Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982 Sykurverk- smiðja í Hveragerði eftir Hinrik Guðmundsson verkfrœðing í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaösins 25. apríl 1982 er fyrirhug- uð sykurverksmiðja i Hveragerði gerð að umtalsefni. Þar gætir grundvallar misskilnings um at- huganir og undirbúning málsins og gengið út frá því sem gefnu, að skattgreiðendur hafi greitt kostn- aðinn. Hið opinbera hefur aldrei átt frumkvæðið í þessu máli, held- ur er það til komið fyrir mitt frumkvæði og á minn kostnað í aldarfjórðung, uns ég beitti mér fyrir stofnun Áhugafélags um sykuriðnað hf., haustið 1978 til að athuga þennan atvinnumöguleika nánar í samvinnu við Finska Sock- er AB. Síðan hafa þessi fyrirtæki borið allan kostnað af athugun málsins og þau eru sameiginlegir eigendur að skýrslum og niður- stöðum athugana sinna. Saga samstarfs þessara fyrir- tækja er í stuttu máli þannig: Á árunum 1978—’80 lét Áhuga- félag um sykuriðnað hf., og Finska Socker AB fara fram athugun á því, hvort tiltækilegt væri að reisa og reka með árangri sykurvinnslu í Hveragerði, sem notaði rófumel- assa sem hráefni og jarðgufu sem varmaorku. Rófumelassinn er ódýrt og vannýtt úrgangsefni, sem fellur til í venjulegum sykurverk- smiðjum, sem framleiða sykur úr rófum, og inniheldur um 50% syk- ur, 20% vatn og 30% önnur efni. Finska Socker AB hefur á siðustu árum þróað aðferð til að vinna meiri sykur úr melassanum en áð- ur hefur verið gert, en til þess þarf tiltölulega mikla gufu og jarðguf- an í Hveragerði er hentug til þeirra nota. Áhugafélag um sykuriðnað hf., og Finska Socker AB sóttu sam- eiginlega um styrk úr Norræna iðnaðarsjóðnum í Stokkhólmi til þessara athugana og verkefnið þótti það álitlegt, að sjóðurinn veitti fyrirtækjunum styrk að fjárhæð skr. 250.000.-. Sameiginleg skýrsla fyrirtækj- anna um þetta verkefni lá fyrir snemma árs 1980. Hún er á sænsku, alls 104 vélritaðar blað- síður með 56 fylgiskjölum, sem eru samtals um 315 vélritaðar blaðsíður auk 35 uppdrátta og korta af mismunandi stærð. Skýrslan er verk íslenskra og finnskra sérfræðinga nokkurn veginn að jöfnu. Hún byggist á tiltölulega vand- aðri og nákvæmri forhönnun, sem kæmi að fullu gagni við fullnað- arhönnun sykurvinnslu í Hvera- gerði. Ráðunautar Áhugafélags um sykuriðnað hf., við þessa athugun eru: Dr. Ásbjörn Einarsson, efna- verkfræðingur, Fjölhönnun hf., verkfræðistofa, Jóhann Indriða- son, rafmagnsverkfræðingur, Raf- agnatækni, Sigurjón Arason, efnaverkfræðingur, Teiknistofa Karls-Eriks Rocksén, Verkfræði- stofa Guðmundar & Kristjáns. Allir þessir aðilar unnu að verkinu af trúmennsku og hreinskilni. Sama er að segja um sérfræðinga Finska Socker AB. Þeir voru einnig hreinskilnir og ágætir samstarfsmenn. Öllum þessum mönnum ber að þakka og mér þykir rétt að taka fram, að það er engin ástæða til að væna þessa aðila um hlutdrægni eða óvönduð vinnubrögð. Þar við ligg- ur verkfræðingsheiður þeirra. Athuganir á möguleikum á nýj- um atvinnufyrirtækjum ber að sjálfsögðu ekki að ræða með æs- ingum í fjölmiðlum, heldur af hófstillingu og með réttum rökum. Nýir atvinnumöguleikar í jafn ör- litlu samfélagi og því islenska eru ekki auðfundnir og því síst ástæða til að reyna að kveða þá niður með sleggjudómum eða múgæsingum. Málefnaleg gagnrýni er eðlileg og gagnleg en hin aðferðin forkast- anleg. Höfundur Reykjavíkurbréfsins vitnar í umsögn Arnar Hjaltalíns rekstrarhagfræðings um sykur- verksmiðjuna. Þessi umsögn hefur birst áður og á öðrum vettvangi og í hana hefur verið vitnað. Ég hef gert athugasemdir við umsögn Arnar og komið þeim á framfæri við opinbera aðila og í Dagblaðinu fyrir nokkru en þykir nú rétt að þær birtist í Morgunblaðinu til fróðleiks fyrir lesendur þess. Athugascmdir við umsögn Arnar Hjaltalín um sykurverksmiðju Umsögnin byrjar á hugleiðing- um um heimsmarkaðinn fyrir syk- ur og þykir mér of miklar ályktan- ir dregnar af óljósum forsendum, sbr. síðustu setninguna í fyrstu málsgrein: „Þessi sífellda aukning á sér stað þrátt fyrir að fram- leiðsla sykurs gefur yfirleitt iítið af sér.