Morgunblaðið - 20.06.1982, Side 48

Morgunblaðið - 20.06.1982, Side 48
pJnrjsnwliiliiíSiiS!* AUGLÝSINGASIMINN ER: 22480 |H«reunblat>ið SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1982 Qvissa ríkir um framhald viðræðna ASÍ og VSÍ vegna nýrrar þjóðhagsspár: Spáin gerir ráð fyrir allt að 6% samdrætti þjóðartekna — og að viðskiptahalli geti orðið 8—9% af þjóðarframleiðslu, en var 2,4% 1981 Óhætt er að segja, að frum- legheitin finnist jafnt í dýra- ríkinu sem hjá mönnunum. Öndin sú arna bjó sér hreið- ur undir bát grásleppukarls í Grímsstaðavörinni. Svo ákveð in liggur hún á eggjunum, að þótt grásleppukarlinn dragi bát sinn yfir hana eða slaki ofan af, situr hún sem fastast til að vernda afkomendur sína. Ljósmynd Mbl. KEE NOKKUR óvissa rikir nú um framhald samningaviðræðna Alþýðusam- bands íslands og vinnuveitenda eftir að endurskoðuð þjóðhagsspá var lögð fram í gærdag, en samkvæmt henni hefur efnahagsástandið versnað tölu- vert frá því í marz, þegar spáin var lögð fram, en viðræður hafa verið byggðar að nokkru leyti á því, sem þar kom fram. í marz var gert ráð fyrir um 1% samdrætti þjóðartekna, en samkvæmt endurskoðaðri þjóðhagsspá nú, er gert ráð fyrir allt að 6% samdrætti. í raun má segja, að um tvær spár sé að ræða. I öðru tilfellinu er gert ráð fyrir, að dragi úr aukn- ingu botnfiskafla og engin loðnu- veiði verði í haust. Þá er gert ráð fyrir um 20% samdrætti afla- verðmætis. Þorskaflinn yrði þá 350 þúsund tonn, samanborið við 460 þúsund tonn í fyrra. Miðað við þessar forsendur er síðan gert ráð fyrir um 12% samdrætti í sjávar- afurðaframleiðslu. I hinu tilfell- inu er gert ráð fyrir allt að 20% samdrætti í sjávarafurðafram- leiðslunni. Varðandi þjóðartekjurnar, þá gerir fyrra dæmið ráð fyrir, að þær muni minnka um 3,5%, en samkvæmt spánni frá því í marz s.l. var gert ráð fyrir 1% sam- drætti. Hins vegar gerir spáin samkvæmt seinna dæminu ráð fyrir allt að 6% samdrætti þjóðar- tekna í ár. í þjóðhagsspá frá í marz sl. var gert ráð fyrir, að viðskiptahallinn yrði um 5% af þjóðarframleiðsl- unni, en í lakara dæminu hér að framan er gert ráð fyrir, að hann geti orðið allt að 8—9%, en til samanburðar var þetta hlutfall 2,4%. Samkvæmt upplýsingum Mbl. var Ólafur Davíðsson, forstöðu- maður Þjóðhagsstofnunar, kall- aður í „Karphús" í fyrrakvöld til að gefa skýrslu um niðurstöður þjóðhagsspárinnar og voru málin síðan rædd fram á nótt, en allar forsendur fyrri viðræðna voru af framangreindum ástæðum tölu- vert breyttar. Síðan var ákveðið, að viðræðunefndirnar kæmu aftur saman til fundar í gærdag klukk- an 15.00 og stóð fundurinn enn þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær. Þeir menn sem Mbl. ræddi við í gærdag voru mjög svartsýnir á, að einhverjar ákveðnar tillögur til lausnar málinu yrðu lagðar fram um helgina. Þórir Helgason, yfirlæknir á göngudeild sykursjúkra á Landspítalanum. Mynd Mbl. Krinlján Örn. Þórir Helgason, yfirlækir: „Höfum sett okkur að komast að hvernig sykursýki erfist" „VIÐ HÖFUM sett okkur að reyna að komast að því, hvernig sykursýki erf- ist og fylgjast með næstu kynslóðum músa og sjá hvert framhaldið verður,“ sagði Þórir Helgason, yfirlæknir á göngudeild sykursjúkra á Landspital- anum, í samtali við Mbl., en svo sem skýrt var frá í Mbl. hafa dýra- rannsóknir í Aberdeen leitt í Ijós, að hangikjötsneysla veldur sykursýki i músum. „Vefjafræðilegar breytingar áttu sér stað í músunum. í rafeinda- smásjá mátti sjá insúlínið vella út úr frumunum. A því stigi voru dýrin ekki með háan sykur, en síðan átti sér stað breyting í hina áttina; þá kom fram hár sykur í blóðinu. Ef til vill verður með rannsóknum hægt að finna orsök allrar sykursýki; ekki bara insúlínháðrar-sykursýki. Það yrði stórkostlegt ef það tækist, en til þess þarf mikið fé. Þá tel ég að möguleikar hafi opnast til rannsókna á öðrum sjúk- dómum, til að mynda krabbameini, en 85% af krabbameini er af óþekktum orsökum. Þó ekki óþekkt- ari en svo, að margir álíta að eitt- hvað í umhverfinu eigi þar stóran hlut að máli.“ — Hefur fjárskortur háð þessum rannsóknum? „Já, fjárskortur hefur dregið rannsóknir á langinn og í seinni tíð hefur verið spurning hvort skyn- samlegt væri að halda þessum rann- sóknum áfram vegna aðstöðuleysis og fjárskorts. Vísindasjóður hefur styrkt þessar rannsóknir. í fyrra var 70 þúsund krónum úthlutað til þessara rannsókna og 60 þúsund í ár og auk þess hefur fé komið frá vís- indasjóði Landspítalans. f seinni tíð höfum við orðið að gera mjög dýrar rannsóknir. Við hefðum getað farið fyrr út í þær og gert þær betur, hefði fé verið til staðar. Ekki er lengur bara um að ræða mælingar á sykri í blóði, insúlíni og smásjár- breytingar; — við höfum litað fyrir insúlíni í verksmiðjunum og notað radioaktív efni til að athuga upp- töku á efni í kjarnasýrufrumum, sem þýddi að nýjar frumur væru að reyna að koma í stað þeirra sem væru að falla í valinn. Þetta hefur verið mjög dýrt og tímafrekt. Samstarfsmaður minn í Aberdeen, Stanley Ewen, hefur þurft að vinna aðra vinnu með og við hefðum þurft að hafa aðstoðar- mann, en til þess hafa engir pen- ingar verið til staðar." Bílvelta í Hveradölum LAUST fyrir hádegi í gær valt nýleg Lada-bifreið neðst í Hveradölum. Fór bifreiðin margar veltur að sögn lögregl- unnar á Selfossi. Ókumaður var einn í bifreiðinni og var hann fluttur á slysadeild Borg- arspítalans í Reykjavík. Ökumaðurinn leit ekki út fyrir að vera alvarlega slasað- ur að sögn lögreglunnar, en bifreiðin er gjörónýt. Ekki var vitað um ástæður óhappsins er Mbl. ræddi síðast við lög- regluna á Selfossi í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.