Morgunblaðið - 19.05.1982, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ1982
53
BÆJAR- OG
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
Aldamótin og nútíminn. Nýja sjúkrahúsió er til hægri á myndinni, en það gamla, sem er frá aldamótum, til vinstri. Fyrirhugað er að tengja húsin
þegar það nýja verður tekið i notkun.
í Seyðisfirði ræddi Morgunblaðið við
efsta mann á lista Sjálfstæðisflokksins og
bæjarstjórann og fékk upplýsingar um
það, sem helzt væri á döfinni á vegum
bæjarins. Kom fram i máli þeirra að nú
stendur yfir bygging sjúkrahúss, bygging
grunnskólahúss er á döfinni, hitaveita var-
tekin í notkun í vetur auk ýmissa annarra
verkefna, sem á dagskrá eru. t>á lögðu
þeir báðir áherzlu á samgöngur og töldu
að samgönguvandamál Seyðisfjarðar yrðu
ekki leyst nema með því að gera jarðgöng
í gegn um fjöllin milli SeyðisQarðar,
Mjóafjarðar og Norðfjarðar. I Seyðisfirði
hafa sjálfstæðismenn og framsóknar-
menn myndað meirihluta saman. Hafa
sjálfstæðismenn tvo fulltrúa og fram-
sóknarmenn þrjá.
Theódór Blöndal, efsti maður á lista Sjálfstæóisflokksins:
Stefnum að því að bæta við
okkur einum bæjarfulltrúa
Toxti HG Ijósmyndir Kristján
„VIÐ höfum myndað meirihluta
innan bæjarstjórnarinnar ásamt
Framsókn síðastliðin 8 ár, höfum
haft tvo fulltrúa og þeir þrjá. Nú
stefnum við að því að jafna þetta
hlutfall og fá þrjá fulltrúa kjörna.
Það munaði aðeins 2 atkvæðum í
síðustu kosningum að við fengjum
þrjá menn kjörna. Þá var slagur-
inn um fulltrúann á milli okkar og
krata og nú ætlum við að hirða
fulltrúann af þeim og erum hóf-
lega bjartsýnir," sagði Theódór
Blöndal, tæknifræðingur og efsti
maður á lista Sjálfstæðisflokksins
í Seyðisfirði.
„Það er að sjálfsögðu margt á
döfinni hér og mesti kostur byggð-
arlagsins er sá að sveitarfélagið
sjálft stendur ekki að neinum
beinum atvinnurekstri, en eins og
ástandið er nú verður að styðja við
bakið á atvinnurekendum hér,
meðal annars með því að bjóða út
verk á vegum bæjarins. Horfurnar
í atvinnumálum eru alls ekki
smm
slæmar, ef rétt verður á málum
haldið, þrátt fyrir hrun loðnu-
stofnsins og tvær verksmiðjur
standi aðgerðarlausar af þeim
sökum. Þá þarf tilfinnanlega að
auka málmiðnað og viðgerðar-
þjónustu fyrir skip og koma þarf
upp bættri upptökuaðstöðu fyrir
skip. Skipasmiðjur hafa verið hér
frá fornu fari og hafa ætíð gengið
vel. Við getum þá ekki horft fram-
hjá því að kísilmálmverksmiðja í
Reyðarfirði er í sjónmáli og gæta
verður þess að ekki komi til bú-
seturöskunar af þeim sökum.
Hvað það varðar er ekki nægilegt
að gera endurbætur á veginum yf-
ir Fjarðarheiði, það er ljóst að á
þessum slóðum er betra að fara í
gegnum fjöllin en yfir þau. Það er
nauðsynlegt að tengja Seyðisfjörð
betur við syðri firðina og þá telj-
um við beztu lausnina að gera
göng milli Seyðisfjarðar og Mjóa-
fjarðar og þaðan yfir til Norð-
fjarðar. Þá þyrfti að koma sóma-
£ &
* -M
samlegur vegur upp úr Mjóafirði
áleiðis til Egilsstaða. Með þessum
máta væri það kleift fyrir Seyð
firðinga að stunda vinnu á öðrum
fjörðum, komi sú staða upp og auk
þess styttir það vegalengdina á
milli staða, öllum til hagsbóta. Til
að koma í veg fyrir búseturöskun
verður einnig að standa vörð um
fyrsta stig framhaldsnáms og
iðnnám til að halda áfram uppi
viðunandi fræðslu fyrir unglinga,
gæta þess að málefnum aldraðra
sé borgið og heilsugæzla verði
fullkomin á öllum almennum svið-
um.
