Morgunblaðið - 01.05.1982, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982
95
?
SVARAR I SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
ViríSæ
framkvæmd tímamælingarinnar
um óákveðinn tíma. Það gæti fjölg-
að atkvæðum þessara flokka. Hér
má taka fram að íslendingar eiga
að geta leyst úr tíma- og stað-
bundnum simaálagserfiðleikum
eins og þorri vestrænna þjóða gerir
og að fyrrverandi umdæmisverk-
fræðingur Pósts og síma í Reykja-
vík hefur talið álags- og tölvunotk-
unarröksemdir þær sem notaðar
hafa verið sem hey í harðindum
allsendis ófullnægjandi. E.t.v. mun
álagið aukast eitthvað á næstu 5,10
eða 50 árum í Reykjavík, Varma-
hlíð, Hólmavík, Grímsey o.s.frv. en
þá má taka upp á ný hvort nota eigi
skrefatalningartækin sem virðast
með öllu ónauðsynleg nú eða fara
aðrar leiðir. Skoðanakönnun sím-
notenda væri lýðræðislegust.
Svo lengi sem Steingrímur Her-
mannsson samgönguráðherra,
Framsóknarflokkurinn og Alþýðu-
bandalagið finna ekki fullnægjandi
lausn á þessu vandræðamáli sínu
ættu þeir sem hafa hug á að kjósa
þessa flokka að gefa því gaum hvort
ekki væri ástæða til að láta skrefa-
talninguna hafa áhrif á atkvæða-
talninguna í Alþingiskosningunum
á þessu ári eða hinu næsta, svo og
jafnvel í sveitarstjórnarkosningun-
um nú í vor en þá er fyrsta tæki-
færið til að hafa áhrif með atkvæði
sínu vegna þessa máls. Skrefataln-
ingin gæti fyllt mælinn enda eru
kjósendur daglega minntir á óæski-
leg áhrif hennar. Sérstaklega kæmi
til athugunar að muna skrefa-
talninguna í borgarstjórnarkosn-
ingunum í Reykjavík. Að vísu hefur
enginn stjórnmálaflokkanna fjög-
urra algerlega hreinan skjöld —
Magnús Magnússon, samgöngu-
ráðherra í minnihlutastjórn Al-
þýðuflokksins, lagði blessun sína
yfir skrefatalningarundirbúninginn
og Gunnar Thoroddsen forsætisráð-
herra ber sinn hluta ábyrgðarinnar
á upphafi talningarinnar í stjórnar-
tíð sinni. En alþýðuflokksmenn og
sjálfstæðisflokksmenn á Alþingi og
í borgarstjórn Reykjavíkur vilja þó
að símnotendur fái sjálfir að velja á
milli jöfnunarleiða. I borgarstjórn-
inni greiddu fulltrúar Alþýðu-
bandalagsins og Framsóknar-
flokksins beinlínis atkvæði á móti
þessari málamiðlun í nóvember
1981 (Guðmundur G. Jónsson,
Alþýðubandalaginu sat hjá). Við
þetta tækifæri sneri Alþýðuflokk-
urinn við blaðinu en í september
1980 hafði hann ásamt Alþýðu-
bandalaginu og Framsóknarflokkn-
um mælt með skrefatalningunni.
Þá hafði póst- og símamálastjóri
enn ekki viðurkennt opinberlega til-
vist annarrar jöfnunarleiðar.
Verk skipta meira máli en orð,
þ.á m. loforð. Sá sem greiðir alltaf
atkvæði eins verðlaunar oft mistök
og þjóðin fær verri stjórnmála-
menn en hún á skilið. A almenning-
ur að greiða þeim atkvæði sem vilja
ekki setja sig í spor almennings í
skrefatalningarmálinu eða á
skrefalningin að hafa áhrif á
atkvæðalningu? Er hin óþarfa
skrefa alning gleymd eða er hún
geymd? Því aðeins að hún sé geymd
geta Islendingar tekið undir með
afmælisbarni ársins: „Bráðum kem-
ur betri tíð“.
hækkun á gjaldskrártaxta um-
framskrefa (þó ekki á kostnað lang-
línunotenda). Talsmenn Alþýðu-
bandalagsins og Framsóknar-
flokksins mæltu í umræðum á þingi
gegn tillögunni án gildra raka, töl-
uðu eins og skrefatalningin væri
eina jöfnunarleiðin og virtust því
ekki hafa kynnt sér greinargerð
með tillögunni þar sem greint var
frá viðurkenningu póst- og síma-
málastjóra á annarri jöfnunarleið.
Ljóst er því að alþýðubandalags-
menn og framsóknarmenn á Al-
þingi, þ.á m. Steingrímur Her-
mannsson samgönguráðherra, ætla
ekki að fallast á að gefa símnotend-
um tækifæri til að velja á milli
jöfnunarleiða í málinu og kjósa
þessir stjórnmálamenn því fremur
leið flokkadrátta en einingar.
