Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 61 Ikarusvagnstjóri hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég sá það í dálkunum þtnum, Velvakandi, að það var verið að skammast yfir kosningapésa borgarstjórnar- meirihlutans, og m .a. til þess tek- ið að þagað hefði verið þunnu hljóði yfir kaupunum á Ikarus- vögnunum. Ég dró mína ályktun af þessari þögn stjórnmálamann- anna: Þeir skammast sín fyrir að hafa ekki alfarið snúið sér að því að kaupa Ikarusvagna. Þeir mega líka skammast sín, þessir menn, fyrir að bruðla þannig með skattfé almennings og kaupa miklu dýrari vagna en þörf er á. Hljómsveitin sem gleymdist Rokkari hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Eg fór að sjá myndina Rokk í Reykjavík, sem frumsýnd var nýlega. Eitt af því sem vakti athygli mína var, að ein þeirra hljómsveita, sem aug- lýst hafði verið að kæmi fram í myndinni, kom alls ekki. Aðeins heyrðist partur af lagi með henni sem upphitun fyrir Bubba Morthens. Hvernig getur staðið á þessu? Þetta ætti Reykjavík að geta llka Ellilífeyrisþegi i Reykjavík (5924—2563) hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mér er kunnugt um að ellilífeyrisþegar í Kópavogi ferðast ókeypis með Strætisvögnum Kópavogs. Þetta finnst mér til fyrirmyndar og gott til afspurnar á ári aldraðra. Og vissulega ætti Reykjavíkur- borg að geta gert jafn vel við gamla fólkið, þessi ríka borg, sem meira að segja skartar fok- dýru en lítt notuðu útitafli. Hún ætti að geta leyft sér að vera rausnarleg við okkur, þó ekki væri nema um miðjan daginn, þegar fæst er með vögnunum. Furðumikill verðmismunur Sendandi skrifar. „Velvakandi. Ég sendi þér með þessu bréfi tvær kvittanir (flugfarmbréf), sem sýna allverulegan verðmis- mun á farmgjöldum tveggja flug- félaga. Önnur kvittunin er frá Flugleiðum. Þar er um að ræða sendingu til Bolungarvíkur, 10 kg, flutningsgjald kr. 46,50, eða kr. 4,65 á kg. Hins vegar er kvittun frá Arnarflugi. Þar er um að ræða sendingu til Gjögurs, (sambærileg vegalengd), 5 kg, flutningsgjald kr. 53, eða kr. 10,6 á kg. Nú langar mig til að beina eftir- farandi spurningu til verðlagsyf- irvalda: Hafa flugfélögin það í hendi sér að ákveða farmgjöid? Ef ekki: Hver er þá skýringin á þess- um furðulega verðmismun (yfir 100%)?“ ■ | v * —- pkki lan8' Vlsu batnar muna en iin handhæg Uinaroinm 1 ab roUna bæla,m'nne( h*{ileiklTatrÍ>i vikum og i notkun ne( Kin smáatriO st6r- . ,r mánubum samanoia6U1 ,ndan(arm á jókst. Nú er y*yndum ne(úði venð {æKninga á {a tii. Ll að {*kna sjúklingutn.f^ a Læknisfræði eða blaðamennska? G.T. skrifar: „Velvakandi. Oftar en skyldi ber fyrir augu okkar blaðalesenda þýddar frétta- frásagnir af hvers kyns töfra- meðulum við hinum og þessum sjúkdómum, jafnvel þeim sem taldir illkynjaðir eða ólæknandi. Þarf ekki að fara mörgum orðum um, hversu særandi það getur orkað á þá sem haldnir eru við- komandi sjúkdómum að lesa yfir- borðskenndar æsifréttir um ný- fundin læknisráð við þeim. Og ekki er verið að leita umsagnar lækna. þér með þessum línum er tekin úr einu dagblaðanna hér. Frásögnin er að vísu ekki af alvarlegra tag- inu, en þó ... Athygli vekur efa- leysið í byrjun: „Nú er fundin handhæg aðferð til að bæta minn- ið og felst hún í notkun nefúða." Það er orðið alllangt síðan klausa þessi birtist, en allar götur síðan hef ég haldið uppi fyrirspurnum um töfralyfið, þegar ég hef komist í tæri við lækna. Þeir hafa komið af fjöllum og enginn þeirra haft spurnir af nefúða þessum, hvorki sem nýrnameðali né bætiefni fyrir minni og geðheilsu. Sem sé: Énn eitt dæmið um litla iæknisfræði ogti lólega i ibJaðamenwsku.i"* Eöa' hvað?“ . tölvan, sem allir hafa beðið eftir, er komin aftur *3i) jr | f j í f * i í i . + - ■ 0*". o — m m * m m m m # j , ; ■ n v i m m m * m e m ~ * * O VIC-20 er heimilistölva o VIC-20 er meö 5K med lit bytes notendaminni O VIC-20n tengist beint O VIC-20 býður upp á viö sjónvarp mikla stækkunar- O VIC-20 er með full- möguleika komið forritunarmál (BASIC) Reidnámskeið sumarið 1982 Almenn námskeið í hestamennsku fyrir börn frá 9 ára aldri. unglinga og fullorðna. Nr. 1. þri. Nr. 2. föst. Nr. 3. föst. Nr. 4. föst. Nr. 5. þri. Nr. 6. þri. Nr. 7. þri. 8. júni til 18. júní til 16. júlí til 23. júlí til 3. ág. til 17. ág. til 24. ág. til þri. 15. júní föst. 25. júní föst. 23. júlí föst. 30. júlí þri. 10. ág. þri. 24. ág. þri. 31. ág. Börn og unglingar Börn og unglingar Börn og unglingar Fullorðnir Börn og unglingar Börn og unglingar Börn og unglingar Ferðir með áætlunarferðum Hreppar-Skeið frá Umferða- miðstöðinni í Reykjavík kl. 17.30áþriðjudögumogkl. 18.30 á föstudögum og frá Geldingaholti kl. 9.30 á morgnana og komið í bæinn kl. 11.30. Þátttakendur fá fjölþætta þjálfun á hestbaki. Kennd verður undirstaða hestamennsku, meðhöndlun og umhirða hesta. Kennt er í gerði og á hringvelli. Einnig verða bóklegir timar. Farið verður í útreiðatúra, kvöldvökur og leiki. Þátttakendur á öllum námskeiðunum mega koma með eigin hesta. Ætlast er til að komið sé með eigin hesta á fullorðinsnámskeið. Ferðir eru ekki innifaldar i námsskeiðsgjaldi. Upplýsingar og bókanir í Geldingaholti sími: 99-6055. Hestamióstöóin Geldingahok Reiöskóli,útreióai;tamning,hrossarækt og sala — - uhupverjáhrepþT Arriessýsru? slml SáT-SffáS" ” i n , i ' í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.