Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1982 &tev0tmbltibih Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglysíngastjórl hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aoalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 7 kr. eintakiö. Fjölmiðlar og lögregla Atökin um Falklandseyjar hafa leitt til umræðna í Bretlandi um miðlun opinberra aðila á fréttum til fjölmiðla. Breska ríkisútvarpið, BBC, kvart- aði formlega yfir því, hvernig haldið var á fréttamiðlun af breska varnarmálaráðuneytinu. Mun sérstök þingnefnd taka þessa kvörtun til athugunar og verður fylgst með störfum henn- ar af áhuga. Þegar atburðir sem þessir gerast, rekast oft á hags- munir þeirra, sem fyrir aðgerðum standa, og hinna, sem hafa því hlutverki að gegna, að skýra al- menningi satt og rétt frá. Minn- ast má þess úr landhelgisdeilum okkar við Breta á sínum tíma, að blaðamönnum þótti of lítill skiln- ingur á því hjá yfirvöldum að leyfa þeim að fylgjast með því, sem var að gerast á miðunum og segja frá því. Þeir, sem ákvarðan- ir þurftu að taka, höfðu hins veg- ar áhyggjur af því, að atburðir á miðunum kynnu að taka af þeim ráðin og deilan að magnast um of í huga almennings vegna frétta af ógnvekjandi atvikum. Við slík- ar aðstæður er meðalhófið vand- ratað, en blöð hljóta að halda því sjónarmiði fram, að treysta verði dómgreind almennings og ekki vísvitandi leyna hann upplýsing- um, þegar um jafn mikilsverð mál er að ræða og hér hafa verið gerð .að umtalsefni, þótt auðvitað sé ólíku saman að jafna. Hitt er ljóst, að heill almenn- ings og þar með einnig fjölmiðla getur krafist þess, að blöð láti hjá líða að skýra frá atburðum, sem að öllum jafnaði teljast frétt- næmir. Tengsl blaðamanna og lögreglu geta verið mjög við- kvæm að þessu leyti, því að oft þjónar það rannsókn mála best, að ekki sé opinberlega fjallað um að hún fari fram eða einstaka þætti hennar. Reynslan hér á landi sýnir, að yfirleitt ríkir gott trúnaðarsamband á milli lög- reglu og fjölmiðla, því að það heyrir til undantekninga, að spillt sé fyrir lögreglurannsókn með ótímabærum fréttum, og fjölmiðlar verða undantekn- ingarlaust við tilmælum lög- regluyfirvalda um að birta þær tilkynningar og upplýsingar, sem taldar eru stuðla að lausn mála. Það er auðvitað á valdi blaðanna, hvað birtist í þeim, og þá togast oft á upplýsingaskyldan við al- menning og aðrir almannahags- munir. Meginreglan er að sjálf- sögðu sú, að birta frétt, nema mjög sterk rök hnígi til annars. Nú í vikunni gerðist þó atburð- ur, sem er undantekning að þessu leyti, því að í Þjóðviljanum birt- ist á miðvikudaginn frétt, þar sem segir, að „lögreglunni hafi mistekist að hafa hendur í hári manna sem stóðu að stærstu sendingu af kannabisefnum sem hingað til hefur komið til lands- ins". Strax sama dag og þessi frétt birtist efndu yfirmenn lög- reglunnar í Reykjavík, sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum og tollgæslunnar til blaðamanna- fundar og skýrðu frá málsatvik- um. „Tíminn vann með okkur og því var mjög bagalegt, að þetta mál skuli hafa verið opinberað í fjölmiðlum. Höggvið var á rann- sókn málsins í miðjum klíðum," sagði Ásgeir Friðjónsson, dómari. Jafnframt segir í fréttatilkynn- ingu aðilanna þriggja, að þeir „hefðu kosið meira svigrúm til at- hugunar í kyrrþey en sérstæð umfjöllun eins af dagblöðum borgarinnar í morgun hefur girt fyrir þann möguleika". I þessum orðum felst þungur áfellisdómur yfir Þjóðviljanum og ljóst er, að það atriði í frétt hans var rangt, að um mistök hafi verið að ræða við rannsókn þessa máls, henni var alls ekki lokið. Hér er ástæðulaust að rekja málsatvik. Rækileg grein hefur verið gerð fyrir þeim. Enginn