Morgunblaðið - 01.05.1982, Side 2

Morgunblaðið - 01.05.1982, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982 Hátíðarhöldin 1. maí í Reykjavík HINN I. maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, gengst 1. maí-nefnd Fulltrúaráós vekralýðsfélaganna í Reykjavík fyrir því að fólk safnist saman á lilemmi klukkan 13.30 og verður siðan gengið undir kröfum dagsins, klukk- an 14, á Lækjartorg, þar sem útifundur verður settur klukkan 14.25. Ræðumenn á fundinum verða: opin listsýning og þar verða einnig Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Kristján Thorlacius, formað- ur BSRB, og ávarp flytur Pálmar Halldórsson, formaður INSI. Fundarstjóri á fundinum verður Ragna Bergmann, formaður Verkakvennafélagsins Framsókn- Á fundinum flytur sönghópur: inn „Hálft í hvoru" nokkur lög. I Listasafni alþýðu að Grensásvegi 16 verða kaffiveitingar, þar verður uppákomur, eins og það er orðað í fréttatilkynningu frá verkalýðs- hreyfingunni. I 1. maí-nefnd eiga sæti: Kári Kristjánsson, formaður, Stella Stefánsdóttir, Garðar Stein- grímsson, Tryggvi Benediktsson, Jófríður Björnsdóttir, Sigurður Pálsson, Sigfinnur Sigurðsson, Einar Sigurðsson og frá BSRB Ör- lygur Geirsson og Sigurveig Sig- urðardóttir og loks frá INSI Pálm- ar Halldórsson. Lýðháskólinn í Skálholti: Tíu ára afmælis minnst við skólaslit í dag LYÐHASKOLINN í Skálholti er tíu ára nú í vor, og verður þess meðal annars minnst við skólaslit skólans í dag, klukkan 14. Messa verður í Skálholtskirkju klukkan 13 og skólaslit síðan á sal skólans klukk- an 14. Þar munu núverandi og fyrrver- Lesendaþjónusta Morgunblaðsins: Davíð Oddsson svarar spurn- ingum um málefni Reykjavíkur MORGIÍNBLAÐIÐ mun fram að kjördegi, 22. maí næstkomandi, veita lesendum sínum þá þjónustu að koma spurningum þeirra um málefni Keykjavíkur og átakamál- in i borgarstjórnarkosningunum á framfæri við Davíð Oddsson, efsta mann á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, en hann er jafnframt borgarstjóracfni sjálf- stæöismanna. Lesendur geta hringt til rit- stjórnar Morgunblaðsins í síma 10100 milli klukkan 10 og 12 ár- degis, mánudag til föstudags, og verða svör Davíðs Oddssonar við spurningum þeirra birt skömmu eftir að þær berast. Þá má einn- ig senda spurningar í bréfi til ritstjórnar blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, ritstjórn Morgun- blaðsins, pósthólf 200, 121 Reykjavík. Nauðsynlegt er að nafn og heimilisfang spyrjanda komi fram. andi nemendur skólans koma saman, svo og aðrir velunnarar Lýðháskólans, biskup Islands, Is- lands, herra Pétur Sigurgeirsson og fyrrverandi biskup, séra Sigur- björn Einarsson. Núverandi rektor Skálholts- skóla er séra Gylfi Jónsson, en hann tók nýlega við af séra Heimi Steinssyni, sem verið hafði rektor frá upphafi. Nemendasamband Lýðháskól- ans gengst fyrir rútuferð austur að Skálholti í dag, 1. maí, í tilefni skólaslitanna og afmælisins, og verður farið frá Miðbæjarskólan- um klukkan 10 árdegis. Ljósm. Mbl.: RAX. Þróttarbílstjórar sáu um að vagnarnir komust ekki út frá Sundahöfn. Þróttarbílstjórar stöðvuðu- uppskipun á salti í Sundahöfn BÍLSTJÓRAR úr Vörubílstjórafélag- inu Þrótti lokuðu Sundahöfn í fyrra- kvöld til að koma í ’veg fyrir, að salti væri skipað upp úr skipi á vegum SalLsölunnar hf. Hafði Saltsalan