Morgunblaðið - 01.05.1982, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982
71
Gudrún Þorvaldsdóttir sker af netum. „Mér líst illa á kvennaframboó“.
Ljósm. Krislján Örn.
Líkar vel að
vinna í físki
Spjallað við Guðrúnu Þorvaldsdóttur
Konan, sem var að skera af netunum, heitir Guðrún Þor-
valdsdóttir, ekki fædd á Eyrarbakka frekar en Halldór, en
hefur búið þar í ein 11 ár.
„Mér líkar vel að vinna í fiski,"
sagði Guðrún. „Það er skemmti-
legt en getur verið erfitt stund-
um.“ Hún er ekki alltaf að skera
net, en þá er netið skorið af kaðl-
inum og því hent og nýtt net þrætt
upp á kaðalinn, heldur er hún líka
í aðgerðinni.
Hvernig iíst þér á sérkvenna-
framboð, Guðrún?
„Mér líst illa á kvennaframboð.
Mér finnst að menn eigi ekki að
skiptast þannig. Reyndar hef ég
svo sem ekki mikið vit á pólitík en
mér líkaði vel við samtalið við
Rósu Ingólfsdóttur í síðdegisblað-
inu. Þú mátt koma því að. Staða
konunnar á fyrst og fremst að
vera bundin við heimilið. Auðvitað
eiga þær að menntast og fylgjast
vel með og allt það, en þær eiga að
aia upp börnin.“
Talið barst að félagslífinu á
Eyrarbakka, og sagði Guðrún „að
félagslífið er bara gott í bænum og
kvenfélagið hérna þykir mér vera
mjög öflugt og starfa mikið," sagði
hún.
Þann gula veiddi Jóhann Gíslason við bryggjuna i Eyrarbakka. Þorskurinn
var svamlandi rétt við land og Jóhann var að labba á bryggjunni þegar hann
rak augun í þorskinn. Hann var ekki lengi að ni sér í haka og næla i fiskinn.
Sagði Jóhann að það væri sjaldgæft að það veiddist þorskur svona rétt við
bryggju.
Ragnheiður, Jón og Margrét í Fiskiveri i Eyrarbakka. Þau voru að vinna í
saltfiski þvi enginn nýr fiskur hafði borist til þeirra i nokkra daga.
Þessi tvö voru að spyrða þorskinn, sem síðan er hengdur i skreiðarhjallana og seldur til Nígeríu ef þeir vilja
hann. En þau kæra sig kollótta um Nigeriumarkaðinn og hlæja framan i lífið og tilveruna. Þau eru kannski bara
að hlæja að Ijósmyndaranum.
Stokkseyri
Grein og myndir:
ARNALDUR
INDRIÐASON
KRISTJÁN ÖRN
ELÍASSON
Þegar við Morgunblaðsmenn
ókum inn á Stokkseyri var verka-
fólkið að koma úr mat og rölti í
blíðviðrinu í áttina að frystihúsinu.
Þar var nóg að gera. Vantaði fólk ef
eitthvað var. Skólastrákar voru að
þvo hvíta bakka i stóru vatnskeri og
var mikill buslugangur, sem því
fylgdi. Þeir sögðu að það væri
skemmtilegt að vinna i frystihús-
inu. „Hann Muggur verkstjóri er
svo skemmtilegur," sögðu þeir og
mórallinn er svo góður.
Frammi í aðgerðinni var
handagangur í öskjunni. Fólk í
skrautlituðum regngöllum stóð
með hnífa í höndunum og slægði
þorskinn, sem síðan fór í haus-
ingavél og flatningsvél. Eitthvað
af fiskinum fór í gegnum flökun-
arvél og þaðan í pökkunina þar
sem skorið var úr þeim, áður en
þau fóru í pakkningar. Eitthvað
af þorskinum fór líka í skreið.
Allt var þetta unnið fumlaust og
af öryggi þó kannski einhverjum
hafi orðið það á að skera sig í
puttann þegar viðkomandi var að
læra réttu handtökin.
Á einum stað var verið að
spyrða saman þorskinn, sem síð-
an er hengdur upp í skreiðar-
hjalla. Á öðrum stað var 15 ára
strákur, Sigurður Einarsson að
nafni, að spúla gólfið. Hann sagð-
ist vera mest í því að ísa ýsuna og
hann var ekki alveg ánægður með
kaupið þó það væri ágætt stund-
um eins og hann sagði. Allt flóði í
vatni, og það var hávaði og læti,
hlátur og köll.
Á bak við stóð Hafsteinn Páls-
son og mokaði þorsk á færiband,
sem flutti fiskinn inn í aðgerðina.
Við tókum hann fyrstan tali.
Og undir þeim sem voru að gera að
þorskinum var Sigurður 15 ira að
spúla gólfið. Annars sagðist hann
nú vera mest í þvi að ísa ýsu og
þótti bara gaman að vinna í frysti-
húsinu.
Lísa Pétursdóttir heitir þessi
unga mær í frystihúsinu i Stokks-
eyri. Hún er reyndar ekki Stokks-
eyringur, býr á Selfossi, en hún
segist græða meira á því að vinna í
Stokkseyrarfrystihúsinu en á Sel-
fossi. Hún er 16 ára og vinnur með
skólanum og ætlar jafnvel að
vinna í frystihúsinu i sumar.
Þeir voru að gera að fiskinum, sumir með heyrnarhlifar og sumir ekki. Þeir voru fljótir að skera enda dugar
lítið að hanga við vinnuna.