Skyldu þeir vera sannfærðir um
ágæti eigin málstaðar? Víst er að
margir kjósendur Alþýðubanda-
lagsins og Framsóknarflokksins eru
andvígir skrefatalningunni og ættu
þeir að freista þess að hafa áhrif á
leiðtoga sína (nema þeir telji þá al-
mennt rökhelda) þannig að skoð-
anakönnun meðal símnotenda geti
farið fram eða Steingrímur Her-
mannsson samgönguráðherra fari
venjubundna verðhækkunarleið að
því er varðar umframskref en fresti
Þessir hringdu . .
Umframskrefin
hafa þrefaldast
H. Júl. hringdi og hafði eftir-
farandi að segja: — áður en
skrefatalningunni var komið á
héldu talsmenn hennar því fram,
að símnotendur mundu í engu
finna fyrir henni þegar þar að
kæmi, nema ef vera skyldi í
lækkuðum símakostnaði. Fyrst
þegar reikningar voru sendir út
eftir strefatalningu fannst ekki
mikið fyrir breytingunni, enda
var í það sinn aðeins einn mán-
uður mældur í skrefum — nóv-
ember. Nú hafa reikningar verið
sendir út öðru sinni, fyrir mán-
uðina desember, janúar og
febrúar, og þá gefur að líta: Um-
framskrefin hafa þrefaldast á
mínu heimili, og erum við þó að-
eins þrjú hér heima. Við hringj-
um aldrei út á land, svo að við
njótum þess í engu þó að utan-
bæjarsímtöl hafi lækkað lítil-
lega. En nú langar mig til að
varpa fram eftirfarandi spurn-
ingu til lesenda þinna. Velvak-
andi: Hafa fleiri en ég þessa
sömu sögu að segja af hækkuð-
um símareikningum vegna fjöl-
gunar umframskrefa? Þetta var
um fjármálahliðina. En hvað
með hina félagslegu? Ég á aldr-
aða móður sem býr ein. Hún hef-
ur fundið meira fyrir þessari
breytingu en nokkurn tíma ég
eða mitt heimili. Hringingum til
hennar að degi til hefur fækkað
mjög mikið, og samband hennar
við fólkið sitt er minna en áður.
Það er helst á kvöldin að síminn
hringir hjá henni, þegar helst er
hægt að hlusta á útvarp og sjón-
varp. Hver er reynsla aldraðs
fólks af þessari breytingu? Fróð-
legt væri að fá að sjá svör þess
við því.
Vildi að ég
borgaði skatta
Sveinbjörn Jónsson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: —
Mig undrar alltaf jafnmikið
þegar verið er að vorkenna okk-
ur gamla fólkinu og tala um
okkur eins og við séum á horrim-
inni. Sjötug kona lætur sig hafa
það í þessum dálkum að kvarta
yfir að þurfa að borga útsvar,
skatta, fasteignagjöld o.s.frv. Þó
á hún sína íbúð og virðist að öllu
samanlögðu hafa það bærilegt.
Ekki borgar hún t.d. skatta og
útsvar nema hún hafi haft tekj-
ur. Ég vildi að ég borgaði skatta.
Sjötuga konan gerir kröfur fyrir
hönd okkar sem búum í eigin
íbúðum og sjáum um okkur sjáif.
Ég er sjálfur að nálgast áttrætt,
á eigin íbúð og bíl. Ég hefi engar
tekjur aðrar en ellilífeyrinn, en
þetta endist mér ágætlega og ég
ájafnvel afgangum mánaðamót.
Ég hefi mikla ánægju af því að
borga þau opinberu gjöld sem
mér ber að greiða og hefi vel efni
á því. Ég lifi beinlínis til þess að
gera það. Ekki legg ég mikið af
mörkum eftir að ég er dauður.
Nei, það þarf ekki að hjálpa
okkur sem búum í eigin ibúðum,
meðan ekki er framkvæmanlegt
að sinna fárveiku gömlu fólki
sem ekki getur með neinu móti
hjálpað sér sjálft. Það vantar
hjúkrunarheimili og sjúkra-
pláss. Þar er neyðin mest. Einu
ellilífeyrisþegarnir sem ég hef
samúð með eru aldrað fólk sem
þarf að keppa við fullfríska aðila
á húsaleigumarkaðnum. Fast-
eignagjöldin okkar íbúðareig-
endanna í hópi ellilífeyrisþega,
sem jafnvel er unnt að fá lækkuð
eða niður felld, eru smámunir
við hliðina á húsaleigubyrðinni
sem þetta fólk þarf að bera.
