Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 41 ung og fjörug leikkona frá Björgvin. Þau höfðu kynnst í borginni þar sem Björnson var um tíma leikhússtjóri. — Lengst af áttu þau hjónin heima á bæn- um Aulestad í Gausdal, hliðar- dal við Guðbrandsdalinn. Þar sat Björnson eins og forn höfð- ingi og landsfaðir. Hann dó í París 1910 og var fluttur heim á norsku herskipi. En Karólína lifði, þar til hún var 99 ára göm- ul. Knut Hamsun var fæddur í Guðbrandsdalnum, en fluttist mjög snemma til Norður-Nor- egs, landshlutans sem hefur sett sterkan svip á margar bækur hans, eins og Pan, Rósu og Ben- óni. Seinna eignaðist hann sinn „Aulestad", nefnilega bæinn Nörholm á suðurströndinni. Hamsun þótti mjög vænt um bændalífið, en árum saman bjó hann þar ásamt konu sinni, Marie, sem var falleg ung leik- kona, þegar þau kynntust. Hún gerðist líka rithöfundur og samdi margar barnabækur. En þekktust er hún fyrir bækurnar um Hamsun: Regnbuen og Under gullregnen, hinar merkustu ævi- sögur um geníalan og erfiðan eiginmann. Sonur þeirra Arild rekur bæinn í dag, en yngri son- ur þeirra, Tore, er listmálari og býr í Askerbyggðinni skammt frá Osló. Hann hefur líka samið ágæta bók um föður sinn. Sigrid Undset, þriðja norska Nóbelsverðlaunaskáldið við hlið Björnsons og Hamsuns, bjó á Lillehammer, þar sem Guð- brandsdalurinn byrjar og heldur áfram í norðurátt. Heimili henn- ar var Bjerkebæk, danskt nafn eftir danskan leikara Jens Bjerkebæk, sem lék háþjóðern- issinnaðan Norðmann í Noregi. — Móðir Sigríðar Undset var dönsk, en faðir hennar norskur sagnfræðingur. Sigrid giftist Anders Svarstad listmálara, en þau skildu, og hún gerðist kaþ- ólsk 1924, sama ár og Stefán frá Hvítadal. Þau kynntust seinna, þegar Sigrid Undset heimsótti Island, um 1930. Hún átti tvo syni, annar var drepinn í síðustu heimsstyrjöld, en hann tók þátt í stríðinu við Þjóðverja á norskri grund. Hinn sonur hennar and- aðist fyrir nokkru, en hún átti líka dóttur sem var vangefin. Þegar Sigrid Undset fékk Nób- elsverðlaunin, gaf hún allt til hjálpar vangefnum börnum. Á stríðsárunum bjó hún í Ameríku og barðist fyrir Noreg. — Aðal- verk hennar eru bækurnar um Kristínu Lafransdóttur, en auk miðaldaskáldsagnanna hefur hún samið verk um vandamál kvenna á vorum dögum. I sveitum Guðbrandsdalsins ólust upp merkt ljóðskáld, Olav Aukurust, Tore Örjasæter, Ragnvald Skrede, Tor Jonsson og Jan-Magnus Bruheim. Skrede og Bruheim eru enn á lífi, en þessi skáld má öll telja meðal fremstu ljóðskálda Nor- egs. Þau standa öll traustum rót- um í jörð heimalandsins en eru þó alls ekki aðeins átthagaskald. Það er einmitt einkennandi fyrir þau, ekki síst fyrir hin síðast- nefndu, að vandamál mannsins, hvar sem er, er það sem mestu máli skiptir. En Guðbrandsdal- urinn og auðugur menningar- grundvöllur hans hefur gefið þeim gott vegarnesti, ekki síst þegar um skáldamálið sjálft er að ræða. Höfuðskáldin fjögur skrifuðu öll á bókmáli, en ljóð- skáldin úr Guðbrandsdalnum eingöngu á nýnorsku. Sjúkraliðafélag íslands: Úrskurður kjaranefnd- ar ófullnægjandi - ekki verður fallið frá uppsögnum FUNDIJR Sjúkraliðafélags íslands, sem haldinn var i vikunni, skoraði á sjúkraliða um allt land að hvika ekki frá kröfunni um að kjör þeirra verði endurskoðuð og sjúkraliðar launaðir í samræmi við auknar kröf- ur til menntunar og verksviðs sjúkraliða. Sjúkraliðar hafa ákveðið að standa við uppsagnir sínar og koma þær til framkvæmda 1. júní næstkomandi. Fundurinn telur úrskurð kjara- nefndar um laun sjúkraliða ófullnægjandi og bera þess merki, að við störf sín hafi hún ekki tekið minnsta tillit til samanlagðra krafna um samræmingu á launa- kjörum þeirra stétta, er vinna við hjúkrun. Fundurinn vekur athygli á því, að ekki er búið að semja við starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar um launakjör sjúkraliða. Nyjar endurbætur varanlegri gluggar Enn bætum við gluggaframleiðslu okkar með breytingum, sem miða að meiri endingu og vandaðri frá- gangi. Allt frá upphafi höfum við kapp- kostað að nota eingöngu valið efni sem hefur í sér mikla fúavörn auk þess sem það er baðað í fúavarnar- efnum. Nýi þéttilistinn er einnig framför og stuðlar að enn betri framleiðslu. Nýju gluggarnir okkar standast bæði þínar kröfur og þær kröfur sem íslenskt veðurfar gerir. Við gerum verðtilboð þér að kostnaðarlausu. Sendið okkur teikningar eða komið og sannfærist um framleiðslugæðin - hjá okkur færðu meira fyrir hverja krónu. Öll undirstykki eru með hallandi falsi sem tryggir örugga framrás vatns og varnar þannig fúamyndun. Endurbættar samsetningar karma og pósta eru sem áður kembdar og tappaðar saman. Þær tryggja enn meiri stöðugleika sam- skeytanna. Nýr, kröftugur þéttilisti tryggir bestu fáanlegu þéttingu gegn vindi og vatni. hi irAaiforl/omiAia Listinn er festur (spor í karmstykkinu. Hann nillOaVcfKSrniOJa taka úr glugganum, t.d. við málun eða gluggaog NJARÐVlK Sími 92-1601 Pósthólf 14 fúavörn. íslenskt söngva- safn islenskt söngvasafn kom fyrst út i tveimur bindum 1915 og 1916. Þaö hefur notiö fádæma vinsælda og hefur þótt og þykir enn ómissandi á hverjum þeim stað þar sem sungiö er viö undirleik. Söngvasafnið var viöa nefnt „Fjárlögin“ og hlaut þaö nafn af hinni frábæru mynd Rikharðs Jónssonar af íslensku landslagi, smölum og kindum sem prýddu spjöld bókanna og prýöir enn þessa nýju útgáfu. „Fáar nótnabækur hafa reynst tónmennt i landinu eins notadrjúg- ar og islenskt söngvasafn," segir Jón Asgeirsson, tónskáld, i formála fyrir þessari nýju útgáfu. „ Val texta og laga, en serlega þó raddsetning Sigfusar Einarssonar, tónskálds, er án efa undirstaða þeirra vinsælda sem bækurnar hafa notiö. * Þessi nýja útgáfa Söngvasafnsins er fyrsta útgáfa þess óbreytt aö öðru leyti en þvi aö báöar bækurnar eru hér i einu bindi. s f) Almenna bókafélagið | j' f| Austurstræti 18, sími 25544, IJ Skt'mmuvegi 36 Kópavogi, sími 73055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.