Morgunblaðið - 01.05.1982, Page 34

Morgunblaðið - 01.05.1982, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982 Washingtonbréf | ' * j Hinckley fyrir dómstóla TT 1 1) 1- 1 Ébipvtr já Mmá fcjíTnrT:.-- 205 — og Barbara Bush kemst ekki til Texas Maður furrtar sig oft á réttar- kerfinu í Bandarikjunum. I'ad er margt gott um það að segja en ekki er hægt að segja að það gangi fljótt fyrir sig. Fyrst núna í vikunni var hafist handa við að velja kvið- dómendur í réttarhöldunum yfir John Hinckley sem alþjóð sá skjóta Konald Reagan forseta, James Brady, blaðafulltrúa, Thom- as Delahanty, lögregluþjón, og Timothy MacCarthy, öryggisvörð, fyrir framan Hilton-hótelið í Wash- ington fyrir þrettán mánuðum. Vitni og sjónvarpsmyndir sanna að Hinckley framdi verknaðinn. Mennirnir lifðu allir skotárásina af, en Dclahanty varð að hætta störfum vegna meiðslanna og Brady verður aldrei samur aftur. Kéttarhöldin munu væntanlega standa i að minnsta kosti mánuð. I>au munu snúast um geðheilsu Hinckleys og taka þarf ákvörðun um hvort hann á heima á sjúkra- húsi eða í fangelsi. Claus von Bulow var fundinn sekur um að hafa reynt að myrða forríka konu sína, Sunny, í Newport, Rhode Island, í marsmánuði. Hann gengur enn laus og dómur verður ekki felld- ur yfir honum fyrr en í byrjun maí. Hann mun afrýja dómnum, en í millitíðinni hefur hann rabbað við Barböru Walters í sjónvarpsviðtali. Walters er þekkt fyrir fleðuleg viðtöl við fólk eins og keisara- hjónin fyrrverandi í íran, Nixon, Sadat og Begin og Burt Reyn- olds. Von Bulow var hinn huggu- legasti við hana og sagði að það væri af og frá að hann hefði reynt að myrða Sunny. Hans heitasta ósk væri að hún næði aftur meðvitund og gæti viður- kennt að hafa sprautað sig sjálf með insúlíni í desember 1980. Hann sagðist oft heimsækja hana á sjúkrahúsið og vera viss um að hún vissi af honum þar. „Við vorum náin svo lengi að hún hlýtur að finna nærveru mína,“ sagði von Bulow. John W. Hinckley Hinckley segist ekki hafa ætl- að að skjóta forsetann, heldur aðeins viljað vekja athygli Jodie Foster leikkonu með því að skjóta á hílinn hans. Flestum þykir þetta fáránlegt því varla nokkur er svo slæm skytta að hann hitti fjórar manneskjur óvart ef hann ætlar aðeins að skjóta eins stóran bíl og Reagan ferðast um í. I vetur datt stein- steypa á þak bíls George Bush, varaforseta, þegar hann var á leið í vinnu. Allsherjar umferð- aröngþveiti hlaust af því, þar sem götum allt í kringum slysið Claus von Bulow var lokað á meðan öryggislög- reglan gekk úr skugga um að ekki var um morðtilraun að ræða. Annars er athyglisvert að sjá hversu stórbrotið fylgdarlið Bush hefur þegar hann ferðast milli húsa í Washington. Þrír lögreglubílar, fjögur mótorhjól, sjúkrabíll og jafnvel fleiri fylgja honum með sírenur á fullu, svo það fer ekki framhjá neinum að varaforsetinn er á leið heim í mat eða eitthvað annað. Bush er nú á ferðalagi í Asíu og Ástralíu, en Barbara Bush varð eftir heima. Hún sagði í vikunni að það væri synd að svo Barbara Walters margir öryggisverðir þyrftu að fylgja henni hvert fótspor — ör- yggisverðir skokka með varaf- orsetahjónunum, þegar þau fara út að hlaupa — á flötinni kring- um veglegan bústaðinn sem þau búa nú í — því það kæmi í veg fyrir að hún skryppi eins oft til Texas að sjá ömmubarn sitt og hana langar til. „Það er ekki rétt að eyða almannafé í flugmiða fyrir þá bara til að ég geti kíkt í vögguna," sagði Barbara Bush við New York Times. Hún eyðir dögunum við sjálfboðastarf og hefur mikinn áhuga á lestrar- kennslu, en hefur einnig safnað Barbara Bush Smfóníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Kfnisskrá: Tvær Noktúrnur Debussy Lærisveinninn Dukas Píanókonset í G-dúr Ravel Bolero Ravel Einleikari: llalldór Haraldsson. