Morgunblaðið - 01.05.1982, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982
Markvisst starf 1
stað miðstýringar
eftir Sigurjón
Fjeldsted
I áraraðir var skólahald hér í
Reykjavík með þeim hætti að
hingað voru sóttar fyrirmyndir að
skólamannvirkjum og búnaði,
kennsluháttum og skólastefnu.
Undir forystu sjálfstæðismanna í
borgarmálum var unnið markvisst
að franuörum og þróun kennslu-
mála.
Reykjavík hafði algera forystu í
skóla- og menntamálum landsins,
hér hófst skipulögð forskóla-
kennsla 6 ára barna, sálfræði- og
ráðgjafaþjónustu var komið á, til-
raunaskóli í Possvogi hóf starf,
skólasöfn voru efld, kennslu-
gagnamiðstöð var starfrækt, Fjöl-
brautaskólinn í Breiðholti, sem
markar spor í skólasögu landsins,
hóf göngu sína og svona mætti
lengi telja.
Nú er svo komið að allt frum-
kvæði er að hverfa vegna sívax-
andi miðstýringar.
Samfelldur skóladagur
— einsetning
Allir virðast á einu máli um að
koma verði á samfelldum skóla-
degi nemenda þó að hægt þokist í
þá átt.
Forsendan fyrir samfelldum
skóladegi er fullnægjandi skóla-
húsnæði og vönduð stundaskrár-
gerð.
A meðan fjölmennustu skólarn-
ir eru enn hálfbyggðir og með mun
fleiri nemendur en þeim er ætlað
að rúma fullbyggðir, sjá allir að
mikið skortir á svo samfelld skóla-
dvöl náist hvað þá einsetning. Ef
við viljum ná fram samfelldum
skóladegi og einsetningu eldri
nemenda skulum við gera okkur
það ljóst að grunnskólinn er dýrt
fyrirtæki, en hann getur líka skil-
að ómældum arði, ef vel er að hon-
um staðið.
Allt tal um að grunnskólinn sé
ódýr skóli, eins og fram kom í
„Á meðan fjölmennustu
skólarnir eru enn hálfbyggð-
ir og með mun fleiri nemend-
ur en þeim er ætlað aö rúma
fullbyggðir, sjá allir að mikið
skortir á svo samfelld skóla-
dvöl náist hvað þá einsetn-
ing. Ef við viljum ná fram
samfelldum skóladegi og
einsetningu eldri nemenda
skulum við gera okkur það
Ijóst að grunnskólinn er dýrt
fyrirtæki, en hann getur líka
skilað ómældum arði, ef vel
er að honum staðið.“
Þannig kemst Sigurjón
Fjeldsted, skólastjóri, að orði
í þessari grein. Sigurjón er
áttundi maður á lista sjálf-
stæöismanna við borgar-
stjórnarkesningarnar í
Reykjavík í vor.
biaðagrein fulltrúa Alþýðuflokks-
ins í fræðsluráði, fær ekki staðist,
og er vafalaust tilkomið vegna
ókunnugleika.
Einsetning eldri nemenda, þ.e.
4.-9. bekkur, er það mark sem við
sjálfstæðismenn höfum sett okkur
og telja verður réttlætismál nem-
endanna sjálfra.
Skólar borgarinnar eru flestir
vandaðir og vel byggðir og hafa
kostað mikið fé. Því ber okkur að
nýta þá af hagsýni og raunsæi.
Skólamáltíðir
I kynningarblaði Alþýðubanda-
lagsins um framboð í Reykjavík
stendur undir fyrirsögninni „Hvað
hefur áunnist?", ... að næsta
haust hefjist dreifing málsverðar í
skólum.
Sannleikur málsins er sá, að í
bréfi til skólastjóra í Reykjavík
dags. 19.04’82 fer einn fulltrúi Al-
þýðubandalagsins í fræðsluráði og
formaður starfshóps, sem fjallar
um skólamáltíðir fram á, að fá
svör við þremur spurningum sem
hann setur fram um möguleika að
koma málsverði á í skólum.
