Morgunblaðið - 01.05.1982, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.05.1982, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982 75 Ég var, þó ég segi sjálfur frá, af- bragðs flatningsmaður. Það er í blóðinu á manni að fletja, maður lærði handtökin barn að aldri. Ég flatti síðast í vetur, en nú eru þeir komnir með vél. Það er allt að verða svo vélknúið, blessaður vertu, að það er ekki orðið pláss fyrir okkur mannfólkið. Ég skil þetta ekki. Það fer að verða svo að það fær enginn maður vinnu, nema að snúast í kringum vélar. Það var fyrir nokkrum árum sem ég tók að mér póstverk. Ég átti að ganga til móts við mann frá Bakkafirði og áttum við að mætast á bæ sem heitir Fell. Allt gekk það eins og í sögu, nema hann kom ekki sá maður sem ég hafði búist við, heldur annar í hans stað, svo ég sneri til baka með brennivínsflösku þá sem ég hafði haft með mér að færa þess- um manni sem ekki kom. Ég lagði af stað frá Felli klukkan 5 að morgni, og gekk mér gangan þol- anlega, þar til ég er komin á miðja heiðina, að hann brast á með þessa voðalegu stórhríð. Frostið var geysimikið þennan dag og klukkan sjö um kvöldið brá ég á það ráð að halda kyrru fyrir þang- að til birti. En það birti bara ekki fyrr en eftir fjórtán tíma. Veðrið var svo ofsalegt að björgunar- menn frá Þórshöfn sem vissu af mér á þessu ferðalagi og ætluðu að koma mér til hjálpar urðu í tví- gang frá að hverfa vegna veðurs- ins. Ég mátti sitja á bersvæði á sleðanum sem ég dró á eftir mér í heilar 14 klukkustundir og það tókst að haida mér vakandi alla nóttina. Þá kom nú brennivínið í góðar þarfir. Ég var alltaf að dreypa á því alla nóttina og má segja að þessi brennivínsflaska hafi bjargað lífi mínu í þetta sinn. Þegar tók að birta, fór ég að huga að ferðum mínum, en heyri þá skyndilega mannamál. Þar voru komnir björgunarmennirnir frá Þórshöfn á snjóbíl. Þeir drifu mig umsvifalaust inní bílinn og þótt- ust hafa heimt mig úr helju. Það var vissulega gott að koma í hit- ann, en ég var ekkert orðinn að- þrengdur. Ég var með fullum sönsum og vel göngufær. Þeir sögðu nú hérna á Þórshöfn, að þessi raun hefði átt að drepa hvern venjulegan mann, en ég hef oft lent í hafaríum í stórhríðum, er ekkert óvanur því. Enda var ég ekki lengi að jafna mig. Ég var sáralítið kalinn á fótum og fór llra minna ferða. • Tryggvi Jónsson við vinnu sína. Mín ævi hefur gengið slysalaust fyrir sig. Ég hef aldrei orðið fyrir neinu. Nema fyrir fjórum árum, þegar keyrði á mig bíll og var ég þó á réttum kanti. Þá brotnaði ég illa á fæti. Þetta var á Raufarhöfn og átti ég í þessu broti í heil tvö ár, gerði ekki handtak í þann tíma. En ég fékk bætur útá þetta slys. Tengdasonur minn gekk fram í því og þurfti ég ekkert að skipta mér af því nema taka við pening- unum. Þessir aurar björguðu mér nokkuð, en ég hefði aldrei tekið það upp hjá sjáifum mér að vasast í því að heimta þá. Annars er stórmerkilegt að ég skyldi ná mér af þessu broti. Fyrst létu þeir mig hanga með fótinn uppí loft í heiia níu daga á sjúkra- húsinu á Akureyri. Það var meira helvítið. Svo gipsuðu þeir mig, en þegar það var tekið af eftir tvo mánuði hafði allt skinn flagnað af fætinum, hann var ein kvika. Þá var ég gipsaður á nýjan leik og var með það í eina fjóra mánuði eða fimm. Þá tók þetta að gróa. Ég mátti svo staulast um á tveimur hækjum í tvö ár. En nú finn ég ekki fyrir heltu. Jú, ég er sáttur við lífið og til- veruna. það er að segja ef ég má vera hérna heima. Ég skil ekkert í þessu þegar gamlir menn fa.ra inná elliheimili. Hvað vinna þeir með því? Þú mátt svo koma því að, að mér er meinilla við þessi elli- laun. Ég vil ekki sjá þau á meðan ég get séð fyrir mér. Þar að auki álít ég að það sé betra fyrir gamla fólkið að afnema útsvarið heldur en að fá ellilaun. Það hefur margt breyst á Þórshöfn frá því ég kom þar fyrst. Höfnin er orðin svo elskuleg. Núna geta verið hér bátar allan veturinn án þess að maður þurfi að óttast um þá. Svo er hérna feikna sláturhús skal ég segja þér og mjólkursamlag. Núna vilja þeir togara þessir kallar, en við höfum ekki nokkurn skapaðan hlut að gera við togara. Þórshafnarbúar vilja enga togara — það eru ráða- mennirnir, höfðingjarnir, sem MorgunhlaAiA / Olafur K. MagnúsNon. halda að það sé ekkert hægt að gera nema hafa togara. Það væri miklu nær að kaupa hingað báta. Hvað hugsarðu á lsta maí, Tryggvi? Ég hugsa aldrei neitt, blessaður vertu. Það fer allt fyrir ofan garð og neðan hjá mér. lsti maí er hann ekki orðinn helgidagur? Það er annar hver dagur orðinn helgi- dagur á íslandi, síðan þeir gerðu laugardaginn að helgidegi. Mér finnst þetta voðaleg vitleysa og það eru hinir drífandi menn sem verða fyrir barðinu á þessu. Póli- tík hugsa ég aldrei um. Skil hana ekki og hef ekki orðið var við að þeir skilji hana sjálfir ]‘ ‘f tíkusar. J t A bundnu skrölti sláttuvéla, fólki í stigum upp við húsveggi og ekki hvað sist, með hamarshöggum. Nú kveða við hamarshögg all- an liðlangan daginn í slakkan- um neðan við Nýbýlaveginn í Kópavogi eins og annars stað- ar þar sem verið er að byggja. Húsin stækka jafnt og þétt, hæð eftir hæð bætist við og þegar lokið hefur verið við þakið er byrjað á nýjum kjall- ara. Meðfylgjandi myndir tók Kristján af mönnum við störf í nýbyggingu í Kópavoginum. Aðspurðir kváðu þeir störfin hafa breyst nokkuð á síðustu árum með tilkomu steypu- móta, en ekki hefðu þau orðið léttari við það. Hins vegar gengu þau hraðar fyrir bragð- ið. Klukkan var nærri fjögur þegar okkur bar að garði og menn um það bil að hætta störfum þann daginn. Höfðu byrjað hálfátta. Það var gott hljóð í mannskapnum. Skap- legt veður núna. Ekki lengur kuldi og myrkur eins og í vet- ur. Ef það verður einverntíma seinna kuldi og myrkur í þessu húsi, þá verður það vegna þess að íbúarnir koma með það með sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.