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Sinfóníuhljómsveit Islands hélt upp á það með glæsi- legum tónleikum í Háskóla- bíói, að 60 lagasmiðir á Al- þingi Islendinga hafa heimil- að 60 hljóðfæraleikurum að leika samkvæmt lögum. Há- tíðahald er af hinu góða og réttast væri að stofna til sér tónleika, sem best mætti Halldór Haraldsson tengja þeirri athöfn er forseti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, undirritar nýju lögin um Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Á þessum tónleikum var eingöngu leikin frönsk tónlist og er óhætt að fullyrða að tónleikarnir í heild eru með þeim bestu í vetur. Hall- dór Haraldsson píanóleikari lék frábærlega vel píanókon- sert Ravels. Eitthvað voru nú hraðaheitin í efnisskrá skrít- in, því fyrir Adagio assai stóð Allegro assai og einnig hefði mátt nefna fleiri hraðaheiti fyrir fyrsta þáttinn. Tónlist Ravels er sérkennileg og sveiflast milli alvöru og alvöruleysis, klassískra vinnubragða og dægurlaga- tiltekta, rómantíkur og kaldra mótorískra vinnubragða, sem Halldór skilaði með .miklum glæsibrag. Annar þátturinn, Jean-Pierre Jacquiilat sem er við jaðar dægurlagsins og endar næstum eins og fingraæfingar á píanóinu, var mjög fallega leikinn. Fyrsta verkið á tónleikun- um voru tvær af þremur „Næturvökum" Debussy. Sú fyrri hefði mátt vera ögn minna „metrísk", slakað hér og þar á, en var þó mjög fal- lega leikin. Sú seinni, Fétes, var á köflum frábærlega leik- in þó niðurlagið yrði ekki sem best. Lærisveinn galdra- mannsins, eftir Dukas, var stórvel leikinn og síðasta verkið, Bolero, einnig. Þetta voru sannkallaðir há- tíóartónleikar. Eitt var þó sem ekki má henda, að þeir sem ekki vita að tónleikarnir hefj- ast kl. 8.30 geti með hurða- skellum, sem á þessum tón- leikum keyrðu úr hófi fram, truflað aðra hljómleikagesti. Unga fólkið, sem mjög margt mætti á þessa tónleika, þarf að gera greinarmun á því að koma seint á bíó og á tónleika, og að hurðaskellir og samtöl eru truflandi fyrir hlustun, sem alvarlegir tónleikar eru miðaðir við. Það er von undirritaðs, að löglegir tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands í fram- tíðinni verði ekki með minni glæsibrag en þessir tónleikar og ekki sé aðeins ástæða til hátíðahalds að þessu sinni, heldur að sérhverjir tónleikar sveitarinnar verði hátíð, er með glæsibrag sínum ali upp með þjóðinni stolt og hrifn- ingu á sinfóníuhljómsveitinni sinni. JÁsg. Málverkasýning Mattheu Jónsdóttur Myndlist Bragi Ásgeirsson Listakonan Matthea Jónsdóttir, hefur merkilega víða komið við með list sinni og rakað til sín við- urkenningum úr ýmsum áttum. Þá hefur hún og fengið margs konar verðlaunajjeninga úr gulli, silfri og bronsi, svo og gylltu silfri. Er ástæða til að óska listakonunni til hamingju með þetta allt. Án þess að gera lítið úr þessu má minna á þá staðreynd, að verðlaunapen- ingar auka ekki á gæði myndverka en geta þó haft vissa þýðingu fyrir listamenn. Það má sennilega full- yrða, að það er ekki styrkur al- mennra sýninga, að flagga í sífellu viðurkenningum af þessu tagi, hversu ánægjulegar sem þær nú eru fyrir listamanninn. Þetta er mín skoðun, sem ég læt flakka hér vegna þess, að hvortveggja heið- ursskjölin sem verðlaunapen- ingarnir eru til sýnis á málverka- sýningu listakonunnar í Ásmund- arsal. Þótti mér þeim ofaukið á þessari sýningu, því að myndirnar á veggjunum bera þess vott, að listakonan er í sókn í myndgerð sinni og hefur vafalítið aldrei ver- ið betri né ferskari og í sínum bestu myndum hér. Þessari full- yrðingu minni til áréttingar vil ég benda á myndir svo sem „Kvöld- mistur" (11), „Morgunn" (12), „Rautt kvöld“ (14), „Styggð“ (21) og „Huldukirkja" (23), en allar eru þessar myndir málaðar í olíulit- um. Af vatnslitamyndum vil ég helst vísa til mynda svo sem „Segl“ (25), „Grænlenskt þorp“ (26), „í Vínarskógi" (28), „Kvöld: flug“ (43) og „Hringing" (51). í sumum þessara mynda eru litirnir djúpir og mettaðir og formin geta jafnvel minnt á jöfra málaralist- arinnar, svo sem Paul Klee og F’ranz Marc. En það er þó auðséð, ef rýnt er í myndirnar, að Matthea á til sinn eiginn ferska tón, sem henni væri mikill ávinningur að rækta af alefli. Kemur það einkum fram í myndinni „Segl“ (25). Margir munu hafa ánægju af þessari sýningu og er því rétt að minna á að henni lýkur á sunnu- dagskvöld. Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.