Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ1982 25 — íslendingarnir eru farnir. — íslendingar drekka svo mikið! — íslendingar drekka svo mikið af óllu! Þeir drekka svo mikið kaffi! Þetta síðasta er sagt með miklum þunga og forundran. Gáruhöfundur varð vitni að þessum orðaskiptum, sem hann sat kl. 7, einn fagran aprílmorg- un, við morgunverðarborðið á hóteli í Ziirich, eini gesturinn. Við næsta borð voru þjónustu- stúlkurnar að fá sér morgun- kaffi, grunlausar um að í stað heimfarna ferðamannahópsins af Íslandi, hefði kvöldið áður komið enn einn af þessari þorst- látu þjóð. Viðbrögð ókunnugra við fyrstu kynnum af þessum þjóðflokki og landi hans geta verið býsna skondin, séu þau óheft af kurteisissvari gestsins við spurningu gestgjafanna. Tilviljunarkennd skyndikynni af fáum eintökum þessarar merku þjóðar eru vitanlega eng- inn úrskurðardómur, þótt hann geti orðið tilefni umþenkinga og sjálfskoðunar. Það sem snýr að stúlkum, er bera fram veitingar binzt vitanlega við þann þáttinn. Jafnvel skipulögð kynningar- starfsemi getur stundum vakið önnur viðbrögð en til er ætlast. Á mikilli íslandskynningu suður á Bretagneskaga fyrir skömmu, drógu 3 íslenzkar landkynn- ingarmyndir, fengnar að láni hjá íslenzka sendiráðinu, t.d. fram nokkrar óvæntar athugasemdir frá áheryendum. Varla verð ég vænd um að hafa á móti Elliða- árdal og Árbæjarsafni, sem átt hafa stórt rúm í huganum í um- hverfismálastússi í borginni sl. áratug — eða á móti hestum — komin af alkunnri hrossaætt í Skagafirði, eins og góður maður orðaði það við fyrstu kynni af undirritaðri, — þótt mér hafi þótt full mikið í lagt þegar áhorfendur horfðu í þriðja sinn á einu kvöldi á skerminum á lax- veiðimann að renna í Elliðaárn- ar, í þriðja sinn á bæjarhúsin í Árbæ og í þriðja sinn á hross á harðaspretti. Enda spurði einn gestanna frá þessu mikla jarð- ræktarhéraði, hvort við notuðum ekki vélar við landbúnaðarstörf. En svo vel hafði þó viljað til að á einni myndinni sást gamall traktor. Annar kvaðst hafa veitt því athygli að bílaeign íslend- inga væri mikil — og að Islend- ingar notuðu greinilega mest gömlu litlu Fólksvagnana. Þetta sýnir að landkynningar- myndirnar voru orðnar dálítið úr takt við tímann. Á fyrstu myndinni sást Gullfoss sem far- artæki til að komast til landsins, en hann var seldur úr landi um 1970. Á þeirri næstu blasti til dæmis við hús sr. Bjarna í Lækj- argötu, sem brann fyrir meira en 15 árum. Nýjasta myndin var frásögn af afmæli íslandsbyggð- ar 1974. Sú sem hafði fengið hljóðnema upp að andlitinu og verið beðiri um að sitja fyrir svörum að sýningum loknum, komst í mesta vanda við fyrstu spurningu: Er þetta, sem við sáum, rétt mynd af íslandi í dag? Sem betur fer kom ísland og íslendingar fyrir víðar í kynningunni á þessari íslands- viku, m.a. í sjónvarpsþáttum frá franska sjónvarpinu og „audio- visuel"-sýningu franskra hjóna, Patricks og Cathrinar Selliers, sem ferðast um Frakkland með landkynningarþátt um ísland. Þau óku um ísland nokkur sum- ur og varpa á 3 stór tjöld í einu litmyndum úr 11.000 mynda safni sínu, með texta úr hljóm- flutningstækjum. Landslag stendur fyrir sínu og úreltist ekki. En kvikmyndir, sem gerðar eru til að sýna hve