Morgunblaðið - 01.05.1982, Side 7

Morgunblaðið - 01.05.1982, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982 55 Frá skútuöld til tölvualdar. Fyrirtækið Kristján Ó. Skagfjörð h/f í Reykjavík er 70 ára um þessar mundir. Þann 27. apríl árið 1912 fékk stofnandi fyrirtækisins, Kristján Ó. Skagfjörð leyfi til verslunarrekstrar. í upphafi reksturs fyrirtækisins var atvinnulíf frum- stætt á Islandi, en ný öld var hafin og íslendingar sóttu fram til nýrra atvinnuhátta og betra mannlífs. Kristján Ó. Skagfjörð verslaði fyrst í smáum stíl með ýmsar vörur til útgerðar, en reksturinn hefur vaxið mikið með árunum og nú eru starfræktar 5 deildir fyrirtækisins: Veiðafæradeild, Matvörudeild, Tölvu- deild, Byggingavörudeild og Véladeild. Kristján Ó. Skagfjörð h/f hefur ávallt fylgst með þró- un íslensks atvinnulífs og lagt áherslu á að veita sem besta þjónustu í takt við tímann. Einna mesti vöxturinn er nú í Tölvudeild fyrirtækisins og eru fluttar inn tölvur og hugbúnaöur bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum, enda er íslenskt atvinnulíf að tölvuvæðast á flestum sviðum. Á þessum tímamótum sendir stjórn og starfsfólk Kristjáns Ó. Skagfjörð h/f landsmönnum bestu kveðjur með þeirri ósk að fyrirtækið megi þjóna ís- lendingum og íslensku atvinnulífi um ókoinin ár. E3 KRISTJAN O. SKAGFJÖRÐ HF. VÍÐSJÁ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.