Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 63 Til hamingju með daginn legri útbreiðslu og fylgi hennar vex stöðugt. eftir Inga Rúnar Eðvarðsson og Sigmar Þormar Nú þegar fermingar standa yfir er ekki úr vegi að minnast þess sem heimurinn hefur að gefa fermingarbörnum um þessar mundir. Fyrir ungmenni heims á tímamótum er veglegasta og af- drifaríkasta gjöfin sífellt vaxandi hætta á tortímingu í kjölfar kjarnorkuvígbúnaðar. Evrópsk ungmenni fá þó veglegustu gjöfina þar sem þau geta glatt hjörtu sín með tilhugsun um að nú þegar er hægt að granda hverju manns- barni í Evrópu 30 sinnum. Skemmtileg tilhugsun það á hátíð- isdegi! Við skulum minnast þess að hér er ekki aðeins um gjöf til núlifandi kynslóða að ræða heldur einnig komandi kynslóða, ef ein- hverjar verða. Að undanförnu hefur sprottið upp hreyfing, svokölluð friðar- hreyfing, sem hafnar algerlega þessari „fermingargjöf", en krefst þess í stað vonar um líf hvað sem hún kostar. Friðarhreyfingin hef- ur á fáeinum mánuðum náð gífur- FriÖarhreyfingin í Evrópu Friðarhreyfingin í Evrópu hefur frá því í sumar náð mikilli út- breiðslu. Til marks um það þá voru yfir 100.000 fundarmenn í Hamborg og 200 þús. í Bonn á frið- ardegi. I Bretlandi og Brussel settu öflugar mótmælaaðgerðir svip á síðastliðið sumar og haust. Eins og sést á þessum tölum er þetta fjölmenn hreyfing, og sam- anstendur hún af misjöfnu fé, kirkjudeildum, kvenfélögum, um- hverfisverndarmönnum, pólítísk- um flokkum o.fl. Ný kynslóð hefur vaxið úr grasi um alla Evrópu sem hugsar svipað, hún er þreytt á kalda stríðinu og vill það feigt. E.P. Thompson, einn frumkvöð- ull hreyfingarinnar, sem var hér í heimsókn fyrir skömmu, segir að markmið friðarhreyfingarinnar sé að brjóta upp hernaðarbandalögin og kveða hernaðarstefnu niður. Höfurverkefnið er að binda endi á kalda stríðið áður en það snýst upp í ragnarök og endalok mann- kyns. Nú þegar hefur friðarhreyfingin í Evrópu náð verulegum árangri, þar á meðal knúið stórveldin til að ræða um takmörkun meðaldrægra eldflauga. Benda má á að Wales hefur verið lýst kjarnorkuvopna- laust svæði, hollenska þjóðin mun sennilega neita staðsetningu stýriflauga á hollenskri grund, og svo mætti lengi telja. FriÖarhreyfingin í Bandaríkjunum Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa litið óhýru auga á þennan mikla áhuga Evrópumanna í vetur á kjarnorkuafvopnun. Töldu þeir þetta vera merki um ábyrgðar- leysi þjóða Vestur-Evrópu gagn- vart hinni sovésku ógn eða þá að þetta sýndi að Rússar væru farnir að hafa bein áhrif á skoðanir fólks í þessum löndum. Þessi afstöðu- munur NATO-ríkja vestan og austan Atlantshafs virðist hins vegar hafa minnkað á undanförn- um vikum. Þetta starfar af því að friðar- og afvopnunarhreyfingum hefur vax- ið mjög fiskur um hrygg í Banda- ríkjunum. Afvopnunarvakningin þar í landi er að flestu leyti lík því sem gerðist í Evrópu í sumar og haust. Þannig fylkja sér í Banda- ríkjunum saman til baráttu gegn kjarnorkuógninni fólk úr ýmsum áttum, fólk af öllum aldri og með mjög mismunandi stjórnmála- skoðanir og trúarviðhorf. Líkt og í Evrópu hafa einnig ýmis félags- samtök gert þetta að baráttumáli sínu. Einna mesta athygli hefur vakið að félagasamtökin „Læknar með félagslega ábyrgð" hafa eflst undanfarið og tekið upp mark- vissa baráttu gegn kjarnorku- vopnauppbyggingunni. Bandaríska hreyfingin leggur mikla áherslu á tillöguna um „frystingu" vopnakapphlaupsins. Þetta þýddi það að hætt yrði allri framleiðslu og endurbótum á kjarnvorkuvopnum hjá bæði NATO og Varsjárbandalagsríkj- um. Litið er á þetta sem mikilvægt skref í þá átt að leggja að lokum niður öll kjarnorkuvopn. Hvað veldur slíkum viðbrögðum meðal alls þessa fólks? Eins og áð- ur segir er til það mikið af kjarn- orkuvopnum að þau nægja til að eyða mannkyninu nokkrum sinn- um. 400 þúsund færustu visinda- menn vinna dag og nótt við að