Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JUNI 1982 21 A tröppum llafnarháskóla þann 6. maí 1935. Frá vinstri: Jósafat, Björn Þórarinsson, Klemens Tryggvason, Ásivaldur Eydal, Hallgrímur Helgason og Arngrímur Sigurjónsson. Myndina tók Ingólfur Davíðsson. kemur upp í hugann, lóðamálin og svokölluð útstrikunarmál. I kosn- ingunum 1953 hafði Þórður Þor- steinsson á Sæbóli, fjórði maður á lista Alþýðuflokksins, beitt sér fyrir útstrikunarherferð sem end- aði á þann veg að hann sat uppi sem efsti maður á lista flokks síns í stað Guðmundar G. Hagalín. Aftur á móti munaði einu atkvæði á Þórði og efsta manni á lista Fram- sóknar, Hannesi Jónssyni sendi- herra, sem komst inn. Þessar kosn- ingar voru dæmdar ólöglegar vegna slóðaskapar hins opinbera. Það vantaði nefnilega tvö utan- kjörfundaratkvæði sem Þórður átti í Ameríku. Þegar kosningarnar voru endur- teknar fóru Guðmundur Hagalín og hinir tveir, sem Þórður hafði látið strika út, með allt sitt lið yfir á Hannes Jónsson sem kolfelldi nú Þórð. Síðari kosningarnar voru eig- inlega uppgjör milli Þórðar og Hannesar, þannig að ég var dauðhræddur um að eitthvað af mínu fólki færi að skipta sér af þeim málum. En þegar til kom tap- aði ég bara fjórum atkvæðum á þeirri glímu. I hreppsnefnd voru kosnir: ég, Hannes og þrír fulltrúar óháða listans hans Finnboga Rúts Valdimarssonar. Seinna gerist það að Hannes Jónsson er skipaður umboðsmaður jarðeigna ríkisins og fer að úthluta hér lóðum upp á eigin spýtur. Okkur hinum þótti ómögulegt að einn bæjarfulltrúi og þar að auki framsóknarmaður, fengi svona prívat öll völd í lóðamálum okkar. Finnbogi Rútur, sem var í meiri- hluta, átti mótspil gegn þessu. Hann einfaldlega neitaði mönnum um byggingarleyfi, þó þeir væru búnir að fá lóð hjá Hannesi. Þessi mál voru lengi í hnút. Þau leystust ekki fyrr en Hermann myndaði vinstri stjórnina '56 og kaupstaður- inn keypti landið á nokkur hundruð þúsund, — fyrir allan Kópavog, hugsaðu þér! Eg hef aldrei heyrt annan eins spottprís fyrir jafngott land. Finnbogi Rútur og hans lið setti mikinn svip á pólitíkina hér á þess- um tíma. Hann hafði alltaf örugg- an meirihluta og stjórnaði þessu öllu með harðri hendi. Mér er alltaf hlýtt til Finnboga, þó þessi óháði listi hans hefði nú verið óttalegt grautarframboð. Það má segja að Sjálfstæðisflokkurinn, sem nú er kominn í 42% hér, hafi ekkert farið að vinna á fyrr en Finnbogi hætti þessu stússi." Þeir bara hlógu — En þú slóst víst við fleiri en Finnboga á þessum tíma. „Já, ég átti í stríði við að koma upp sparisjóði hérna. Sjáðu til, ég var búinn að spyrja bæði Útvegs- bankann og Landsbankann hvort þeir vildu ekki setja upp útibú hér í Kópavogi. Þeir bara hiógu að mér og sögðu að hérna væri nú ekki feitan gölt að flá. Mér fannst ómögulegt að hafa þennan bæ án einhverrar bankaþjónustu. Það þurfti að fá einhverja stofnun sem gat veitt almenna bankafyrir- greiðslu. Árið 1956 kallaði ég saman þrjá- tíu manna fund og stofnaði Spari- sjóð Kópavogs. Ef ég á að vera hreinskilinn þá er ég stoltastur af þessu verki á minni starfsævi. Með þennan árans