Morgunblaðið - 01.05.1982, Page 14
62
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982
1. maí ávarp Fulltrúaráðs verkalýðsfél. í Reykjavík, BSRB og Iðnnemasambands Islands:
Gerum þá kröfu til ríkisvaldsins
að það grípi ekki inn í samninga
Morgunblaðinu hefur borizt 1.
maí ávarp Fulltrúaráðs verkalýðs-
félaganna í Reykjavík, Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja og
Iðnnemasambands Islands, árið
1982. Ávarpið er svohljóðandi:
1. maí leggur launafólk áherslu
á stefnumið verkalýðshreyfingar-
innar; breyta auðlegðar- og valda-
hlutföllum í þjóðfélaginu alþýð-
unni í hag og færa ákvörðunar-
valdið frá hinum fáu til hinna
mörgu. Að koma á jöfnuði í skipt-
ingu eigna og tekna. Útrýma fá-
tækt, koma á félagslegu jafnrétti,
tryggja fulla atvinnu og bæta
starfsumhverfi. Vinna að betra og
réttlátara þjóðfélagi, friði og ör-
yggi-
Stefnumiðum verkalýðshreyf-
ingarinnar hefur ekki og verður
ekki hrundið í framkvæmd nema
til komi samstaða verkafólks.
Samstaða og samvinna er styrkur
alþýðuhreyfingar. Aðför að þeirri
samvinnu verður mætt með fullri
hörku.
1. maí, á alþjóðlegum baráttu-
degi verkafólks, sýnum við sam-
stöðu með félögum okkar um allan
heim, með það í huga, að enn býr
meirihluti mannkyns við ófrelsi,
ófrið, hungur og fáfræði. Verum
þess minnug, að enn hefur aukist
bilið milli ríkra þjóða og snauðra.
Grundvallarmannréttindi eru lít-
ilsvirt og heilum þjóðum haldið í
helgreipum hervalds. Vopnabúrin
stækka, helsprengjum fjölgar,
hverskonar stríðsrekstur og hern-
aðarbrölt er stóraukið.
Islensk alþýða er andvíg hvers-
konar hernaðarbrölti og fram-
leiðslu gereyðingarvopna. Við lýs-
um samstöðu með þeim öflum,
sem berjast fyrir friði og afvopn-
un. Við mótmælum öllum áform-
um um aukin hernaðarumsvif á
landi okkar og í hafinu umhverfis
það. Fyrir herstöðvarlausu landi,
utan allra hernaðarbandalaga.
íslenskt verkafólk styður frið-
sama baráttu fyrir réttlátari
skiptingu auðs milli ríkra þjóða og
fátækra. Við lýsum yfir stuðningi
okkar við þá sem neyddir eru til
þess að berjast gegn kúgun og
frelsisskerðingu sinni. Við minn-
um á, að mannréttindi eru ekki
aðeins lítilsvirt í Póllandi og
Tyrklandi, heldur einnig víða í
Asíu, Afríku og Ameríku.
Hinn 1. maí' 1982 stendur ís-
lensk launþegahreyfing enn
frammi fyrir nýjum átökum um
launakjör sín. Harðvítug kjara-
barátta kann að vera framundan
vegna óbiigirni atvinnurekenda og
ríkisvalds gagnvart réttlátum
kröfum verkafólks. Þó því sé hald-
ið fram 1 síbylju, að laun séu orsök
verðbólgu, er flestum orðið það
ljóst, að meginorsökin felst í
óarðbærri framleiðslu og röngum
fjárfestingum. Við gerum þá kröfu
til ríkisvaldsins að það grípi ekki
inn í gerða kjarasamninga svo að
tryggt verði að þeir séu haldnir.
Leiðrétta þarf launataxta til jafn-
réttis og réttlátara launakerfis.
Islenskt verkafólk þarf að búa
við lengsta vinnudag sem þekkist
á norðurhveli jarðar. Hver sá sem
vinnur fullan vinnudag, dvelur að
minnsta kosti helming vökutíma
síns á vinnustað. Vinnustaðurinn
skiptir því verulegu máli fyrir
andlega og líkamlega líðan verka-
fólks. Öryggi, hollusta og aðbún-
aður á íslenskum vinnustöðum er
veikasti hlekkurinn í heilsugæslu
landsmanna. I fyrirbyggjandi
heilsugæslu er hollusta og öryggi
starfsumhverfis mikilvægasti
þátturinn. Nú á Vinnuverndarári
ASÍ skammtar fjárveitingavaldið,
með stuðningi atvinnurekenda,
Vinnueftirliti ríkisins svo naumt,
að vinnuverndarstarfi og eftirliti
verður vart við komið og því síður
áframhaldandi uppbyggingu þess.
1. maí 1982 leggur reykvísk al-
þýða áherslu á eftirfarandi kröf-
ur:
Fulla atvinnu fyrir allar
vinnufærar hendur.
Mannsæmandi laun fyrir 8
stunda vinnudag.
Óskerta framfærsluvísitölu á
öll laun.
Betri aðbúnað á vinnustöðum.
Meiri áherslu á hollustuhætti
vinnustaða.
Að tekið verði fullt tillit til
vinnuverndarsjónarmiða, þeg-
ar tekin er upp ný tækni, verk-
skipulag og launakerfi.
Fulla framkvæmd vinnuvernd-
arlaganna.
Aukið fé til vinnuverndar-
rannsókna.
öryggi gegn vinnuslysum og at-
vinnusjúkdómum.
Skattleysi lægstu launa.
Verðtryggðan lífeyrissjóð allra
landsmanna.
Launagreiðslur í veikindum
barna og maka.
Atvinnulýðræði, með ákvörð-
unarrétt í nýrri tækni.
Stórátak í málefnum fatlaðra.
Óskertan samnings- og verk-
fallsrétt alls launafólks.
Fram til sóknar og sigurs.
Verum öll virk í starfinu að:
frelsi, jafnrétti og bræðralagi.
F.h. Fulltrúaráðs verkalýðs-
félaganna í Reykjavík
Kári Kristjánsson
Stella Stefánsdóttir
Einar Sigurösson
llallgrímur G. Magnússon
Garðar Steingrímsson
Sigurður Pálsson
Sigfinnur Sigurðsson
F.h. Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja
Sigurveig Sigurðardóttir
Örlygur Geirsson
F.h. Iðnnemasambands íslands
Pálmar Halldórsson
Þetta er
/ ■
n
r er aaö KVnn® »eíö
im hl? ”;Iuv>í'un'oVcK
0 —v
oamatsu
97'Í7°'n-
taoK'V
Oa’^aVsU
Ta« iePP'nn
lráK..«»5;
(meö ty*'' atgteias"J
^onxiotettWV 7 , Wuta
H!§j
•Wfltsu carittanl
126.029-- wnoflWH-"'
VlöurK?"nd
QS©01 a
ouftve't °9
VaUö er a°°ve
5ru9ðl
DAIHATSUUMBOÐIÐ ÁRMÚLA 23 sími 85870 - 39179