Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 Bandarísk blökku- stúlka, Andrea Lee, hafði útskrifazt frá Harvard- háskóla og var síðan um eins árs skeið við nám í Ríkisháskólanum í Moskvu árið 1978. Hún og eiginmaður hennar, Tom, lifðu sams konar lífi og venjulegir Moskvubúar, stóðu í bið- röðum í matvöruverzlun- um, óku með neðanjarð- arbrautinni, metro. Þetta er útdráttur úr hinni sérstæðu dagbók, „Russian Journal“, sem hún hélt um dvöl sína þar eystra. Rússneskur verkamaður fylgist með því, sem um er að vera í Rauða torginu í Moskvu að loknum vinnudegi og eftir búðar- ferð. Konur troðast við Passazh-stórverslunina í Moskvu, eftir að það hefur spurst, að hún hafi fengið kjólasendingu. STÚDENT í MOSKVU eftir Andreu Lee Turninn, sem við Tom eigum að búa í næstum óslitið næstu 10 mánuðina, er ein af þeim byggingum, sem setja mjög áberandi svip á Moskvuborg. Þetta er fáránleg 32 hæða brúð- kaupsterta úr gráu og rauðu gran- íti, og háhýsið gnæfir yfir Moskvu á Leninhæðum. Þessi risastóra bygging, aðalstúdentagarður Ríkisháskólans í Moskvu, er eins konar minnismerki um hinn íburðarmikla og kröftuga stíl í húsagerð, sem uppnefndur hefur verið „gotneski stalínstíllinn". Þegar maður sér bygginguna i fjarska, dettur manni helzt í hug einhver Disney-útgáfa af mesó- pótamískum musteristurni í skrúfustíl með sínum blikandi rauðu stjörnu á miðturni alveg eins og á turnum Kreml. Handan við grindur tollskoð- unarinnar á Sjeremety- évo-flugvellinum hafði við komu okkar staðið ungur maður, sem svo kynnti sig fyrir okkur sem Grigoríj, stúdent í blaðamennsku, og hafði skrifstofa háskólans fyrir erlend málefni sent hann til að fylgja okkur um. Grigoríj var dökkhærður maður á þrítugsaldri með örsmá augu bak við óhemju- stór gleraugu, og skorpinn, allt að þvi dvergvaxinn líkami í mjög stórum, hólkvíðum fötum; einna líkast því sem hefði hann bráðnað lítils háttar innan í fötunum. egar Grigoríj skildi við okkur, ýttum við á rofann og í hinni skyndilegu skæru birtu litum við það, sem átti að vera vistarverur okkar næstum því samfellt í eitt ár. Þetta var það, sem Rússar kalla „blok“ — þ.e. íbúðareining — tvö lítil her- bergi, u.þ.b. 6 m1 að stærð, ásamt tveimur örlitlum kompum með salerni, handlaug og sturtu og einnig allmörgum, letilegum kakkalökkum — þetta var sem sagt íbúðin okkar. Herbergin tvö voru máluð í þessum lítt upplífgandi mógula og græna lit eins og tíðkast í opinber- um byggingum um allan heim. íbúðin var fremur snoturlega búin húsgögnum með ferniseruðum borðum, stólum og bókahillum úr furu, og þarna stóðu tvö eins manns rúm. Seinna komst ég að raun um, að herbergin okkar voru hinar mestu lúxus-vistarverur, því rússneskir stúdentar, sem bjuggu í þessu sama stórhýsi, voru iðu- lega fjórir eða jafnvel sex saman um slíkar íbúðir. Útvarpsviðtæki var komið fyrir í hverju herbergi og aðeins hægt að hlusta á eina stöð — Moskvuvútvarpið — og einmitt á þessari stundu var ein- hver þula að lesa fréttirnar með djúpri, heldur æstri rödd. Frétt- unum lauk og við tóku nokkrir komsomól-söngvar, sem fluttir voru af mesta fítonskrafti, að því er virtist af heilum þjóðkór ungra, rjóðra föðurlandsunnenda. „Það er ekki hægt að slökkva á þessu drasli," sagði Tom, sem var að fitla við takkann á útvarpinu. Sú var líka raunin, það var hægt að draga niður í viðtækjunum okkar, þannig að ekkert heyrðist í þeim, en það var aldrei hægt að slökkva á þeim, alveg eins og með sjón- varpsskjáinn hjá Orwell. Svolítið seinna, í einu af þess- um tilgangslausu dugnað- arköstum, sem stundum grípa mann, þegar maður er raun- ar úrvinda af þreytu, ákváðum við að fara með metro niður á Rauða torgið. Fólk er ailtaf að gefa lýs- ingar á neðanjarðarbrautinni í Moskvu, svo ég ætla ekki að gera það hér, nema ég get tekið undir það að hún er alveg jafn hreinieg og fljót í förum eins og allir bera, og það verkar yfirþyrmandi stór- kostlega á mann sem Bandaríkja- mann að upplifa umferðaræðar stórborgar með marmaraklædda vegRÍ. gyllingar og mósaíkskreyt- ingar, í stað vaðandi sóðaskaps og útkrassaðra veggja. I neðanjarð- arbrautinni þetta kvöld varð ég í fyrsta sinn að standast þá eld- raun, sem hið stöðuga, ósveigjan- lega gláp rússnesks almennings óneitanlega er. Kunningjar mínir, sem höfðu áður verið í Sovétríkj- unum, höfðu lýst þessari starandi grandskoðun fyrir mér. að kemur aldrei fyrir, að ekki sé starað án afláts á mann, sögðu þeir og ráð- lögðu mér að stara stíft á móti með kuldalegum svip, sérstaklega á fótabúnað kvalara minna, þar