Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ1982 Gibbons var aldrei í vasa Mafíuforingja „Tveir fuglar úr Mafíunni reyndu að komast í félagið mitt hér í St. Louis 1953, en ég kom í veg fyrir það," sagði Harold Gibbons, gamali verkalýðsleiðtogi í Bandaríkjunum. Hann var hægri hönd Jimmy Hoffa, forseta félags vöruflutningamanna, Teamsters Union, um árabil og vann að endurkjöri hans í félaginu þegar Hoffa hvarf sporlaust 1975. „Við kunnum ekki á svona fugla hér, en ég vissi, að Hoffa var vanur þeim norður í Detroit, svo ég hringdi í Hoffa og spurði hann ráða. „Þú átt um tvennt að velja," sagði hann, „annaðhvort seturðu þá á launaskrá og getur búist við fyrirskipunum frá þeim eftir nokkra mánuði, eða þú skýtur þá beint á milli augnanna." „Eg valdi seinni kostinn," sagði Gibbons. „Keypti byssur handa öllum í stjórn félagsins og lét fréttast að við værum vopnaðir. Það heyrðist aldrei neitt meira frá þessum fuglum." Skipulögð glæpasamtök eru sögö hafa töglin og hagidirnar í Teamsters-félaginu, sem er fjöl- mennasta verkalýðsfélag Banda- ríkjanna. Leiðtogar félagsins eru sagðir í vasanum á Mafíuforingj- um og alríkislögreglan, FBI, vinn- ur statt og stöðugt að því að ljóstra upp um þessi sambond og koma réttum aðilum bak við lás og slá. Nefnd John L. McClellans öld- ungadeildarþingmanns kannaði samband verkalýðsfélaga og skipulagðra glæpasamtaka 1958. Robert Kennedy var starfsmaður nefndarinnar og Gibbons var meðal þeirra sem hann spurði spjörunum úr. „Honum tókst aldrei að sanna neitt á mig," sagði Gibbons. „Það er rétt, að svindlarar og glæpa- menn hafa yfirhöndina í sumum svæðisfélögum Teamsters-félags- ins, en þar með er ekki sagt að það sé algild regla. Ég þekki formenn félaga sem eru skátaforingjar, kenna í sunnudagaskólum og eru í alls konar stjórnarfélögum." Sjálfur nýtur Gibbons virðingar og þakklætis í St. Louis. Hann tók við svæðisfélagi 688 árið 1949. Fé- lagið blómstraði undir hans stjórn. Hann byggði upp sjúkra- hús, íþróttaleikvang og matvöru- verslun fyrir félagsmenn, vann gegn kynþáttamisrétti, lét borg- armál til sín taka og jók lýðræði í félaginu. Þegar borgarstjórnin vann í samráði við alríkisstjórn- ina að lausn á húsnæðismálum í fátækrahverfum, fól hún félagi 688 að sjá um rannsókn á vand- anum og framkvæmdastarfsemi. „Það var örugglega í eina skiptið sem alríkisstjórnin hefur treyst Teamster-félagi fyrir peningum eða beðið það um eitthvað," sagði Gibbons glottandi. Hann er yngstur 23ja systkina og ólst upp við mikla fátækt í kolanámuhéruðum Pennsylvaníu. „Ég var sá eini okkar bræðranna sem aldrei vann við námugröft," sagði hann, en mundi ekki hversu margir bræðurnir voru. Hann vann fyrir sér við uppvask og matseld á matsölustöðum. Með hjálp námsstyrks frá KFUM komst hann til náms í háskólanum í Wisconsin og þaðan til Chicago. Þar stundaði hann hagfræði og fé- lagsfræði, umgekkst sósíalista og kenndi innflytjendum ensku. „Verkfall, kaupbann, mótmæli, voru fyrstu orðin sem ég kenndi þeim," sagði Gibbons. Hann stofnaði verkalýðsfélag kennara í Chicago og var kjörinn varaformaður félagsins í Banda- ríkjunum 1932. Fjórum árum seinna gekk hann til liðs við sam- band verkalýðsfélaga starfs- manna í iðnaði, CIO, og skipulagði verkföll sem mest hann mátti. Hann var sendur til Kentucky 1937 til að aðstoða við mikið verk- fall starfsmanna í vefnaðariðnaði þar. Samningar náðust að lokum, en inn í samninginn var skrifað að Gibbons yrði