Morgunblaðið - 01.05.1982, Page 18
ÍMM,
Ekki vist
að maður
jánki öllu
Spjallaö við Alla kött í Garð-
inum, sem segir að glaðværð
hafi reynzt sér bezt í lífinu
Grein og myndir:
ÁRNI JOHNSEN
egar stórkarlar eins og
Óskar Halldórsson ís-
landsbersi pöntuðu
hraðsamtöl frá Siglu-
firði á síldarárunum
forðum og biðu í ofvæni eftir að
gera sölusamninga við heiminn,
pantaði Alli köttur forgangshrað
á sín samtöl í Leiruna suður með
sjó og hans erindi var að spyrja
um veðrið í Leirunni, en hann
naut þess að glotta við tönn þegar
forgangshraðið gekk fyrir og stór-
laxarnir urðu að tvístíga í gríð og
erg, heimsmarkaðurinn beið, en
Leiruspjallið gekk fyrir. Alla tíð
hefur þessi sérstæði maður, Aðal-
steinn Sigurjónsson, verið glað-
lyndur og gegn dugnaðarforkur,
en hans aðalsmerki hefur verið
gamansemin, prakkaraskapur,
sem hefur lífgað upp á tilveruna,
eða lífsins kómidí eins og Siggi á
Eiðum segir, og fræg eru mörg til-
svör Alla bæði til sjávar og sveita,
því þegar hann var ekki í síldinni
þá var það rútubílaaksturinn og
því verki hefur hann reyndar
sinnt lengst af, auk bílaviðgerða
og allrar almennrar verkamanna-
vinnu.
Smávegis lyginn og
það er allt o? sumf
„Nú ertu búinn að finna mig,“
svaraði Alli um hæl, þegar ég
hafði orð á því að erindi mitt suð-
ur með sjó hefði verið að finna
hann. Við hittumst á heimili El-
ínborgar Einarsdóttur og Ingólfs
Falssonar í Keflavík, en þar var
Alli í heimsókn, býr á elliheimil-
inu Garðvangi í Garðinum, en
höndin er söm við sig og hann
sagðist nú aðallega vera í snæra-
draslinu, útgerðin þarf sitt.
„Hvað ætti ég svo sem að segja
þér, ekki er ég skáld, smávegis
lyginn og það er allt og sumt,“
sagði kempan glettin á svip,
„þarftu að fá að vita hvenær ég er
fæddur."
— Já, eigum við ekki að byrja á
því.
„Að minnsta kosti að ég sé
fæddur, ég held að það sé alveg
rétt að ég sé fæddur, og það fyrir
löngu, bráðum sjötíu og fimm
ára.“
— Sjötíu og fimm ára?
„Já, ég er að spekúlera í að
verða það. Ég fæddist á Klapp-
arstíg 12 hér í Keflavík, sagt ná-
lægt hádegi 7. ágúst 1907. Þar átti
ég heima í tæp 14 ár, en flutti þá
út í Leiru."
— Áttir þú systkini?
„Ekki er ég nú klár á því hvort
ég átti þau, en við vorum 8 upp-
haflega og þetta var eins og geng-
ur og gerist, ég gekk í gegnum
barnaskólann fjóra vetur, og svo
var það búið, stórmenntaður mað-
urinn, það má ekki segja há-
menntaður af því að ég er svo lít-
ill. Það voru engar aðstæður til
þess þótt maður hefði viljað halda
áfram innan skólakerfisins, ég
hygg að það hafi fremur þótt
bruðl að fara í skóla. Að vissu
leyti lærði ég þó eftir þetta á bíl
1928, átti þó aldrei eigin bíl, var
alltaf á bíl fyrir aðra. Tuttugu og
átta, ég er víst orðinn þetta gam-
all. Mér finnst ég þó ekki vera
neitt sérstaklega gamall og mér
finnst það hálfasnalegt þegar ég
er spurður að því hvað ég sé gam-
all, það á heldur að spyrja mann
hve ungur maður sé.“
„Hva, á að fara að halda brúð-
kaupsveizlu," spurði Alli, þegar
Elínborg bar hlaðinn bakka af
smurðu brauði á borð. Alli hafði
orð á því að þetta væri nú fullmik-
ið fyrir sig en líklega hæfilegt
fyrir blaðamanninn, „þetta er stór
maður miðað við mig“.
— Ætli stærðarmunurinn skipti
nokkru máli í eilífðinni?, spurði
ég- ,
„Ég þekki hana ekki, það er
hægt að segja manni allan and-
skotann, en það er nú ekki víst að
maður jánki öllu. Það er eins og
með Seyðisfjarðarkallinn sem
heyrði illa, fór til læknis og spurði
hvort hann gæti hjálpaö sér.
„Það er ekki nauðsynlegt að
heyra allt sem sagt er,“ sagði
læknirinn, og annað fékk hann
ekki. Þetta er svo sem laukrétt. Ég
ætlaði til heyrnarlæknis fyrir
tveimur árum og pantaði tíma
með góðum fyrirvara, en þegar til
kom og ég mætti, var læknirinn
norður á Akureyri að horfa á fót-
bolta þar. Ég hef ekki farið aftur,
er ekkert að standa í því að flæma
manninn burtu."
