Morgunblaðið - 01.05.1982, Side 25

Morgunblaðið - 01.05.1982, Side 25
72 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982 Mitt hlutskipti var að púla og þræla Þáttur af Sigmundi Gestssyni Maður geysistór og þykkur, Sigmundur Gestsson, en góðlegur og hæglátur. Hann situr við borðkrýli í eldhúsi sínu í húsi því sem heitir Búðardalur á Þórshöfn, spennir greipar og byrjar að tala um pólitík. Það er hans kærasta umræðuefni. — Eg hef alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn, segir hann, fékk mikla andúð á Framsókn- arflokknum þegar þeir felldu Benedikt Sveinsson, okkar besta þingmann að öðrum ólöstuðum. Hann var að vísu framsóknarmaður, en hann var maður sem mátti treysta. Sagði aldrei nema það sem hann gat staðið við. Það hafa ekki aðrir gert meira fyrir okkur Norður-Þingeyinga en Benedikt Sveinsson. En hvernig líst þér á stöðuna i dag? Eg er, skal ég segja þér, ákaflega óánægður með ríkisstjórnina. Sömuleiðis var ég mjög óánægður þegar Geir minn Hallgrímsson myndaði ríkisstjórn með Ólafi Jóhannessyni. Það var óráð. En ég er gallharður sjálfstæðismaður og breyti ekki um stefnu meðan ég stend uppi. Ég er fæddur að Garði í Þistil- firði árið 1906. Foreldrar mínir voru Rósa Lilja Eggertsdóttir og Gestur Sigmundsson. Búskapur- inn var yfirleitt lítill í þá daga, þegar aðeins var handaflið og þröngt setið. Foreldrar mínir komust samt vel af. Við vorum sjö systkinin, en eitt dó í æsku. Við höfðum alltaf nóg að borða og það var enginn gervimatur í þá daga. Þá var fært frá, mikið var af smjöri og skyri, svo tíndum við ber á sumrum og borðuðum berja- skyr á vetrum, það var fiskur og það var kjöt, en blessuð mjólkin var undirstaða fæðunnar. Ég var ægilega myrkfælinn sem drengur. Trylltist iðulega eftir að fór að skyggja. En svo hvarf það af mér og ég hef ekki fundið til þess síð- an. Mikið af þessum rímnakveð- skap var um tröll og forynjur og krakkar voru hræddir með Grýlu og Leppalúða, svo það var ekki nema eðlilegt að sumir yrðu myrkfælnir. Ég sá aldrei drauga, en heyrði oft ýmsa vitleysu og tók þá að hlaupa og gerðist æ trylltari eftir því sem ég hljóp meir. Svo sagði mér gömul kona að ég skyldi nema staðar, þegar ég heyrði slík hljóð og standa kjur og hlusta hvort mér misheyrðist ekki. Ég fór að ráðum þessarar gömlu konu og hef ekki verið myrkfælinn síð- an. Eftir að ég hvarf úr föðurgarði var ég vinnumaður á bæjum í sveitinni, þar til ég gerðist aðgerð- armaður hjá Sveini Einarssyni kaupmanni á Raufarhöfn. Þá var nú nóg að gera og stundum lítið um svefn. Maður þoldi svefnleysið þegar maður var ungur, en mér finnst vökurnar koma illa fram á mér eftir að ég tók að eldast. Ég held að óreglulegur og lítill svefn fari verst með menn af öllu. Á þessum árum var verkalýðs- félag í uppsiglingu á Raufarhöfn en átti erfitt uppdráttar. Gömlu kallarnir sem öllu réðu skömmt- uðu bara úr hnefa og áttu erfitt með að semja. Ég gekk strax í verkalýðsfélagið — það var mikil nauðsyn fyrir slíkan félagsskap á þeim árum. Til dæmis réði ég mig hjá Sveini uppá 200 króna kaup á mánuði, en með því fororði að ég ynni meðan nokkuð var að gera. Það voru engin tímatakmörk og 200 krónur var vitanlega ekki nokkurt kaup fyrir alla vinnuna. En það var ekki um annað að ræða en samþykkja slíkt. Norðmenn ráku þá síldarverksmiðju á Rauf- arhöfn og var verkalýðsfélaginu styrkur af þeim. Þar voru unnar vaktir og hver maður hafði visst á tímann. Okkur fannst þeir hafa rífandi