undirróður á móti sér var þetta mesta basl. Andstað- an gegn sparisjóðnum kom aldrei upp á yfirborðið en menn hvísluð- ust á um að skipta ekki við hann og þess háttar." — Hvaða augum lítur þú þau verðmæti sem felast í peningum? Eru þau eftirsóknarverð? „Nei, mér hefur aldrei langað til að þéna peninga, þó ég vilji auðvit- að hafa nóg fyrir mig eins og aðrir. Mér hefur oft verið boðið að vera með í fyrirtækjum og þess háttar, en alltaf hafnað því. Eg hef ekki viljað flækja mér í neitt brask, enda tel ég ekki við hæfi að maður í mínu starfi sé mikið í prívatvið- skiptum. Eins og annars staðar hefur alla tíð verið geysilega mikil eftirspurn eftir lánsfé í sparisjóðnum. Á fyrstu árunum fannst mér hreint siðleysi hvernig farið var með sparifjáreigendur. Ég tók við pen- ingum á neikvæðum vöxtum og lánaði þá á óeðlilega lágum vöxt- um. Á þessu töpuðu þeir sem síst skyldu. Mér hefur alltaf þótt illt að geta ekki hjálpað peningalausum mönnum. Til mín koma um tuttugu manns daglega, svo þú getur rétt ímyndað þér hvort þau eru ekki margvísleg viðhorfin sem maður kynnist. Mér virðist fólkið í dag vera að gefast upp á verðbólgunni, þannig að jafnvel þessir háu vextir eru hættir að duga. Þetta þjóðfélag fær ekki staðist mikið lengur með þessa verðbólgu. Það hljóta þeir bráðum að sjá sem ekki hafa séð það enn." — Við hvað unir þú helst þegar starfinu sleppir? „Ég hef ósköp gaman af vandaðri tónlist. Móðir mín var organisti og kenndi unglingum þá list á heimili Stjórn Sparisjóðs Kópavogs og sparisjóosstjöri þegar sjóðurinn flutti í nýtt húsnæði þann 25. júní 1965. Frá vinstri: Sigurður Helgason, Jósafat, Hrólfur Ásvaldsson sparisjóðsstjóri og Jón Skaftason. mínu. Sjálfur komst ég nú aldrei lengra en í Eldgamla ísafold, — og búið." Hver skilur óendanleikann? „Núna reyni ég að lesa og fylgj- ast með því sem kemur út, þó margt af hinum nýrri skáldskap sé ekki uppá marga fiska. Af ljóð- skáldum hef ég mest gaman af þeim gömlu, Matthíasi, Jónasi og Stephan G. Síðari tíma ljóðlist á ekki við mig. Það kemur ekki að- eins til af því að ég sé alinn upp í hinu rímaða formi, heldur finnst mér oft svo lítið efni í þessu órím- aða. Stundum er þetta bara innan- tómur orðaleikur. Jósafat á gangi eftir Österbrogade í Kaupmannhöfn árið 1936 ásamt eiginkonu sinni, Áslaugu Líndal, sem þá hét raunar Áslaug Katrín Öster og kom frá Færeyjum til að stunda kennaranám í Höfn. okkar. Skilningurinn og skynfærin eru svo ófullkomin. Þar er svo margt sem við fáum ekki skilið, til dæmis þá staðhæfvngu að himin- geimurinn sé óendanlegur. Hver skilur hvað óendanlegur himin- geimur er? — Ekki ég." Valtastur vina — Koma þær stundir í lífi þínu þegar trúarlegar efasemdir sækja stíft á hugann? „Vissulega, þegar nú sjálfur Matthías var farinn að efast, þá er ekki skrýtið að svona kallar eins og ég skuli gera það. Svo er því heldur ekki að neita að maður hefur sótt vísdóm og spakmæli víðar að en úr kristindómnum, til dæmis úr Hávamálum. Það er merkilegt hvað heiðingjar hafa skilið eftir sig mikið af góðum heilræðum og ég hygg að margt hefði farið betur ef við hefðum