Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ1982 Ronald Reagan kemur á fund með ríkisstjðrn sinni I Hvíta húsinu. HENRY A. ■■■ KISSINGER: ^ ^3 ATBURÐIRNIRI iH PÓLLANDI OG REAGAN FORSETI 46 ótt nú séu liðnir nær 6 mánuðir frá setningu her- laga í Póllandi, liggur enn ekki fyrir sameiginlega mörkuð stefna vestrænna ríkisstjórna um það, hvort veita eigi peningastofn- unum í einkaeign leyfi til þess að dæla sparifé Vesturlandabúa inn í efnahagslíf Póllands, en það skipt- ir sköpum fyrir Pólverja. Hvað varðar erfiðleikana á efnahagsleg- um þvingunum af hálfu Banda- ríkjanna og álit manna á þéim, þá er eitt víst, að þeir erfiðleikar myndu ekki eiga við um stjórn- málaleg samskipti okkar við kommúnistaríkin. Akvörðunin um það, á hvern hátt skuli haga stjórnmálasambandinu við Austur-Evrópu er í höndum æðstu stjórnvalda okkar; þar er ekki þörf á neinum afskiptum bandaríska þingsins. Engir einkahagsmunir eru þar í hættu. Hlutdeild banda- manna okkar í milliríkjasamning- um Bandaríkjanna við Austur- Evrópu er vart teljandi. Hvernig er þá hægt að útskýra þennan ákafa okkar Bandaríkja- manna við að halda áfram alls konar samningaumleitunum. Hvernig er unnt að koma þeim fullyrðingum heim og saman, að Sovétríkin beri sökina á kúguninni í Póllandi, en við höldum samt áfram að taka þátt í ráðstefnunni í Madrid, sem fjallar einmitt um það Helsinki-samkomulag, sem virt er svo algjörlega að vettugi í Póllandi þessa stundina? Hvaða skýringar eru til á fundum utanríkisráðherra Bandaríkjanna og utanríkisráðherra Sovétríkj- anna á meðan herlög gilda í Pól- landi og fangabúðir eru þar enn við lýði? Hvað er það, sem gerir fund Brézhnevs og Reagans svo bráðnauðsynlegan við þessar kringumstæður. Hvað mega bandamenn okkar, og raunar aðrir hlutaðeigandi aðilar einnig, álíta og álykta um þvingunaraðgerðir af nkkar hálfu og samn- ingaviðræður æðstu manna, sem haldið er uppi á einum og sama tíma? Mér er vel kunnugt um þau gagnrök, að sumar samningavið- ræður séu of mikilvægar til að láta ókyrrð og hverfulleika í heimspólitíkinni á líðandi stund hafa úrslitaáhrif á gang þeirra. Því er haldið fram, að Madrid- ráðstefnan sé kjörinn vettvangur til þess að fletta ofan af glæp- samlegri sök Sovétríkjanna á at- burðunum í Póllandi, að Haig utanríkisráðherra Bandaríkjanna muni hundskamma hinn sovézka starfsbróður sinn, Gromyko, eða að Reagan forseti muni svo sann- arlega tala yfir hausamótunum á Brézhnev. Skriffinnum banda- ríska utanríkisráðuneytisins verð- ur aldrei skotaskuld úr því að tefla fram hinum hugvitsamlegustu skynsemisrökum fyrir því að láta fremur tala um málin en að taka á þeim. Þeir virðast sannfærðir um, að með þeirri einlægni, sem við Bandaríkjamenn leggjum í mál- flutning okkar, raunum við hafa spekjandi áhrif jafnvel á fram- ferði valdhafanna í Kreml. En við þurfum tæpast á Madrid að halda til þess að refsa Sovétríkjunum fyrir yfirsjónir þeirra; Washington og Sameinuðu þjóðirnar væru fullt eins hentugur vettvangur til þessa og ekki eins neyðarlegur. Fundir utanríkisráðherra og fundur æðstu manna stórveldanna geta verið nytsamlegir, en þó ekki þeg- ar stofnað er til þeirra af slíkri fullkominni léttúð — eða undir- búningi þeirra jafnvel hraðað á sömu stundu og fyrstu fregnirnar bárust um að lýðfrelsi sé fótum troðið í Mið-Evrópu. Það getur ekki þjónað pólitískum hagsmun- um Bandaríkjanna, að við skulum auka stórlega samskipti hátt- settra embættismanna okkar við sovézka ráðamenn meðan ríkir pólitískt vandræðaástand, sem Sovétríkin eiga sök á. Það væri þá helzt, að við vildum endilega hvetja Sovétríkin til að koma af stað enn frekari pólitískum vand- ræðum. Ég hef verið nokkuð hikandi við að gagnrýna utanríkismálastefnu, sem að nokkru hefur verið mótuð af svo mörgum vina minna og fyrri samstarfsmönnum. Ég ber fullt traust jafnt til þeirra sem og starfsfélaga þeirra. Ég fagna því, hve mjög þeir láta sér annt um að viðhalda stefnunni um friðsam- lega sambúð ríkja. En þessu markmiði ná þeir hins vegar ekki fram, nema þeir veiti mótaðilan- um verðuga refsingu fyrir póli- tíska þvermóðsku, en hvetji hann jafnframt til að taka upp hófsam- ari og sáttfúsari stefnu. Eigi frið- urinn að vera bæði varanlegur og skynsamlegur, verður hann ekki einungis að hafa hagkvæmni í för með sér, heldur og þá tilfinningu að réttlæti ríki. (The New York Times.) mm 'y*?'* Wif " i Trésmiðjan Víðir auglýsir Vorum aö fá þessi glæsilegu húsgögn frá Old Charm. Gott verö og góöir greiðsluskilmálar. Verslið þar sem úrvaliö er mest og kjörin best. Verslið í Víði. Trésmiðjan Víðir, Síöumúla 23, Dúnahúsinu, sími 39700. Tækifærið gríptu greitt Til afgreiöslu STRAX fyrir næstu STÓRHÆKKUN • Toyota Celica — Liftback • Toyota Carina — Liftback • Toyota Corolla — Liftback Bílar þessir eru nýir, ókeyrðir, árgerð 1981, og vegna góðra samninga eru þeir á mjög hagstæðu verði. 8B BÍLASALAN BUK s/f SÍOUMÚLA 3-5-105 REYKJAVÍK SÍMI: 86477 LEITID UPPLÝSMGA Að hika er sama og tapa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.