Morgunblaðið - 01.05.1982, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982
67
Harsteinn Pálsson var ad kasta þorskum á færiband sem flutti þá inn í aðgeröina. „Það er alltof lítið farið eftir
tillögum verkamanna úti á landi. Það virðist allt stefna í miðstýringu frá Reykjavík."
Þá hungraði alla
og það er ekkert með það, þar sem
þeir eru staddir hjá bátpung, að
annar fer um borð í bát við fjör-
una, tekur niður um sig buxurnar
og hleypir af ofan í púströrið, en
félaginn varð að styðja hann á
rörinu. Morguninn eftir ætlaði
formaðurinn að róa og er báturinn
settur fram og vélin í gang, en
þýtur þá ekki helvítis mikil flyksa
upp um púströrið. Báturinn var
dreginn upp aftur og vélvirki
fenginn til að rífa mótorinn í
sundur, en þá fannst ekkert af vél-
inni, ekki einu sinni skítalykt."
Hún hallaði ískyggi-
lega í stjór
Eg spurði Alla nú nánar um
síldarárin, en það hefur verið
lenzka hjá Alla að sleppa því eftir
hendinni að nefna sig í sögum sín-
um.
„Jú, það var oft gantast og hleg-
ið á síldarárunum og margir eftir-
minnilegir sem maður kynntist.
Ólafur listamaður var einn, hann
hafði sérstaklega góða matarlyst,
en gat að auki málað fallegar
myndir, hann var Baldvinsson frá
Grenivík."
— Er hann á lífi?
„Það veit ég ekkert um, er ekk-
ert að þrælast þarna norður til
þess að vita um það. Hann þekkti
mikið af heldri köllum á Akureyri,
en okkur þótti þeir vera orðnir
talsvert margir á stundum þeir
heldri, svona miðað við mann-
fjölda að ekki sé meira sagt.
Ólafi þótti gott vín og eitt sinn
fékk hann iánaða flösku hjá
Manga á mínútunni, hann átti oft
vín. Seinna kom Óli með flöskuna,
hafði pantað tvær flöskur frá Ak-
ureyri og með annarri átti að
greiða skuldina, hin var ætluð
honum sjálfum. En þegar til kom
var þetta ekki nóg og stuttu
seinna um daginn kom hann aftur
til Manga til þess að fá flöskuna
lánaða aftur, því það væri kominn
bankastjóri í bæinn sem hann
þyrfti að eiga lögg að bjóða.
Þarna voru um skeið tvær rakar
systur frá Snæfellsnesi og lentu
þær svona í sitt hverju. Einu sinni
sem oftar hallaði önnur all-
ískyggilega í stjór og Óli fór til
hjálpar, tók hana í fangið og ætl-
aði að bera hana upp í bragga. En
eitthvað tók hann of neðarlega á
búknum svo að hún valt úr fangi
hans, en hann náði þá þannig taki
á löppunum á henni, að hún stóð
nákvæmlega á haus og var þá ekki
blessuð konan buxnalaus. Það var
nú aldeilis útsýni, og innsýn."
Hann er lögea og
getur tekið pig
„Eitt sinn fékk ég Óla til að
leggjast í rúmið. Síminn hringdi
og þar fylgdust menn óljóst með
samtalinu þar sem tvær konur töl-
uðust við. Eg fékk konuna á okkar
enda til að fallast á að ég mætti
túlka samtalið að vild og í fram-
haldinu tilkynnti ég Óla að hann
ætti von á erfingja, stúlka sem
hann var viðriðinn ætti von á
barni. Hann fór inn í rúm og varð
fárveikur, hafði verið að þvælast
hálffullur með þessum kvenmanni
í Listamannakránni, herberginu
hans. Þau ræddu málin í neðri
kojunni þar sem var dregið fyrir
og ég brá mér í kojuna beint á
móti til að fylgjast með, en það
kom ekkert fyrir þeirra á milli, því
verr, ég ætlaði þá að hjálpa til. Óli
varð svo veikur af fréttunum að
við urðum að gera eitthvað, svo
við færðum krakkann, sem enginn
var, yfir á Mikael nokkurn með
hans samþykki og þá fór Óli á fæt-
ur aftur. Trúgirnin var svo mikil
og svo fór Óli að stríða Mikael með
því að nú ætti hann von á barni.
Maður reyndi að halda uppi
glaðværð, glaðværð hefur reynzt
mér bezt í lífinu, ég hef alltaf ver-
ið skapléttur, það er alltaf sami
strákurinn í mér, ekki stelpa.
Það er eðlilegt að ég geti verið í
góðu skapi, hef alltaf losnað við
allt kvennastúss, en svo getur
þetta alltaf dottið upp á. Nú getur
álpast svo til að ég fari til útlanda
í sumar. Ég hef viljað sjá ísland
sem mest áður, áður en ég fer
niður, en maður hefur kannski
gott af því að kynnast þessum
spænsku dömum, seniórítum, það
er ekki ráð nema í tíma sé tekið."
