Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 49 Textilverk eftir Ásgerði Búadóttur, sem verður á sýningunni „Scandinavia Today“. Hún gerði það 1981 úr nll og hrosshárum. Pétur Brynjólfsson Ijósmyndari í vinnustofu sinni. Myndin er tekin um 1906. ur, Walker Art Center í Minneapoi- is, er umsjónarmaður ljósmynda- sýningarinnar sem haldin verður. Markmið sýningarinnar er að gefa nokkra innsýn í þróun ljósmyndun- ar á Norðurlöndunum frá því fyrir aldamót. Friedman heimsótti öll Norðurlöndin í leit sinni að mynd- um og kom hingað árið 1980. Áhugi hans beindist einkum að ljósmynd- um teknum fyrir síðustu aldamót. Hann valdi hér um 50 myndir. Nokkrar eru eftir Sigfús Ey- mundsson, Pétur Brynjólfsson, Jón Kaldal, Jón J. Dalman og Sigríði Zoega. í sýningarskrá ljósmynda- sýningarinnar skrifa auk annarra Leifur Þorsteinsson og Guðmundur Ingólfsson, báðir atvinnuljósmynd- arar. I kynningarbréfi ljósmyndasýn- ingarinnar segir að reynt verði að sýna þróun ljósmyndunar á Norð- urlöndunum, allt frá fyrstu mynd- um af ísbreiðum Grænlands og Norðurpólsins, sem teknar voru af norskum og dönskum landkönnuð- um, til raunsærra mýnda síðustu ára. Ljósmyndasýningarnar verða á eft- irtöldum söfnum: Walker Art Center í Minneapolis - 12. sept 1982, Wight Gallery, UCLA í Los Angeles — 3. apríl 1983, Museum of Contemporary Art í Chicago — 5. ágúst 1983 og Portland Art Museum í Oregon — 5. júní 1983. Listiðnaðarsýningin David Revere McFadden list- fræðingur við Cooper Hewitt- safnið í New York hafði yfirumsjón með vali verka á þessa sýningu, en hann hefir tvisvar komið hingað til lands. Á þessari listiðnaðarsýningu verður að finna um 300 verk, hús- gögn, gler, keramik og verk unnin í málm. Verður þetta fyrsta sýning sinnar tegundar í Bandaríkjunum í 25 ár. Listiðn er frekar ung hér á landi en elsta verk héðan sem verður á sýningunni er útsaumaður púði frá um aldamót og er eftir óþekktan listamann. Listiðnaðarsýningin „Scandinavian Modern 1880—1980“ verður í: Cooper Hewitt Museum í New York og hefst 13. sept. 1982, The Renwick Gallery í Washington — 24. júní 1983 og Landmark Center í Minneapolis — 27. febr. 1983. Málverkasýningin „Turn of the Century" er nafnið á málverkasýningunni umdeildu, sem opnuð verður í Corcoran Gall- ery í Washington 8. september 1982. Nokkurrar gagnrýni hefur gætt með tímabil það, sem sýning- in grundvallast á, þ.e. myndir frá 1880 til 1910. Sú sem fyrst hafði með höndum skipulagningu þessarar sýningar heitir Jane Livingstone, en hún er listfræðingur hjá Corcoran-safninu í Washington. Hún ferðaðist um öll Norðurlöndin og uppgötvaði á ferð- um sínum að mikið er til af_af- bragðsgóðum myndlistarmönnum og málverkum frá millistríðsárun- um 1918 til 1939. Hún taldi að Bandaríkjamenn þekktu lítið sem ekkert inn á málaralist þess tíma á Norðurlöndum og gerði það því að tillögu sinni að efna til sýningar á málverkum millistríðsáranna. En þar sem Miss Livingstone er einkanlega sérfræðingur í nýlist, dró hún sig til baka með skipulagn- ingu sýningarinnar og skipulagn- ingin var fengin í hendur listfræð- ingi og prófessor við Brooklyn- safnið í New York, Kirk Varnedoe. Skipulagningu um