mikil nútíma þjóð íslendingar eru, duga ekki lengi sem sönn mynd. Utanríkisráðuneytið verð- ur því vitanlega að innkalla og skipta þeim fyrir nýrri í sendi- ráðunum. Höfum við ekki efni á því, þá er kannski heppilegra að hafa bara sama háttinn á og Selliers-hjónin, því þá er auðvelt að skipta. Raunar var þeirra texti hvað tölur snerti að verða svolítið lúinn líka, en sendiráðs- ritarinn okkar bauð þeim að færa hann í nútíma form. Þessar gárur áttu upptök sín suður í Sviss. Og kalla fram í hugann gott ráð, sem höfundur ætlaði að segja löndum sínum svo þeir mættu spara. Fékk raunar brýningu frá ráðherrum okkar, þegar þeir hvöttu um dag- inn þjóð sína til að gæta aðhalds, áður en þeir brugðu sér til út- landa með liði sínu. Af vondri reynslu þorði höfundur ekki að fullyrða neitt fyrr en eftir per- sónulega tilraunastarfsemi. Hún sannaði virkni kenningarinnar, og því gat blaðamaðurinn skilað vinnuveitanda sínum 98 kr. í endurgreiðslu af ferðafé sínu. Slíkur sparnaður byggist á því að íslensk stjórnvöld hafa ekki heimild til að skattleggja far- gjöld. Þetta kemur af sjálfu sér, þegar lagt er upp með íslenzkri flugvél, því þá er ekki greiddur ferðamannagjaldeyrir af far- gjaldi. En þurfi maður nú að kaupa sér farseðil erlendis, t.d. með járnbrautarlest, á heldur ekki að greiða hann með gjald- eyri sem búið er að leggja á 10% skatt til íslenzka ríksins. Og þar sem járnbrautir í Evrópu verða með hverju árinu þægilegri og fljótvirkari — hægt að setjast upp í lestina í miðborginni, fá ser í rólegheitum mat á leiðinni og njóta útsýnis og stíga út í annarri miðþorg — þá tekur maður gjarna lest þar á milli staða. Þennan morgun í Sviss ætlaði ég einmitt með lest niður Rín- ardalinn til Köln, nokkrum dög- um síðar áfram með lest til Par- ísar og loks þaðan að viku liðinni með lest og ferju til London, til að ná Flugleiðavélinni heim. Eftir að hafa leitað upplýsinga um verð á járnbrautarmiðum fékk ég í Landsbankanum ávísun fyrir þeirri upphæð, stílaða á Svissnesku járnbrautirnar, og þá án þess að greiða skatt af þeirri upphæð. Þetta reyndist ekki mjög sniðugt í það sinn, því Landsbankinn verzlar við ein- hvern banka inni í borginni, sem ekki hefur útibú á flugvelli eða aðaljárnbrautarstöð og því ekki opinn nema á bankatíma á virk- um dögum. Og þurfti því að bíða eftir staðfestingu hans. Semsagt óþarflega flókið. Svo heppilega vildi til að ég gat skömmu seinna prófað aðra aðferð. Fór við heimkomuna úr næstu ferð með afrit af gjaldeyr- isleyfinu og járnbrautarfarmiða frá París til Paimpol á Bret- agne-skaganum og aftur til Par- ísar í Landsbankann. Og fékk endurgreiddan skattinn af hon- um, rúmar 98 krónur. Þannig getum við nú byrjað á því að hlýða ráðherrunum okkar og sýnt aðhald í stað okkar hefð- bundna bruðls. Bara verst að þegar maður sparar þykist mað- ur gera það af fyrirhyggju, en ef aðrir gera þaö, er það gjarnan flokkað undir nízku. En svona er hægt að spara á þrengingartím- um þjóðarinnar. P.S. Tvennt annað hefur spar- að mér drjúgan skilding á ferða- lögum að undanförnu. Grind með hjólum undir töskuna, svo að hægt er fyrirhafnarlaust að trilla henni með sér beint af flugvöllum gegnum neðanjarð- arbrautarkerfin í stórborgum í stað