að fara frá Louis- ville, Kentucky. Hann fór til Kansas City og 28 ára gamall var hann orðinn svæðisstjóri starfs- manna í vefnaðariðnaði í 5 ríkj- um. Hann varð formaður félags verslunarmanna í St. Louis 1941, en árið 1947 gengu þeir úr CIO og til liðs við Teamster-félagið. Þar hefur Gibbons látið að sér kveða síðan. Gibbons er nú 72ja ára. Hann er hár og myndarlegur, gráhærður, vel til hafður, frjálslegur, en þó fráhrindandi. Hann ber með sér, að hann skuldar ekki neinum neitt og að gáfulegast væri að skulda honum ekki neitt heldur. Hann situr enn í stjórn Teamster-fé- lagsins, en hefur hætt störfum í svæðisfélaginu. Skrifstofa hans í St. Louis er lítil og látlaus. Hann eyðir miklum hluta ársins í Palm Springs í Florida, þar sem hann á hús og spilar golf. Hann talar með söknuði um gömlu, góðu dagana þegar hann skipulagði verkföll, misferli og ofbeldi, þegar lögbrot voru daglegt brauð í þágu verka- lýðsins og hann keypti vopn til að nota gegn verkfallsbrjótum og lögreglunni, sem höfuðkúpubraut fólk og skaut úr launsátri. „Það má búast við að a.m.k. 6 manns farist á hverju ári við verk- fallsaðgerðir í þessu landi," sagði Gibbons. „Það þekkist varla í Evr- ópu. Kapítalistar þessa lands eru kynþáttur út af fyrir sig. Þeir gefa aldrei neitt upp sjálfviljugir. Hér verður verkalýðurinn að berjast fyrir öllu sem hann fær. Atvinnu- rekendur eru enn í dag besta ástæðan fyrir því að ganga í verkalýðsfélag, eins og þeir voru fyrir 200 árum." Svæðisfélag Gibbons þótti svo vel rekið, að það var notað sem sýnisgripur þegar erlendir gestir heimsóttu Bandaríkin á 6. og 7. áratugnum í boði utanríkisráðu- neytisins. Hoffa vissi af þessu fyrirmyndarfélagi þegar hann hafði hug á að verða forseti Te- amster-félagsins 1957 og fékk Gibbons til liðs við sig. Þeir leigðu „Ég hringdi i Hoffa," þegar Mafíufuglar reyndu að komast í svæðisfélag Gibbons. saman íbúð í Washington og stjðrnuðu félaginu fram til 1967, þegar Hoffa var stungið í steininn. Hoffa segir í formála að bók sinni, „Hoffa on Hoffa", að honum hafi orðið á tvö mistök á ævi sinni: að takast á við Kennedy-bræðurna og að skipa Frank Fitzimmons en ekki Harold Gibbons eftirmann sinn í félaginu, þegar hann fór í fangelsið. Hoffa var kærður fyrir póst- svindl — hann hafði skrifað undir bréf, sem lofaði kaupendum hag- stæðum heimilum í Florida, sem aldrei varð neitt úr — en það var vitað, að hann vann með Mafíunni, stakk í eigin vasa úr sjóðum fé- lagsins og var til í næstum hvað sem var. Gibbons talar vel um hann og segir, að þrátt fyrir allt hafi hann verið góður verkalýðs- foringi. „Ég þori að veðja að FBI veit nákvæmlega hvernig hann hvarf, hver drap hann og hvar hann er, en þeir hafa bara ekki nóg sönnunargögn," sagði Gibb- ons. Sjónvarpsstöð í Florida reyndi að fá viðtal við Gibbons skömmu eftir að Hoffa hvarf og hann spurði af hverju. „Einfald- lega af því að við höldum að þú hverfir næst," var svarið. Það slettist upp á vinskap Gibb- ons og Hoffa 1963, þegar John F. Kennedy var myrtur. Hoffa var þá upptekinn við að verja sig fyrir dómstólunum og Gibbons rak skrifstofuna í Washington. Þegar fréttist af andláti forsetans sendi hann samúðarkveðjur félagsins til ekkjunnar og lét draga fánann í hálfa stöng. Hoffa ærðist þegar hann heyrði þetta og öskraði á Gibbons í símann. Gibbons sagði upp starfinu, en sagðist þó skyldi hjálpa Hoffa ef hann þyrfti á hon- um að halda. Hoffa þurfti hans við, en eftir þetta