virðist vita, hvert hið mikla magn af marijuhana átti að fara, og vegna hinnar ótímabæru fréttar, verður það líklega aldrei upplýst. En í þessu sambandi er vert að rifja upp orð, sem Björn Hegge- lund, yfirmaður norsku rann- sóknarlögreglunnar, mælti í við- tali við Morgunblaðið, sem birtist 29. maí sl. Hann sagði: „Alþjóð- legir glæpahringir og starfsemi þeirra er það verkefni sem við þurfum að fylgjast hvað best með í framtíðinni. Stóraukning glæpa samfara aukinni fíkniefnaneyslu er staðreynd í Noregi í dag og að baki standa skipulagðir alþjóð- legir glæpahringir." Vonandi tengist það fíkniefnamál, sem hér hefur verið gert að umtalsefni, ekki starfsemi alþjóðlegra glæpahringa og sýni þess vegna, að þeir séu að teygja anga sína hingað til lands. Svo sannarlega hefði verið æskilegt að fá úr því skorið, hagsmunir alls almenn- ings felast í því, að mál sem þessi séu upplýst en ekki gerð að fjöl- miðlamat á viðkvæmu rannsókn- arstigi. Fjölmiðlar og lögregluyf- irvöld þurfa að tryggja, að sam- vinna þeirra spilli ekki lausn mála heldur flýti fyrir henni. Umræður hafnar Það er tvímælalaust hlutverk fjölmiðla að ýta undir um- ræður um hin margvíslegustu mál, þetta hlutverk getur ekki stangast á við hagsmuni almenn- ings. Hér í blaðinu var minnt á það fyrir skömmu, að í skýrslu utanríkisráðherra á þessu vori hafi þeirri hugmynd verið hreyft, að utanríkisráðuneytið yfirtæki utanríkisviðskiptin af viðskipta- ráðuneytinu og var lýst stuðningi Morgunblaðsins við þessa hug- mynd. í tilefni af orðum Morgun- blaðsins sneri Tíminn, málgagn utanríkisráðherra, sem fyrstur hreyfði þessu máli með ítarlegum rökum í skýrslu sinni, sér til Sig- urðar Markússonar, fram- kvæmdastjóra Sjávarafurða- deildar SIS, og bar hugmyndina undir hann. Sigurður vildi ekki breyta núverandi fyrirkomulagi og sagði, að viðskiptaráðuneytinu hefði tekist að sinna utanríkis- viðskiptunum „framúrskarandi vel með ótrúlega fámennu starfsliði". Um leið og undir hrós- ið er tekið, er því fagnað, að um- ræður hefjist um þessi mál, því eins og segir í skýrslu Ólafs Jó- hannessonar, utanríkisráðherra, varpaði hann hugleiðingum utan- ríkisráðuneytisins fram „til þess að koma af stað umræðum um framtíðarskipulag þessara mála". Rey kj aví kurbréf Laugardagur 19. júní Magnús Torfi og öryggis- málin Magnús Torfi Ólafsson var blaðamaöur á Þjóðviljanum um langt árabil og ritstjóri blaðsins í nokkur ár, áður en hann lét þar af störfum. Hann gegndi einnig trún- aðarstörfum í Alþýðubandalaginu og var um skeið formaður félags þess í Reykjavík. 1971 var hann kjörinn á þing á lista Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og varð menntamáiaráðherra í fyrsta ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar, vinstri stjórninni frá 1971 til 1974. Sat Magnús Torfi á þingi í tvö kjörtímabil eða til 1978 og var frá 1974 formaður Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna. Þegar Ólafur Jóhannesson var forsætis- ráðherra í annað sinn, 1978—'79 réð hann Magnús Torfa sem blaða- fulltrúa ríkisstjórnarinnar. Magnús Torfi Ólafsson ritaði mikið um alþjóðamál í Þjóðviljann á sínum tíma og hefur um langt árabil verið í hópi þeirra íslend- inga, sem best fylgist með alþjóða- stjórnmálum ogöllum hræringum í heimsmálum. Með þetta allt í huga hlýtur ræða sú, sem Magnús Torfi flut.ti um ísland og umheiminn á ráðstefnu Lífs og lands, sem haldin var fyrir viku, að vekja sérstaka athygli, en í henni boðar hann þá stefnu í öryggismálum, sem er skyldust þeim viðhorfum, er fram hafa verið sett af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokki og hér í Morgunblaðinu undanfarin misseri. Má þar sér- staklega nefna ræðuna, sem