Morgunblaðið - 01.05.1982, Síða 39

Morgunblaðið - 01.05.1982, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982 39 Æskilegt og sjálfsagt að konur sitji í hreppsnefnd ekki síður en karlar Rætt við Ernu Aradóttur á Patreksfirði Sjálfstædismenn á PatreksfirAi hafa birt frambodslista sinn vegna hreppsnefndarkosn- inganna í vor, en flokkurinn á nú tvo menn í hreppsnefnd. AnnaA sæti framboAslista SjálfstæAis- flokksins skipar Erna Aradóttir, sem er í fyrsta skipti í framboAi til hreppsnefndar í aAalsæti. Erna er fædd og uppalin á Patr- eksfirAi þar sem hún hefur búiA alla tíA aö frátöldum þeim árum er hún var í burtu viA nám. BlaAamaAur Morgunblaösins hitti Ernu aö máli fyrir skömmu. Hún var fyrst spurö hvort gróska væri í félagslífi á PatreksfirAi. „Eins og víðar mætti félags- líf sjálfsagt vera meira," sagði Erna, „en þó held ég að mér sé óhætt að segja að miðað við hve fólk hér vinnur mikið, þá sé félagslífið hér á Patreksfirði nokkuð gott. — Sjálf hef ég starfað talsvert að félagsmál- um, aðallega með kvenfélögun- um á staðnum, Kvenfélaginu Sif og slysavarnadeildinni Unni, en starfsemi þeirra hefur alltaf verið í miklum blórna." — Nú skipar þú annað sæti framboðslista Sjálfstæðis- flokksins, og miðað við úrslit fyrri kosninga ættir þú að vera nokkuð örugg með að komast í hreppsnefnd. Þú yrðir þá fyrsta konan í hreppsnefnd á Patreksfirði, er ekki svo? „Jú, það er rétt, og ég leyfi mér nú að vera svo bjartsýn, að vona að við fáum fleiri en tvo menn kjörna nú. Það er að mínum dómi æskilegt og sjálfs- agt, að konur sitji í hrepps- nefnd ekki síður en karlar. Hvað mér sjálfri viðvíkur, þá vona ég að konur á Patreks- firði, hvar í flokki sem þær standa, geti snúið sér til mín með þau mál sem þær vilja koma á framfæri í hrepps- nefnd." — Hver eru helstu áhugamál þín, sem þú hyggst beita þér fyrir í hreppsnefnd, náir þú kjöri? „Ég hef litla reynslu af sveit- arstjórnarmálum, en mikinn áhuga, og mun kappkosta að setja mig sem best inn í þessi mál og kyn«a mér öll þau mál er upp kunna að koma. Mér finnst ég hafa góðan tíma til að sinna þessum málum, en nú eru aðeins eftir tvö börn heima, hluta ársins. Það er hjá okkur eins og svo mörgum úti á landi, að börnin stunda nám annars staðar og eru aðeins heima yfir sumarið. Ég mun berjast fyrir öllum þeim málaflokkum er geta orð- ið Patreksfirði til framdráttar og stuðlað að uppbyggingu 'hér. meöal þess sem gera þarf átak í, er að búa þannig í haginn að fólk vilji setjast hér að til frambúðar, þannig að hér fjölgi verulega. Nú búa á Patreksfirði rúmlega 1.000 manns, en ég tel að margvísleg- ur rekstur þjónustu yrði hér mun hagkvæmari og ódýrari ef íbúafjöldinn tvöfaldaðist. Við eigum til dæmis stórt og glæsi- legt félagsheimili, sem reyndar er ekki fullgert ennþá, en það er erfitt að reka á svo fámenn- um stað. Nýja heilsugæslu- stöðin sem á að fara að taka í notkun getur hæglega sinnt þörfum fleira fólks, og yrði þá hagkvæmari í rekstri. Nú, allt- af skortir hér fólk til fisk- vinnslu og á bátana. Þá get ég nefnt að við þurf- um að gera átak í að fegra og prýða staðinn og gera hann meira aðlaðandi en nú er. Þar þurfum við Patreksfirðingar að taka rækilega til höndum. Enn má nefna að brýna nauðsyn ber til þess, að mínum dómi, að sinna málum aldraðra meira en gert hefur verið, fyrst og fremst með byggingu íbúða fyrir aldrað fólk, en einnig þarf að efla félagslíf meðal þessa fólks, og í því sambandi hefur mér dottið í hug að hið opin- bera og t.d. kvenfélögin á stað- num gætu haft samvinnu um þau mál. Þrjú síðustu ár hefur verið rekið barnaheimili í Fé- lagsheimilinu við ófullkomnar aðstæður, en þau mál leysast Emm Aradóttir, sem skipar annaö sæti framboöslista SjilfstæÖis- flokksins viö hreppsnefndarkosn- ingarnar á Patreksfiröi í næsta mán- uöi. með tilkomu nýs dagvistunar- heimilis sem vonandi verður tekið í notkun í haust. Margt fleira mætti nefna, bæta þarf aðstöðuna við flug\-öllinn og lagfæra veginn þangað, en við Patreksfirðingar eigum óvenju langt að fara á flugvöllinn. Þangað eru um 26 kílómetrar, eða um hálftíma akstur, og flugskýlið er svo lítið að á annatímum komast ekki allir sem leið eiga um, þar inn. Þetta er reyndar mál annarra aðila en hreppsnefndar að sjá um, en skiptir okkur Patreksfirðinga miklu máli. Hér þarf auðvitað að gera átak til úrbóta eins og víðar, verkefnin eru næg, og síst af öllu óttast ég að næsta hreppsnefnd þurfi að hafa áhyggjur af verkefnaskorti,“ sagði Erna Aradóttir að lokum. ”Hver þad út?” Spurði Jón Spæjó þegar hann komst að því hvað verðið á nýja Skodanum var hlægilega lágt. Og ekki varð hann minna hissa þegar það kom í ljós að ekki þyrfti að borga nema 40.000 kr. út og afganginn á 6 mánuðum. Þetta fannst Jóni Spæjó greidsluskilmálar í betra lagi. \\\\\\\"SíSSfcv JÖFUR HR Nybylavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 1 I t I 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.