þess að sitja í leigubíl í um- ferðaröngþveiti. Og rafmagns- pinninn, sem setja má í samband í hvaða hótelherbergi sem er og hita sér púðurkaffi í tannbursta- glasinu. Ómetanlegt fyrir kaffi- sjúka íslendinga! rikari áhrif á gang alþjóðamála en nokkru sinni fyrr. Magnús Torfi Ólafsson sagði í ræðu sinni: „Ekki fer á milli mála að þróun eldflaugatækni, geim- tækni og neðansjávartækni í hern- aðarskyni á síðustu árum hefur aukið hernaðarþýðingu íslands. Þjóð sem er alvara að varðveita sjálfstæði sitt til frambúðar getur ekki leitt hjá sér að fylgjast kerf- isbundið af sérþekkingu með fram- vindunni á þessu sviði. Skjóti ís- lenska þjóðin sér undan því að fjalla um öryggismál landsins af Ljótim. Mbl. (*uðjón. alvöru, vegna þess að framkvæmd þeirra hefur um skeið verið falin öðru ríki, er hún dæmd til að glopra úr höndum sér raunveru- legu sjálfstæði." Kjartan Gunnarsson sagði í sinni ræðu: „Ábyrgðin og frum- kvæðið í öryggismálum þjóðar hlýtur og verður ávallt að vera í höndum hennar sjálfrar. Þar er um slíkt fjöregg að ræða, að það er aldrei hægt að fela erlendum mönnum til ákvörðunar og mats. En án þekkingar, frumkvæðisvilja og óttaleysis við að viðurkenna staðreyndir stjórnmálalegs og her- fræðilegs umhverfis okkar, verður öryggisins aldrei gætt sem skyldi." I þeirri viku, sem við minnumst fæðingardags Jóns Sigurðssonar og höldum þjóðhátið á sjálfstæðisdeg- inum, er okkur hollt að huga að þeirri miklu ábyrgð, sem hver kynslóð íslendinga ber á frelsi sínu og sjálfstæði. Aðstæður eru aðrar nú en fyrir 38 árum, þegar lýðveld- ið var stofnað, í nafni sjálfstæðis- ins verðum við að gera aðrar kröf- ur til okkar sjálfra en þá, við meg- um ekki kikna undir þeirri byrði heldur sækja fram með sterka þjóðernisvitund. Nýskipan í stjórnkerfinu Hvorki Magnús Torfi Ólafsson né Kjartan Gunnarsson leggja til, að stofnaður verði íslenskur her. En báðir vilja þeir, að íslenska stjórnkerfið verði virkara á sviði öryggismála og fellur sú skoðun saman við þingsályktunartillögu, sem Friðrik Sophusson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, hefur flutt ásamt þeim Benedikt Grön- dal, Alþýðuflokki, og Jóhanni Ein- varðssyni, Framsóknarflokki, um að stofna sérstakt embætti ráðu- nauts ríkisstjórnarinnar í öryggis- og varnarmálum. Þessi tillaga hef- ur verið flutt á tveimur þingum án þess að ná fram að ganga, en efni hennar nýtur skilnings á þingi eins og umræður um hana þar gefa til kynna. Varnarmáladeild utanríkisráðu- neytisins sinnir sambandi islenska stjórnkerfisins við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Eru þau störf í senn viðkvæm og víðtæk eins og komið hefur fram í umræðum síð- ustu mánuði til dæmis um nýju olíustöðina í Helguvík. Helgi Ág- ústsson stjórnar varnarmáladeild- inni og er það til marks um, hve vel hann stendur í stöðu sinni, að Þjóð- viljinn hefur lagt sig fram um að gera á hann persónulegar árásir, þegar alþýðubandalagsráðherr- arnir klúðra málstað herstöðva- andstæðinga í ríkisstjórninni. Þegar minnst var 40 ára afmælis utanríkisráðuneytisins 1980, sagði Ólafur Jóhannesson, utanríkis- ráðherra, að hann teldi æskilegt, að unnt væri að ráða varnarmála- ráðunaut í utanríkisráðuneytið til starfa í