Morgunblaðið - 19.05.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ1982
47
Jakob Loftsson
Jakob Loftsson:
„Ekkert gert fyrir
gamalt fólk nema
það eigi sterka aða
„Fjögur síðustu ár hef ég verið hálf-
gerður sjúklingur en mér liður þó
ágætlega. l*að er ágætt fólk sem kem-
ur hingað til min frá heimahjúkrun-
inni. Svo kemur hingað stúlka á hverj-
um degi sem eldar fvrir mig og tekur
til. I*að er mjög góð stúlka en dálítið
fámál. I*að versta er að maður er allt-
af hálf einmana — það koma svo fáir.
Flestir sem ég þekkti eru dánir og
hinir vita varla af því að maður sé
lifandi," sagði Jakob Loftsson er blm.
Mbl. heimsótti hann og spurðist fyrir
um hagi hans. Kona Jakobs er dáin
fyrir nokkrum árum. Jakob býr einn í
lítilli íbúð við Hringbraut, á þriðju
hæð, og eru margir stigar niður. Þar
sem Jakob er slæmur í fótum kemst
hann alls ekki niður þessa stiga og
verður því aö sætta sig við að vera
alltaf inni.
„Jú, ég vildi gjarnan komast á
hjúkrunarheimili, en þó með því
skilyrði að ég fengi að vera einn í
herbergi. Þar gæti ég eflaust haft
einhvern félagsskap — ég hef alltaf
haft gaman af því að spila og tefla.
Nú er þetta fólk sem ég var vanur
að spila við flest dáið og ég kemst
ekkert til að spila.
Hjúkrunarheimili er auðvitað
það sem koma skal, en þau eiga
kannski ekki að vera svona stór eins
og þau sem verið er að reisa núna.
Það væri held ég betra að hafa þau
fleiri og smærri. Fólk lætur yfir-
•
leitt vel af því að vera á þeim — þó
auðvitað sé aldrei hægt að gera öll-
um til hæfis.
Það var einu sinni sótt um fyrir
mig á Hrafnistu en það fékkst ekki
nema ég borgaði verulega peninga-
upphæð með mér — miklu meira en
ég hef efni á. Sumir virðast fá þar
vist með góðu móti en það virðist
hinsvegar ekki gilda um gamla sjó-
menn — en ég var sjómaður lengst
af. Það vill brenna við að ekkert sé
gert fyrir gamalt fólk nema það eigi
einhverja sterka að. Mér finnst eig-
inlega ekki nógu gott að verið sé að
halda lofræður á sjómannadaginn
ef lítið sem ekkert er svo gert fyrir
gamla sjómenn þegar þeir þurfa
loks á því að halda."
Að lokum spyr ég Jakob hvernig
hann eyði deginum.
„Ég les mikið — sérstaklega
finnst mér gaman að lesa bækur
sem ég hef lesið einhverntíma áður
og rifja þær upp. Ég á hins vegar
orðið erfitt með að lesa bækur sem
ég hef ekki lesið áður mér til
ánægju. Ég hlusta tölvert á útvarp
en sjónvarpinu hef ég hins vegar
ekkert gaman af. Ég veit ekki hvað
ég á að segja um útvarpsdagskrána
— hún er kannski ágæt eins og hún
er, nema e.t.v. er full mikið af þess-
um sinfóníum og allskonar tónlist
sem maður skilur ekki.“
— bó.
„Það er mjög misjafnt held ég.
Það er eflaust mikil nauðsyn á
auknu rými á hjúkrunarheimil-
um því margt gamalt fólk þarf að
komast á slíkar stofnanir. Einn
kunningi minn þurfti t.d. að bíða
í tvö ár við mjög erfiðar aðstæður
eftir vist á hjúkrunarheimili —
börnin hans gátu ekkert hjálpað
honum og þessi bið varð honum
mjög erfið. Ég er hins vegar svo
vel staddur að eiga þessa íbúð og
vil vera hér á meðan ég get.“
Hvernig gengur þér að borga
reikningana?
„Það gengur — hingað til hafa
ellilaunin a.m.k. hrokkið til. Ann-
ars hafa það verið mikil viðbrigði
hjá mér að hætta að vinna. Ég er
húsameistari og hafði 40 manns í
vinnu á Keflavíkurflugvelli fyrir
nokkrum árum. Nú lifi ég af elli-
laununum. En ég kvarta ekki, þaö
er allt í lagi á meðan manni getur
liðið vel.“
Hvernig verðu svo tímanum
uags daglega?
„Ef satt skal segja fer ég yfir-
leitt seint á fætur. Þá fer ég allt-
af út og geng hér í kring í hálf-
tíma mér til hressingar og heilsu-
bótar. Ég legg mig svo vanalega
aftur eftir hádegisverð og lít svo í
Dagblaðið þegar ég vakna. Ég hef
tapað sjón að undanförnu og á
erfitt með að lesa. Ég var nýlega
að fá snældur og tæki frá Hljóð-
bókasafni Blindrafélagsins og læt
segulbandið vanalega lesa fyrir
mig síðdegis. Nú, svo hef ég sjón-
varpið — það er gott svo langt
sem það nær, nema ég get ekki
horft á svart-hvítar myndir —
sjónin þolir það ekki lengur.
Þegar allt kemur til alls kann
ég mjög vel við mig hérna og
finnst að ég hafi það ágætt. Þetta
er ákaflega skemmtilegur og ró-
legur staður — hér er heillandi
útsýni og ákaflega fallegt sólar-
lag.“
— bó.