ÍCT***^
Wyðuflokksins
U, 2,
„HernaÖarlegur þrýsting
ur viröist nú eina leiðin‘
Að vísu kemur stöku sinnum
fyrir, að aðeins einn taugaveiklað-
ur blaðamaður dragi heilan hóp
blaðamanna með sér niður í mjög
lágkúrulega blaðamennsku. En þá
er slæm blaðamennska fremur
sálfræðilegt vandamál en „stíl-
fra'ðilegt".
Nú, á þessum hættulegu tímum,
er þýðingarmeira að hugsað sé
rökrétt, að innihald efnis í dag-
blaði sé skýrt, — fremur en að
setningarnar séu tómt orðaskrúð.
Niður með snobbið! Eðlileg ís-
lenzka er fegurst.
Beztu kveðjur."
lenzkan blaðamannastil sem
frambærilegt ritmál í dagblaði?
Meiri kröfur ætti að gera til bóka.
Ég álít að til séu margs konar
ágætir stílar ritaðs máls. Og er
ekki hægt að nota ólíka „stíla“ við
ólík tækifæri? Vafasamt þykir
mér að vera andvígur öllum nýj-
um setningum, ef þær eru ekki að
finna í ritum Snorra.
Einar Freyr skrifar í Gautaborg
26. apríl:
„Kæri Velvakandi!
Það er gamall ósiður hjá mörg-
um ritfærum einstaklingum að
ráðast harkalega á blaðamenn og
saka þá um sérstaklega slæmt rit-
mál. Ég á ekki aðeins við ritfæra
menn á Islandi heldur einnig í
öðrum löndum eins og t.d. hér í
Svíþjóð. Hvort sem um er að ræða
Svía eða Islendinga er hér um
fremur flókið mál að ræða.
Sumir þeir, sem harðast ganga
fram í slíkri gagnrýni, hafa árum
saman haft forrit Snorra hjá sér á
náttborðinu og legið svo að segja í
þeim nótt sem nýtan dag. Og svo
þegar þeir loks gefa sér tíma til að
líta í dagblöðin, gera þeir sér
sjaldan grein fyrir innihaldi
þeirra, heldur einblína á einstaka
orð og setningar. Þeir leggja
meira upp úr „fögrum" orðum og
setningum Snorra-Eddu en rök-
réttri eða órökréttri hugsun nú-
tíma fólks.
Nú hef ég verið búsettur í Sví-
þjóð í meira en tíu ár, og þegar ég
ber saman daglegt mál Dana og
Svía verður mér fyrst ljót, hversu
lík íslenzkan er dönskunni, og að
mörg orð, sem viðurkennd eru af
þessum íslenzku „ritsnillingum",
sem góð íslenzka, eru einnig talin
vera góð danska í Danmörku.
Þótt ég hafi aldrei sett mér það
sem mark að reyna jafnast á við
Snorra í stílsnilli, hvað þá komast
lengra en hann, þá geri ég mér
ljóst, að meiri hluti íslenzkra
blaðamanna ritar ágæta íslenzku,
þótt margir þeirra leggi meira upp
úr því, að innihald greinanna sé
ljóslega sett fram, heldur en orðin
séu í „Snorrastíl".
Ég ber meiri virðingu fyrir þeim
blaðamönnum og blaðakonum sem
hugsa fyrst og fremst um það, að
lesandinn fái sannar fréttir, fái
réttar upplýsingar um lífið og
lífsbaráttuna í heiminum, fremur
en leita uppi orð sem ættu að fala
í smekk snobbaðra „stílista".
En ég hef heldur ekkert á móti
leiðbeiningum um íslenzkt mál,
leiðbeiningum sem veittar eru af
einlægum áhuga og eiga ekki að
vera nein sönnun um eigið ágæti,
heldur ieiðbeiningar frá venju-
legum, lærðum einstaklingi sem
veit að honum getur skjátlast eins
og öllum öðrum.
Ég hef heyrt íslenzkan stílsnill-
ing hæla sér af því, að hafa verið í
rúma þrjá mánuði að skrifa hálfa
blaðsíðu í venjulega bók. Ég er
hræddur um að blaðamaður eða
blaðakona geti ekki legið yfir
„frétt“ sinni í þrjá mánuði áður en
„fréttin“ verður birt í blaðinu (!).
Til hafa verið stílsnillingar ís-
ienzkir sem ekki hafa látið af
hendi handrit sitt til prentunar
fyrr en minnst þrír íslenzku-
prófessorar hafi ritskoðað það
gaumgæfilega. Af þessu má læra.
Góður blaðamaður sem birt hef-
ur í blaði sínu í miklum flýti
„klassískar" greinar, getur síðar
borið þær undir góða málfræð-
inga, unnið þær betur og gefið út í
bók. Þanniger einnig hægt að læra
íslenzku.
Þegar þannig er starfað er vel
hægt að una við orðið „blaða-
mannastíl" sem jákvætt orð. Og
hvers vegna ekki að viðurkenna ís-
Um „blaðamannastíl"