Kjart- an Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, flutti á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs 23. janúar sl. um ís- lenskt frumkvæði í öryggismálum og aukna þátttöku íslendinga í vörnum landsins. í ræðu sinni sagði Magnús Torfi Ólafsson, að fámennri þjóð í strjálbýlu landi, sem byggir blett á hnettinum þannig í sveit settan að aðstaða þar getur skipt sköpum í hernaðarátökum, sé háskalegt að skiptast í harðsnúnar, andstæðar fylkingar í afstöðu til utanríkis- mála. Undir þessi orð er full ástæða til að taka og þau eru skyn- samlegur formáli að umræðum um þær hugmyndir um nýtt frum- kvæði íslendinga í öryggismálum sínum, sem sjálfstæðismenn hafa varpað fram einmitt í því skyni að rætt verði um varnir landsins og sjálfstæði án slagorðaglamurs og án tillits til hnattstöðu íslands. Tekið mid af stadreyndum í ræðu sinni sagði Magnús Torfi Ólafsson: „Eins og nú er komið, ekki síst eftir tíðindin sem eru að gerast á Suður-Atlantshafi, getur enginn sem vill láta taka sig alvar- lega hatdið því fram, að sjálfstætt, íslenskt ríki geti komist af án ör- yggisgæslu og viðbúnaðar. Spurn- ingin er ekki, hvort öryggisráðstaf- ana sé þörf gagnvart umheiminum, heldur hvernig ber að haga þeim." Kjartan Gunnarsson orðaði þessa sömu hugsun þannig í ræðu sinni: „I hernaðarátökum á Atl- antshafi gegnir ísland lykilhlut- verki. Aðstaða hér á landi fyrir flugvélar og skip myndi að líkind- um ráða úrslitum í slíkum átökum. Það skiptir engu máli hvort Island er í Atlantshafsbandalaginu og hvort hér er varnarlið eða engar varnir. Hvorugt þessara atriða breytir legu landsins eða eðli styrj- aldarátakanna sem fram færu í grennd þess." Magnús Torfi Ólafsson sagði, að flestir ættu að geta sameinast um, að miklu skipti að íslendingar sjálfir fylgist sem best með því sem aðrir aðhafast í þeirra eigin Iandi í nafni íslendinga og á íslenska ábyrgð. Ennfremur mætti ætla að orðið geti ríkjandi niðurstaða, að æskilegt sé að erlend hlutdeild í öryggisgæslu sé minni frekar en meiri. „Þetta þýðir að þörf er ís- lenskra manna í íslenskri þjónustu með þá þjálfun og sérþekkingu sem með þarf til að geta fylgst náið með því sem fram vindur í öryggismál- um landsins og veitt um það yfir- vegaða umsögn handa íslenskum stjórnvöldum að byggja á." Kjartan Gunnarsson sagði: „Hin aukna þátttaka íslendinga í vörn- um landsins er að mínum dómi fyrst og fremst fólgin í breyttu og auknu pólitísku og stjórnunarlegu frumkvæði og afskiptum af fyrir- komulagi varnanna, aukinni þátt- töku íslendinga í starfi Atlants- hafsbandalagsins, þar með tel ég, að íslendingar eigi að taka sæti í hermálanefnd bandalagsins og fylgjast ekki síður með hinum hernaðarlegu þáttum í starfi þess en með hinum pólitísku þáttum í starfi þess. Ganga þarf frá áætlun- um um samstarf og skiptingu valda og ábyrgðar milli íslenskra stjórn- valda og herstjórnar Atlantshafs- bandalagsins á átakatímum og heppilegt væri að einhverjar lág- marksæfingar færu fram í sam- bandi við liðsflutninga til landsins og styrkingu varnanna til þess að menn fengju að kynnast þeim vandamálum, sem slíku mundi fylgja." Hér eru þeir Magnús Torfi Ólafsson og Kjartan Gunnarsson í raun að setja fram sömu skoðun, sá er munurinn, að Kjartan útfærir þá hugsun, sem fram kemur í orð- um Magnúsar Torfa. Hvorugur þeirra mælir með snöggbreyting- um heldur eðlilegri aðlögun íslend- inga að því, að þeir verði sjálfir virkari í eigin vörnum. Mikil ábyrgð Vegna ytri aðstæðna, sem ekki eru á valdi okkar, hefur ábyrgð ís- lendinga í öryggis- og varnarmál- um aldrei verið meiri, með ákvörð- unum sínum geta þeir haft afdrifa-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.