Morgunblaðið - 01.05.1982, Síða 33
80
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982
„Gangið með kvæðið
í vasanum...“
ÞAD VAR 3. febrúar árið 1922 að
„Intcrnationalinn" birtist í fyrsta
sinn á íslensku, í Alþýðublaðinu.
Æ síðan hefur þessi sön«ur verið
fastur liður í hátíðahöldum verka-
lýðsins hér á landi sem annars
staðar. Það er þó einungis fyrsta
erindið sem almennt er þekkt og
sunfjið. Hin tvö erindin sem birt-
ust á sínum tíma í Alþýðublaðinu
eru nánast týnd. Reyndar eru til
tvær þýðin«ar á „Nallanum" á ís-
lensku, önnur er sú sem birtist í
Alþýðublaðinu á sínum tíma, eftir
„S.S.", en hin eftir Ma(ínús Ás-
«eirsson. Það er fyrsta erindi
Internationalinn
*
berst til Islands
hinnar fyrrnefndu sem jafnan er
sungið. Hér fer á eftir klausan um
„Alþjóðasönginn" úr Alþýðublað-
inu 3. febrúar 1922 oj; upprunalega
íslenska þýðingin í fullri len(íd.
Ein prentvilla hefur verið leiðrétt:
„Jafnaðarmenn um allan heim,
hvort þeir eru hægfara eða hrað-
fara, hvort þeir eru bolsivikar eða
ekki bolsivikar, syngja alltaf al-
þjóðasönginn þegar þeir koma
saman.
Kvæðið er upprunnið í Frakk-
landi og lagið líka. Það er nú sung-
ið á eitthvað 50 tungumálum, en
hefir fram að þessu ekki verið
sungið á íslensku. En á því þarf að
verða breyting. Allir jafnaðar-
menn þurfa að læra kvæðið og lag-
ið, svo við getum sungið það á
fundum. Gangið með kvæðið í vas-
anum, til þess að hafa það til taks
á samkomum okkar. Hér birtist
íslensk þýðing:“
„Fram þjáðir menn í þúsund löndum,
sem þekkið skortsins glímutök;
nú bárur frelsis brotna á ströndum
og boða kúgun ragnarök.
Fúnar stoðir burt við brjótum.
Bræður fylkjum nú liði í dag!
Við bárur fjötra en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag.
Þó að framtíð sé falin,
grípum öruggir geirinn í hönd
því INTERNATIONALINN
tengir krafta frá ströndu að strönd.
Á hæðum vér ei finnum frelsi
hjá furstum eða goðaþjóð;
nei, sameinaðir sundrum helsi
og sigrum, því ei skortir móð.
Alls hins stolna aftur vér krefjumst
ánauð þolir hugur vor trautt,
og sjálfir brátt vér handa hefjumst
og hömrum meðan járn er rautt.
Þó aö framtíð o.s.frv.
Vér erum lagabrögðum beittir
og byrðar vorar þyngdar meir,
en auðmenn ganga gulli skreyttir
og góssi saman raka þeir.
Nú er tími til dirfsku og dáða,
vér dugum, — þiggjum ekki af náð!
Látum bræður því réttlætið ráða,
svo ríkislög vor verði skráö.
Þó að framtíð sé o.s.frv."
„Daginn eftir var uppkastið prent
að á forsíðu Alþýðublaðsins“
Stutt spjall við Sveinbjörn Sigurjónsson fyrrum
skólastjóra, en hann þýddi Internationalinn
Grein og myndir:
SVEINBJÖRN I.
BALDVINSSON
KRISTJÁN ÖRN
ELÍASSON
MADl'RINN á bak við skamm-
slöfunina „S.S.“ er Sveinbjörn Sig-
urjónsson mag. art., fyrrum skóla-
sljóri Gagnfræðaskóla Austurbæj-
ar. Mbl. hafði samband við
Sveinbjörn og spurði hann um til-
drög þess að hann þýddi þcnnan
vinsæla söng.
„Þetta kom þannig til, að á
stúdentsárum mínum borðaði ég
í Lækjargötu 12, hjá frú Önnu
Benediktsson, líkt og allmargir
stúdentar aðrir og einnig alþing-
ismenn, þegar þing stóð yfir. Frú
Anna var tengdamóðir séra
Bjarna, en þetta hús er nú
brunnið sem kunnugt er.
Einn þeirra, sem borðuðu
þarna auk mín, var Ingólfur
Jónsson, sem þá var við nám í
lögfræði og auk þess ritstjóri Al-
þýðublaðsins um skeið fyrir Ólaf
F’riðriksson.
