Morgunblaðið - 01.05.1982, Síða 12

Morgunblaðið - 01.05.1982, Síða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982 Eftir dr. Siguró Pétursson Vísindi og vélabrögð Kannsóknir í þágu atvinnuveg- anna hafa verið einkunnarorð áhugamanna um tæknivæðingu hér á landi allt frá því um 1930, en einn fyrsti ávöxtur þeirrar vakn- ingar var opnun Atvinnudeildar Háskólans haustið 1937. Fjöldi ungra íslendinga hefur síðan lagt fyrir sig háskólanám í tækni- legum greinum, til þess að geta tekið þátt í þessari uppbyggingu íslenzkra atvinnuvega. Islenzkir atvinnurekendur, bændur þar meðtaldir, hafa að sjálfsögðu þurft talsverðan tíma til þess að átta sig á þeim auknu tæknilegu möguleikum, sem þeim bjóðast við það að taka vísindin í sína þjón- ustu. En nú hafa augu þeirra opnazt. Þessi þjónusta er auðvitað á byrjunarstigi hér heima, þar sem íslenzkir vísindaiðkendur og vísindastofnanir hafa litla reynslu, enn sem komið er. Helzta úrræðið hefur því að sjálfsögðu verið að flytja inn erlenda reynslu og aðlaga hana íslenzkum stað- háttum. Búvísindi vilja menn gjarnan efia hér á landi sem annars staðar og hagnýta í þágu landbúnaðarins. Hefur þessarar viðleitni nokkuð verið getið hér í fjölmiðlum síð- ustu vikurnar, enda hefur ráð- gjafaþing bænda nýlega setið að störfum. Ráðstefnu verkfræðinga er einnig nýlokið, en þar var helm- ingi dagskrárinnar varið til ráða- gerða um bætta nýtingu á hráefn- um í landbúnaði. Kom þar fram margt mjög áhugavert, s.s. nauð- syn bættrar grasræktar, ræktun fóðurkorns, fóðurframleiðsla úr innlendum hráefnum, nýting á mysu og úrgangi frá sláturhúsum og vinnsla lífefna. Allt horfði þetta tvímælalaust til framfara. En þarna skutu líka upp kollinum ráðagerðir í búfjár- rækt, bæði sauðfjár og nautgripa, og voru röksemdirnar þar ekki all- ar sannfærandi. Örar framfarir í líffræði síðustu árin hafa freistað margra áhugamanna í búfjár- rækt, bæði hér á landi og annars staðar, til þess að grípa fulldjúpt inn í rás viðburðanna í náttúrunn- ar ríki, í því skyni að taka sér meiri stjórn á því stóra heimili. Er þá jafnvel vegið að grundvallar- lögmálum náttúrunnar varðandi þroska lífveranna og þróun teg- undanna. Fara þá vísindin að verða hættuleg og ganga eftirfar- andi hugleiðingar út á þá hættu. Sauðfjárræktin Það sem varð þess valdandi að ég fór að skrifa þessar línur, var þó ekki beinlínis vísindi, heldur hversdagslegt atriði. Var það sú ráðagerð, sem rakin var til Búnað- arþings, að hefja skyldi hér frá- færur á ný og nota sauðamjólkina til ostagerðar. Var bent á það, að ostar úr sauðamjólk seljast hærra verði en ostar úr kúamjólk, og mætti þannig auka tekjur bænda. Ekki var tekið með í reikninginn, hvað yrði um blessuð iömbin, sem misstu af móðurmjólkinni, né þá miklu vinnu, sem færi í mjaltir ánna og gæzlu. Þetta ráðabrugg er að mínum dómi fjarstæða, eins og rök verða færð að hér á eftir. Verður þá líka getið um fleiri hættur, sem steðja að íslenzkri búfjárrækt, og þá sérstaklega þeirra, sem eru líffræðilegs eðlis. íslenzka dilkakjötið íslenzkir bændur framleiða margan góðan mat, og ein helzta og verðmætasta matvaran er dilkakjötið, eftir að fráfærur lögð- ust niður. Áður fyrr var það sauðakjötið, sem bar af, en frá- færulömb þóttu léleg til frálags. Veiðidýr kallast þau blóðheit dýr, sem lifa villt úti í náttúrunni og maðurinn hefur veitt sér til matar frá örófi alda. Þetta kjöt- meti þykir ennþá bera af um bragð og gæði, en meginhluti þess kjöts, sem nú kemur á markaðinn, eru