þorið gæfu til að fara eftir þeim. Ég er hræddur um að eigingirni, fordómar og landa- mæraerjur séu að drepa mannkyn- ið. Og sjálf kirkjan hefur nú ekki aldeilis verið saklaus um dagana. Við munum bara gauraganginn í honum Jóni sáluga Arasyni hérna heima. Hann átti alltaf í einhverj- um útistöðum við menn í nafni heilagrar kirkju. Ég held heimur- inn yrði nú betri ef menn væru al- mennt heilli í sinni trú og lífsskoð- un." — Hefur safnaðarstarfið hér veitt þér einhverja lífsfyllingu? „Ég veit satt að segja ekki hversu mikla lífsfyllingu þetta starf mitt innan kirkjunnar hefur fært mér. Ég hef nefnilega alltaf verið hafður í peningamálunum, svo andlegs eðlis sem það nú er." — Þú ert kannski búinn að fá þinn skammt af fjármálavafstri? „Æ, já. Svo ég segi eins og er þá er ég orðinn hálfleiður á þessum peningamálum. Það hafa aldrei verið peningamálin sjálf sem hafa verið eftirsóknarverðust í mínu starfi, heldur möguleikarnir á að geta greitt úr fyrir fólki sem raunverulega hefur þurft á því að halda. Og fyrst við vorum að tala um Hávamál áðan, þá stendur þar einhvers staðar: „Svo er auður sem augabragð, hann er valtastur vina." Þessum sannindum kynnist enginn betur en maður í mínu starfi. Heyrðu, þetta er nú orðin meiri þvælan hjá okkur," segir Jósafat þegar við allt í einu gerum okkur grein fyrir því að sólin er hætt við að setjast og hangir yfir sjóndeild- arhringnum eins og hún gerði í Húnavatnssýslunni sumarið 1912. Við kveðjumst, þvi bæði kvöldið og Carlsberginn eru á þrotum. Jósafat flytur ávarp við vígslu Kópavogskirkju 16. desember 1962. Sumar af bókum Laxness finnst mér ágætar og líka Gunnars Gunn- arssonar, þó honum hætti til að teygja lopann. Eg held að magn skáldsagna hafi aukist meira en gæði síðustu árin. Þess vegna hef ég frekar kosið félagsskap ævi- sagna upp á síðkastið. Ég les þær í bland við bækur um trúmál og spíritisma. Móðir mín var mjög trúuð kona og innrætti mér virðingu fyrir kristinni trú. Sumt fór inn um ann- að eyrað og út um hitt eins og gengur. Hún var af þessum gamla skóla sem bar djúpa virðingu fyrir öllu á sviði trúmála. Það má segja að ég hafi hlotið þann arf. Trú er trú og þess vegna er ekk- ert hægt að sanna þar um. Flestir guðleysingjar telja sig trúlausa. En er það ekki ákveðin trú útaf fyrir sig að trúa því að enginn Guð sé til? Ég hef aldrei haft spurnir af trúlausu samfélagi manna. Menn hafa alltaf trúað á eitthvað annað líf en það sem við þykjumst þekkja. Efnið og andinn eru tveir hlutir ólíks eðlis. Sjálfur er í'g til dæmis viss um að hérvist okkar er aðeins viðkomustaður á löngu ferðalagi. Margir telja sig hafa lifað áður og ekki rengi ég það. Og ef við tölum um spíritisma, þá hafa svo margir vandaðir menn, menn sem ekki hafa mátt vamm sitt vita, gefið sig að honum, að það er erfitt að af- greiða hann sem tómt kukl. Ég trúi því að andinn sé eilífur, því samkvæmt almennri rökhugs- un verður ekkert til af engu. Hins vegar verðum við líka að gera okkur grein fyrir takmörkum Viðtal: Garöar Sverrisson Ljósmyndir: Kristján Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.