Á lokasprettihum í spjallinu við
Alla rifjaðist upp ein saga frá því
vinkona hans ein kynnti hann
fyrir manninum sínum.
„Alli, þetta er maðurinn minn,
hann er lögga og getur tekið þig,“
sagði konan glettin á svip.
„Það má nú segja,“ svaraði Alli,
„hann virðist vera til í allt úr því
að hann hefur hirt þig.“
Stokkseyri:
HAFSTEINN Pálsson er fæddur í
Keflavík og hefur lengst af verið á
sjónum en hin síðari ár hefur hann
verið verkamaður í hraðfrystihúsinu á
Stokkseyri. „Það er ágætt að búa hér
á Stokkseyri,“ sagði Hafsteinn, „en
það vantar meiri fjölbreytni í atvinnu-
lífið á staðnum. Það eru ekki allir sem
hafa interessu fyrir slori, sem er það
eina sem hér er að hafa.“
Hafsteinn er í stjórn Verkalýðs-
og sjómannafélagsins Bjarma og
sagðist hann nú halda að það væri
nógu virkt. „Ég get ekki sagt ann-
að,“ sagði hann og hló. „En mér
finnst ekki nógu mikill félagsandi
ríkja hérna. Þó að félagið sé í sjálfu
sér nógu virkt þá er fólkið það ekki.
Það er óánægt oft á tíðum oft á tíð-
um en kemur ekki á fundi til að láta
ljós sitt skína. Félagsþroskinn er
ekki nógu mikill. Það er eins og það
haldi að félagið eigi að vinna að öll-
um málum, sem snerta verkalýðinn
án þess að nokkur komi nálægt því.
Þetta er önnur afstaða en áður
var,“ hélt Hafsteinn áfram, „þegar
verkalýðurinn var sjálfur að berj-
ast. Þá hungraði alla að vísu, en það
var sterkur félagsandi í mönnum."
Heldur þú að deyfðin stafi af því
að verkamanninum finnst hann
hafa heldur lítil áhrif?
„Nú skal ég ekki segja, en stað-
reyndin er sú finnst mér að allt of
lítið er farið eftir tillögum okkar út
á landi. Það virðist allt stefna í
miðstýringu þessara mála frá
Reykjavík," sagði Hafsteinn og talið
barst að samflotum, sem mikið hafa
verið í brennidepli. Hafsteinn sagði:
„Samflot geta verið ágæt að vissu
marki, en þegar þau eru orðin eins
yfirgripsmikil og raun ber vitni er
ekki unnið eins vel. Og þegar mið-
stýringin er orðin svo mikil finnst
félaganum sjálfsagt að hann sé
hálfgert núll. Það er eins og sá
lægstlaunaði verði alltaf útundan
þegar upp er staðið,“ sagði Haf-
steinn. I frístundum sínum sagðist
Kafsteinn lesa mikið og þá helst
æfisögur. Annars það sem hann
kemur höndum yfir. „Það er alltaf
nóg að gera í frístundum sínum ef
maður nennir."
Gunnar Víðir, Hallfreð Ingi, Brynjólfur, Jón og Valdimar voru í pásu þegar
við hittum þá. Reyndar voru þeir ekki að hvíla sig í skóflunni, en þeim þótti
tilvalið að bregða á leik. Allir ætluðu þeir að gera sér dagamun I. maí.
Séð yfir saltfisksverkunina. Handtökin hafa lítið breyst í aldanna rás.
þegar það kom iðulega
fyrir, að verkafólkið stóð
við vinnu sína frá kannski
sex á morgnana til tvö um
nóttina. Þá var líka mun
meira fjör í mannskapnum,
sagði Jón, og minntist eins
aprílmánaðar þegar unnið
var hverja nótt til klukkan
tvö. Maður er farinn að
mæta minna á fundi en
maður gerði, sagði Jón
Guðmundsson. Það þarf
helst að vera eitthvað púð-
ur í málunum svo fólk
mæti.
Fyrir utan einn vegg
frystihússins voru nokkrir
strákar í pásu. Þeir sögðu,
að það væri afskaplega lítið
við að vera í bænum. Það
færi allur tími í vinnu. Þeir
vinna alltaf í fiski á sumrin
og sögðust þeir eiga nóga
peninga fyrir veturinn eftir
að hafa unnið í nokkra
mánuði á sumrin. Einn
þeirra sagði: „Þetta er hálf-
gert „skítadjobb“ og það
hvarflar ekki að manni að
vinna í þessu alla ævi.“
Þeir ætluðu að gera sér
glaðan dag 1. maí.