afurðir kvikfjárræktarinnar. Á íslandi er lítið um veiðidýr, að eins nokkrar tegundir fugla, eink- um rjúpa, og svo fáein hreindýr. Líta má svo á, að íslensku dilkarn- ir nálgist mjög þessi villtu dýr. Mæður þeirra hafa að vísu verið fóðraðar innanhúss um með- göngutímann, en lömbin sjálf, þeir eiginlegu dilkar, fá aldrei aðra fæðu en móðurmjólkina og grænt grasið beint af jörðinni. Fram- leiðsla dilkakjöts er því alveg sér- stæð búgrein, sem við megum alls ekki missa, né heldur spilla af fljótfærni og fégræðgi. Páskalömbin Einn af sigrum vísindanna er vinnsla hormóna úr líffærum og þvagi dýra, en með hjálp þessara efna má stjórna ýmsum þáttum í líkamsstarfsemi búfjár. Með gjöf viðeigandi hormóna er hægt að bæta holdafar og hraða vexti slát- urdýra og með öðrum má færa til fengitíma eða gangmál kvendýr- anna. Með gjöf kynhormóna er vissulega gripið mjög inn í eðli- lega rás viðburðanna og óvíst nema það valdi truflunum, s.s. ófrjósemi, og skaði stofninn, þegar til lengdar lætur. Páskalömbin, sem gert er nú svo mikið úr sem nýrri framleiðslu- grein í íslenzkum landbúnaði, eru tilkomin við svona hormónagjöf. Er fengitími ánna færður til þannig, að lömbin fæðast um ára- mótin og þá talin hæf til slátrunar fyrir páskana. Dilkarnir, þeir fæð- ast aftur á móti um sumarmál og þeim er slátrað á haustin. Páska- lömbin eru því gjörólík íslenzku dilkunum. Þau fá að vísu móður- mjólkina, en þau komast aldrei á gras heldur fá þau sama fóður og móðirin og þá vafalaust líka eitthvað af kraftfóðri. Lömb þessi munu ekki ætluð til undaneldis. Kraftfóður og tvílembur Magn og samsetning fóðursins hefur að sjálfsögðu úrslitaáhrif á vöxt og þroska sauðfjár. Til við- bótar heygjöf eða grasbeit eru því oft gefnar ýmsar tegundir fóður- bætis eða kraftfóðurs, sem þannig er nefnt til þess að undirstrika skjótar verkanir. í kraftfóðrinu er einkum korn, en þar við er svo bætt ýmsum afurðum úr dýrarík- inu, þó að í smærri stíl sé, enda ekki beinlínis ætlaðar jórturdýr- um. Þar við er svo stundum bætt einstökum efnum, sem talin eru æskileg undir vissum kringum- stæðum. Nánari samsetning fóð- ursins og stærð dagskammts fer svo eftir ákvörðunum fóðurfræð- inga og því marki, sem ætlunin er að ná. Með aukinni fóðurgjöf af þessu tagi og sennilega eitthvað sér- hæfðri, er um fengitíma ánna stuðlað að því nú til dags, að sem flestar af ánum verði tvílembdar, því að tvö lömb gefa að sjálfsögðu meiri arð en eitt, miðað við fall- þunga. Þetta getur tekizt vel ef ærnar eru heilbrigðar og þær ganga ekki með meltingartruflan- ir vegna ofáts, en yfirleitt verða tvílembingar minni eða rýrari en einlembingar, nema hvort tveggja sé, og svo getur farið, að þeir verði blátt áfram uppkreistingar. Auk þess geta tvílembingar gengið svo Dr. Sigurður Pétursson „Örar framfarir í líffræði síðustu árin hafa freistað margra áhugamanna í búfjár- rækt, bæði hér á Iandi og annars staðar, til þess að grípa fulldjúpt inn í rás viðburðanna í náttúrunnar ríki, í því skyni að taka sér meiri stjórn á því stóra heim- ili. Er þá jafnvel vegið að grundvallarlögmál- um náttúrunnar varð- andi þroska lífveranna og þróun tegundanna.