“ Til þess að varpa meira ljósi á þessi mál þykir mér rétt að benda á eftirfarandi orð í formála að Zuckerwirtschaftliches Tasch- enbuch 1981/’82: „Sykurfram- leiðslan í heiminum var árin 1979/’80 og 1980/’81 minni en syk- urnotkunin svo að birgðir minnk- uðu og heimsmarkaðsverð hækk- aði verulega. Þessi verðhækkun dró úr aukningu á sykurnotkun. Síðan um vorið 1981 hefur heims- markaðsverð á sykri aftur farið lækkandi." Sykurframleiðendur bregðast auðvitað við ástandinu á sykurmörkuðunum og gera ýmist að draga úr framleiðslu eða auka hana og fá þannig að jafnaði við- unandi verð. Hér fylgir stöplarit um sykurneysluna í heiminum Hinrik Gudmundsson fyrir strið og árið 1980. Þar sést greinilega, að sykurneysla í Amer- íku, Ástralíu og Evrópu að með- töldum Sovétríkjunum öllum er um og yfir 40 kg/mann á ári. Því er ekki rétt að búast við aukinni eftirspurn þar eftir sykri umfram það, sem nemur fólksfjölgun. Hins vegar er sykurneysla Afríku- og Asíuþjóða langtum minni. I Asíu er hún 8 kg/mann á ári, en í Afr- íku tæp 15 kg/mann. í þessum heimshluta lifa um % alls mann- kynsins og sækja eftir mætti fram til betri bjargálna. Þar munar að sjálfsögðu mest um Kína vegna mannfjölda og hæfni Kínverja. Af þessum ástæðum tel ég líklegt, að eftirspurn eftir sykri fari vaxandi í heiminum umfram það, sem nemur fólksfjölgun, á næstu ára- tugum. í þessu sambandi má held- ur ekki gleyma alþjóðlega sykur- samningnum, sem gerð er grein fyrir í skýrslu okkar Gumundar Björnssonar frá 13. mars 1981, þar sem sykurframleiðendur og sykur- kaupendur semja um verðsvið og markaðsaðgerðir, ef sykurverð á uppboðsmörkuðum fer út fyrir verðsviðið. I töflum yfir sykurframleiðsl- una í heiminum frá aldamótum og til ársins 1980, svo og yfir sykur- framleiðslulönd og framleiðslu- magn þeirra kemur í ljós, að Hawaii er ekki „eitt mesta sykurræktarland heimsins" held- ur í 23. sæti. Sykurframleiðslan á Hawaii losar 1% af heimsframl- eiðslunni. Þar er vaxtatími syk- urreyrs til uppskeruþroska 18—22 mánuðir, en 7—9 mánuðir í Louisiana í Bandaríkjunum og 10—12 mánuðir á Kúbu og Puerto Rico og 12 mánuðir að jafnaði á Jövu. En fleira kemur til en vaxt- artími sykureyrsins, svo sem upp- skerumagn/ha og sykurinnihald reyrsins, sem hvort tveggja er komið undir jarðvegi, veðurfari o.fl. Líklegast þykir mér, að niður- greiðslur á sykri á Hawaii séu vegna landbúnaöarvandamála þeirra Hawaiibúa, en það hefur ekki sýnileg áhrif á það, hvort hagkvæmt sé að reka melassasyk- urvinnslu í Hveragerði fyrir ís- lenskan markað. í umsögninni er vikið að orku- kostnaði hérlendis og þýðing hans dregin i efa, m.a. með orðunum „... í Bandaríkjunum er orkukostnaður við sykurrækt 16—17 af hundraði af heildar- framleiðslukostnaði“. Ég legg ekki á það dóm, hvort hér er rétt frá skýrt, enda er mér ekki ljóst, hvað nákvæmlega í orðunum felst og Grindavík: Ungt fólk og dugmik- ið í fískvinnslunni... Vangaveltur i saltfiskinum. Ungt fólk í aðgerð. Hjá Hópncsinu i Grindavík vinna um 25 manns að staðaldri í saltfisk- inum, margt ungt fólk á aldrinum 20 til 25 ára. Sumt hefur staldrað við í námi, aðrir vinna verkamannavinnu að staðaldri og reyndar flestir hjá Hópnesinu. „Þetta er dugmikið ungt fólk og starfshópurinn hér er mjög samstilltur, góður andi og dugnað- arstemmning,” sagði Kristinn Bene- diktsson, verkstjóri og Ijósmyndari um árabil á Morgunblaðinu. I vetur var unnið lengst til mið- nættis þegar mestur afli barst á land, en Hópnesið hefur tekið á móti 1.930 tonnum í vetur, aðal- lega af tveimur bátum, Hópnesinu og Höfrungi II. Hópnesið hefur eigin verbúkð, nýja, sem starfs- fólkiö lætur vel af, en flestir starfsmanna fyrirtækisins eru að- komumenn, um það bil 8 eru heimamenn. Nú er vetrarvertíðin á síðasta snúningi, enda voru menn farnir að hafa orð á því að lokaballið væri á næstu grösum. -á.j. Ljósmyndir: Olafur K. Magnússon Atast í körunum hji Hópnesinu á fullri ferð. Kristinn Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.