Þetta finnst mér vera í svipuð-
pm dúr og þegar formaður
fræðsluráðs tíundar hvað skóla-
húsnæði hafi aukist í borginni og
nefnir svo og svo marga fermetra
á hvern nemanda. Án skýringa
mætti ætla að nýbyggingar skóla
hefðu skapað þessa aukningu, en
svo er nú aldeilis ekki, hún fæst á
þann hátt að nemendum hefur
fækkað í borginni.
Víst er að skólamenn hafa löng-
um haft áhyggjur af bætiefna-
snauðu nesti margra nemenda,
einkum unglinga, sem gæða sér
oft á gosi og snúð. Hér þurfa allir
að snúa bökum saman og ekki síst
foreldrar til þess að breyta
neysluvenjum þessara unglinga.
Ég, sem þessar línur skrifa, er
ekki jafn viss um að tilbúnir nest-
ispakkar sem seldir verða í skóla
leysi hér allan vanda, þó svo að
mér og mínum flokkssystkinum
finnist að okkur beri vissulega
skylda til að leita allra leiða til
úrbóta.
Forskólinn
Skipulögð forskólakennsla hófst
í Reykjavík að tilhlutan sjálfstæð-
ismanna.
Nú hefur þetta starf þróast og
fest í sessi í skólakerfinu. Að feng-
inni reynslu og með breyttum
þjóðfélagsháttum eru kennarar nú
sammála um að rétt sé að gefa
þessum aldurshóp kost á fleiri
vikustundum í skólanum en hefur
verið til þessa.
Vel undirbúið forskólanám með
markvissum vinnubrögðum á
vistlegum vinnustað eykur vellíð-
an barnanna, skapar áhuga og
löngun til frekari starfa.
Því leggjum við til, að hið fyrsta
verði fjölgað kennslustundum svo
áfram megi halda á þeirri braut er
mörkuð var á sínum tíma.
Signrjón Fjeldsted
Fræðshimál —
Stefna sjálfstæðismanna
Meginmarkmið skólahalds er,
að hver einstaklingur nái sem
mestum þroska, sér og þjóðfélag-
inu til heilla.
Í þessu skyni hafi borgin á ný
frumkvæði í menntamálum
Reykjavíkur er taki mið af sér-
stökum aðstæðum og þörfum
þéttbýlisins og horfið verði frá
þeirri miðstýringu menntamála
sem nú er.
Grunnskólar
1. Við það verði miðað, að
grunnskólanemendur eigi þess
ætíð kost að sækja skóla í sínu
hverfi.
2. Stefnt skal að því, að allir
grunnskólar borgarinnar verði
einsetnir frá 4. bekk og skóla-
dagur nemenda samfelldur. Til
þess að svo megi verða, sé gert
sérstakt átak til þess að ljúka
byggingarframkvæmdum eldri
skóla og hraða uppbyggingu
nýrra skólamannvirkja. Þá
verði nemendum gert kleift að
neyta málsverðar í skólanum.
3. í grunnskólum verði áfram rek-
ið skólahald fyrir 6 ára börn og
sú starfsemi aukin að því marki
að starfsvika barnanna við nám
og annað þroskandi starf verða
a.m.k. 20 stundir.
4. Úttekt verði gerð á þvi, hver
hafi verið reynslan af þeim
breyttu kennsluháttum, sem
teknir hafa verið upp og árang-
urinn veginn og metinn.
5. Félags- og tómstundastarf í
skólum verði eflt, skólarnir
opnaðir meir í því skyni og að-
staða þar bætt. Sérstök áhersla
verði lögð á samstarf skóla, for-
eldra og frjálsrar félagsstarf-
semi í viðkomandi hverfi.
6. Jafnan sé völ á sem fjölbreytt-
ustum úrræðum til aðstöðu við
þau börn, sem eiga í erfiðleik-
um í námi vegna félagslegra að-
stæðna eða af öðrum orsökum.
7. Skólinn verði ætíð vel búinn
kennslutækjum svo kennslan
fái notið sín.
8. Nauðsynlegt er að halda áfram
uppbyggingu skólasafna og þau
séu ætíð búin tækjum á nýjum
sviðum eins og fræðsluefni í
sambandi við tölvutækni og
myndbönd.