“ nærri móðurinni, að hún láti stór- lega á sjá. Mikil fjölgun tvílemb- inga í fjárstofninum getur því hæglega veikt hann og dregið úr mótstöðuafli hans gegn sjúkdóm- um og hvers kyns óáran. Það er eftirtektarvert í þessu sambandi, að alls konar kvillar í sauðfé virðast færast í vöxt, tor- kennilegir sjúkdómar og lamba- dauði. Bændur eru á þönum, eink- um um sauðburðinn, með alls kon- ar bólusetningar, sem þeir víst framkvæma oftast sjálfir. Allt er þetta dáiítið ískyggilegt. Nautgriparæktin Ræktun nautgripa er lengra komin hérlendis en sauðfjárrækt- in, og hafa nýtízkulegar aðferðir við kynbætur nautgripa, kjöt- framleiðslu og mjólkurframleiðslu verið teknar hér upp síðustu árin. Er þetta að sjálfsögðu eftir er lendum fyrirmyndum og byggt á vísindalegum niðurstöðum, en þrátt fyrir það rekst maður þarna á ískyggileg atriði, sem hér verður aðeins vikið að. Kjarnfóður og mjólkurframleiðsla Ræktun nautgripa á íslandi miðast aðallega við mjólkurfram- leiðslu, og gildir þar hið sama og um sauðfjárræktina, að búskapur- inn er stundum rekinn meira af kappi en forsjá. Notkun kraftfóð- urs handa mjólkurkúnum er nú orðin aðalatriðið, og arðsemi búskaparins miðast fyrst og fremst við það, hvert er verðið á fóðurbætinum borið saman við verðið á mjólkinni. Vísindalega samansettu mjólkuraukandi kraftfóðri er troðið í kýrnar, svo lengi sem þær taka við og nefndur verðsamanburður er hagstæður. Þetta mikla álag á mjólkur- kýrnar leynir sér ekki, þegar mað- ur mætir þessum vesalingum við veginn i sveitinni að kvöldi dags, rétt fyrir mjaltir. Eru júgur kúnna þá svo fyrirferðarmikil og þung, að þær eiga mjög erfitt með gang, og angistarsvipurinn í aug- um þeirra vekur hrylling og með- aumkun. Gripir þessir eru beinlín- is orðnir vanskapaðir af alltof miklu álagi eða réttara sagt pínu, sem þeir eru látnir þola ár eftir ár. Augijóst er, að svona mjólkurkýr halda ekki heilsu til lengdar og mótstaða þeirra gegn sjúkdómum fer þverrandi, eins og dæmi sanna. Júgurbólgan Júgurbólga herjar nú í kúa- búum landsins, meira en nokkru sinni fyrr, og stafar það vafalaust að miklu leyti af versnandi með- ferð á kúnum. En fleira kemur til. Notkun mjaltavéla hefur af eðli- legum ástæðum farið stöðugt vax- andi síðustu áratugina, og munu handmjaltir nær alveg úr sögunni. Það er augljóst mál, að mjaltavél veldur meira hnjaski á júgrinu en handmjaltir, og vélaraflið er vægðarlaust, hvernig svo sem spenahylkin kunna að sitja eða hvort þau eru í lagi eða ekki. Hér við bætist svo sú mikla hætta, að spenahylkin beri júgurbólgusýkla á milli kúnna, séu þau ekki þrifin eins og vera ber. Það er því miður alltof algengt að reglugerðir séu ekki virtar hérlendis. í kjölfar júgurbólgunnar koma svo fúkalyfin, sem bændur dæla sjálfir upp í júgur kúnna. Af þess- um lyfjum fara svo engar sögur, fyrr en þau finnast í mjólkinni, þegar hún kemur á markaðinn til neyzlu eða vinnsiu. En það er önn- ur saga. Meiri hormónagjöf Eins og við mátti búast, þá hafa kýrnar ekki farið varhluta af hormónagjöf, frekar en ærnar, og er þar einnig um kynhormón að ræða til festingar á fengitíma eða gangmálum. Hefur verið gripið til þessa úrræðis til lagfæringar á truflunum af þessu tagi í fari kúnna. Fer þá að verða freistandi að stíga skrefið til fulls, taka stjórnina algerlega af náttúrunni og skipuleggja fengitíma allra kúnna þannig, að kálfsburður á hverju kúabúi verði jafn yfir allt árið. Kæmi þetta sér mjög vel, til þess að losna við árstíðabundnar sveiflur í framboði á mjólk og yrði mikill búhnykkur. Ég hef ekki heyrt þess getið, að nokkurs staðar hafi verið lagt út í þetta glapræði. En hver veit hvað getur skeð þegar stórgróði er í sjónmáli og einhver stjórnmála- flokkur tæki þetta nýmæli upp á stefnuskrá sína. Betra að vera vel á verði, því að nokkrar athuganir munu