Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 48
 > AUGLÝSINGASIMINN ER: -^S^-j, OOAQí\ ___/ ]M*r0ttnbUbi6 %&#t$mðfi$fofo i AUGLÝSINGASÍMINN KR: ^»22480 __J ]M«reunblabit> SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1982 Óvissa ríkir um framhald viðræðna ASÍ og VSÍ vegna nýrrar þjóðhagsspár: Spáin gerir ráð fyrir allt að 6% samdrætti þjóðartekna — og að viðskiptahalli geti orðið 8—9% af þjóðarf ramleiðslu, en var 2,4% 1981 Óhætt er að segja, að frum- legheitin finnist jafnt í dýra- ríkinu sem hjá mönnunum. Öndin sú arna bjó sér hreið- ur undir bát grásleppukarls í Grímsstaðavörinni. Svo ákveð in liggur hún á eggjunum, að þótt grásleppukarlinn dragi bát sinn yfir hana eða slaki ofan af, situr hún sem fastast til að vernda afkomendur sina. I.jósmynd Mbl. KEE NOKKI K óvissa ríkir nú um framhald samningaviðræðna Alþýðusam- bands Islands og vinnuveitenda eftir að endurskoðuð þjóðhagsspá var lögð fram í gærdag, en samkvæmt henni hefur efnahagsástandið versnað tölu- vert frá því i marz, þegar spáin var lögð fram, en viðræður hafa verið byggðar að nokkru leyti á því, sem þar kom fram. I marz var gert ráð fyrir um 1% samdrætti þjóðartekna, en samkvæmt endurskoðaðri þjóðhagsspi nú, er gert ráð fyrir allt að 6% samdrætti. í raun má segja, að um tvær spár sé að ræða. I öðru tilfellinu er gert ráð fyrir, að dragi úr aukn- ingu botnfiskafla og engin loðnu- veiði verði í haust. Þá er gert ráð fyrir um 20% samdrætti afla- verðmætis. Þorskaflinn yrði þá 350 þúsund tonn, samanborið við 460 þúsund tonn í fyrra. Miðað við þessar forsendur er síðan gert ráð fyrir um 12% samdrætti í sjávar- afurðaframleiðslu. I hinu tilfell- inu er gert ráð fyrir allt að 20% samdrætti í sjávarafurðafram- leiðslunni. Varðandi þjóðartekjurnar, þá gerir fyrra dæmið ráð fyrir, að þær muni minnka um 3,5%, en samkvæmt spánni frá því í marz s.l. var gert ráð fyrir 1% sam- drætti. Hins vegar gerir spáin samkvæmt seinna dæminu ráð fyrir allt að 6% samdrætti þjóðar- tekna í ár. í þjóðhagsspá frá í marz sl. var gert ráð fyrir, að viðskiptahallinn yrði um 5% af þjóðarframleiðsl- unni, en í lakara dæminu hér að framan er gert ráð fyrir, að hann geti orðið alit að 8—9%, en til samanburðar var þetta hlutfall 2,4%. Samkvæmt upplýsingum Mbl. var Ólafur Davíðsson, forstöðu- maður Þjóðhagsstofnunar, kall- aður í „Karphús" í fyrrakvöld til að gefa skýrslu um niðurstöður þjóðhagsspárinnar og voru málin síðan rædd fram á nótt, en allar forsendur fyrri viðræðna voru af framangreindum ástæðum tölu- vert breyttar. Síðan var ákveðið, að viðræðunefndirnar kæmu aftur saman til fundar í gærdag klukk- an 15.00 og stóð fundurinn enn þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær. Þeir menn sem Mbl. ræddi við í gærdag voru mjög svartsýnir á, að einhverjar ákveðnar tillögur til lausnar málinu yrðu lagðar fram um helgina. Þórir Helgason, yfirlæknir á göngudeild sykursjúkra á Landspítalanum. Mynd Mbl. Kristján fllm Þórir Helgason, yfirlækir: „Höfum sett okkur að komast að hvernig sykursýki erfist" „VIÐ HÖFUM sett okkur að reyna að komast að því, hvernig sykursýki erf- ist og fylgjast með næstu kynslóðum músa og sjá hvert framhaldið verður," sagði Þórir Helgason, yfirlæknir á góngudeild sykursjúkra á Landspítal- anum, í samtali við Mbl., en svo sem skýrt var frá í Mbl. hafa dýra- rannsóknir í Aberdeen leitt i Ijós, að hangikjötsneysla veldur sykursýki í músum. „Vefjafræðilegar breytingar áttu sér stað í músunum. I rafeinda- smásjá mátti sjá insúlínið vella út úr frumunum. Á því stigi voru dýrin ekki með háan sykur, en síðan átti sér stað breyting í hina áttina; þá kom fram hár sykur í blóðinu. Ef til vill verður með rannsóknum hægt að finna orsök allrar sykursýki; ekki bara insúiínháðrar-sykursýki. Það yrði stórkostlegt ef það tækist, en til þess þarf mikið fé. Þá tel ég að möguleikar hafi opnast til rannsókna á öðrum sjúk- dómum, til að mynda krabbameini, en 85% af krabbameini er af óþekktum orsökum. Þó ekki óþekkt- ari en svo, að margir álíta að eitt- hvað í umhverfinu eigi þar stóran hlut að máli." — Hefur fjárskortur háð þessum rannsóknum? „Já, fjárskortur hefur dregið rannsóknir á langinn og í seinni tíð hefur verið spurning hvort skyn- samlegt væri að halda þessum rann- sóknum áfram vegna aðstöðuleysis og fjárskorts. Vísindasjóður hefur styrkt þessar rannsóknir. í fyrra var 70 þúsund krónum úthlutað til þessara rannsókna og 60 þúsund í ár og auk þess hefur fé komið frá vís- indasjóði Landspítalans. í seinni tíð höfum við orðið að gera mjög dýrar rannsóknir. Við hefðum getað farið fyrr út í þær og gert þær betur, hefði fé verið til staðar. Ekki er lengur bara um að ræða mælingar á sykri í blóði, insúlíni og smásjár- breytingar; — við höfum litað fyrir insúlíni í verksmiðjunum og notað radioaktív efni tiJ að athuga upp- töku á efni í kjarnasýrufrumum, sem þýddi að nýjar frumur væru að reyna að koma í stað þeirra sem væru að falla í valinn. Þetta hefur verið mjög dýrt og tímafrekt. Samstarfsmaður minn í Aberdeen, Stanley Ewen, hefur þurft að vinna aðra vinnu með og við hefðum þurft að hafa aðstoðar- mann, en til þess hafa engir pen- ingar verið til staðar." Bílvelta í Hveradölum LAUST fyrir hádegi í gær valt nýleg Lada-bifreið neðst í Hveradölum. Fór bifreiðin margar veltur að sögn lögregl- unnar á Selfossi. Ókumaður var einn í bifreiðinni og var hann fluttur á slysadeild Borg- arspítalans í Reykjavík. Ökumaðurinn leit ekki út fyrir að vera alvarlega slasað- ur að sögn lögreglunnar, en bifreiðin er gjörónýt. Ekki var vitað um ástæður óhappsins er Mbl. ræddi síðast við lög- regluna á Selfossi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.