Hvað varðar samgöngur að öðru
leyti, þá er nauðsynlegt að gera
staðinn að alvöru ferjuhöfn og
bæta aðstöðuna fyrir Smyril eins
og unnt er og auka þjónustu við
ferðamenn með því að byggja
framtíðarhótel og veita alla al-
menna ferðamannaþjónustu. Sigl-
ingar Smyrils hingað eru mjög
mikilvægar, bæði fyrir bæinn og
„ÞAÐ er vissulega ýmislegt í
bígerð á kosningaári. 25 rúma
spítali og heilsugæzlustöð eiga að
verða tilbúin undir tréverk í júlí
eða ágúst í sumar og verður þar
öll almenn þjónusta, tannlækna-
stofa og endurhæfing meðal ann-
ars. Þá er verið að undirbúa bygg-
ingu skólahúss fyrir allt grunn-
skólastigið, unnið að vatnsveitu,
hitaveita var tekin í notkun í vet-
ur, og ýmislegt fleira er í gangi,"
sagði Jónas Hallgrímsson, bæjar-
stjóri í Seyðisfirði, er Morgun-
blaðið innti hann eftir helztu
framkvæmdum á vegum bæjarins.
Jónas sagði ennfremur að
sjúkrahússbyggingin hefði verið
orðin mjög nauðsynleg þar sem
gamla sjúkrahúsið væri frá alda-
mótum. Þarna yrði öll þessi þjón-
usta undir sama þaki og væri það
til mikilla hagsbóta. Þá sagði
hann bygginguna hafa verið 4 ár í
smíðum og kostnaður um áramót
hefði verið orðinn 5,3 milljónir og
næmi hlutdeild bæjarins um 1,8
milljónum króna. Þá væri fyrir-
Austfirðina í heild, og kappkosta
verður að þær leggist ekki niður.
Auk þessa er ýmislegt, sem er á
döfinni, og má nefna bætta
neyzluvatnsöflun og nú er til
dæmis beðið eftir niðurstöðum um
það hvernig vatnshreinsitækin á
Akranesi reynast. Ýmsar bygg-
inga- og gatnagerðarframkvæmd-
ir eru í gangi og unnið er að fegr-
un bæjarins, en of langt mál yrði
að tíunda allt sem gert hefur verið
og til stendur. Samstarfið í bæjar-
stjórn hefur verið mjög gott og
fyrst og fremst markazt það af
mönnum og málefnum en ekki
stjórnmálaskoðunum og yfirleitt
hugað að tengja nýja húsið því
gamla og verið væri að kanna
hvernig það yrði hagkvæmast.
Jónas sagði að verið væri að
undirbúa útboð í byggingu nýs
grunnskólahúss en gamla skóla-
húsið væri frá aldamótum. Áætlað
væri að byggingin tæki 4 til 6 ár
og yrði tekin í notkun í áföngum.
hefur verið samstaða um lausn
mála. Við höfum mest einbeitt
okkur að því að leysa mál byggð-
arlagsins og látið pólitísk vanda-
mál lönd og leið. Við reiknum því
með því að öllu óbreyttu að halda
áfram samstarfi við Framsóknar-
flokkinn.
Það hefur náðst góð samstaða
um lista Sjálfstæðisflokksins og
mikil þátttaka var í prófkjörinu
hjá okkur. Mér finnst því andinn í
bænum stefna til okkar mála og
við vonumst eftir stuðningi kjós-
enda á næsta kjörtímabili," sagði
Theódór.
Þá væri flutningur íþróttasvæðis-
ins í undirbúningi. Fyrirhugað
væri að það yrði í Garðarstjörn og
væru allar teikningar og heimildir
tilbúnar. Þar yrði bæði gras- og
malarvöllur, hlaupabrautir og að-
staða til iðkunar frjálsra íþrótta.
Þá yrði bygging þriggja verka-
mannabústaða boðin út á næstu
dögum og fyrirhugað væri að
leggja bundið slitlag á rúman kíló-
metra af götum bæjarins í sumar.
Unnið væri að gerð smábáta-
hafnar, endurbótum á vatnsveitu
og í vetur hefði hitaveita verið
tekin í notkun og væru nú um 180
hús tengd henni.
Þá væri það brýnt framtíðarniál
að koma samgöngumálum í lag og
yrði það ekki gert nema með gerð
jarðganga þannig að hægt væri að
aka frá Seyðisfirði gegnum Mjóa-
fjörð til Norðfjarðar og frá Mjóa-
firði til Kgilsstaða. Með því yrði
þetta svæði eitt samgöngusvæði
og yrði þannig komið í veg fyrir
byggðaröskun með tilliti til bygg-
ingar kísilmálmverksmiðju.
Jónas Hallgrímsson, bæjarstjóri:
Bæta verður samgöngur við
Seyðisfjörð með gerð jarð-
ganga til Mjóa- og Norðfjarðar
Verið er að vinna að fegrun bæjarins og I því skyni er mcðal annars verið að
hlaða upp bakka árinnar.
Séð inn Seyðisfjörð.