Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982
53
Frá páskavikunni á
vesturhorni landsins
I^átrum, 12. apríl.
VIÐ HÖFUM haft hér ágætt
veður, eins og raunar allan vet-
urinn, en sérlega gott um
páskavikuna.
„Ekki verður feigum forðað
eða ófeigum í hel komið“.
Einn seinnipart dags fór
bóndinn að Breiðavík, Jónas
Jónsson, að hjálpa fólksbíl frá
Bíldudal innyfir Hafnarfjall,
milli Breiðavíkur og Örlygs-
hafnar. Bóndinn var á stórri og
mjög vel búinni dráttarvél til
vetraraksturs, og dró hún fólks-
bílinn yfir þegar þess þurfti við.
Þegar komið var á háfjallið og
úr snjónum, hélt bóndinn heim
til sín að Breiðavík, en eigandi
fólksbílsins til Bíldudals, og
mun þá kl. hafa verið á tíunda
tímanum.
Um 12 leytið símar sá er
fólksbílinn átti, að Breiðavík, til
að láta vita að hann væri kom-
inn heim, og hefði gengið vel.
En Jónas bóndi var ekki kom-
inn til Breiðavíkur, svo ljóst var
að eitthvað hafði komið fyrir
hann, svo kona hans, Arnheiður
Guðnadóttir, símaði þegar á
næstu bæi, en þegar hún var í
símanum kom bóndi hennar
fótgangandi, mjög illa útlítandi,
og hálf rænulaus, var mikið
skaddaður á höfði, höggvinn og
skorinn, svo höfuðið og allt
niður á herðar var ein blóð-
storka.
Það tók nokkurn tíma fyrir
lækninn'að komast til Breiða-
víkur, þeir eru líka misjafnlega
viðbragðsfljótir að koma sér að
stað, blessaðir.
Læknirinn, Andersson, sem
er sænskur, ungur maður, ið-
andi af lífsfjöri og krafti, var á
nýjum og vel búnum sjúkrabíl,
og tók því Jónas bónda með sér
þar sem mikið þurfti að sauma
á höfði hans, og til frekari rann-
sókna.
Orsök þessa slyss var sú, að
bóndinn sem á það til að fá væg
krampaköst, hafði fengið éitt
slíkt, og um leið missti hann að
einhverju leyti rétta skynjun,
stöðvaði því ekki vélina, svo hún
virðist hafa ekið um stjórnlaus,
á vegi og utan hans, yfir grjót
og urð, sjálfsagt við mikil læti,
eins og höfuð bóndans bar
merki um, eftir að hafa slegist
máttvana við eitt og annað í
húsinu, en hurðin opnaðist ekki.
Hver stöðvaði
dráttarvélina?
Bóndinn kom til ráðs, þar sem
hann lá á hörðum skafli skammt
utan vegar, og honum var kalt,
enda 6 gráðu frost en besta veður.
Dráttarvélin stóð skammt frá á
sama skaflinum, með fullum ljós-
um, eins og henni hefði verið lagt
þar og vélin stöðvuð.
Jónas þvertekur fyrir það, að
hann hafi stöðvað vélina, en man
eftir að hann hafi dregið úr ferð-
inni, en ekið eftir það.
Þegar bóndinn gat staðið upp og
gengið, fór hann að reyna að setja
véiina í gang en tókst ekki, fór þá
að staulast í áttina heim, sem var
um þriggja km. leið, og komst það
sem fyrr getur.
Höfrungar í heimsókn
Það bar til einn morguninn í
páskavikunni hér á Látrum, þegar
Haukur bóndi kom til fjárhúsa á
Látranesi, að við augum blasti
sjaldgæf sjón og einstæð hér. Þrír
háhyrningar höfðu í ládeyðunni
synt uppí svokallaðan Friðkuvog,
smá vog rétt að þeir kæmust fyrir
þar, en létu fara vel um sig undir
klettunum á móti sólinni og í hálf-
volgum sjónum, en sjórinn hefur
ekki verið jafn heitur hér við
ströndina í byrjun apríl síðastlið-
in 15 ár, eða frá því sjómælingar
hófust hér, eða 3,1 gráða, en senni-
lega aldrei jafn saltur. Við það er
ég svolítið hræddur, varðandi
ungviði sjávarins í vor, því öllum
smáfiski sjávarins, líður illa í of
söltum sjó og forðast hann, en
jafnvel fiskarnir leita þangað sem
lífskjörin eru betri. „Þeir synda
líka smáfiskarnir."
Frábær kirkjusókn
Séra Þórarinn Þór prófastur,
Patreksfirði, og prestur okkar,
bauð til messu á föstudaginn
langa í Breiðavíkurkirkju. Veður
var gott en heldur var slæmt yfir-
ferðar. Söfnuðurinn er heldur
fámennur eða 15 manns. Þó
mættu milli 20—30 manns, eða
sem svarar til 30—40% umfram
allan söfnuðinn, og 40% af söfnuð-
inum gekk til altaris, gott.