9. Lögð skal sérstök áhersla á að
fullgera lóðir og leikvelli við
skóla borgarinnar.
Framhaldsskólar
í þeim framhaldsskólum, sem
borgin rekur, verði bóklegt og
verklegt nám lagt að jöfnu og full-
orðinsfræðsla efld sem einn þátt-
ur í starfi framhaldsskólanna.
Sjálfstæði hvers framhaldsskóla
haldist þótt námsefni og náms-
kröfur verði samræmdar. Einka-
skólum á framhaldsstigi verði
gert fært að starfa áfram enda
gegna þeir mikilsverðu hlutverki í
skólakerfinu. Skapa skal náms-
flokkum borgarinnar skilyrði til
að vaxa og eflast í samræmi við
þær þarfir, sem þjóðfélagið kallar
6.
Fjármál
Gengið verði ríkt eftir því við
menntamálaráðuneytið að skólum
í Reykjavík verði ekki gert að
halda uppi óeðlilega háu meðaltali
nemenda í bekkjum. Við það verði
miðað, að hvert skólahverfi í borg-
inni sé rekstrareining og fjár-
framlög við það miðuð.
Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að
því marki að fá brautargengi
Reykvíkinga við borgarstjórnar-
kosningarnar þ. 22. maí nk. og
endurheimta stjórn borgarinnar,
svo hægt verði að hefja nýtt fram-
faraskeið í skólamálum sem öðr-
um borgarmálum.
Sigurjón Fjeldsted,
skólastjóri.
Umsjónarmaftur Gísli Jónsson___________ 144. þáttur
Jónas Haligrímsson, skáld
sumarsins, sólarinnar og hlýj-
unnar, orti skömmu fyrir andlát
sitt Vorkvæói. Það er undir hin-
um gamla erfiða bragarhætti,
sem er á Drykkjumannavísum sr.
Ólafs Einarssonar í Kirkjubæ.
Jónas kvað:
Ærih ber
«»K hærinn fer
aó Momtfast þá,
leika sér þar lomhin smá ...
Venjulegum íslendingi þykir
þessi vísuhluti ekki sæta miklum
tíðindum en því er hann tekinn
hér upp, að nú mun vera vissara
að vitna ekki til neinna meðal-
skussa um beygingu orðanna ær
og kýr. Ætla mætti þó að nefni-
fall þessara orða ætti að loða
mönnum í eyrum, þó ekki væri
nema fyrir sakir orðtaksins:
Þetta eru hans ær og kýr = þetta
er alveg eftir honum, svona er
hann vanur að vera.
Samt er það svo, að ýmsir,
jafnvel fullorðnir, eiga erfitt
með að beygja orðin *r og kýr
rétt. Þess vegna sniðganga
margir vandann með því að nota
hin sviplitlu og vandalausu orð,
rolla og belja. Líklega er það
versti kosturinn. Betra er að
gera nokkrar vitleysur í beyg-
ingu hinna orðanna, en æfa sig
og gefast ekki upp, þar til rétt
beyging er orðin mönnum töm.
í sérútgáfu blaðs nokkurs nú á
sumardaginn fyrsta var forsíðaji
öll lögð undir mynd af nýbornu
lambi, tákni vorsins og sumars-
ins í vændum. Á þriðju síðu var
svo fréttagrein sem lítið lét yfir
sér, enda ekki fimlega skrifuð.
Þar segir af hrúti. Skrifað stend-
ur að hrússi væri bæði „lasinn og
haltur", og vita menn þá að
greinarhöfundur metur helti
ekki til lasleika. Hitt var þó
meira, að „fyrir nokkrum vikum
bar ein áin (auðkennt hér) þrem
lömbum, og þykir sannað að
gamli lasni hrúturinn sé faðir
þeirra'.