myndval á Norðurlöndunum hefur Knut Berg, forstöðumaður þjóðarlistasafns Noregs í Osló, með höndum. Varne- doe fékk þá hugmynd að setja upp sýningu á norrænum málverkum sem gerð höfðu verið á árunum 1880 til 1910 sem fyrr segir. Það kemur sér afar illa fyrir íslendinga þar sem að á þessu tímabili er mál- aralist okkar rétt að hefjast og er varla um að ræða annað en að senda tvær myndir eftir Ásgrím Jónsson, sem hann málaði mjög ungur og þrjú verk eftir Þórarin B. Þorláksson, en alls munu vera um 80 verk á sýningunni. Þessi mynd er tekin af Sigfúsi Eymundssyni um 1890 af fyrstu sundlauginni I Reykjavík í Laugardalnum. Piltarnir voru nemendur í Lærða skólanum f Reykjavík. Þingvellir. Málverk eftir Þórarin B. Þorláksson (1867—1924), sem hann gerði árið 1900. Málverkið verður á málverkasýningu Scandinavia Today. Stefna Varnedoe er að kynna norræna listmálara í Bandaríkjun- um sem þar hafa ekki verið kynntir áður. Þetta hefur skapað mjög mikinn úlfaþyt ekki aðeins hér á landi heldur ekki síður á hinum Norðurlöndunum. í samtali við þá Tómas Karlsson og Kristin Halls- son sem sæti eiga í sameiginlegri nefnd Norðurlandaþjóðanna, sem fjallar um Scandinavia Today, kom fram að þeir hafa barist mjög ein- dregið fyrir því að upphafleg hugmynd Livingstones fengi að halda sér, en ekkert hefur gengið. Þá reyndu þeir að teygja tímann lengra fram á tuttugustu öldina og fá í gegn að málverk frá að minnsta kosti 1925 verði á sýning- unni, en það hefur heldur ekki gengið. Þannig verða ekki verk á sýningunni eftir Kjarval, Finn Jónsson, Jón Stefánsson, Gunnlaug Scheving og fleiri. Getum við litlu ráðið þar um þar sem einn fjórði af prósenti í heildarkostnaði hefur ekki mikið að segja, sögðu þeir Tómas og Kristinn. Þykir mörgum það til lítils að hafa sýningu á verkum manna frá þessu tímabili þar sem þeir voru rétt að byrja að mála. Þáttur forseta íslands Einn stærsti hluti íslands er fólginn í því að forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, opnar formlega menningarkynningu Norðurlanda í þremur borgum Bandaríkjanna, í New York, Wash- ington og Minneapolis, en hinar ýmsu listsýningar verða síðan opnaðar af öðrum, meðal annarra Margréti Danadrottningu 0({ Bertil prins í Svíþjóð. Forseti Islands flytur vígsluræður Scandinavia To- day og talar fyrir hönd allra þjóð- höfðingja á Norðurlöndum. Þá mun forsetinn ferðast nokkuð um Bandaríkin, m.a. til Seattle, Chic- ago og kannski víðar. Handrita- og bókasýning Ástæðan fyrir því að handritin og elstu bækur eru settar á sýningu í Bandaríkjunum er m.a. sú að sögn Tómasar og Kristins að þeim þótti norrænar bókmenntir ekki fá við- unandi umfjöllun á kynningunni. Önnur ástæðan er sú sögðu þeir að styrkleiki okkar í bókmenntum kemur greinilega fram í handritum okkar og hafa áhrif á bókmenntir okkar enn þann dag í dag. íslend- ingar eru stoltir af þessum forna menningararfi, sem er nánast ein- stæður í menningu þjóðar, sögðu þeir Tómas og Kristinn. Þegar þeir voru spurðir að því hvers vegna ekki væru haldnar sameiginlegar sýningar í tengslum við Scandinavia Today á norrænum bókmenntum og arkitektúr, sögðu þeir að þegar rætt var um slíkt í skipulagsnefndinni, sem þeir eiga sæti í, voru ekki allir tilbúnir til að taka þátt í slíkri sýningu. „Við bár- um þetta upp hvað eftir annað á fundum okkar með fulltrúum hinna Norðurlandanna en fengum engan stuðning. Hvers vegna það var vitum við ekki. Málið var þann- ig látið deyja drottni sínum,“ sögðu Tómas og Kristinn. „Þeir vildu eyða peningunum í annað. Þáttur okkar íslendinga á sviði bók- mennta verður þess vegna fyrst og fremst handritasýningin." Guðni Kolbeinsson sér um skipu- lagningu handritasýningarinnar í Bandaríkjunum. í samtali við blm. Morgunblaðsins sagði hann að ekki væri endanlega búið að velja hand- rit á sýninguna. Liklega yrðu það fimm eða sex Jónsbækur frá 14du og 15du öld, ýmist heilar bækur eða brot, en allt í allt verða það líklega 15 til 20 handrit, sem flutt verða vestur. Þau verða flutt í férnu lagi OR fjögur eða fimm í einu og fara íslenskir sendimenn með þeim, en á flugvellinum þegar vestur er komið taka öryggisverðir Pierpoint Morgan-safnsins við gæslu á þeim og fylgja þeim í safnið í New York. Guðni sagði að eina áhættan í flutningi á handritunum væri ef flugvél með þeim myndi farast, en það eru hverfandi möguleikar. Þá taldi Guðni upp fleiri handrit eins og eitt íslendingasagna-handrit, uppskriftir af Landnámu, sem sagt ekki elstu handrit Landnámu og eitt blað úr Njáluhandriti. Reynt verður að hætta ekki allra dýrmæt- ustu gripunum. Handritin verða á safninu í New York í tvo mánuði en verða síðan flutt rakleiðis til ís- lands aftur. Pierpoint Morgan-safnið sagði Guðni að hefði mikla reynslu í meðferð handrita og hafði hann farið út til Bandaríkjanna til að athuga allar aðstæður og leist hon- um mjög vel á. Viidi hann bæta því við og minna á vegna hugsanlegs misskilnings að það eru ekki Bandaríkjamenn sem eru að biðja um að fá handritin heldur fáum við inni á þessu merka safni með okkar handrit. Safnið er eitt virðulegasta safn í Bandaríkjunum og allt sem þar fer fram fær geysilega mikla umfjöll- un í fjölmiðlum. Þetta er fyrst og fremst safn fornra handrita og bóka og eins eru þar fornir upp- drættir og teikningar. Safnið er staðsett í fyrrum íbúðarhúsi Pier- point Morgans í New York en hann var með ríkustu mönnum heims um og eftir aldamótin síðustu og var stórveldi í fjármálaheiminum. Eftir lát sitt gerði Morgan safnið að sjálfseignastofnun og gaf mikið af hlutabréfum sínum til safnsins. Það gefur út rit að staðaldri um rannsóknir þess á ýmsum efnum. Safnið mun standa fyrir ráðstefnu vegna handritasýningarinanr og býður til hennar öllum helstu fræðimönnum um norræn tengsl og menningu í Bandaríkjunum og Kanada og mun það væntanlega verða upphafið að fyrirlestraferð um Bandaríkin, sem getið var hér áður. Tómas Karlsson og Kristinn Hallsson sögðu í samtalinu við Morgunblaðið að íslendingar hefðu sennilega sjaldan fengið jafnmikið fyrir jafnlítið og nefndu þeir sem dæmi að fjögur íslensk tónverk af 14 norrænum verða frumflutt í tengslum við menningarkynning- una. Gagnrýnin hefur helst beinst að málverkasýningunni, sem sumir vilja kalla, vegna tímabilsins sem valið er í myndlistinni, „Scandina- via Yesterday". — ai

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.