tók Gibbons að- eins við launum frá svæðisfélagi sínu í St. Louis. Gibbons hefur aldrei verið bendlaður við Mafíuna og hann hefur ekki hagnast á kostnað þeirra sem treystu honum til að semja um laun og vinnuskilyrði. En hann lokaði augunum fyrir misferli sem átti sér stað í Team- ster-félaginu og hikaði ekki við að senda félaginu himinháa reikn- inga fyrir uppihaldi og ferða- kostnaði þegar hann var sendur að heiman einhverra erinda í þágu félagsins. Hann borðaði á dýrustu stöðum, umgekkst dýrindis konur og naut dýrðar lífsins. Steven Brill, höfundur bókarinnar „The Teamsters", segir, að Robert Kennedy hafi verið reiður Gibbons Egilsstaðir: Aðalfundur Veiðifé- lags Fljótsdalshéraðs KgilsBtöoum, 16. júní. NÝLEGA var haldinn hér á Egils- stöðum i húsi Safnastofnunar Aust- urlands aðalfundur Veiðifélags Fljótsdalshéraðs. Formaður, Halldór Sigurðsson, lagði þar fram skýrslu stjórnar og endurskoðaða reikninga félagsins. Veiðifélag Fljótsdalshéraðs var stofnað 1964 fyrir forgöngu Sveins Jónssonar á Egilsstöðum, sem var formaður félagsins frá upphafi, en hafði nýlega látið af formennsku í félaginu er hann lést á síðasta ári. Félagssvæði Veiðifélags Fljótsdalshéraðs er vatnasvæði Lagarfljóts og Jökulsár á Dal. Til þess teljast 214 jarðir, sem allar eiga aðild að félaginu. Árið 1970 var vatnasvæðið leigt Stangveiðifélagi Reykjavíkur til 10 ára gegn skilyrðum um ræktun vatnasvæðisins. Stangveiðifélagið endurnýjaði hins vegar ekki þenn- an leigusamning 1980 — þar sem ræktun svæðisins bar ekki þann árangur sem vænst var í upphafi. Síðan hefur Veiðifélagið alfarið séð um vatnasvæðið og haldið áfram ræktunartilraunum. Árið 1976 var settur teljari í laxastiga, sem reistur var í Lag- arfossi samfara byggingu Lag- arfljótsvirkjunar — og reyndust 120 fiskar hafa farið þar um síð- astliðið sumar. Ekki er þó vitað hvort þar voru á ferð laxar eða silungar. Til þess að fá úr því skorið verður í sumar komið fyrir sérstakri laxakistu. Sumarið 1980 réði Veiðifélagið dr. Hákon Aðalsteinsson, líffræð- ing, til að kanna fiskiræktarskil- yrði á Héraði. Hákon fékk til Hðs við sig sænskan sérfræðing, Erik Montén, til athugunar á laxastig- anurn í Lagarfossi. Á aðalfundinum var lögð fram skýrsla um athugarnir þeirra fé- laga. Skýrslan er yfirgripsmikil og hin vandaðasta. Skýrsla dr. Há- konar er 80 bls. með heimildaskrá, efnisyfirliti og inngangi. í skýrsl- unni eru 6 töflur og 14 myndir (línurit o.þ.u.l.). í skýrslu Erik Monténs um laxastigann, sem er 14 bls. og birtist sem viðauki við skýrslu Hákonar og í þýðingu hans, kemur fram að hann álítur stigann óvenju brattan næst virkjuninni og með tilliti til strauma sé staðsetning hans ekki ákjósanleg — en telur að þetta megi lagfæra á tiltölulega einfald- an máta. Veiðifélagið hlaut styrk til þess- ara athugana úr Framleiðnisjóði — auk þess tóku Rafmagnsveitur ríkisins og Orkustofnun þátt í kostnaði vegna athugana Monténs á laxastiganum. Að sögn Halldórs Sigurðssonar hefur Veiðifélag Fljótsdalshéraðs lagt höfuðkapp á að fá hingað austur fiskifræðing frá Veiði- málastofnuninni til fastrar búsetu — og mun þetta kappsmál Veiðifé- lagsins verða að raunveruleika nú í sumar. Halldór Sigurðsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Gunnar Jónsson, Egilsstöðum, kosinn formaður Veiðifélags Fljótsdalshéraðs — og með honum í stjórn Grétar Brynjólfsson og Jóhann Magnússon. Ólafur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.