sem sovézkur skófatnaður er venjulega hreinasta hörmungar- sýn úr karsprungnu gervileðri. Þegar við stigum inn í neðan- jarðarlestina á metrostöðinni við háskólann, voru fyrir í vagninum tvær smávaxnar babúsjkur (þ.e. aldraðar konur) með herðakistil, lagleg ung stúlka, um það bil 18—19 ára, sem lét skína í tvær stáltennur, þegar hún opnaði munninn til að geispa; feitlagin, ung móðir í míníkjól og á skóm með rosaþykkum sólum, og hélt hún á reifastranga; hópur ungra manna, tízkulega til fara í blett- óttum amerískum gallabuxum og í leðurlíkisjökkum með rennilás. Allt þetta fólk virti okkur fyrir sér frá hvirfli til ilja, dró ekki dul á hrifningu sína og hvíslaði athuga- semdum um okkur að sessunaut- um sínum. Enda þótt okkur fynd- ist við vera ósköp látlaust og lítt áberandi klædd, virtust fötin okkar þó nokkuð nýlegri, strokn- ari og betur sniðin heldur en nokkuð af því, sem aðrir voru í. Sandalarnir mínir virtust líka draga að sér athygli allra. Þannig sátum við eins og í heilli skæða- drífu starandi augnaráða í hinni daufu birtu, sem lýsti upp rugg- andi vagn neðanjarðarbrautarinn- ar. Loftið, sem við önduðum að okkur, var þrungið þef af sterku tóbaki, pylsum og af svitalykt. Við hittum Grigoríj oft við morgunverðarborðið í matstofunni. Nú orðið er augljóst, að hann er „stúkatsj" (útsendari leynilögreglunnar) — í hans tilviki er um að ræða komm- únísk-sanntrúaðan stúdent með tengsl við KGB, og leyniþjónustan hafði sem sé hvatt hann til að koma sér í kynni við erlenda stúd- enta og gefa svo KGB upplýsingar um þá. Það er vel hægt að vera vinsamlegur við Grigoríj, ef mað- ur gerir ráð fyrir að hann kjafti frá hverju því, sem við segjum. Hann býður okkur hlýlega góðan daginn þessa fyrstu daga, og við sitjum þarna og röbbum saman, á meðan við berjumst við að murka sundur ólseigt kjötið með göfflum og skeiðum úr áli, sem okkur hafði verið fengið í hendur. Grigoríj er ungur maður, sem alveg greinilega á eftir að verða vel ágengt innan sovétkerfisins. Sú staðreynd, að hann hefur verið ráðinn til að fylgjast með útlend- ingum frá kapítalísku landi, er sönnun þess hve mikils álits hann nýtur í augum hins opinbera. Hann er hinn stöðugt viðbúni sjálfboðaliði, hvenær sem kerfið kallar; hann er hinn ötuli veifandi fána við fjöldagöngur á afmæli byltingarinnar og 1. maí. Þegar aðrir stúdentar, sem við þekkjum, gerðu sér upp váleg veikindi til þess að koma sér hjá eins mánað- ar löngu drepleiðinlegu „kartöflu- uppskeru-sjálfboðaliða-hrifning- ar-vinnuframlagi“ einhvers staðar langt úti í sveit síðastliðið haust, þá var það Grigoríj, sem ekki bara bauð sig fram sjálfviljugur til að bjarga verðmætum, heldur gerðist vitanlega flokksstjóri vinnuflokks. Þótt hann sé enn aðeins 25 ára, er hann nú þegar orðinn kandidat kommúnistaflokksins, þ.e. hann er meðlimur flokksins til reynslu. Við fórum margt eitt kvöldið í heimsókn til Grigoríjs í herbergið hans, sem er í „sovézku" álmu stúdentagarðsins. Þar búa fleiri saman í hverju herbergi en í þeim vistarverum sem ætlaðar eru útlendingum frá kapítalískum löndum. Okkur þótti það dálítið ankannalegt, að vegg- irnir í grænmáluðu herbergiskytr- unni hans voru skreyttir, næstum því veggfóðraðir með áfengis- og bílaauglýsingum, sem höfðu verið varfærnislega klipptar út úr bandarískum tímaritum, en þau hafði Grigoríj fengið að gjöf frá öðrum útlendum kunningja sín- um. Þessar úrklippur sýndu aðra hlið á Grigoríj, þá hlið, sem hýsir svolitla hrifningu á hinum kapít- alísku Vesturlöndum. Þessi aðdáun hans stafar, held ég, af feimnislegri hrifnæmi hans, sem hann lætur í ljós með því að píra svört augun og láta varirnar mynda kyss-kyss-hljóð, þegar hann skoðar auglýsingar um mat og nærfatnað í Vogue-heftunum mínum. En það er einmitt kapítal- isminn, sem sendir hneykslis- þrunginn sæluhroll niður hrygg- inn á Grigoríj, kapítalisminn með sínar illgirnislega gljándi bifreið- ar, grannar, lögulegar whiskey- flöskur, með sínum nöktu, skarti hlöðnu konum. Grigoríj á segulbandstæki og stolt hans og gleði er ótrúlega Konur í byggingavinnu í Moskvu. „Ég býst við að mjög margir geri sér grein fyrir því, að flestar rússneskar konur, sem eiga fjölskyldur, hafa tvö störf með höndum, eitt opinbert, oft líkamlega lýjandi starf og siðan hið óendanlega erfíði við að halda fjölskyldunni snyrtilegri og vel til fara og hafa eitthvað ofan i fólkið að borða — en það er verkefni sem fæstir rússneskir eiginmenn rétta hjálparhönd við,“ segir Andrea Lee.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.