Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 18
50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982
Sér grefiir gröf...
Hugleiðing í tilefni af Alþjóða leikhússdeginum
Leiklist
Ólafur M. Jóhannesson
A alþjóðlega leikhúsdatíinn
brá undirritaður sér í Þjóð-
leikhúsið, sem er í sjálfu sér
ekki í frásögur færandi. Að
Kamni ók ég gegnum gamla
miðbæinn á leiðinni í leikhús-
ið. Fátt virtist á ferli og ósköp
dauðalegur blær yfir öllu enda
ýrði úr lofti og þokuslæða
sleikti gangstéttir. Varð mér
hugsað til þess sem nú heyrist
æ oftar fleygt á mannamótum
og í blöðum að miðbærinn sé
að deyja. Virtist mér sú fuil-
yrðing hreint ekki útí bláinn
þar sem ég renndi silfurfákin-
upi yfir hljótt malbikið. Nú, en
klukkan kallaði og ökutækið
leitar í átt til Þjóðleikhússins.
Þá bregður svo við að allstaðar
er fólk. Gljábónaðir leigubílar
spegla ljósin við Hverfisgötu
og fólkið streymir útúr þeim
til vinstri inní Þjóðleikhúsið
og til hægri upp í Gamla Bíó
sem nú er óperuhöll. Skyndi-
lega leið mér eins og á Markús-
artorginu í Feneyjum, ann-
arsvegar hljómaði Mozart og
hins vegar bárust ómar frá
óperuhúsi. Og fólkið sveiflast á
vit tónanna í sparifötunum,
sumt rjótt og sællegt eftir að
hafa neytt dýrindisrétta á
nærliggjandi veitingahúsum.
Hver var að tala um miðbæ í
dauðateygjunum?
Ég ætla ekki að fella hér
dóm um þá sýningu sem fyrir
augu mín bar þetta kvöld í
Þjóðleikhúsinu. Sú vinna hefir
þegar verið innt af hendi. Þó er
ég ekki frá því að mér fyndist
veröldin ögn bjartari er ég
skálmaði út í bíl við kveðju-
tóna Amadeusar. Og enn á ný
var silfurfákurinn knúinn
sporum. Haldið sem leið lá
niður á Skúlagötu. Þar blasti
við úlfgrátt hafið l.ífgað af
stöku siglingarljósi. Eg hrekk
ónotalega við á leiðinni fram-
hjá Arnarhólnum. Það er eins-
og þessi fallegi hóll hafi svart
opið sár í hjartastað. Enn
brunar fákurinn. Hlýleg ljós
stafa frá Torfunni og við
Tjörnina er líf og fjör, fólk að
skálma útaf leiksýningu í Iðnó.
Síðan tekur við Hljómskála-
garðurinn fullur af fyrirheit-
um um komandi vor.
Þegar heim er komið sest ég
í góðan stól og hugleiði nýaf-
staðna leiksýningu svona af
gömlum vana. En það er eins-
og hugurinn fái ekki stað-
næmst við svið Þjóðleikhúss-
ins. Myndin af gapandi sárinu
í Arnarhólnum kemur aftur og
aftur fram í hugann. Og smám
saman rennur hún saman við
aðra mynd, þá sem ég fékk af
miðbæ Reykjavíkur er ég
renndi gegnum hann á leið í
leikhúsið. Einhvernveginn
fannst mér sami dauðablærinn
Sífellt þyngist gullasninn.
TEPPAVERSLUN FRIDRIKS BERTELSEN
berið sanian
veröoggæðí
Gram Teppi £yrir:
Stigahús
Skrífstofur
Versianir
Bamaherbergí
Stofur
Ganga
©
Á DÖNSK GÆÐAVARA ÁLÁGUVERÐI
AFRAFMÖGNUÐ -VATNSVARIN
TEPPAVÉRSLUN
FRIDRIKS BERTELSEN
SÍDUMÚLA33 ® 86860-86866
í leitinni að
forfeðrunum
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Háakólabió: Leitin að eldinum
(„Quest for Fire“)
Leikstjóri: Jean-Jacques Annaud.
Handrit: Gerard Brach, byggt á
sögu e. J.H. Rosny sr.
Kvikmyndataka: ('laude August-
ini.
Aðalhlutverk: Everett McGill, Rae
Dawn Chong, Ron Perlman, Mas-
eer El-Kadi.
Bandarísk-frönsk, frumsýnd 1981.
Mannkynið við upphafi sið-
menningar. Við fylgjumst með
þremur görpum af Ulam ætt-
flokkinum sem valdir eru til að
leita að eldi er annar kynflokkur
spillir honum í ránsferð. Ulamar
kunna að hagnýta sér eldinn, en
kunna hinsvegar ekki að kveikja
hann. Þetta verður svaðilför hin
mesta þar sem að félagarnir
lenda í miklum hættum af völd-
um bæði mannæta og dýra. Þeir
lenda í höndum manna af ætt-
bálki ívaka sem mun lengra eru
komnir á þróunarbrautinni.
Hér kynnist foringi Ula-
manna, Noah, stúlkunni Iku og
kennir hún honum flest það sem
ættbálkur hennar kann fyrir sér,
eins og þann galdur að kveikja
eld.
Eftir að hafa öölast mikilvæga
þekkingu frá hinum mun þróaðri
Ivökum hala félagarnir þrír aft-
ur í norður ásamt stúlkunni Iku,
með eld í farangrinum og ný
vopn.
Það hefur verið lög geysileg
vinna og alúð í að gera þessa
merkilegu mynd sem vandaðasta
úr garði. Það kemur best fram í
snilldarlegum gerfum og förðun
og því augljósa álagi og harð-
ræði sem hvílt hefur á leikurun-
um og kvikmyndagerðarmönn-
um. Reyndar er Leitin að eldin-
um svo sér á bati að illmögulegt
er að fjalla um hana á svipaðan
hátt og aðrar myndir. Til að gera
hana sem sennilegasta og trú-
verðugasta fengu framleiðend-
urnir t.d. dýra- og atferlisfræð-
inginn Desmond Morris (Nakti
Samband Iku og Noah sýnir frum-
sta tt ástarsamband, upphaf nútíma
tilfinningasambands manns og
konu.
apinn), til að semja allar hreyf-
ingar og táknmái persónanna og
þau fáu orð og hljóð sem þær
nota í myndinni eru komnar úr
smiðju vísindaskáldsagnahöf-
undarins Anthony Burgess sem
m.a er kunnur fyrir að nota mik-
ið af eigin orðsmíðum í bók-
menntum sínum. Mikil áhersla
var lögð á að finna hinar sér-1
stæðu, landfræðilegu aðstæður
sem myndefnið krefst og líkt og
alþjóð veit, þá stóð til að taka
hér meginhluta myndarinnar.
Útkoman er eiknaráferðargóð,
vönduð og sennileg, (ef hægt er
að nota það orð) mynd um hina
fremur óhrjálegu forfeður
okkar, útlit þeirra skoðanir, lifn-
aðarhætti og venjur. Þá hefur
höfundum tekist að glæða mynd-
ina bráðnauðsynlegum húmor og
skapa einstætt ástarævintýri á
milli Iku og Noah. Þessi atriði,
öðrum fremur gefa Leytinni að
eldinum enn meira gildi og dýpt
og færa hana fjærri heimildar-
myndinni. Hinu er ekki að leyna