Morgunblaðið - 19.05.1982, Síða 28
68
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ1982
1fJói <sr lífvörður m'mn, þar ■til éq hef Saqt
pér hiay éef \jer\b \ Q\\a nótt."
HccA/vnn
... að láta blómin
tala.
TM Rag U.S. Pat Otl -all rlghu reswvad
•1982 Loi Angsta* Tknn SyndlcaM
Kg er hræddur um að við séum
komnir út úr kortinu?
Með
mor^unkafnnu
Nú skaitu bara vera duglegur
að vaxa — mundu það að þú
stækkar en ekki frakkinn? Og
þá geturðu nú verið ánægður!
HÖGNI HREKKVlSI
Sjónvarpið:
Fleira er mat-
ur en feitt kjet
Gestur Sturluson skrifar:
„Velvakandi.
Af íslensku fjölmiðlunum er
sjónvarpið langsterkast, af því að
það nær til svo margra. Hvernig
hefur því tekist að valda því hlut-
verki? Um það eru áreiðanlega
skiptar skoðanir, en ég held að eft-
ir efnum og ástæðum hafi það
bara staðið sig nokkuð vel, og ætla
ég ekki að fara náið út í þá sálma.
Það er þó eitt sem mig langar að
minnast á, í sambandi við frétta-
flutning og skoðanaskipti í þjóðfé-
laginu. Þar finnst mér að betur
hefði mátt til takast hjá sjónvarp-
inu að ýmsu leyti. Mér finnst sem
sé að það hafi gert of mikið af því
að eltast við hina eilífu þrætubók
stjórnmálamanna. Þarna eru þeir
látnir þylja tölur lon og don, sem
enginn botnar neitt í eða getur
metið réttilega. Og þó svo væri,
kæmi það út á eitt, því að stað-
reyndir skipta okkur Islendinga
yfirleitt engu máli og hafa aldrei
gert, sem betur fer, því að annars
værum við víst fyrir löngu útdauð-
ir. En það er fleira matur en feitt
kjet, og kem ég nú loksins að
kjarna máls míns.
Mér finnst að sjónvarpið hafi
ekki gert nóg af því að upplýsa og
kynna stórmál sem upp hafa kom-
ið hjá þjóðinni, séu þau ekki póli-
tísk, þó að alþingismenn eigi í
hlut. Ég vil í þessu sambandi
minnast á Skjónu-málið fræga hér
um árið. Það hefði orðið mikill
akkur fyrir sjónvarpið, hefði það
fengið deiluaðila í því merka máli
til að leiða saman hesta sína. Eins
og flestir vita var annar aðilinn
okkar ágæti og þjóðkunni bóndi og
alþingismaður Björn á Löngu-
mýri, en nafni hins hef ég gleymt.
Að vísu skal tekið fram, að sjón-
varpið kveikti á perunni, þegar
annað merkilegt deilumál upp-
hófst. Var það út af sauðfjárböð-
un, og var Björn á Löngumýri þar
einnig málsaðili. Það var frábær
þáttur og stóðu báðir aðilar sig
eins og hetjur. Nú er komið upp
annað stórdeilumál, vonandi ekki
ómerkara, og hefur enginn fjöl-
miðill sinnt því nema Tíminn, sem
vera ber, hann er jú bænda- og
dreifbýlisblað. Og Svarthöfði var
eitthvað að minnast á þetta í
Dagblaðinu & Vísi á sinn
skemmtilega hátt, eins og honum
er lagið.
Nefnd deila stendur milli Egg-
erts Haukdals og séra Páls S.
Pálssonar, sem báðir búa á Berg-
þórshvoli. Hæfir þab vel, því að
það er einn af sögufrægustu stöð-
um landsins. Fjallar deila þessi
um meri, eins og hin fyrri, en sá er
þó munurinn, að þessi meri er
dauð. Eins og gengur spinnast ým-
Björn Pálsson. „Ég vil i þessu sam-
bandi minnast á Skjónu-málið fræga
hér um árið. Það hefði orðið mikill
akkur fyrir sjónvarpið, hefði það
fengið deiluaðila í því merka máli til
að leiða saman hesta sína. Eins og
allir vita var annar aðilinn okkar
ágæti og þjóðkunni bóndi og alþing-
ismaður á Löngumýri, en nafni hins
hef ég gleymt."
is önnur mál þar inn í. Til að al-
þjóð fái nú að vita allan sannleik-
ann um þetta merka deilumál
skora ég á sjónvarpið að fá aðila
þess til að leiða saman hesta sína,
og auðvitað á enginn annar en
Ómar Ragnarsson að stjórna þess-
um þætti.
Trúarsaimindi eða skáldskapur?
