Morgunblaðið - 12.05.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ1982
53
til áhættu að fá fram álit erlendra
fjármálastofnana á hagkvæmni
fjárfestingarinnar og jafnframt
áhættu með því að leita eftir lán-
um án ríkisábyrgðar. Lokaþáttur-
inn í þessum kafla í umsögn Seðla-
bankans er svohljóðandi:
„Ef dregið er saman það sem
sagt er hér að ofan um fjármögn-
un er niðurstaðan sú, að fjár-
mögnun hinnar fyrirhuguðu verk-
smiðju hafi ekki verið nægilegur
gaumur gefinn af verkefnisstjórn.
Það er skoðun bankans að ræða
þurfi við hugsanlega lánveitendur
áður en lengra er haldið um
ákvörðunartöku, þannig að hægt
sé að leggja fram raunhæfa fjár-
mögnunaráætlun samhliða öðrum
áætlunum sem verkefnisstjórn
hefur unnið að. Meðan slík áætlun
er ekki fyrir hendi verður ekki
sagt að undirbúningsathugunum
sé lokið. Liður í undirbúningi
slíkrar fjármögnunaráætlunar er
áhættumat á fjárfestingunni og
hinum ýmsu liðum hennar. Eins
og áður hefur verið vikið að fælist
slíkt áhættumat óbeint i undir-
tektum lánveitenda við lánsbeiðn-
um, en væntanlegur eigandi verk-
smiðjunnar þarf sjálfur að mynda
sér skoðun um þá áhættu sem ver-
ið er að taka. Þessi atriði sem hér
eru tekin til umræðu geta að
sjálfsögðu haft áhrif á arðsemi
fyrirtækisins, til hins betra eða
verra.“
Eins og fram kemur af tilvitn-
uðum orðum úr umsögn Seðla-
bankans hefur fjármögnunarþætti
væntanlegrar verksmiðju ekki
verið nægilega sinnt. Er ljóst að
Alþingi getur á engan hátt sleppt
þessu máli frá sér án þess að
tryggja að fjármögnunaráætlun
komi til Alþingis til staðfestingar.
Stofnkostnaðaráætlun
í lokaskýrslu verkefnisstjórnar
kemur fram áætlun um stofn-
kostnað væntanlegs fyrirtækis.
Innlendi kostnaðurinn er áætlað-
ur 57% af heildarkostnaði og sá
erlendi 43%. Heildarstofnkostn-
aður verksmiðjunnar á verðlagi 1.
mars 1982 er áætlaður 747,1 millj.
króna. Til viðbótar þessu kemur
svo ýmiss annar stofnkostnaður,
sem alfarið má rekja til bygginga
kísilmálmverksmiðjunnar. Þar má
nefna hafnargerð við Mjóeyri í
Reyðarfirði, áætlaður stofnkostn-
aður er um 29,5 millj. kr. Gerð
vatnsveitu fyrir verksmiðjuna,
áætlaður stofnkostnaður 10—15
millj. kr. Lagning 35 km raflínu
frá Hryggstekk í Skriðdal til
Reyðarfjarðar. Lauslega áætlaður
kostnaður gæti verið 18—20 millj.
króna. Eins og áður hefur fram
komið áætlar Þjóðhagsstofnun að
annar stofnkostnaður, sem bein-
línis sé tengdur tilkomu verk-
smiðjunnar gæti verið á bilinu
65—75 millj. kr. eða um allt að
10% að tilgreindum stofnkostnaði.
Iðnaðarnefnd neðri deildar hefur
fengið í hendur áætlun frá Verk-
fræðistofu Sigurðar Thoroddsen,
um frumgerð að stofnkostnaðar-
áætlun gerð af Almennu verk-
fræðistofunni. Lagði Verkfræði-
skrifstofa Sigurðar Thoroddsen
aðallega mat á byggingarkostnað
verksmiðjunnar. Aætlun þeirrar
verkfræðistofu er 3% hærri en
áætlun verkefnisstjórnar, sem tal-
ið er innan óvissumarka. Ekki er
talin ástæða til að gagnrýna eða
vefengja sérstaklega áætlun verk-
efnisstjórnar um stofnkostnað.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson:
Orkunýting forsenda stórvirkjana
Þorvaldur Garöar Krist-
jánsson og Sighvatur Björg-
vinsson fluttu breytingartil-
lögu við þingsályktun um
virkjunarframkvæmdir og
orkunýtingu svohljóðandi:
„Nýr töluliður, nr. 4, komi
til viðbótar og orðist svo:
Undirbúningi að byggingu
orkuveranna svo og fram-
kvæmdum öllum skal hraðað
svo sem kostur er. Skulu þau
vinnubrögð viðhöfð sem
miða að því að framkvæmd-
um verði lokið á 10 árum
samkvæmt heildaráætlun er
gerð skal um byggingu allra
virkjananna.