Það er svo einu sinni í hádeg-
inu, það hefur þá verið 2. febrú-
ar, þá kemur Ingólfur að máli
við mig og sýnir mér nótnablað
og var það Internationalinn með
texta á þýsku og frönsku, að því
er mig minnir. Hann spurði mig
hvort ég myndi ekki geta þýtt
þennan texta á íslensku fyrir
blaðið.
Ég hafði þá hvorki heyrt lagið
né ljóðið, en þótti þetta forvitni-
legt og spennandi verkefni og
tók að mér að reyna þetta. Til að
fá hugmynd um lagið settist ég
við píanóið hjá frú Önnu eftir
matinn þótt ég kynni lítt til
þeirra verka. Ég man að frú
Sveinbjörn Sigurjónsson
Anna kom til mín og leiðbeindi
mér með taktinn, sem henni
fannst vera eitthvað ekki í góðu
lagi.
Síðan fór ég heim á herbergið
mitt í Bergstaðastræti 12 og fór
að glugga í þetta og kom ein-
hverju nafni á að þýða þau þrjú
erindi sem á nótnablaðinu voru.
Síðan hittumst við Ingólfur
aftur í miðdegiskaffinu og þá
sýndi ég honum uppkastið að
þýðingunni og bað hann að at-
huga hvort þetta væri nokkuð í
áttina. Hann tók við blaðinu og
stakk því í vasann.
Daginn eftir var uppkastið
prentað á forsíðu Alþýðublaðs-
ins. Ekki alveg rétt eftir hand-
ritinu reyndar, því það stóð
„hrjáðir menn“ í staðinn fyrir
„Jjjáðir menn" í fyrstu línunni.
Ég var mjög óánægður með að fá
ekki tíma til að athuga þetta
betur, en lét þó kyrrt liggja.
Enda virtist þetta falla í góðan
jarðveg og var brátt endurprent-
að í einhverjum verkalýðssöngv-
um. Fólk lærði þetta líka fljótt
og það var sungið mikið í verka-
lýðsfélögum og annars staðar.
Þýðingin hefur líklega lifað á
því, að orðið „Internationalinn"
kemur fyrir í textanum, enda
mun því haldið í öllum þýðing-
um. M.a. minnir mig að ég hafi
heyrt því bregða fyrir á kín-
versku.
Ég hef alla tíð verið hálf-
óánægður með þýðinguna, ann-
ars á ég hana hvergi sjálfur og
hef ekki séð hana lengi, svo ég
man ekki hvernig þetta var ná-
kvæmlega. En þetta verkefni
hafði mikil áhrif á mig á meðan
ég var að vinna það. Enda lá þá
mikil róttækni í loftinu meðal
ungra manna."
SIB
Guðmundur i
yoga-
stemmningu
á Laugardals-
velli. (Ljósm.
Mbl. Krist
ján).
Það er ekkert
hér um bil“
Stutt spjall við Guðmund
Rósmundsson verkamann
FLESTUM sem til þekkja á íþrótta-
völlum Reykjavikurborgar er Guð-
mundur Rósmundsson að góðu
kunnur fyrir skemmtilegar sögur og
tilsvör og kankvísleg uppátæki. Guð-
mundur hefur starfað á Laugardals-
velli í um fimmtán ár og allan þann
tíma sett svip á umhverfið og
stemmninguna þar. Blm. Morgun-
blaðsins rabbaði við Guðmund nú
fyrir skemmstu og bað hann að
segja svolítið frá lífi sinu í gegnum
árin.
„Ég fæddist 12. júlí á ísafirði.
Undir berum himni. Foreldrar
mínir bjuggu í Tungu og eignuðust
alls tuttugu börn. Ég held að ég
hafi verið númer sautján.
Ég fór strax að vinna, ekki um
annað að gera. Þá var fært frá og
þurfti að sitja yfir og smala á
hverjum degi, stundum alveg inn á
Breiðadalsheiði. Þá voru ekki
lengi að fara iljarnar undan skón-
um. Þetta voru sko fjörutíu eða
áttatíu kílómetrar. Það þurfti
mikið að sauma af skóm á öll þessi
börn í Tungu, enda kom venjulega
kona til okkar á haustin að sauma
skó, en þið skiljið þetta auðvitað
ekki. Það er ekki nema eðlilegt."
— Varstu ekki á sjó líka, Guð-
mundur?