varnarmáladeild og hjá varnarmálanefnd. Þrátt fyrir þá tillögu þingmanna úr þremur flokkum, sem áður er getið, og stuðning utanríkisráðherra við hana, hefur ekkert orðið úr fram- kvæmdum. Staðreynd er, að það á enn langt í land, að umræður stjórnmála- manna um sjálfstæði þjóðarinnar og öryggismál komist á það stig, sem þeir Kjartan Gunnarsson og Magnús Torfi Ólafsson æskja. í því efni er við svonefnda herstöðva- andstæðinga að sakast. Raunar má segja, að það hafi orðið mjög óheppilegt fyrir skynsamlegar um- ræður um þessi mál, að Ólafur R. Grímsson skyldi hafa orðið mál- svari Alþýðubandalagsins í þeim. Hann er ekki nægilega samkvæm- ur sjálfum sér í málflutningi og fer úr einu í annað, missir sjónar á aðalatriðum og sýnist til dæmis nú telja lausnina á sjálfstæðismálum íslendinga að finna á fjöldafundum í Hyde Park í London eða Central Park í New York! Það er fráleitt að unnt sé að ræða öryggismálin af alvöru við alþýðubandalagsmenn, á meðan flökt og einhvers konar tískuæði ræður stefnu flokksins og málsvarar hans forðast staðreynd- ir meira en nokkuð annað. En í raun er ástæðulaust að huga að Alþýðubandalaginu í þessu efni. Þegar Benedikt Gröndal var utan- ríkisráðherra sagði hann það hik- laust opinberlega, að hann ræddi ekkert um öryggismál eða málefni NATO við alþýðubandalagsmenn, það væri tilgangslaust, þar sem þeir væru á móti stefnu þjóðarinn- ar í öryggismálum og aðildinni að NATO. Gafst þetta Benedikt vel og síðustu yfirlýsingar forráðamanna Alþýðubandalagsins gefa til kynna, að þeim hafi jafnvel þótt Benedikt Gröndal betri utanríkisráðherra en Ólafur Jóhannesson! Utanríkismál og vidskipti Breytingar á stjórnkerfum allra landa eru þungar í vöfum. Nýlega var kanadíska stjórnkerfinu breytt á þann veg, að utanríkisviðskiptin voru færð inn í utanríkisráðuneyt- ið. Af því tilefni ritar einn af reyndustu sendiherrum Kanada, Arnold Smith, grein í kanadískt tímarit um alþjóðamál./wtenxi?- ional Perspectives, og fagnar þess- ari breytingu. Hann segist hafa lagt hana til snemma á sjötta ára- tugnum og þá strax talið nauðsyn- legt að sameina utanríkisþjónusta og utanríkisviðskiptaþjónustuna. Kanadamenn hafi svo gífurlega mikla þörf fyrir að auka alþjóða- yiðskipti, segir hann. En eins og íslendingar hafa orðið varir við, hafa Kanadamenn verið að auka hlutdeild sína á fiskmarkaði í Bandaríkjunum og ætla sér stærri hlut á alþjóðlegum fiskmörkuðum. Hinn reyndi kanadíski diplómat segir frá því, að hann hafi á sínum tíma, þegar hann var í sendiráði lands síns í London, hvatt Breta eindregið til þátttöku í Efnahags- bandalagi Evrópu. Taldi hann, að þar með yrði bandalagið mun sam- vinnuþýðara við ríkin í Norður- Ameríku. Frá utanríkispólitísku sjónarmiði segist hann sem sé hafa viljað Breta í bandalagið. Hins veg- ar hafi viðskiptaráðuneytið í Ottawa verið andvígt aðild Breta, af því að Kanadamenn gætu við hana misst markaði í Bretlandi. Segir sendiherrann, að með hinni nýju skipan, sem nú hafi verið komið á í Kanada, séu minni líkur á slíkum árekstrum milli ráðu- neyta á erlendum vettvangi. Það verði miklu auðveldara að fylgja málstað Kanada skýrt fram í til- vikum eins og þessum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.