Morgunblaðið - 01.05.1982, Side 15

Morgunblaðið - 01.05.1982, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1 MAÍ1982 63 1. maí ávarp Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga: fridur og frelsia „Brauð, Einkunnarorð Alþjóðasam- bands frjálsra verkalýðsfélaga, „Brauð, friður og frelsi", á nú bet- ur við en nokkru sinni fyrr. Stundum hefur Alþjóðasam- bandið í 1. maí ávörpum sínum lagt sérstaka áherslu á eitthvert eitt af þessum einkunnarorðum. Nú eru 130 aðildarsambönd inn- an vébanda sambandsins, frá 91 landi í fimm heimsálfum með alls 85 milljónir einstaklinga. Það hef- ur flesta félagsmenn allra alþjóð- legra verkalýðssamtaka, jafnt í iðnaðarríkjum Vesturlanda sem í þróunarlöndunum. Það getur því með fullum rétti vakið athygli á samhengi þeirra þriggja hugtaka, sem felast í einkunnarorðum sam- takanna og gildi þeirra einmitt nú, er í hönd fer 1. maí 1982. Mannkynið leggur undir sig geiminn, meðan milljónir manna deyja án þess að hafa lært að lesa. Mannkynið framleiðir ógnvekj- andi birgðir kjarnorkuvopna og annarra þróaðra vígvéla, en lætur milljónir jarðarbúa deyja úr hungri. Mannkynið finnur upp lækn- ingar gegn erfiðustu sjúkdómum með góðum árangri, en lætur milljónir manna verða atvinnu- leysi og örbirgð að bráð. Athygli mannkynsins beinist að ráðstefnum og fundum æðstu manna, meðan þúsundir manna í austri og vestri eru fangelsaðar, pyntaðar og myrtar fyrir að láta í ljós óæskilegar skoðanir. Er heimurinn sem mannkynið býr í lengur mannlegur? Eða eru áhrif einstakra þjóða á málefni annarra ríkja orðin svo mikil og heiminum stjórnað svo af gróða- hyggju, að öll trú á réttlæti og betri framtíð sé þýðingarlaus? Alþjóðasamband frjálsra verka- lýðsfélaga er ekki á þeirri skoðun. Það er ákveðið í því að leggja hönd á plóginn til þess að breyta heim- inum til hins betra. í þeim tilgangi ræður samband- ið til þess að komið verði á nýrri skipan í alþjóðlegum efnahags- málum og félagsmálum. Hún verð- ur að leiða til afnáms hins aug- ljósa misréttis í þróun og lífsgæð- um, sem nú viðgengst milli ein- stakra landa, landssvæða og heimshluta. Vinda þarf bráðan bug að því að uppræta orsakir hungurs, vannæringar, sjúkdóma og ósæmandi lífskjara. Alþjóða- samband frjálsra verkalýðsfélaga hefur skorað á stjórnmálaleiðtoga á norður- og suðurhveli jarðar til að styðja tillögur Brandt-nefndar- innar, sem fela í sér sérstaka neyðaráætlun, sem veitir 4 þúsund milljónum Bandaríkjadala árlega til að aðstoða þær þjóðir, sem fæðuskortur hefur komið harðast niður á. Efnahagur alls heimsins nyti góðs af því að flutt yrði fjár- magn í stórum stíl til fátækustu landanna. Forystumenn frjálsra verka- lýðsfélaga í öllum heimshlutum róa að því öllum árum að viðhalda þeim atvinnutækifærum, sem fyrir hendi eru og skapa ný. At- vinnuleysi er ekkert mótvægi við verðbólgu. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga berst af einbeitni gegn þeim alþjóðlegum áhrifaöflum og þeim fulltrúum al- þjóðlegra stofnana, sem gera sér mat úr ríkjandi efnahagskreppu í þeim tilgangi að skera niður áunn- in réttindi verkafólks. Eftir að herlög voru sett í Pól- landi, er orðið „frelsi" á hvers manns vörum. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga fordæmir harðlega aðgerðir herstjórnar- einræðis kommúnista. Það krefst þess að allir félagar úr Solidarn- osc verði látnir lausir og virt verði félagafrelsi og verkalýðsréttindi, eins og samþykktir Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar (ILO) kveða á um og Pólland hefur staðfest. I mörgum öðrum kommúnista- ríkjum eru verkamenn einnig sviptir rétti sínum til óháðrar þátttöku. Þar er hver sá, sem þor hefur til að styðja frjáls verka- lýðsfélög, ofsóttur eða lokaður inni á geðveikrahælum. En Alþjóðasambandi frjálsra verkalýðsfélaga og öllum aðildar- samböndum þess er fullljóst, að það er ekki eingöngu í A-Evrópu sem verkalýðsréttindi