pening í verksmiðjunni, en þar unnu aöallega Norðmenn. Þeir veittu okkur góðan stuðning ef kom til átaka. Núna finnst mér verkalýðsbar- áttan komin útí öfgar. Verkföllum er ofbeitt og það fer jafnan svo að kauphækkanirnar hverfa í verk- fallið og meira til. Ég hefði talið það góðar kjarabætur, ef það yrði samið um bundið verðlag. Ég minnist engra verkalýðs- átaka, sem ég kom nærri, nema þegar danska skipið strandaði fyrir utan Raufarhöfn. Það náði sér upp og kom inná höfnina, en fylltist þá af sjó. Sveinn Einarsson tók að sér að ausa skipið og réði okkur nokkra til verksins. Við vorum byrjaðir þegar okkur barst til eyrna að Sveinn fengi svo mikið fyrir verkið að hann gæti borgað okkur meira. Við stoppuðum því vinn- una, þangað til hann gekkst inná að greiða okkur krónu á tímann við þetta verk. Hugur minn var alltaf bundinn við sveitina. Ég vildi fá jarðnæði og búa en þá var hvergi jarðar- skika að fá. Já, það var mín stefna Morgunblaðið/ Olafur K. Magnússon. að verða bóndi. Mig langaði að vísu til náms, en mig vantaði alla getu til slíkra hluta. Ég hafði hug á lögfræði, en átti aldrei efni til þess. Það var hlutskipti mitt að puða og þræla. Ég stoppaði stutt hjá Sveini Einarssyni á Raufarhöfn, gerðist vinnumaður hjá ýmsu merkisfólki í nálægum sveitum næstu árin, en sneri svo aftur til Raufarhafnar og gerðist sjómaður. Ég fékk slæmsku í hendurnar og kunningi minn einn, sem var læknir, ráð- lagði mér að fara til sjós. Hann taldi að ég myndi hafa gott af því að vera blautur um hendurnar. Ég var viðþolslaus af kvölum í lófun- um. Þeir þornuðu upp og húðin sprakk, svo þegar maður rétti úr lófunum rann blóðið úr sprungun- um. Það fylgdi þessum sárum óþægilegur kláði. Ég býst við að þetta hafi komið til af því að vinna berhentur í sveitinni. En þetta greri furðu fljótt á sjónum og ég hef ekki fundið fyrir þessu síðan, enda nota ég jafnan gúmmíhanska þegar ég gríp til hrífu eða eitthvað þess háttar, til að halda hendinni rakri. Ég var svo til sjós næstu sumur, en í fjármennsku á vetrum. Ég lenti aldrei í sjávarháska, en það plagaði mig alltaf sjóveiki. Það var árið 1943 sem ég flutti til Þórshafnar. Ég vildi skipta um umhverfi og hef kunnað ágætlega við mig hér. Fyrsta sumarið var ég til sjós, en gerðist svo vetrarmað- ur hjá Karli Ágústssyni, af- greiðslumanni hjá Kaupfélaginu. Hjá honum var ég um vorið og veturinn næsta, en þá fluttist Karl til Akureyrar. Ég átti góða daga hjá honum. Ákaflega indæll hús- bóndi og þau hjón bæði. Hann var með mikið kúabú hér og hrossa- rækt; leigði út hesta og verslaði Meira stendur til Heimsókn á íþróttavelli Reykjavíkur Grein og myndir: SVEINBJÖRN I. BALDVINSSON RAGNAR AXELSSON íþróttavellir eru nokkuð sem í hutfum flestra er ná- tengt sumrinu, en liggur í dvala á vetrum. Á íþróttavöll- um Reykjavíkurborgar er þó unnió allt árið, þótt fjöl- mennara sé starfsliðið á sumrin. Það þarf að dytta að ýmsum vélum og búnaði og íþróttaáhöldum og sjá um skautasvellið á Melavellin- um svo fátt eitt af vetrarverk- Og fólkið á „Melnum". Frá vinstri: Jón Magnússon verkstjóri, Sigurður Guðmundsson, Huld Jónsdóttir og Omar Magnússon verkstjóri. Það er vandaverk að krita liðugt, eins og vallarstarfsmenn segja. 1 þessu tilfelli var það einnig vanþakklátt, því krítin fauk og flaut burt á stórum svæðum á Melavellinum. Menn höfðu á orði að knattspyrnumennirnir yrðu að leika eftir minni þetta kvöld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.