undirbúa ragnarökin. Jafnmikið er eytt árlega í framleiðslu her- gagna í heiminum og fer til menntamála og heilbrigðisþjón- ustu samanlagt. Allt þetta leiðir til þess að hætta á kjarnorkustyrj- öld eykst stöðugt. Eru þetta ekki ærnar ástæður til að mótmæla? Sofandi íslendingar Það vekur hins vegar athygli og vonbrigði að á sama tíma og þessi merku tíðindi berast frá hinum stóra heimi þá sitja íslendingar með hendur í skauti. Þeir alltof fáu sem látið hafa þetta mál til sín taka eru aðeins ákveðnir pólitískir hópar og fulltrúar kirkjunnar. Hins vegar hefur hinn almenni maður og félagssamtök hér á landi barið hausnum við steininn gagn- vart þessari ógn. Að endingu hvetjum við alla menn, til sjávar og sveita, að láta þetta mikilvæga lífsspursmál til sín taka því betra er að vera virk- ur í dag en geislavirkur á morgun. Er það ekki allra besta gjöf sem hægt er að gefa fermingarbörnum komandi kynslóða? (Heimildir: Time, Newsweek.) * Islenzku kart- öflurnar búnar um miðjan maí — flutt inn frá Hollandi og Ítalíu til að brúa bilið NÚ LÍTIIR út fyrir að íslenzkar kartöflur dugi ekki nema fram í miðjan maí. Verður þá gripið til þess ráðs að flytja inn kartöflur frá Hol- landi og Italíu þar til islenzka fram- leiðslan kemur aftur á markaðinn að sögn Kðvalds B. Malmquist, yfir- matsmanns garðávaxta. Sagði Eðvald að ársframleiðsla kartaflna í fyrra hefði numið 80.000 tunnum til dreifingar og um 20.000 tunnum hjá einstakl- ingum en árið áður hefði hún numið 176.000 tunnum alls. Hér væri um mikinn mun að ræða, en 1980, sem hefði verið metár, hefði munað litlu að endar næðu saman. Hann sagði ennfremur að farið væri að bera á samdrætti í neyzlu kartaflna á hefðbundinn hátt og hefði jafnvel minnkað um 30 til 35% á síðustu fimm árum. Salan hjá Grænmetisverzlun landbúnað- arins hefði til dæmis verið um 1.100 tunnur fyrstu viku marz- mánaðar, en hefði átt að vera, samkvæmt sölu síðustu ára, 1.800 til 2.000 tunnur. Svipað hlutfall hefði verið með sölu fyrir pásk- ana. Stafaði það meðal annars af því að fólk keypti meira af frönsk- um kartöflum en áður og minni neyzlu. Því hefði uppskeran enzt þó nokkuð lengur en búizt var við í fyrstu. Eðvald sagði að fyrst í stað yrðu kartöflurnar fluttar inn frá Hol- landi, en síðar nýjar kartöflur frá Italíu, ekki yrði um innflutning frá Danmörku að ræða vegna gin- og klaufaveikinnar þar. Sagðist hann reikna með því að verð á þeim yrði svipað og á íslenzku kartöflunum. Það yrði því líklega um innflutning á kartöflum frá miðjum maí og til miðs ágúts, en þá kæmi innlenda framleiðslan yf- irleitt á markaðinn. Nú kynnum við nýju FORD traktorana Sterkari mótorar Bein eldsneytisúðun í mótor gefur betri brennslu og minni eyðslu. Stutt slaglengd — minni stimpilhraði og minna slit á mótor. Nýju díesel mótoramir frá Ford. Betri gírkassar Með nýju alsamhæfðu girkössunum er hægt að skipta um gír á ferð við hvaða aðstæður sem er. 8 hraðar áfram og 4 hraðar afturábak er venjulegur búnaður. Afkastameira vökvakerfi Stærri gerðir Ford traktoranna eru nú fáanlegar með tveim vökvadælum með afköst allt að 66 /min. Það eru því fá vökvaknúin tæki sem Ford traktoramir ráða ekki við. Nýtt 4-hjóladrif Allar stærðir Ford traktoranna em nú fáanlegar með 4-hjóladrifi. Með 4- hjóladrifi nýtist aflið betur, traktorarnir draga meira og láta betur að stjórn við erfiðar aðstæður. Skipting í og úr 4-hjóladrifi er möguleg á ferð. Komið og skoðið nýju Ford trakt- orana Nýja 10-línan af Ford traktorunum verður til sýnis hjá okkur næstu daga að Ármúla 11. Komið og kynnist nýju 10-línunni — sjón er sögu ríkari, eða hafið samband við sölumenn okkar. PDRf SÍMI B1500-ARMULA11 FORD TRAKTORAR — ÞEIM ER HÆGT AÐ TREYSTA i r.i r jI J erl ullt; é einfíl eni.l JilJuitir ri s si»> n rr.r i.itiió” yjjíijni'srfsitgs TTftr 11$ r ilr.í t í i 1 ; • 3 ;i( Miia)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.