myndinni. Hér hefði okkar harða og berangurslega náttúrufegurð gert góða mynd mun betri. Mýkt skosku heiða- flákanna skapar ekki nægilegt mótvægi við atriðin sem tekin eru í Kenya auk þess sem jökul- beyginn vantar. Rn þetta eru ekki stór atriði og stinga kannski Frónbúann einan. Aðalatriðið er að höfund- um hefur tekist að skapa einkar sérstaka og frumstæða kvik- mynd um illviðráðanlegt efni sem áður hefur ekki náðst trú- verðuglega á filmu — ef undan- skildar eru nokkrar mínútur af snilldarverki Kubricks, 2001 a Space Odyssey. Þetta ameríska kvikmyndastórvirki J.J Anaud á örugglega eftir að vekja geysi- lega hrifningu og athygli hvar- vetna. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 51 Höll Carnegie til sölu London, 17. apríi. Al'. Höll Andrews Carnegie, stáljöfurs frá Pittsburgh, við Dornoch-fjörð í Skotlandi er til sölu, að sögn „The Times“. Núverandi eigandi hallar- innar, Frú Carnegie-Miller, einka- dóttir stáljöfursins, býr nú orðið árið um kring í Bandaríkjunum, og hefur ákveðið að selja höllina af þeim sök- um. Höllin, Skibo-kastali, er úr glitrandi bleiku graníti og þykir hygging fögur. Enn hefur sölu- verðið ekki verið uppgefið, en höll- in er innréttuð og búin næstum sömu húsgögnum og þar voru þeg- ar Carnegie, sem fæddist í Skot- landi, lézt 1919. STALHE SINDRA Fyrirliggjandi í birgðastöð STANGAAL (ALMgSiO,5) Seltuþoliö Fjölbreyttar stæröir og þykktir VINKILAL Lllll SÍVALT ÁL FLATAL ALPRÓFÍLAR Borgartúni 31 sími 27222 ERTU Á UPPIflÐ? Láttu Welandstigana Kalmarinnréttingar hf. hafa nú tekið að sér umboð fyrir Weland A/S, - fyrirtæki sem getið hefur sér gott orð fyrir vandaða og vel hannaða stiga. Weland stigarnir eru allir byggðir upp úr einingum og hægt er . að velja um mismunandi útlitog efni. Hverstigiersíðanaðlagaður aðstæðum á hverjum stað og er afhentur fullbúinn til upp- setningar. auóvelda þérleióina Hafið samband eða komið og fáið upplýsinqabæklinga. g HKalmar Innréttingar, Skeifunni 8,108 Reykjavík, sími 82011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.