Morgunblaðið - 01.05.1982, Page 11

Morgunblaðið - 01.05.1982, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982 Hópurinn, sem þátt tók í Norðurlandamótinu í Svíþjóó. Frá Reykjadal í Mosfellssveit, sumardvalarheimili fatlaðra barna. Forstöðu- kona sumardvalarheimilisins sl. 10 ir hefur verið Andrea Þórðardóttir. Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, ásamt skrifstofustjóra og fram- kvæmdastjóra, talið f.v.: Birgir Þormar, Jónína Guðmundsdóttir, Hólmfríður Guðjónsdóttir, Óttar Kjartansson, Matthildur Þórðardóttir, Halldór Rafnar og Sigurður Magnússon. hluti af fötluðu fólki hér á landi. Og það skín ánægja út úr þessu fólki þegar það fær að vera með og gerir hluti, sem það átti ekki áður kost á. Þýðingarmesti þátturinn í íþróttastarfi fatlaðra er að mínu mati sá, að þessi þjóðfélagshópur hefur nú fengið ný og áður óþekkt viðfangsefni að glíma við. Iþrótt- irnar eru orðnar að sameiginlegu áhugamáli þessa fólks, þessi þátt- ur er því mikilvægur, hann skapar umtal og tilhlökkun og hefur því nú orðið geysimikla félagslega þýðingu. Með tilkomu íþrótta- starfs fatlaðra hefur orðið umtals- verð breyting á högum þessa fólks, það hímir ekki lengur utangarðs og bíður þess að tíminn líði fram til næsta máls eða til næsta dags. Keppnin hefur orðið órjúfanleg- ur hluti af íþróttastarfi fatlaðra og nú er nýlokið Islandsmóti fatl- aðra í fjórum greinum, þar sem um 140 keppendur víðs vegar að af landinu spreyttu sig með glæsi- legum árangri. Þetta var þriðja ís- landsmótið, sem fram fer á vegum Iþróttasambands fatlaðra. Þarna voru fulltrúar allra fötlunarhópa með, fulltrúar allra skaðahópa, en mótinu er skipt í ýmsa fiokka eftir hreyfihömlun, einnig er keppt í flokkum blindra og sjónskertra, flokkum heyrnar- og málleysingja og loks í flokkum þroskaheftra og vangefinna. Það er okkar ásetningur og eitt stærsta viðfangsefni, að íþrótta- starf komist í gang sem víðast á landsbyggðinni. Þar er vilji fyrir hendi, og með útbreiðslu- og kynn- ingarstarfi er hægt að sýna fram á hvað hægt er að gera, ef staðið er að hlutunum eins og kringum- stæður þarfnast. Margir halda að það sé takmarkað hvað fatlað fólk getur tekið sér fyrir hendur, en sannleikurinn er sá, að það getur gert nánast allt sem gert er — hver á sinn máta. Iþróttir fatlaðra eru margfalt breytilegri, og ef til vill fyrirhafnarmeiri en annað vegna óteljandi sérþarfa. Af þess- um sökum er óhjákvæmilegt að flokka starfið niður í mismunandi flokka til að jafna hlutgengi sem flestra þátttakenda. Sem dæmi um það hversu mik- illi fótfestu íþróttastarf fatlaðra hefur náð á skömmum tíma, og útlendir aðilar eru undrandi á, má nefna að á síðastliðnu ári, ári fatl- aðra, efndu íþróttasamböndin á Norðurlöndunum til innbyrðis trimmkeppni, þar sem fötluðum gafst kostur á að leysa ýmis við- fangsefni einu sinni á dag í einn mánuð, og fór fatlað fólk á íslandi með sigur af hólmi, hvernig svo sem á það er litið. í stigakeppninni vorum við þvílíkir yfirburðasig- urvegarar, að hinir voru hvergi þar nærri með tærnar þar sem við vorum með hælana. En þar sem ýmsir vilja gagnrýna höfðatölu- regluna, þá sýnir það ennþá betur áhugann og dugnaðinn hjá okkar fólki, að á íslandi voru leyst af hólmi 20 þúsund viðfangsefni, meðan leyst voru 22 þúsund við- fangsefni í Svíþjóð, sem er 36 sinnum fjölmennari þjóð en Is- lendingar. Þetta sýnir hvað ótví- ræðast áhuga og dugnað fólksins hér. Þessi keppni var kærkomin uppákoma, og alveg með ólíkind- um hversu mikill