„Jú, ég var eitthvað fimmtíu ár
á sjó. Þar lærði ég á skíði. Það er
svo líkt að stíga ölduna og að
standa á skíðum, skilurðu. Árið
1928 var stofnað Samvinnufélag
ísfirðinga að því er mig minnir og
það gerði út báta og ég var á ein-
um þeirra, Valbirni ÍS 13, í ein 20
ár. Það var Jón Kristjánsson sem
var skipstjóri.
Þetta fólk er allt komið hinum
megin núna. Dansar þar húladans
með geimförunum. — Segiði mér,
fáiði eitthvað borgað fyrir þetta?“
- Já.
„Jæja, þá er ég ánægður. Þá get
ég dáið í friði."
„Maður verður nú
að skreyta þetta“
— Voruð þið mest á síld?
„Já, mest á síld, nema hvað við
lágum þetta frá janúar og fram í
mars undir Snæfellsjökli á
þorskveiðum."
— Þú hefur sagt ýmsar ótrúleg-
ar frægðarsögur af þér frá þessum
tíma.
„Já, maður verður nú að skreyta
þetta svolítið. Ég hef verið að
ljúga því að strákunum hérna að
ég hafi hlaupið á lóðabelgjum yfir
Eyjafjörðinn og hvílt mig í Hrísey
í tvo mánuði á leiðinni. Það rétta
er, að við vorum að hlaupa svona á
lóðabelgjum í bátahöfninni á ísa-
firði einhvern tíma. Ég fór oft í
sjóinn. En ég get sagt þér aðra
sögu af mér og sjónum. Hún er
nýrri og sönn líka.
Þannig var að ég var fyrir all-
mörgum árum að sóla mig úti í
Nauthólsvík og synti þá yfir í
Kópavog. Síðan komu tvær stúlk-
ur og gáfu mér kaffisopa. Kemur
þá ekki lögregian og tekur stúlk-
urnar, en skilur mig eftir ... Ég
varð að synda yfir aftur.
Þetta var eftir að við Sigríður
fluttum suður. Við fluttum fyrst í
Kópavog. Þaðan fluttum við á
Hrísateiginn og loks á Kleppsveg
8, og þar erum við ennþá. Éða við
vorum það í nótt að minnsta kosti.
Þið eruð að hugsa um að birta
þetta 1. maí, já. Ég hef alltaf verið
harður í verkalýðsmálum. En ég
hef aldrei gengið í neitt pólitískt
félag. Ég læt ekki binda mig á
neinn klafa.“
„Nógir peningar
annars staðar“
— Hvernig list þér á ástandið?
„Það er nú ekki sérlega glæsi-
legt. Nú er allt komið í tölvur.
Þetta skapar atvinnuleysi. Svo
vaða alls kyns glæpamenn uppi.
Ég held að hver einasti maður í
Ameríku sé með tvær til þrjár
byssur undir koddanum ... Það er
sko ekkert hér um bil. Allir vilja
alltaf meira og meira, þrýstihópur
hér og þrýstihópur þar og menn
ætla sér of mikið í einu. Nú á að
setja verksmiðjur út um allt hér.
Það gengur nú ekki. Þetta tekur
allt sinn tíma. Róm var ekki byggð
á einum degi. Við höfum ekki efni
á þessu öllu í einu ... Annars eru
svo sem til nógir peningar í heim-
inum. Annars staðar."
— Hvað hefurðu unnið lengi
sem verkamaður?
„Frá því að við fluttum suður.
Ætli það séu ekki svona tuttugu
ár. Ég var fyrst í byggingavinnu.
Við byggðum margar blokkir á
Kleppsveginum. Svo var ég við
byggingu Laugardalshallarinnar.
Það var geysilegt verk að steypa
kúluna. Þegar við rifum uppslátt-
inn undan, þá fórum við að telja
götin. Við komumst upp í þetta 40
eða 60 og hættum þá að telja.
Svo hef ég verið hérna svona
mest til skemmtunar og til að
svekkja strákana hérna og rífast.
Líka að gera hreint og sópa og
þess háttar. Ég er orðinn latur við
þetta allt núna.“
— Hefurðu ekki alla tíð stund-
að íþróttir?
„Jú, jú, jú. Mest skíði og skauta.
Ég fór á skíði á hverjum degi um
páskana. Upp í Bláfjöll. Það er
annars fjári dýrt ef maður fær
ekki bílfar með einhverjum. Svo er
ég í yoga tvisvar í viku og geri
æfingar á hverjum degi. Það er
nauðsynlegt ... Það er ekkert hér
um bil.“
SIB.