Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 57 Mickey Mouse, ein af teiknimyndafígúrum Walt Disney er í miklu uppáhaldi meöal Banda- ríkjamanna. Samt sem áöur hefur ekki veriö framleidd teiknimynd um Mikka í æöi mörg ár og þaö þótti því fréttaefni vestra, þegar mönnum barst þaö til eyrna aö mynd um Mikka væri i bigerö. Mikki og félagar, Minnie, Andrés Önd etc. munu birtast í Disney-útfærslu á Jóla- sögu Dickens og er ætlunin aö frumsýna mynd- ina í lok þessa árs. Hún mun taka 24 mínútur í sýningu. Mikki er nú oröinn 54 ára gamall og hann hefur nú fengiö nýja rödd. Fyrstu nítján ár ævinnar talaöi skapari hans fyrir hann, sjálfur Walt Disney, síöan tók háttsettur starfsmaöur hjá Disney-fyrirtækinu viö, maöur aö nafni John Macdonald, en hann er nú oröinn 75 ára gamall og óhæfur í hlutverkiö. Þaö varö því aö finna nýja rödd. Wayne nokkur Allwine, 35 ára gamall maöur í Bandaríkjunum var ráöinn í starfiö eftir ákafa leit aö hæfilegri rödd. Maöur þessi segir: „Rödd Mikka var einhæf og aö ýmsu leyti frá- brugöin minni eigin, en ég ætla aö gera mitt besta og vonandi tekst mér eins vel upp og forverum mínum í þessu hlutverki". Orson heiðraður + „Orson Welles hefur ekki fram- leitt margar kvikmyndir, ég trúi þær séu aöeins tólf, en ég hef séð þær allar.“ Þaö var enginn venju- legur bíósjúklingur sem mælti svo fyrir nokkrum vikum siöan, heldur enginn annar en sjálfur Frakk- landsforseti, Francois Mitterand. Hann sagöi þessi orö í miklu sam- kvæmi í Elysee-höllinni, þar sem Orson hlaut hinn æðsta heiður fyrir framlag sitt til kvikmyndaheimsins. Orson hefur meöal annars leikstýrt myndum sem „The Magnificent Ambersons" og „Citizen Kane“, en margir muna hann einnig fyrir leik í stórmyndinni „The Third Man“, sem Graham Greene skrifaöi. Orson var ungur maöur þegar hann lék í þeirri mynd og tók seinna uppá því aö hlaupa í spik og hefur veriö ógurlegur ásýndum hin seinni ár. Hann þykir gáfaöur maöur og sagöi er hann varð heiö- ursins aönjótandi í Elysee-höll: „Leikstjórinn er sá listamaöur sem mest er ofmetinn hér í heimi. Hann er hinn eini meöal listamanna sem getur, gersneyddur hæfileikum átt mikilli velgegni aö fagna í 50 ár, án þess aö menn komi nokkru sinni auga á hæfileikaleysi hans.“ COSPER Heyrðu pabbi, þú ætlar þó ekki að sýna þig opinberlega með þetta hlægilega bindi? Yoko hitt- ir Paul og Lindu + Yoko Ono heitir japönsk kona, ekkja John Lennons, bítilsins fræga, sem var myrtur á stræti í Bandaríkjunum fyrir rúmu ári síðan og allt fór á annan endann, því annar eins maöur haföi ekki lengi látiö lífiö fyrir hendi morðingja þar i landi og menn jafnvel uppá Is- landi voru lengi miður sín á eftir. Yoko þessi var nýveriö Ijósmynduö í félagsskap meö Paul McCartney og konu hans, Lindu, í New York og þótti þaö tíðindum sæta í heimi poppsins. Fróöir menn segja að þetta fólk hafi ekki beinlínis veriö bestu vinir hin seinni ár, þ.e.a.s. eftir aö slitnaöi uppúr samstarfi Bítlahljómsveitarinnar, og var þess vegna eftir þessu tekiö. Hiö virta vikublaö „Time“ birti jafnvel mynd- ina, sem hér fylgir og hafði eftir sjonarvottum aö þetta fólk heföi verið hiö alúölegasta hvaö viö ann- aö og skemmt sór hjartanlega yfir mat sínum á veitingastofu. Því má svo hnýta viö aö Yoko Ono kemst bráöum á sextugsaldurinn, hún er orðin 49 ára, en Paul McCartney og Linda kona hans eiga jafnstutt í aö komast á fimmtugsaldurinn, þvi þau eru bæði orðln 39 ára gömul. Datadagur ’82 Skýrslutæknifélag íslands og samtök skýrslutækni- félaganna á Noröurlöndum, Nordisk Dataunion, gangast sameiginlega fyrir ráöstefnu um skrifstofu framtíöarinnar og tölvunotkun framtíöarinnar í Kristalssal Hótels Loftleiöa, föstudaginn 23. apríl 1982. Fyrirlestrar veröa á ensku og er dagskráin eftirfar- andi: Tími Sameiginlag dagikrá 13.30—14.15 Satning ráðatafnunnar: Or. Jón Þór Þórhallsson, formaöur félagsins. Ávarp: Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi forseti Noröurlandaráðs. Fyrirtastur. Erik Bruhn, aöalrltarl Nordlsk Dataunion: Efni: Information procoaaing at tha praaant, and futura tranda with apacial amphaaia on tha da- valopmant in tha Nordic countrias. Salur A Salur B 14.30—15.00 15.10—15.40 15.40—16.00 16.00—16.30 Fundarstjóri: Höskuldur Frímannsson, rekstrarhagfræöingur. SKÝRR. Word Processing Gunnar Nyström, Otivetti, Finnlandl. Information Rasourca Managamant. Sigvard Jönsson, INFORESMA, Svíþjóö. Kaffihlé. DP User Education. Sven Jakobsson, LSns- forsikringsbolaget. Sviþjóö. Fundarstjórl: Haukur Pálmason, yflrverkfræölngur, Rafmagnsveitu Reykjav. Battar Productivity in DP Dapartmant. Henning Jensen, PKK, Danmörku. DP Basad Productíon Control. Asbjörn Rolstadás, prófessor, NTH, Noregl. Future trands in Data Basa Managament Systams. Dr. Jóhann P. Malmquist. Fjárlaga- og hagsyslu- stofnun, islandi. 16.40—17.10 Samaiginlag dagskrá. Björn Friðfinnsson, fjármála- stjóri Reykjavíkurborgar, stjórnar sameiginlegum fundi í lok ráöstefnunnar. 17.10 Slit ráöstafnunnar. Sigurjón Pétursson. varaformaö- ur félagsins. Þátttökugjald á ráöstefnuna er 400 krónur. Aðeins örfá sæti eru laus. Á meöan þau endast, má tilkynna þátttöku á skrifstofu fólagsins, í síma 86144, Óttar Kjartansson. . Skyrslutæknifélag Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.