Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 19
Frumflytur orgelverk í Fíladelfíu- kirkjunni Á mánudagskvöldið 21. júní, kl. 20.30, leikur dr. Orthulf Prunner þriðja þátt Clavieríibung eftir J.S. Bach á orgel Fíladelfíukirkjunnar í Reykjavík. Þetta er frumflutningur þessa orgelverks á íslandi, því að það hefir aldrei verið flutt í heild hérlendis, en einstakir þættir hafa áður verið leiknir svo sem praeludi- an og fugan í Es-dúr og litli forleik- urinn um sálminn „Faðir vor, sem á himnum ert“. Þetta er eitt merkilegasta og erfiðasta tónverk, sem J.S. Bach samdi og er sjaldan leikið. Þættir þess eru tuttugu og sjö. Jafnframt er þetta fyrsta orgelverkið, sem J.S. Bach gaf út á eígin kostnað. Það var árið 1739 og var hann þá 54 ára gamall. Orgelverk þetta er reist á til- beiðsluþáttum hinnar lúthersku kirkju og á trúarlærdómum henn- ar eins og þeir eru túlkaðir í „Fræðum Lúthers“. Dr. Orthulf Prunner er organ- isti við Háteigskirkju í Reykjavík. Hann hefir haldið marga tónleika á undanförnum árum bæði hér- lendis og erlendis. A síðastliðnu ári lék hann Suite I’Ascension í heild eftir Oliver Messiaen í Kristskirkju í Landakoti og var það frumflutningur þessa verks hérlendis. Honum hefir verið boð- ið að leika nú í sumar Clavier- ubung III eftir Bach, bæði í Heid- elberg í Þýzkalandi, en þar hélt hann orgeltónleika á síðastliðnu ári og hlaut frábæra dóma, og í St. Gallen-dómkirkju í Sviss, en þar leika ásamt honum ýmsir kunnir listamenn á sumartónleikum dóm- kirkjunnar, svo sem Jean-Jaques Grunenwald og Marie-Claire Al- ain sem bæði eru organleikarar í París. Aðgangur að tónleikunum í Fíladelfíukirkjunni er ókeypis. (Fréttatilkynning.) Halda söng- skemmtun í Aratungu á þriðjudag Skálholti, 18. júní. ÞRIÐJUDAGINN 22. júni nk. klukkan 21.00, halda söngvararnir Signý Sæmundsdóttir og Guðmund- ur Gíslason frá Torfastöðum, söngskemmtun í Aratungu. Undirleikari verður Jórun Við- ar. Á efnisskránni verða verk eftir innlenda og erlenda höfunda. Signý og Guðmundur hafa stund- að nám í Söngskólanum í Reykja- vík og getið sér góðan orðstír. — Björn. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1982 19 ÞIMOLV Fasteignasala — Bankastræti SÍMAR 29680 — 29455 — 3 LÍNUR Sumarbústaður Grímsnesi í landi Vaöness 6 þús. fm eignarland, skógi vaxiö. Vandaöur bústaöur 44 fm aö grunnfleti hæö og ris. FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 - Simi 84870 Karlhjól 5 gíra - Grátt Tegund nr. 2F702 Grindarhæð 60 cm - Hjólbarðar 622 EFÞAÐERFRETT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Portúgölsku kókosteppin í sumarbústaðinn Falleg — Látlaus — Ódýr. Sniðin eftir yðar óskum. Einnig 100 cm breiðir kókosdreglar og mikið mottuúrval.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.