Ríkisstjórnin skal gera
ráðstafanir til þess, að komið
verði á fót stóriðju til nýt-
ingar þeirrar orku sem unnin
verður í orkuverunum um-
fram þörf hins almenna
markaðar. Aðgerðum þessum
skal hraðaö svo sem verða
má og þess gætt, aö fullt
samræmi verði á milli mark-
aðsöflunar fyrir orku og
virkjunarframkvæmda.“
Þorvaldur Garðar mælti
fyrir tillögunni og sagði:
„Ég mæli hér fyrir breytingar-
tillögu á þskj. 877, sem við hv. 3ji
þingmaður Vestfirðinga flytjum.
Umræðan um orkumálin í dag
fjallar um það stefnumið að gert
verði nú stórátak til hagnýtingar
orkulinda landsins. Allir stjórn-
málaflokkar landsins virðast sam-
mála um mikilvægi þessa. Tillaga
ríkisstjórnarinnar til þingsálykt-
unar um virkjunarframkvæmdir
og orkunýtingu á þskj. 176, sem
hér er á dagskrá, tekur mið af
þessari stefnu. Tillagan gerir ráð
fyrir tvöföldum á uppsettu afli í
vatnsvirkjunum landsins.
Til þess að slíkar fyrirætlanir
verði meira en orðin tóm þarf að
viðhafa vinnubrögð og fullnægja
skilyrðum svo að framkvæmdin
geti orðið að raunveruleika. Breyt-
ingartillaga min og hæstvirts 3ja
þingmanns Vestfirðinga fjallar
um þetta efni. Tillaga okkar er
ekki um virkjanaröð heldur um
það sem þarf til að gefa tillögu
ríkisstjórnarinnar um þessi efni
raunhæft gildi.
Breytingartillagan á þskj. 877
gerir ráð fyrir að það markmið
verði sett að virkjanaframkvæmd-
um þeim sem hér um ræðir, verði
lokið á einum áratug. Til þess að
svo megi verða þarf sannarlega að
taka til hendi. Þess vegna er tekið
fram í breytingartillögu okkar, að
undirbúningi að byggingu orku-
veranna, svo og framkvæmdum
öllum skuli hraðað svo sem kostur
er. Skipuleg og markviss vinnu-
brögð þarf að viðhafa til þess að
framkvæmdum verði lokið á áætl-
anatímabilinu. Þess vegna er
mælt fyrir um heildaráætlun um
byggi ngu allra virkjananna.
Þetta stórátak í virkjunarmál-
unum hefir enga stoð í veruleikan-
um nema séð sé fyrir orkunýting-
unni. Við virkjum ekki nema það
sé þörf fyrir orkuna. Þess vegna
mælir breytingartillaga okkar svo
fyrir, að ríkisstjórnin skuli gera
ráðstafanir ti' þess að komið verð'
á fót stóriðju til nýtingar þeirrar
orku, sem unnin verður í orku-
verunum umfram þörf hins al-
menna markaðar. Aðgerðum þess-
um skal hraðað svo sem verða má
og þess gætt, að fullt samræmi
verði á milli markaðsöflunar fyrir
orku og virkjunarframkvæmda.
Þetta þýðir, að ekki verði ráðist í
virkjanir, nema að séð sé fyrir
orkunýtingunni.
Breytingartillaga sú, sem ég
hefi nú lýst, felur 4 sér almenna
stefnumörkun um stórátak til
hagnýtingar orkulinda landsins.
Það eru ýmis deiluatriði í fram-
kvæmd þessara mála, svo sem um
virkjanir, stærð þeirra og röðun.
Menn deila um stóriðju, staðsetn-
ingu hennar og eignaraðild. Breyt-
ingartillagan fjallar ekki um
þetta. Hún á ekki að fjalla um
nein ágreiningsmál, ef mönnum er
alvara með það, sem þeim leikur á
tungu um hagnýtingu orkulinda
landsins til að bæta lífskjör og at-
vinnuöryggi landsmanna. Hún
fjallar um hröð handtök jafn-
framt aðgát. Breytingartillagan
leggur áherzlu á stórhuga og
djarfa framfarasókn jafnframt
því að þjóðin sjái fótum sinum
forráð á þeirri vegferð.
Með hliðsjón af því sem ég nú
hefi sagt vænti ég þess að allir
hæstvirtir þingmenn geti samein-
ast um að greiða breytingartillög-
unni atkvæði. Það væri vottur
þeirrar þjóðareiningar sem nauð-
synleg er slíku Grettistaki, sem
hér er um að ræða.“
Nú getum við boðið þér
litla og lipra lafmagnsritvél
fy rir aðeins 4.250 krónur!
MESSAGE 860 ST
Lítil og þægileg vél
meö 32 cm valsi.
MESSAGE 990 CR
Lítil, fullkomin rafritvél
með leiðréttingarbúnaði.
Taska fylgir.
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
+ —K ~ vfi? Hverfisgötu 33
Starf* Simi 20560