áhugi var fyrir hendi í röðum okkar fólks. Ég vil endilega nota þessa tæki- færi til að geta þess, að íþrótta- starf fatlaðra hefur notið ótrúlega mikillar velvildar margra aðila. Það er með ólíkindum hversu margir hafa verið boðnir og búnir til að rétta okkur fjárhagslega að- stoð. Við erum þessum aðilum ákaflega þakklát. Af mörgu er að taka, en eitt dæmi vil ég nefna fyrir þessa hjálpsemi í heild. Það er höfðingleg gjöf fjögurra Kiw- anisklúbba, 66 þúsund krónur í beinhörðum peningum, sem gerði okkur kleift að taka þátt í Norður- landamóti fatlaðra barna í Sví- þjóð á ári fatlaðra í fyrra. ísland sendi 25 keppendur á mótið, var eina landið auk Svíþjóðar með fulla sveit, og það er ljóst að þátt- taka í svona móti er mikið fyrir- tækið og dýrt. En þessi rausnar- lega gjöf gerði ferðina mögulega. Einnig sýndu mörg sveitarfélög og sambandinu vinsemd og auðveld- uðu ferðina. Þannig mætti nefna mörg önnur tilvik um velvilja, þótt ekki sé rúm til þess hér. Ég fer ekki í launkofa með þá skoðun mína, að almennu íþrótta- félögin hafa gert alltof lítið af því að liðsinna fötluðum, þar er óplægður akur. Það á ekkert að vera í veginum fyrir samstarfi fatlaðra og ófatlaðra. Það vantar mikið á að almennu íþróttafélögin um land allt bjóði fötluðu fólki á sínu heimasvæði uppá ýmis við- fangsefni. Þetta yrði kannski erf- iðast í fámenninu, þar eru ýmsir byrjunarörðugleikar sem þarf að yfirstíga, en þess má geta að í hnum dreifðu byggðum Norður- Noregs er að finna mjög dugmikla íþróttaiðkendur. En ég held að hér sé fyrst og fremst um að ræða þörf fyrir ákveðna forystu af hálfu leiðtoga til að sinna þessum þætti. Rétt er að taka fram í þessu sam- bandi, að við höfum notið mikils og góðs stuðnings af hálfu þeirra sérsambanda, sem sinna íþrótta- greinum, sem fatlaðir iðka, svo sem Sundsambandi, Lyftingasam- bandi og þar fram eftir götunum. Þessir aðilar hafa aðstoðað okkur við móthaldið, lagt til starfsmenn og dómara, sem sýnt hafa mikla óeigingirni. Ég vil að lokum taka fram, að á hinum smærri stöðum gætu íþrótta- og ungmennafélögin gert fötluðu fólki, og þar með öllu sam- félaginu, mikið gagn, með því að liðsinna því, og bjóða því upp á viðfangsefni, þar sem stakkur yrði sniðin eftir vexti. Það eru margir haldnir þeirri trú, að til þurfi að koma sérfélög fatlaðra, en það er misskilningur. Það er ýmsu hægt að koma til leiðar með samstarfi almennu íþróttafélaganna og íþróttasambands fatlaðra," sagði Sigurður Magnússon. Gisting í heimahúsum Óskum eftir aö komast í samband viö heimili í Reykjavík sem gætu tekiö aö sér gistingu fyrir er- lenda feröamenn mánuöina júlí og ágúst. Úlfar Jacobsen Ferdaskrifstofa hf. Austurstræti 9 símar 13491/ 13499. Flugáhugamenn Látiö drauminn rætast — læriö aö fljúga Ókeypis reynsluflug Sími 28122. 'M/rw GAMLA FLUGTURNINUM REYKJAVlKURFLUGVELLI HÁRSNYRTISTOFAN Dóróthea Magnúsdóttir Torfi Geirmundsson Laugavegi 24 II hæð Simi 17144 SUPERIOR HÁRTOPPAR ERU: • Byltingarkennd nýj- ung á sviði hártoppa • Má skipta hvar og hve- nær sem er • Má fara með í sund • Eðlilegir. léttir, þægilegir •Auðveldir í hirðingu og notkun • Fyrsta flokks fram- leiðsla sem hæfir Islendingum • Leitið upplýsinga og fáið góð ráð án skuldbindingar Ótrúlega hagstætt verð - gerið samanburð Allar nánari upplýsingar í síma 17144 TORFI GEIRMUNDSSON Umboösmenn: Rakarastofa Valda, Akureyri, Rakarastofa Björns Gíslasonar, Eyrarvegi 5, Selfossi Rakarastofa Rúnars, Húsavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.