Morgunblaðið - 01.05.1982, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 01.05.1982, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982 51 Dalamenn sóttir heim 20.—21. mar.s fór skáksveit 23ja manna vestur í Dali til þess aó etja kappi við heimamenn í þeirri göf- ugu iþrótt skákinni. Eitt áttu komumenn sameiginlegt fyrir utan það að vera skákmenn góðir, þeir voru að vitja átthaga sinna. I»að má segja að skákin hafi verið þeirra skálkaskjól til þess að komast vest- ur í Dali. hetta voru allt saman Dalamenn sem hafa flust burtu úr héraðinu og í stöku tilvikum synir slíkra. Teflt var í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal og fór svo að fyrrverandi íbúar sýslunnar reyndust ofjarlar hinna núver- andi og sigruðu með tuttugu og fimm og hálfum vinningi gegn tuttugu og hálfum. Teflt var á 23 borðum, 2 skákir á hverju borði, og var umhugsunartími ein klukkustund á hvora skák fyrir hvern keppanda. Daginn eftir var svo efnt til hraðskákmóts og voru tefldar 11 umferðir samkvæmt Monrad- kérfi. Sigurvegari varð Ólafur Þór Jóhannsson, Búðardal, með 9 vinninga, í öðru sæti varð Sig- urður B. Jónsson, Akranesi, með 8 vinninga, í þriðja sæti Jón Heiðar Magnússon, Reykjavík, með 8 vinninga. 8 vinninga fengu einnig Halldór Gíslason Reykja- vík og Gísli Gunnlaugsson, Búð- ardal. Komumenn snæddu í tvígang, sameiginlega, í boði heimamanna og flutt voru ávörp. Voru þar at- kvæðamestir Kristinn Jónsson, oddviti í Búðardal, Ásgeir Bjarnason í Ásgarði og Kristinn Sigurjónsson, formaður Breið- firðingafélagsins, og færði hann heimamönnum gjafir til marks um þann hlýhug sem burtfluttir Dalamenn bera til héraðs síns. Forystumenn og einvaldar í skáklegum efnum voru þeir Gísli Gunnlaugsson og Birgir Krist- jánsson. Ferðin þótti takast prýðilega og voru menn á einu máli um að þessum viðskiptum ætti að halda áfram um ókomin ár. BK. 1. maí á Suðurnesjum: Níu félög standa að há- tíðahöldunum „ÞAÐ verður mikið um að vera hjá okkur á Suðurnesjum á bar- áttudegi verkalýðsins, 1. maí,“ sagði Jóhann Alexandersson, full- trúi Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis í 1. maí- nefnd verkalýðsfélaganna á Suð- urnesjum, „en að henni standa samtals 9 félög og hafa aldrei ver- ið fleiri félög en núna. Garður og Sandgerði bættust í hópinn að þessu sinni og er það mjög ánægjulegt. Hátíðahöldin hefjast með kröfugöngu frá Víkinni klukkan tvö og verður gengið að Félagsbíói en þar hefst baráttu og hátíðar- fundur með Guðmundi Hall- varðssyni, formanni Sjómannafé- lags Reykjavíkur, en auk hans munu forvígismenn verkalýðsfé- laganna á Suðurnesjum flytja stutt ávörp. Núna verður í fyrsta sinn tekinn upp sá háttur að heiðra aldna verkalýðsleiðtoga á Suðurnesjum, þrjá að þessu sinni. Ýmsir skemmtikraftar af Suður- nesjum munu koma fram, þar á meðal kór úr Njarðvíkunum, leik- arar úr Garðinum og fleiri. Aldraðir munu setja svip sinn á hátíðina. Fulltrúi þeirra flytur ávarp og einn úr þeirra hópi ætlar að taka lagið á tvöfalda harmón- iku. Merki dagsins verða seld og lúðrasveit úr Keflavík leikur fyrir göngunni," sagði Jóhann. „Leik- sýning verður fyrir börn klukkan fimm og fyrir fullorðna klukkan níu, en hápunkturinn er dansleik- urinn um kvöldið í Stapanum, sem stendur til klukkan þrjú. Ágóðinn af honum er notaður til að greiða kostnaðinn vegna hátíðarhald- anna.“ Sjö sækja um stöðu fjármála- stjóra BÚH SJÖ manns sækja um fjármála- stjóraslöóu Bæjarútgeróar Hafnar- fjaróar, þar af hafa tveir óskað nafn- leyndar. Hinir 5 eru: Axel S. Axelsson, Njarðargötu 39, Reykjavík, Hös- kuldur Jónsson, Rjúpufelli 44, Reykjavík, Jónas H. Jónsson, Reynimel 32, Reykjavík, Viðar Vilhjálmsson, Skjólvangi 8, Hafn- arfirði, og Þór Karlsson Wilcox, Lindarhvammi 6; Hafnarfirði. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU ^ 0 u STÆRÐ i 2 14 3 16 4 1® 5 20 . „ 6 20 utc» ÁN OÝfU 12 MED DÝFU 14 jjjjj^^FMS 15 . ’ SS&, / mmo vorur KLassa vörur WftKARNABÆR og umbodsmenn um land allt Cesar — Akureyri, Eplid — Isafiröi, Eyjabær bjöminn — Borgarnesi, Lea — Ólafsvík, — Vestmannaeyjum, Fataval — Keflavík, Lindin — Selfossi, Paloma — Vopnafiröi, Hornabær — Hornafiröt, Álfhóll — Siglufiröi, Patróna — Patreksfiröi. Báran — Grindavík Óömn — Akranesi, Ram — Húsavík, Bakhút- Bfótsbær — Seyöisfirói, Þórshamar — ió — Hafnarfirói, Austurbær — Reyóarfiröi, Stykkishólmi. Inga — Hellissandi. Kaupfél. Rangæinga — Hvolsvelli, Sparta — Aþena — Blonduósi. Sauöarkróki, Skógar — Egilsstöóum, ís-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.