búvísindamenn þegar hafa gert á þessum möguleika. Sæðisfrysting En sagan er ekki öll sögð. Af skipulagningu á fengitíma búfjár leiðir aukin nauðsyn á gervi- frjóvgun, en sú aðferð hefur um langt skeið verið notuð við kyn- bætur, bæði á sauðfé og nautgrip- um. Til þess að gervifrjóvgun sé framkvæmanleg í stórum stíl, verður sæði viðkomandi dýrateg- undar að vera tiltækt, hvenær og hvar sem er, og þá þarf það auð- vitað að geta geymzt. Þetta vanda- mál telja vísindamenn sig þegar hafa leyst, og er þá komin kórónan á allt þetta sköpunarverk, en hún er sæðisfrystingin. Sæðið er djúpfryst (+72°C), síðan geymt þannig, oftast svo mánuðum skiptir, og að lokum þítt upp, þeg- ar með því skal frjóvga. Búvísindamenn telja sig geta fullyrt, að þessi djúpfrysting valdi ekki neinum skaða á sæðisfrum- unum. Er það djörf fullyrðing og meira en lítið vafamál, að hún sé rétt. Sennilegra er að einhverjir af hinum fjölmörgu erfðavísum, sem hver sæðisfruma hefur að geyma, geti breytzt eða jafnvel horfið við þessa harkalegu meðferð og er þá mikil hætta á ferðum. Hér eru því góð vísindi komin út i vélabrögð. Það má vera, að réttlætanlegt sé að beita svona vélabrögðum, fari öll afkvæmin til slátrunar, eins og páskalömbin, en við kynbætur á búfjárstofnum, ættlið fram af ættlið, eiga þær alls ekki við. Þar er sjálfsagt að halda hinni sígildu braut náttúrunnar svo sem fram- ast er unnt. Hérna er því við að bæta, að byrjað er að yfirfæra þessi véla- brögð á mannfólkið, „og hjálpi okkur þá allir heilagir", eins og ráðherrann sagði. Vélabrögðin Vélabrögð á sviði kynlífs eru ekki alveg nýtilkomin hjá mann- fólkinu. „Pillan" hefur þegar farið sigurför um heiminn og valdið byltingu í þjóðlífinu, sem ekki er séð fyrir endann á. Grófari véla- brögð af þessu tagi eru nú að bæt- ast við, og er eftir að sjá, hvernig þeim reiðir af. Núorðið gera sér víst flestir grein fyrir því, að sæðisfrumur mannsins, ásamt eggjum konunn- ar, eru langsamlega þýðingar- mestu frumur mannslíkamans. Þessar örsmáu frumur séu rétt- nefndar neistar lífsins, og megi þar lítið út af bregða, svo ekki hljótist tjón af. Fólkið lagði því auðveldlega trúnað á þau stórtíðindi, sem birt voru nýlega hér í fjölmiðlum og reyndar líka í heimspressunni, að neyzla á íslenzku hangikjöti gæti skaðað svo sæðisfrumur manns- ins, að valdið gæti heilsutjóni á sveinbarni, er getið væri að lokn- um þeim hangikjötsveizlum, er hér tíðkast um jólaleytið og sá verðandi faðir hefði setið í. — Þetta var stór biti til að kyngja, en hverju má ekki trúa á hangikjötið, þennan bragðsterka og eftirsótta mat. Því hefur þegar verið kennt um að valda krabba- meini (raunar aldrei sannað) og því skyldi það þá ekki líka geta valdið skemmdum á sæðisfrum- um. Látum svo vera. En hvernig er þá með sæðisfrystinguna? Mundi ekki frysting sæðisfrumanna niður í 70 stiga frost, ásamt með- fylgjandi uppþíðingu síðar, vera þeim hættulegri en hangikjöts- neyzla verðandi föður. Maður hefði nú haldið það. Ekki er svo lítill munur á frystum matvælum og ófrystum. Hvaða kona kaupir ekki frekar nýja ýsu ófrysta en frysta ýsu, enda sér hún strax muninn. Hún sér það aftur á móti ekki á karlmanni, hvort hann sé getinn af frystri sæðisfrumu, eða ófrystri. í framtíðinni verða því konur að spyrja tilvonandi maka sinn bæði hvort hann sé mikið fyrir hangikjöt og hvort hann sé frystur eða ófrystur. 19/4 1982 Sigurður Pétursson gerlafræðingur Vísindi og vélabrögð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.