Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 45 Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar: „Fjárlögin" frá 1915 gefin út í einu bindi i BÓKAVERZLUN Sigfúsar Eymunds- sonar hefur gefið út að nýju „íslenskt söngvasafn" þeirra Sigfúsar Einars- sonar og Ilalldórs Jónssonar, sem kom út fyrst i 2 bindum árið 1915. Nótnabókin náði miklum vinsældum og hefur þótt ómissandi, þar sem sungið er við undirleik. Nótnabókin var nefnd „Fjárlögin" manna á meðal vegna myndar Rík- harðs Jónssonar af íslenzku lands- lagi, smölun og kindum, sem prýddi spjöld bókarinnar og prýðir enn nýju útgáfuna. Jón Ásgeirsson, tónskáld, ritar formálsorð fyrir þessari nýju útgáfu og segir þar: „Fáar nótnabækur hafa reynst tónmennt í landinu eins notadrjúg- ar og Islenskt söngvasafn. Val texta og laga, en sérlega þó raddsetning Sigfúsar Einarssonar tónskálds, er án efa undirstaða þeirra vinsælda, sem bækurnar hafa notið. Þeir, sem sinntu söngþörf al- mennings á liðnum árum, voru vel búnir til leiks með „Fjárlögin" í höndunum og mörgum byrjanda í hljóðfæraleik voru þau góð til þjálf- unar, því tæknilega spanna frábær- ar raddsetningar Sigfúsar furðu vítt svið. Bæði vegna gæða raddsetning- anna og efnis bókanna er mikill 1-01 Hefti C * Bókuvrradlm EymttruWoihor l^ykýovik fengur í endurútgáfu þessa verks.“ Þessi nýja útgáfa söngvasafnsins er fyrsta útgáfa þess óbreytt að öðru leyti en því, að báðar bækurnar eru hér í einu bindi. Filmuvinnu, prentun og band bók- arinnar hefur Prentsmiðjan Oddi annast og Prentmyndastofan hf. hefur litgreint kápumyndina. Bókin er samtals 136 bls. Framleiósluráð landbúnaðarins: Veitir Svínaræktar- félaginu milljón króna fjárstyrk Á FUNDI Framleiðsluráðs Land- búnaðarins þann 5. apríl sl. var eftir- farandi tillaga samþykkt samhljóða: „Framleiðsluráð landbúnaðar- ins samþykkir að veita Svínarækt- arfélagi íslands fjárstyrk úr „Kjarnfóðursjóðnum“ að upphæð kr. eina milljón í samræmi við samþykkt aðalfundar Stéttarsam- bands bænda 1980. Fallist er á þá Bergman segist hress Lundúnum, 17. apríl. AP. Sænska leikkonan Ingrid Bergman, sem brezkt blað sagði vera að deyja úr krabbameini, leyfði myndatökur í gær og sagðist við ágæta heil.su. „Ég er tekin að reskjast, en ég er við góða heilsu. Ég er ekki að deyja,“ segir lcikkonan í forsíðu- viðtali við „Daily Mail“ í dag. Fyrr í vikunni sagði blaðið frá því, að orðrómur væri á kreiki um að hún lægi fyrir dauðanum, hefði fengið krabbamein þriðja sinni, en hún missti bæði brjóstin eftir brjóstkrabba 1974 og 1979. Bergman stillti sér upp fyrir myndatöku á bakka Tempsár, skammt frá heimili sínu í Chelsea-hverfinu. Hún er 67 ára og ber aldur sinn vel. Hún var í þykkri kápu í vornepjunni. Bergman hætti á síðustu stundu við ferðalag til New York borgar þar sem frumsýnd verður um helgina sjónvarpskvikmynd um ævi Goldu Meir, fyrrum forsætis- ráðherra ísrael. Bergman fer með hlutverk Meir í myndinni. „Mér fannst ég orðin of gömul og ekki nógu styrkmikil til að ganga í gegnum auglýsingasirkusinn sem þessu fylgdi í New York,“ sagði Bergman, en ákvörðun hennar hleypti orðróminum um veikindi hennar á kreik. tillögu, sem fram kemur í bréfi Svínaræktarfélagsins dags. 4.12. 1981, þar sem kveðið er á um að fénu verði varið til byggingar sér- staks rannsóknahúss þar sem gerðar verði tilraunir með notkun innlendra fóðurefna til gjafar handa svínum og alifuglum og tengist jafnframt þeirri aðstöðu sem þegar er til staðar á Keldna- holti.“ Þá samþykkti Framleiðsluráð á sama fundi að veita styrki til fjög- urra fuglasláturhúsa. Hvert hús fær 150.000 kr. Ennfremur fá tvö fuglakynbótabú styrk að upphæð kr. 250.000 hvort. Samtals var veitt til alifuglasláturhúsa og kynbótabúa 1,1 milljón kr. Af- hending þessa fjár er háð því skil- yrði að áfallin sjóðagjöld til árs- loka 1981 séu að fullu greidd. Ennfremur að viðkomandi kyn- bótabú hafi heimild heilbrigðisyf- irvalda til framleiðslu og sölu líf- fugla. Þll AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR I MORGUNBLAÐINI! AKilA s|\i, \ 22480 Benidorm Beint leiguflug Góöir cjististaðir ATH.: OKKAR VERÐ BROTTFARARDAGAR: 2/6, 23/6, 14/7, 4/8, 25/8, 15/9. r'ERÐASKRIFSTOFAN NÓATÚNI 17. SÍMAR 29830 og 29930.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.