og frelsi eru fótum troðin. í Tyrklandi eiga 52 verkalýðs- leiðtogar dauðadóm yfir höfði sér, vegna starfa sinna að verkalýðs- málum, af hálfu herstjórnarein- ræðis, sem aðhyllist hugmynda- fræði, sem er gjörsamlega and- stæð hugmyndafræði herstjórnar- innar i Póllandi. í Suður- og Mið-Ameríku líður ekki svo vika að ekki séu einn eða fleiri virkir þátttakendur í verka- lýðshreyfingunni látnir „hverfa", fangelsaðir eða myrtir. Apartheid-stefnan í S-Afríku er forkastanleg, en í nafni hennar hefur fjöldi virkra félaga í verka- lýðsfélögum glatað frelsi sínu og jafnvel lífi. Þetta eru aðeins örfá dæmi um það hörmungarástand, sem nú ríkir. Hinar fjölmörgu aðgerðir og kvartanir, sem sambandið og að- ildarsambönd þess hafa staðið að áður fyrr, hafa oft leitt til þess að föngum hefur verið sleppt eða málum verið komið í viðunandi horf. Því miður sjást þess nú oft merki, jafnvel í lýðræðisríkjum, að reynt sé að takmarka athafna- frelsi verkamanna. Því er það brýnna en nokkru sinni fyrr, að verja þennan rétt með oddi og egg. I nóvembermánuði sl. sam- þykkti framkvæmdastjórn Al- þjóðasambands frjálsra verka- lýðsfélaga tillögur að stefnuskrá verkalýðshreyfingarinnar til að stuðla að friði, öryggi og afvopn- un. „Afvopnist eða deyið ella“, þannig hljóðar boðskapur fulltrúa milljóna manna í frjálsum verka- lýðsfélögum um heim allan. I ályktun, sem samþykkt var einróma, var sýnt fram á að velja verður á milli friðar annars vegar og atvinnuleysis, hungurs, ör- birgðar og kúgunar hins vegar, og bent á að þörfin á vörnum réttlæti ekki vígbúnaðarkapphlaupið. Á sama tíma mega skv. stofnskrá Sameinuðu þjóðanna engin ríki „hóta, eða fara með vopnavaldi inn á landssvæði nokkurs annars ríkis, né ógna pólitísku sjálfstæði þess“. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga hafnar þeim full- yrðingum að kjarnorkuvopn séu aðeins til varnar og lýsir því yfir að tilvist þeirra orsaki hættu, sem sé meiri en gagnsemi þeirra til varnar. Hugmyndin um takmark- að kjarnorkustríð er fáránleg blekkjng. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga fordæmir bæði traust á kjarnorkuvopnum og eflingu hefðbundins vopnabún- aðar og bendir á að uppbyggingu annars þáttarins megi nota sem afsökun fyrir eflingu hins. Alþjóðasamband frjálsra verka- lýðsfélaga skorar eindregið á rík- isstjórnir að afvopnast, ella verði líf á jörðunni afmáð. Þess vegna hvetur sambandið viðkomandi rík- isstjórnir til: — að hafna þeirri blekkingu, að aukinn vígbúnaður tryggi ör- yKK>. — að taka þegar í stað upp á ný viðræður sem leiði til raun- verulegra afvopnunaraðgerðá undir alþjóðlegu eftirliti, — að vinna að og koma á gagn- kvæmu trausti, — að fullgilda þá sáttmála, sem þegar hafa verið gerðir um takmörkun kjarnorkuvopna, — að stuðla að slökun spennu milli austurs og vesturs og leysa ágreiningsmál með við- ræðum og samningum til þess að sem fyrst verði unnt — að ná samkomulagi um að fjar- lægð verði þau SS-20 skeyti Sovétríkjanna sem sett hafa verið niður og framleiðslu þeirra hætt, jafnframt því'sem hætt verði við framleiðslu og staðsetningu Cruise og Persh- ing II-skeyta Bandaríkjanna og bandamanna þeirra, og framleiðslu nifteindasprengj- unnar. 1. maí taka milljónir verkafólks í verkalýðsfélögum þátt í hátíða- höldum í öllum heimshlutum til að sýna samstöðu um kröfu Al- þjóðasambands frjálsra verka- lýðsfélaga: Brauð, frið og frelsi öllum til handa. Aðeins sterk verkalýðsfélög sameinuð í sterk alþjóðasamtök geta tryggt árangur þegar til lengdar lætur. Lengi lifi 1. maí. STOR í Gróóurhúsinu, m jono stendur aðeins í ** U<I3<I Pottaplöntur 20—50% afsláttur Allar potta- plöntur seldar þessa daga meö 20-50% afslætti Ath.: Allar pottaplöntur á útsölu Keramik útsala ViÖ seljum pottahlífar úr keramik í miklu magni meö 20-50% r/ o Sigtúni 40, sími 86340. afslætti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.