Ein áin bar! í minni sveit bar
ærin, eins og hjá Jónasi Hall-
grímssyni, og fyrir kom að kýrin
bæri einnig. Eigi að síður skrif-
aði skólabróðir minn einn á sín-
um tíma: Kerlingm og kúin, þótt
þrílesið væri fyrir okkur til
endursagnlr sömdcorn hét
K%rlingÍMg*ýÍ%^ •
PWvar nins.vegdF „fyrirsagn-
arhagræðing1, þegar breytt var í
Timanum því sem blaðamaður
hafði skrifað: Nythæsta Kyr á ís-
landi í Nythæsta kú á íslandi, til
þess að fækka stöfum um einn í
fyrirsögninni. Blaðamaðurinn
fékk að vonum hundruð upp-
hringinga frá reiðum bændum
víða um land.
Orðin rr og kýr hafa vissulega
einkennilega og vandasama
beygingu. En ef við ætlum okkur
að halda þjóðerni okkar, verðum
við einmitt að gæta þess sem er
einkennilegt og vandasamt. Orð-
ið ær beygist svo: *r, um á, frá á,
til *r og kýr alveg eins: kýr, um
kú, frá kú, til kýr. Nákvæmlega
eins beygjast ekki önnur orð sem
lifandi eru í málinu, en fornyrðið
sýr = gylta fer eins: sýr, um sú,
frá sú, til sýr. Eignarfall þessa
orðs lifir í staðarheitum eins og
Sýrdalir og Sýrnes.
Mönnum ætti að vera vor-
kunnarlaust að læra beygingu
þessara stuttu og algengu orða,
*r og kýr, það ætti að vera okkar
*r og kýr að takast á við vanda,
sem þó er ekki meiri, en hlaupa
ekki frá honum yfir í þá málfá-
tækt sem lýsir sér í notkun orð-
anna rolla og belja. Þau orð eru
að sjálfsögðu engin bannorð, en
þau bera annan blæ en ær og
kýr. Einnig er þess getandi að
margir, einkum börn og kaup-
staðarbúar, nota orðið kind í
merkingunni ær, þó að það sé að
réttara lagi tegundarheiti um
þennan búpening.
Ef við á hinn bóginn reynum
að skýra með velvild, hvað því
veldur að menn taka að segj» á
og kú í staðinn fyrir ær og kýr,
þá eru engin vandkvæði á því.
Hér er það að gerast sem marg-
sinnis er nefnt í þáttum þessum
áhrifsbreyting (analogia). Víðar
en í mannlífinu draga menn dám
af sínum sessunaut. Það gerist
einnig í orðlífinu: Út frá þolfalli
og þágufalli orðsins ær laumast
á-ið inn í nefnifallið og jafnvel
eignarfallið. Það verður þá áar í
stað ær. Þá orðmynd er jafnvel
að finna hjá ekki minni orðsnill-
ingi en Jóni skáldsagnahöfundr
Thoroddsen. Svipuð áhrifsbreyt-
ing er stundum viðurkennd og
látin góð heita, eins og t.d. þegar
nefnifallið m*r er látið þoka
fyrir mey úr þolfalli og þágufalli.
Það er jafnvel talið „rétt“ mál að
segja María mey og hrein mey,
þar sem svipmeira er og sögu-
lega rétt að segja María m*r og
hrein m*r.
Niðurstaða: Skiljanlegar
ástæður liggja til þess að sígild
beyging orðanna ær, kýr (og sýr)
raskist. Hitt á hins vegar að vera
metnaðarmál okkar að láta það
ekki gerast. íslenskt beyginga-
kerfi er í hættu. Það má ekki við
miklu. Á mjóum þvengjum læra
hundarnir að stela. Málið er líf-
taug þjóðernisins. Sljóleiki og
kaumle^gi í meðferð þess gerir
okfflr að verri íslendingum. Ef
einhverjir vilja útnefna sjálfa
sig imba og tossa, þá geta þeir
auglýst það með því að tala
hverju sinni um rollur og beljur,
þegar nefna þarf þessar skepnur.
Það er ámóta auðlegð eins og að
kunna enga sögn aðra en iabba
um það fyrirbæri mannlegs lífs.
Hlymrekur handan kvað, þeg-
ar áin bar:
lH*im blósltraAi, er Bergdalxá græddúa,
á bakka hvaA margvÍHlegt slæddÍNt.
Kn hitt var þó meHt —
ojj Hlíkt hafAi aldrei frént, —
►eK*r létUtreymur Uekurinn fæddi.st.