Morgunblaðið - 01.05.1982, Page 21
68
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982
Reykjavík:
Betri útkoma ef samið
er yfir landið í heild
Spjallaö við Guöbjörn Jensson iönverkamann
„Laun iðnverkafólks eru alltof lág. Þau lægstu að mínu mati innan verkalýðsfélaganna.
Það ber kannski mest á launum fyrir saumaskap hjá iðnverkakonum, sem flestar eru
mjög lágt launaðar. Ef launin ættu að vera raunhæf til að lifa á þeim þyrftu þau að
hækka hugsa ég um 60 prósent. Þá þyrfti enga yfirvinnu að vinna."
Sá sem þetta segir, heitir
Guðbjörns Jensson, fæddur og
uppalinn í Hafnarfirðinum en
hefur búið í Reykjavík frá 1955.
Guðbjörn vinnur nú í hús-
gagnagerð Kristjáns Sig-
geirssonar, sem iðnverkamað-
ur. Þar hefur hann unnið í hálft
tíunda ár. Hann hefur fengist
við margt annað á lífsleiðinni
eins og ieigubílaakstur, sem
hann stundaði í 12 ár. Þar áður
var hann í Síldar- og fiski-
mjölsverksmiðjunni Klettur
um fimm ára skeið, hann hefur
keyrt vörubíla á Keflavíkur-
flugvelli og vann þar síðar við
að reisa íbúðarbragga fyrir
verkamenn. Og það er fleira
sem hann hefur fengist við, sem
of langt yrði að telja hérna.
Hann segist ekki vera gefinn
fyrir að skipta um vinnu og
sýnir það árafjöldinn á hverj-
um vinnustað.
Guðbjörn hefur starfað að fé-
lagsmálum innan Iðju, félags
iðnverkafólks, allt frá því hann
hóf störf hjá Kristjáni Sig-
geirssyni. Blm. hitti hann að
máli á heimili hans í Ásgarði í
Reykjavík og innti hann, til að
byrja með, eftir aðbúnaði á
vinnustað.
„Aðstaðan er orðin slæm
vegna þess að plássið er orðið
alltof lítið fyrir starfsemina.
Húsið þurfti talsverðrar lag-
færingar við til að halda áfram
þeirri iðju sem þar er stunduð í
þeim mæli, sem unnt er.“
Hvernig er andinn í fólki í
vinnunni?
„Mórallinn er slæmur. Það er
mest vegna þess, held ég að það
hefur verið sett á bónuskerfi,
en mér finnst afkastahvetjandi
launakerfi alltaf skapa leiðin-
legan móral á vinnustað. Jafn-
vel meðal fólks sem eru vinir.
Það myndast alltaf streita á
milli þess þegar einn heldur að
einn geti haft meira uppúr
vinnunni en annar. Auk þess
getur bónuskerfi skapað ákveð-
ið vantraust ef komast má svo
sterkt að orði, milli yfirmanna
og almenns starfsfólks. Það fær
ákveðinn tíma til að klára sitt
verkefni en það getur verið
spurning hvort tíminn, sem
gefinn er sé réttur fyrir
verkið."
Fylgist fólk með því sem er
að gerast í verkalýðsmálum
hverju sinni?
„Fólk talar mikið um verka-
lýðsmál, en staðreyndin er sú
að félagar innan verkalýðs-
hreyfingarinnar eru alltof
óvirkir sem slíkir. Þeir koma
ekki á fundi og tjá sig ekki um
Guðbjörn Jensson: „Fólkið talar mikið um verkalýðsmíl, en staðreyndin er
sú að félagar innan verkalýðshreyfingarinnar eru alltof óvirkir, sem slíkir."
Morgunhl»AiA/KÖB.
mál, sem þeir vilja koma á
framfæri. Heldur ætla þeir
þeim örfáu sem mæta á fundi
að framfylgja sínum málum
fyrir þá. Eg vildi endilega nota
tækifærið og skora á fólk að
Vélarnar eru
ekki einar
Grein og myndir:
SVEINBJÖRN I.
BALDVINSSON
KRISTJÁN E.
EINARSSON
HLJOÐ njóta sín ekki vel á prenti.
Þó eru það hljóðin sem manni dettur
fyrst í hug til að gefa hugmynd um
vinnuna í Hampiðjunni. Gallinn er
þó sá, að ef venjulegt leturí Mbl.
samsvarar eðlilegum talanda, þá
þyrfti að tákna sum hljóðin í Hamp-
iðjunni með stöfum á stærð við með-
almann og það ylli blaðinu miklum
vandræðum í dreifingu.
En hávaðinn við vinnuna í
Hampiðjunni er þó einungis í eyr-
um utanaðkomandi. Allir sem
þarna starfa og til þekkja, nota
heyrnarhlífar þar sem nauðsyn
krefur. Á þessum vinnustað eru
það misjafnlega stórbrotnar vélar
sem af óbilandi dugnaði sjá um
framleiðsluna, oft með miklum
hávaða, en jafnframt af ómann-
legu öryggi og hraða. En þær eru
ekki einar.
Inn á milli suðandi og hvæsandi
og lemjandi véla ganga léttstígar
mannverur og sjá til þess að bera
að vélunum og frá þeim og að allt
starfi eðlilega. Sums staðar þarf
líka mannshöndin beinlínis að
koma til hjálpar við framieiðsluna
til að bæta og laga og hugurinn til
að meta. Nei, vélarnar hefðu aldr-
ei náð langt ef mannsins hefði
ekki notið við.