fengið verktaka til að losa skipið og voru verktakarnir með vagna sem taka 21 til 23 tonn. Þróttarmenn töldu að brotiö hefði verið á þeirra samningum, þar eð þeir telja sig hafa fullan rétt á öllum flutningum innan Reykjavikur. Saltsölumenn halda því hins vegar fram, að Þrótt- armenn hafi aöeins samningsrétt á fiutningi upp að 15 tonnum í ferð. Deila þessi stendur enn og er málið í höndum lögfræðinga deilu- aðila. Samstaða í atvinnumálanefnd um Blönduvirkjun: Stíflumannvirki skulu miðast við stækkun í 400 gígalítra síðar — Nefndin klofin um afgreiðslu steinullarverksmiðjumálsins SAMKOMULAG náðist í atvinnu- málanefnd sameinaðs Alþingis í gær um svokallað Blönduvirkjunarmál og röðun næstu vatnsaflsvirkjana landsmanna. í breytingartillögu nefndarinnar er lagt til, að Blöndu- virkjun verði næsta meiriháttar vatnsaflsvirkjunin, en miðlun um- fram 220 Gl verói ekki aukin fyrr en nauðsyn ber til og verði ágreiningur um málið skuli honum skotið til Al- þingis, að fenginni tillögu ríkis- stjórnar. í nefndaráliti kemur fram að nefndin telur að stíflumannvirki eigi að gera með stækkun uppistöðu- lóns í 400 G1 miðlun fyrir augum síðar meir, ef þörf krefur að mati virkjunaraðila, en mestur styrr hef- ur staðið um það atriði, eins og kom- ið hefur fram í fréttum. Það virðist nú ljóst, að atvinnumálanefnd klofnar hvað varðar afgreiðslu steinullarverksmiðjumálsins. Ólaf- ur Þ. Þórðarson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, mun ekki sam- þykkja að standa að sameiginlegri niðurstöðu og leggur samkvæmt heimildum Mbl. til, að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Gengið var frá nefndaráliti í nefndinni síðdegis í gær. Það vakti athygli við afgreiðsluna að Sverrir Hermannsson var kjörinn fram- sögumaður málsins með fjórum at- kvæðum gegn þremur sem Eggert Haukdal fékk. Talið er að Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður Framsóknar- flokksins, hafi greitt Sverri atkvæði sitt til að mótmæla ýmsum aðgerð- um ríkisstjórnarinnar, en Ólafur og Páll Pétursson hafa verið hvað óánægðastir þingmanna með með- ferð þessa máls og annarra stórra mála á þingi nú síðustu daga. Þá lét Magnús H. Magnússon, þingmaður Alþýðuflokksins, bóka í fundargerð- arbók við afgreiðsluna að á grund- velli umræðna í nefndinni og vegna orðalags nefndarálitsins vildi hann að það kæmi skýrt fram, að hann túlkaði niðurstöðu nefndarinnar svo, að ætlunin væri að byggja virkjunarmannvirki í upphafi miðað við 400 GI miðlunarlón. Samkvæmt breytingartillögum nefndarinnar við tillögu ríkisstjórn- arinnar til þingsályktunar um virkj- unarframkvæmdir og orkunýtingu eiga Fljótsdalsvirkjun og síðar Sult- artangavirkjun að vera næstu meiriháttar vatnsaflsvirkjanir á eftir Blönduvirkjun. Skarist annars- vegar Blönduvirkjun og Fljótsdals- virkjun og hinsvegar Fljótsdals- virkjun og Sultartangavirkjun eftir því sem orkuþörf gefur tilefni til. Þá leggur nefndin til að samhliða næstu meiriháttar vatnsaflsvirkj- unum verði unnið að orkuöflunar- framkvæmdum á Þjórsár/ Tungna- ársvæðinu með kvíslarveitum, stækkun Þórisvatnsmiðlunar og gerð Sultartangastiflu. Þá er og lagt til að Búrfellsvirkjun verði stækkuð, þannig að núverandi afkastageta vatnsaflsvirkjana á þessu svæði geti aukist um allt að 950 GWst. á ári. Könnun á starfsmönnum