Orgelleikari og forsöngvari var
sænsk kona, Kristína Andersson,
frábær hljóðfæraleikari og söng-
kona. Hún er kona Andersons
læknis þess er rippaði saman höf-
uðleður Jónasar bónda, en Jónas
kom heim eftir slysið þennan dag
furðu hress, svo það var létt yfir
fólki í kirkjukaffinu, en þau hjón
halda þeim forna sið, að bjóða
kirkjugestum í kaffi eftir messu.
Mörgum þykir vænt um Breiða-
víkurkirkju, og þykir hún góð til
áheita. Sagt er að hún sjái um
sína.
Gleðilegt sumar.
Þórður Jónsson.
Breiöavíkurkirkja.
Bókin með nýju
húsunum
frá Húseiningum
erkomin!
að það stappar nærri, að það sé
sýki í sumu fólki að segjast gera
mikið af einhverju en ekki að því.
Verður þetta því fjórða atriðið
sem ég minni á, og er sama um
það að segja og hin fyrri að mál-
fróðir menn hafa hvað eftir annað
lýst það meinlega villu.
í fimmta lagi vil ég nefna orða-
far, sem ekki getur talist nein
málvilla, en er tiltölulega nýkomið
til skjalanna og er óþarft með öllu,
en það er að segja í dag þegar rætt
er um yfirstandandi tíma. Það
hefir nú lítið verið amast við þess-
ari óþörfu aukagetu í íslenskt mál.
Þó mun Árni Böðvarsson hafa tek-
ið það til meðferðar í þættinum
Daglegt mál og neitað henni með
skýrum rökum um heimilisfestu í
réttu máli. Þar mætti, samkvæmt
gamalli venju, nota orðin nú eða
núna.
Laust eftir síðari heimsstyrjöld
átti ég tal við konu, sem var lærð-
ur málfræðingur og málsnjöll með
afbrigðum. Hún benti mér, að
þetta væri í uppsiglingu, og myndi
það ná ótrúlegri fótfestu ef ekki
væri að gert. Þessi málárátta get-
ur orðið frámunalega hjákátleg í
notkun. Það gæti t.d. vel komið til
mála að sagt væri: í dag eru mikið
minni vetrarharðindi en síðustu
tvo áratugina fyrir aldamót. Hin
málfróða kona sagði mér að þetta
væri eftiröpun úr ensku, og kenndi
hún um áhrifum varnarliðsins.
Þetta orðafar heyrðist þá alls ekki
hér upp til sveita, og heyrist ekki
enn svo heitið geti. Það verður því
að teljast heldur vafasamur
ávöxtur höfuðborgarmenningar-
innar, og mun hann vera nærstæð-
ari háskólanum en götunni. Byggi
ég þetta á því að eitt sinn, þegar
þessi dagárátta var í hápunkti,
heyrði ég þrjá menn ræða saman í
útvarpi um eitthvert vandamál
þjóðarinnar. Einn var nokkuð við
aldur en tveir nýbakaðir háskóla-
menn, og ræða þeirra var áber-
andi menguð af orðatiltækinu í
dag. Ekkert man ég hverjir þessir
menn voru, en þeir eru efalaust
nýtir í sínum embættum, eða
kannski listamenn á einhverju
sviði, því ekki er slíkt orðbragð
þvílík fordæða að hún eyðileggi
manndóm þeirra er hafa það á
vörum. En það heyrðist mér á
raddblæ þeirra ungu manna að
þeir álitu sig menn að meiri held-
ur en minni fyrir að kunna að
komast svona að orði.
Ég bendi ekki á neitt rit eða
ákveðna ræðu máli mínu til sönn-
unar um þessar villur, þær vaða
svo uppi að slíkt er óþarft, og ég
hefi engan áhuga fyrir að bendla
við þær eitt rit frekar öðru né einn
mann öðrum fremur.
Rúmlega 80 litprentaðar blaðsfður með margvlslegum upplýsingum
og teikningum eftir Bjarna Marteinsson, Helga Hafliðason og Viðar A. Olsen.
Teikningarnar f bókinni gefa hugmyndir um byggingu einlyftra og tví-
lyftra einbýlishúsa fyrir viðráðanlegt verð, - sambærilegt við góða íbúð f fjöl-
býlishúsi í Reykjavik. Bókin er ókeypis.
Hafið samband við Húseiningar h/f á Siglufirði, sími 96-71340 eða
söluskrifstofuna í Reykjavík, Laugavegi 18, sími 91-15945 og bókin fer í
póst til ykkar samdægurs.
HÚSEININGARHF
SVARSEOILL
Vinsamlega sendiö
mér eintak
af bókinni, mér að ----
kostnaöarlausu! N^fn:
Heimilisfang:
Póstnr.:
Sími: