Morgunblaðið - 01.05.1982, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982
Kínverjar (1980).
ÍHUSI
MADAME DE STÁEL
Kndurreisnartímahil nazismans (1977).
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Það var mikið um að vera í
húsakynnum Galerie JAN SIX við
Rue Royale í París miðviku-
dagskvöldið 14. þ.m.
Önnur sýning hins nýstofnaða
sýningarsalar var að opna dyr sín-
ar útvöldum boðsgestum úr list-
heimi heimsborgarinnar. Þegar
fyrsta sýningin hafði boðið upp á
litrík flataskipunarmálverk ekki
minni jöfurs en Jean Dewasne þá
skyldu nú kynntar pólitískar
myndir íslenzka Parísarmálarans
ERRÓ.
Hinar pólitísku myndir Erró
eru sérstakur kafli í myndgerð
listamannsins og þar kemur hann
víða við enda virðast allir fá sinn
skammt vel útilátinn af marg-
slunginni heimsádeilu gerandans.
í sýningarskrá stendur þar: Erró
er málari. Erró málar daginn í
dag. Vettvang 20. aldarinnar.
„Erró est peintre. Erró peint Au-
jourd’hui. Aujourd’hui au XXéme
siécle.“
— Þetta er skýrt og skilmerki-
lega útlistað og enda mikið rétt,
Erró er algjörlega vígður því að
lýsa feimnislaust hræsni og yfir-
drepskap ráðamanna í austri og
vestri. Til þess notar hann allt
mögulegt myndefni er hann rekst
á i kringum sig og bætir við eigin
ádeilu. Samt er ómögulegt að lesa
úr þessum myndum hvar hann
sjálfur stendur í slagnum nema
þá, að maður hallast að því að
hann vilji helst vera áhorfandi og
afhjúpa svo allan fáránleikann.
Þannig eiga myndirnar miklu
meira skylt við ádeilu en fagur-
fræði, — fagrar eru þær ekki frek-
ar en vettvangur heimsins á vor-
um dögum. Og athygli vekja þess-
ar myndir svo sem sjá mátti
greinilega við opnun sýningarinn-
ar þar sem undirritaður tók að sér
að gerast eins konar statisti og
taka myndir af sýningargestun-
um, sem var fjölskrúðugur mann-
söfnuður. Beinleit fljóð og brúna-
léttir halir gengu þar mjúkum
skrefum um rúmgóða sali íbúðar
þeirrar er jafnan er kennd við
hina frægu valkyrju lífs og bók-
mennta, madame de. Stáel. — A.L.
Germaine de Stáel v. Hoistein
(1766—1817) var franskur rithöf-
undur og dóttir hins mikla stjórn-
vitrings Necker. Hún ruddi braut
rómantíkinni með skáldsögum
sínum „Delphine" (1800) „Cor-
inne“ (1807) og „De l’Allemagne
(1810). Með þeim beindi hún aug-
um samlanda sinna að menningu
annarra landa einkum nágranna-
landsins germanska. Hinar frjáls-
lyndu skoðanir hennar bökuðu
henni óvild Napóleons Bonaparte.
— Guðmundur Erró beinir sjón-
um manna að hráskinnaleik hand-
hafa stríðsvélanna á tuttugustu
öld en því fylgir þó að sjálfsögðu
takmörkuð rómantík. Sýning Erró
stendur til 7. maí.
Svona er útlitið á frægum lista-
mönnum í París í dag.