í dönskum steinullariðnaði: Sjúkdómar í húð og öndunarfærum mun algengari en hjá öðru fólki DEILUR um staðsetningu steinull- arverksmiðju hér á landi hafa mjög verið í sviðsljósinu undan- farnar vikur og mánuði. En það er víðar en hérlendis, sem umræða um steinull hefur orðið. I Ilanmörku hafa undanfarið verið miklar umræður um steinull svo og þá hættu sem því fólki, sem vinnur við framleiðslu hennar og uppsetningu, stafar af henni. í nýlegu vikuriti dönsku læknasamtakanna er ítarlega fjallað um steinull og önnur svipuð einangrunarefni. Kemur þar fram að dánartíðni þeirra, sem vinna við steinull er mun hærri en hjá öðrum. Blaðið greinir m.a. frá því, að dánartíðni þeirra, sem unnu við uppsetningu einangrunar var 1,8 sinnum hærri en búist var við. Dauðsföll af völdum háls- og lungnakrabba voru 2,4 sinnum tíðari á meðal þeirra, sem unnu við uppsetningu einangrunar. Gerð var könnun á 200 manns, sem tengjast steinullariðnaði á einn eða annan hátt. Kom í ljós að 25% þjáðust af kláða og hjá 8% var hann stöðugur. Enn- fremur var upplýst að 3% starfs- manna hefðu sótt um aðra vinnu vegna óþægindanna, sem fylgja því að vinna við steinullina. Ennfremur var gerð könnun á 62 starfsmönnum innan steinull- ariðnaðarins sem valdir voru af handahófi. Reyndust 45% vera með útbrot. Utbrotin voru eink- um á höndum og handleggjum, en einnig í andliti, á fótum og annars staðar á líkamanum. Á tveggja ára tímabili þróaðist kláðinn yfir í exem. Þá kom í ljós að 62% þeirra 80 starfsmanna glerullarverk- smiðju sem rannsakaðir voru reyndust vera með óþægindi í augum. Af 198 mönnum, sem starfa við byggingariðnað og þurfa að handleika steinull reyndust 61% hafa óþægindi í hálsi, sem rekja mátti til at- vinnu þeirra. Hjá 66 mönnum, sem sendir voru til rannsóknar hjá stofnun í Kaliforníu, sem sérhæfir sig í at- vinnusjúkdómum reyndust 42 vera með bronchitis, 25 með ból- ur í vélinda, 20 með nefrennsli, 6 með astma, 4 með hálsbólgu, 3 með bólgur í kinna- og ennishol- um og 1 með blóðnasir. I niðurlagi samantektar blaðs- ins segir, að í ljós hafi komið að þykkir steinullarþræðir hafi í för með sér óþægindi í húð og slímhimnu. Hjá starfsmönnum, sem vinna við framleiðslu stein- ullar hafi tíðni húðkláða verið 25%. Hins vegar hafi hún verið 66% hjá þeim, sem störfuðu við uppsetningu steinullar. óþæg- indi í hálsi fundust hjá 61% þeirra, sem rannsakaðir voru innan steinullariðnaðarins. Samstaða er meðal nefndar- manna, að undanskildum Ólafi Þ. Þórðarsyni, um að leggja til við rík- isstjórnina að hún nýti ekki heimild til fjármögnunar 40% af kostnaði við steinullarverksmiðju, en áhuga- aðilum verði gefinn kostur á að sýna fram á að þeir geti fjármagnað slíka verksmiðju sjálfir. Gefinn verði sex mánaða frestur til þessa. Ólafur Þ. Þórðarson mun ekki ætla að sam- þykkja þessa tillögu og leggur sam- kvæmt heimildum Mbl. til, að mál- inu verði vísað til ríkisstjórn- arinnar, en það mun væntanlega þýða að ákvörðun iðnaðarráðherra um staðsetningu verksmiðjunnar á Sauðárkróki verður ofan á. Opið hns í Valhöll Sjálfstæðisfélögin í Reykjavik standa fyrir opnu húsi í Valhöll, Háaleitisbraut 1, í dag 1. maí. Allt sjálfstæðisfólk er velkomið á samkomuna, sem haldin er undir kjörorðinu „Stétt með stétt".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.