Vinnueftirlit-
id gefur út regl-
ur um heilbrigð-
is- og öryggis-
starfsemi
VINNUEFTIRLIT ríkisins hefur
gefið út bæklinginn Reglur um heil-
brigðis- og öryggisstarfsemi innan
fyrirtækja, en hann hefur að geyma
reglur er stjórn Vinnueftirlitsins
setti og eru byggðar á lögunum um
aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á
vinnustöðum frá 1980.
í frétt frá Vinnueftirliti ríkisins
kemur fram að annað megin-
markmið laganna sé að skapa skil-
yrði fyrir því innan vinnustað-
anna sjálfra að hægt sé að greiða
úr vandamálum er snerta öryggi
með samvinnu atvinnurekenda og
starfsmanna. Er tilgangur regln-
anna að útfæra nánar þau ákvæði
i lögunum er varða það samstarf.
Samkvæmt lögunum eru félags-
legur trúnaðarmaður starfsmanna
og atvinnurekandi í forsvari fyrir
þessu samstarfi þar sem vinna 9
eða færri. Séu starfsmenn 10 eða
fleiri skulu þeir kjósa sérstakan
öryggistrúnaðarmann úr sínum
röðum og atvinnurekandi tilnefna
sérstakan fulltrúa úr röðum
stjórnenda öryggisvörð. Séu
starfsmenn 50 eða fleiri skal sett á
laggirnar öryggisnefnd skipuð 2
fulltrúum frá hvorum aðila og
teljast báðir fulltrúar starfs-
manna öryggistrúnaðarmenn og
báðir fulltrúar atvinnurekenda ör-
yggisverðir samkvæmt hinum
nýju reglum. Starfstímabil þeirra
skal vera tvö ár í senn og ber at-
vinnurekanda að tilkynna Vinnu-
eftirliti ríkisins hverjum hefur
verið falin öryggisvarsla og örygg-
istrúnaðarstarf í fyrirtæki hans.
Sem fyrr segir er það Vinnueft-
irlit ríkisins er gefur út reglur
þessar og eru þær fáanlegar á
skrifstofu þess eða hjá umdæmis-
eftirlitsmönnum.
ÞETTA
ER...
Knattspyrnuskóli
Fram 1982
Námskeið verða sem hér segir:
1. júní til 24. júní
14. júní til 24. júní
28. júní til 8. júlí
12. júlí til 22. júlí
26. júlí til 6. ágúst
9. ágúst til 20. ágúst.
Eldri hópar frá 9 til 12 og yngri hópar frá 13 til 16.
Kennarar verða: Angrzej Sprejasau og Sigurbergur
Sigsteinsson.
Innritun á skrifstofu Fram, í Framheimilinu við Safa-
mýri, alla virka daga, kl. 13 til 15. Sími 34792.
Knattspyrnudeild Fram.
Kjörstaðir
við borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 22. maí 1982
verða þessir:
Álftamýrarskóli, Árbæjarskóli, Austurbæjarskóli,
Breiðagerðisskóli, Breiðholtsskóli, Fellaskóli, Lang-
holtsskóli, Laugarnesskóli, Melaskóli, Miðbæjarskóli,
Sjómannaskóli, Ölduselsskóli, Elliheimilið Grund,
Hrafnista DAS, Sjálfsbjargarhúsið Hátúni 12.
Á öllum kjörstöðum eru nákvæmar upplýsingar um
kjörsvæöa- og kjördeildaskiptingu.
Reykjavík, 17. maí 1982.
Skrifstofa borgarstjóra.
Hjúkrunarheimili
aldraðra í Kópavogi
Vígsluhátíð
20. maí 1982 (uppstigningardagur)
Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi verður tekið i
notkun fimmtudaginn 20. maí. Afþví tilefni eröllum
Kópavogsbúum og öðrum vinum og velunnurum um
allt land boðið til fagnaðar í hinu nýreista húsi að Kópa-
vogsbraut 1 milli kl. 15.00 og 19.00þann dag. Þar
gefst tækifæri til þess að skoða húsnæðið með öllum
sínum búnaði. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti og
vonast er til þess að sem allra flestir sjái sér fært að
koma.
DAGSKRÁ
14.30 Homaflokkur Kópavogs leikur utan dyra, stjórnandi
Björn Guðjónsson.
15.00 Hátíðardagskrá hefst.
• Trompetleikur, Jón Sigurðsson og Lárus Sveinsson.
• Skólakór Kársnes- og Þinghólsskóla, stjómandi
Þórunn Bjömsdóttir.
• Byggingarsagan rakin, ÁsgeirJóhannesson for-
maðurstjórnar fulltrúaráðsins.
• Ávarp, Hildur Hálfdanardóttir, framkvæmdastjóri
Hjúkrunarheimilisins.
• Hjúkrunarheimilinu gefið nafn.
• Bænarstund, sr. Ámi Þálsson og sr. Þorbergur
Kristjánsson.
• Skólakór Kársnes- og Þinghólsskóla.
• Ávarp, formaðurfjárhagsráðs, Elsa Vilmundardóttir.
• Avörpgesta.
• Lokaorð, Soffía EyglóJónsdóttir.
Kynnir: Páll Bjarnason
Utan hátíðardagskrár m.a.:
• Sýning á verkum barna í Digranesskóla í tilefni
ársaldraðra.
• Sýning á verkum úrsafni Listasafns Kópavogs.
• Samkór Kópavogs, stjómandi Ragnar Jónsson.
• Kór Menntaskólans í Kópavogi, stjómandi
Gunnsteinn Ólafsson.
Veltlngar eru gefnar af fyrirtækjum og félaga-
samtökum í Kópavogl.
VANTAR ÞIG VINNU (n)
VANTAR ÞIG FÓLK i
!*•' VVCLYSIR IM Al.LT
LAND ÞEGAR Þl ALG
LYSIR I MORGLNBLAÐIM