— Þú ert eitthvað efins um ei-
lífðina?
„Ég skipti mér ekkert af eilífð-
inni, það er nógur tími til að hugsa
um það þegar maður er dauður, ef
maður hugsar þá eitthvað.
Kannski fær maður einhvern
sjens.“
Og svo söng ég
ellir þörfum
„Hæ,“ sagði unglingur á heimil-
inu um leið og hann kom inn og
heilsaði Alla. „Hæ, hvað er nú
það,“ svaraði Alli, „af hverju segir
þú ekki hei, komdu nú sæll og
blessaður og velkominn á fætur.
Ertu með flugdreka, það er gott,
haltu nú í skottið á honum og
láttu fljúga, þá sérðu vítt yfir þeg-
ar þú ert kominn upp.“
— Þú vannst lengi hjá Ólafi
Ketilssyni.
„Ég byrjaði hjá honum 1940 og
var til 1. nóvember 1944, þá fór ég
vfir á Keflavíkurrútuna og var þar
'í 11 ár.“
— Sástu Stapadrauginn?
„Hver var þessi Stapadraugur,
þeir voru að tala um að það hefði
verið Stjáni blái, ég þekkti hann,
en sá hann aldrei í því hlutverki.
Annars kom nú margt fyrir á
Keflavíkurleiðinni.
Það var árið 1929 að ég var á
vörubíl á leið til Keflavíkur, í
Hafnarfirði var kona sem vildi fá
far suður á strönd. Jón gamli
Ólafsson, stöðvarstjóri Steindórs í
Hafnarfirði bað mig fyrir kerling-
una, hún sagðist ekki vilja fara
með strákunum á áætlunarbílun-
um af því að þeir væru alltaf full-
ir. Nú, þetta gerði ekkert til, en
þegar við erum að leggja af stað
kallar Jón í mig og segir að ég eigi
pakka inni hjá sér. Það voru þrjár
púrtvínsflöskur og ég hafði beðið
hann að losa um tappann á einni.
Ég kom kassanum fyrir í horninu
hjá mér og svo var haldið af stað.
Ekki leið á löngu þar til mig var
farið að langa allóþyrmilega í
sopa, en það var ekki hægt, það
gerði kerlingin. En eitthvað varð
að gera svo ég stöðvaði bílinn og
sagðist þurfa að lagfæra innsogið
á yélinni. Kerling tók það gott og
gilt. Síðan losaði ég um loftslöng-
una í rúðuþurrkurnar, setti annan
endann ofan í púrtarann en hinn
upp í mig og svo saug ég eftir þörf-
um. Konan spurði hvað þetta væri
og ég sagði að það væri einhver
bilun í innsoginu, en það mætti
bjarga því með þessu móti. Á leið-
inni hitti ég kunningja minn og ég
notaði tækifærið til að biðja hann
að hjálpa mér við innsogið meðan
ég staldraði við.
Eitthvað var nú konuna farið að
gruna á leiðinni, því eitt sinn þeg-
ar ég steig út var ég eitthvað valt-
ur á fótum, enda stórgrýtt undir,
en það var nú ekki alltaf sem mað-
ur keyrði til Keflavíkur á innsog-
inu alla leið.“
Hann fór til
annars heims
„Aldrei týndi ég þó veginum
eins og einn félagi minn. Jakob
Sigurðsson var að keyra í vega-
vinnu í Vogum og einhverra hluta
vegna flaug hann út af veginum og
týndi honum, því menn sem komu
að honum standandi á vegarkant-
inum urðu að vísa honum á veg-
inn.
Það kemur margt fyrir á langri
leið og þarf ekki langa leið til.
Siggi Bjarna spurði mig eitt
sinn hvað ég ætlaði að gera við
Litla-Hólminn, en ég hafði hugsað
mér að selja, ég sagðist ætla að
leyfa honum að vera þarna eitt-
hvað áfram til að byrja með.“
— Er Siggi ekki dáinn?
„Ég veit það ekki, en það er búið
að grafa hann.
Ólafur Ketilsson spurði mig eitt
sinn um bróður minn, hvernig
hann hefði það.
Ég veit það ekki, svaraði ég.
Hefur þú ekki samband, spurði
Óli.
Ég hef ekki heimsótt hann,
svaraði ég.
Nú, er eitthvert ósamkomulag,
spurði Óli.
Nei, hann er nú þarna í kirkju-
garðinum í Fossvogi og ég veit
ekkert hvernig því yrði tekið ef ég
fa»ri að róta upp.
Eitt sinn er Ólafur Ketilsson fór
til Ameríku í janúar 1960, fékk
hann annan bílstjóra á móti mér.
Ég átti að hafa Laugarvatn, en
SJÁ NÆSTU SÍÐU