Dr. Benjamin H.J. Eiriksson sknfar
12. maí:
„Eitt af vélabrögðum djöfulsins er
það, að nota verkfæri sín til þess að
koma því inn hjá mönnum, að trúar-
sannindi séu aðeins skáldskapur,
sögur, þjóðsögur, ljóð, guðmæli
spámanna og lýsingar á yfirskilvit-
legum hlutum, séu þetta og annað
ekki, skáldskapur — ekki trúarsann-
indi, sannindi sem maðurinn eigi að
játa og játast, taka sem heilög sann-
indi, og lifa samkvæmt þeirri þekk-
ingu. Séra Árelíus Níelsson hefir ár-
um saman skrifað greinar í Mbl., þar
sem hann boðar þessa kenningu: trú-
arsannindin eru skáldskapur.
Það er kannski takmörkuð sann-
girni í því að ræða sérstaklega skrif
ÁN. Kannski væri nærtækara að
minnast á nýja biskupinn? Hann
léttir sér hirðisstarfið í nýju hirð-
isbréfi með lántöku hjá A. Schweitz-
er og búddhískum kenningum hans.
En mín ástæða er grein ÁN í Mbl.
12.5.: Friðarkveðja Krists, óskin æðsta.
Sagnaritun ÁN er með sama blæ
ög áður: Charles Martel bauð aröbun-
um hina kinnina. Friðurinn blasir við
alls staðar. Ég hlýt hinsvegar að
minnasL Afghanistans, Líbanons,
íraks, Irans, Sí.T.2!íu; Eritreu, Nam-
ibíu, Benín, Sahara, Argentínu, íjrét-
lands, Nicaragua, E1 Salvadors og
Kampútseu. Það mætti lengja list-
ann: Baskaland, Norður-írland, Vest-
urbakkinn, Tyrkland, jafnvel Ítalía,
— endalaust. ÁN sér friðinn alls
staðar.
Um Jesúm segir hann: „Sjáið ekki,
hann er alltaf að koma. Endir hins
illa heims er alltaf daglega fyrir sig-
urmætti sannleika og elsku, sem
beinir fótum vorum á friðarveg,
þrátt fyrir allt. Hann birtist í skýj-
um við hverja sólaruppkomu morg-
uns og segir: „Friður sé meö yöuf.““
Morgunn fer um alla jörð á 24
stundum, nema við pólana. Sólar-
uppkomuskýin birtast um alla jörð á
24 stunda fresti. Jesús ætti því að
hafa nóg að gera, bundinn við þetta,
svífandi með morgninum umhverfis
jörðina alla daga. Lesandinn segir
auðvitað, að orðin eigi ekki að skilj-
ast þannig, bókstaflega þ.e. sem-
sannleikur. heMur sem skáldskapur.
Einmitt! Greinin er öll í þessum dúr.
Staðreyndir skipta ekki máli.
Kenning Biblíunnar er á þá leið, að
varanlegur sigur yfir hinu illa er
bundinn endurkomu Jesú. Trúaðir
menn vænta hans, þrátt fyrir boð-
skap herra Sigurbjarnar, og með
komu hans — komu guðsríkisins,
sem kristnir menn biðja um daglega
í upphafi Faðirvorsins. Endurkom-
una boðaði Jesús sjáanlega öllum
þjóðum, en orðin: Friður sé með yður,
mælti hann til lærisveinanna. Og
hann sagði ákveðið hver væri höfð-
ingi þessa heims, heimsskipulags:
náunginn, sem ég nefndi í upphafi.
Jesús sagðist koma 1 SKyJum.
skýjum hefi ég lýst í grein í Velvak-
anda 3.3. 1981. Eg held að ÁN hafi
ekki líkað sú lýsing, og vilji gera bet-
það, að hann kennir lesandanum að
hann þurfi ekki að taka trúarsann-
indin alvarlega, þar sem þau séu
skáldskapur, upplyftingaratriði,
eitthvað göfugt til að dreifa með hug-
anum. Rugl hans er því síður en svo
saklaust. Rugl? Sagði ég rugl? Einu
sinni sagði séra Árelíus í blaðagrein:
Eins og allir vita er ég fífl. Hann
sagði þetta eftir að hægri umferð
hafði verið tekin upp, þrátt fyrir
mótmæli hans og blóðidrifnar lýs-
ingar. En kannski átti ekki að taka
alvarlega þessi orð hans frekar en
annað sem hann segir? En hvers-
vegna vill hann endilega oii"tu .Tfr*5"
laus orð? Ætli ritstjórar Mbl. —
„sverðs og skjaldar kristninnar í
landinu" — lesi ekki blaðið?
ur.
Hið óttalega við boðskap ÁN er
Skrifið eða hringið
til Velvakanda
Velvakandi hvetur lesénuiir til 2Ö skfifa baettinum
um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta — eða hringja
milli kl. 10 og 12 mánudaga tíl föstudaga. Bréf þurfa
ekki að vera vélrituð. Þeir sem ekki koma því við að
skrifa slá þá bara á þráðinn og Velvakandi kemur
orðum þeirra áleiðis. Nöfn, nafnnúmer og heimilis-
föng þurfa að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að
hðfundar þess óski nafnleyndar.