Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ1982 — Mér var það mjög mikils virði að fá þetta tækifæri að námi loknu og það er svo með starf kantors eins og mörg önnur að þótt ég hafi verið í námi í 5 ár er talsvert öðruvísi að hefja vinnu, sagði Hörður Áskelsson, sem nú hefur tekið við starfi organista í Hall- grímskirkju í Reykjavík, eftir nám og vinnu í Þýskalandi. Honum var boðin staða kant- ors við Neanderkirkjuna í Diisseldorf í eitt ár, eftir 5 ára nám hans þar í borg, en í við- tali við Mbl. ræðir hann um nám sitt erlendis og ýmislegt sem framundan er hjá organ- istanum. Hörður er af tónlist- arfólki kominn, faðir hans er Áskell Jónsson organisti og söngstjóri á Akureyri. Kona hans er Inga Rós Ingólfsdóttir semballeikari og eiga þau tvær dætur, Guðrúnu Hrund 7 ára og Ingu 3 ára. En áður en lengra er haldið er Hörður Er bjartsýnn og hlakka míkið til starfeins hér segir Hörður Askelsson sem tekið hefur við starfi organista í Hallgrímskirkju Hörður Áskelsson við orgelið og kona hans Inga Rós Ingólfsdóttir leikur í sellóið, en myndin er tekin I Neanderkirkjunni I Diisseldorf. beðinn að greina frá hver eru störf kantors: Tónlistarlíf í kirkju — Sjálft orðið gefur til kynna að hann hafi eitthvað með söng aö gera, hann sé eins konar for- söngvari, en í stuttu máli má segja að starf kantors sé að ann- ast orgelleik, söngstjórn og raun- ar hvaðeina er snertir söng- og tónlistarlíf í kirkjum. Söfnuðir í Þýskalandi ráða sína kantora til þess að skipuleggja, stjórna og sjá um tónlistarmál í kirkjum sínum, bæði í reglulegum guðsþjónustum og á sérstökum tónleikum, en að- alstarfið er að hugsa um þann búning sem boðskapur kirkjunnar á að fá í tónlist. I reglubundnum guðsþjónustum í mörgum kirkjum í Þýskalandi annast kantorinn orgelleikinn, hefur þá yfirleitt ekki kirkjukór- inn sér til aðstoðar, en söfnuður- inn sjálfur tekur mikinn þátt í söngnum. Þá annast organistinn undirspil við aðrar athafnir í kirkjunni, giftingar o.fl. Við sér- stök tækifæri, t.d. uppskeruhátíð, á aðventunni, um jól, föstu, páska og við fermingar skipar kór sinn sess í messunni, með sálmasöng og flutningi á ýmsum verkum og er í verkahring kantors að stjórna því. Þar fyrir utan eru iðulega ákveðnir tónleikar á hverjum vetri, með þátttöku kórsins, hljómsveitar og annarra flytjenda og síðan fer það eftir frumkvæði kantors og fjármagni til ráðstöf- unar hversu fjölbreytt tónlistarlíf kirkjan býður upp á. Staðgengill einn vetur En hvernig kom það til að þú réðst í þetta starf í Diisseldorf? — Fastráðni kantorinn við Ne- anderkirkjuna í Diisseldorf. Oskar Gottlieb Blarr, sótti um ársleyfi, en hann hafði gegnt starfi sínu i 20 ár og var þar í miklum metum. Fékk hann leyfið með því skilyrði að hann gæti út- vegað staðgengil sem safnaðar- stjórnin gæti sætt sig við. Hann hafði ráðfært sig við einn kennara minn, en ég iauk námi mínu í fyrravor og varð það úr að mér var boðin þessi staða í einn vetur og sló ég til. Tók ég við starfinu um haustið, en fékk að nota tím- ann fram að því til frekara orgelnáms. Eg þóttist vita að erfitt yrði að sigla í kjölfar þessa kantors, en mér gekk vel að komast í sam- band við kórfélaga, sem voru alls 70. Allt þetta starf var auðvitað mjög rótgróið og í nokkuð föstum farvegi og það var því tilbreyting að fá annan mann, sem beitti kannski öðrum aðferðum og talaði öðruvísi við fólkið. Kantorinn hafði beitt þeirri aðferð að halda fólkinu í ákveðinni fjarlægð og öll samskipti voru eftir settum regl- um, enda var borin mikil virðing fyrir honum, en ég stóð á ein- hvern hátt nær fólkinu sem varð til þess að meiri félagsandi rikti í kórnum en áður hafði verið að mér skilst. Ég hafði auðvitað mínar skoð- anir og kröfur og vissi hvað ég vildi fá fólkið til að gera, en leit á þau sem jafningja. Kórféiagar hafa sjálfsagt líka velt því fyrir sér hvernig þessi óreyndi, útlendi unglingur myndi haga sér, en mér var vel tekið og allt gekk þetta eðlilega fyrir sig að mér fannst. Skipulagning til fyrirmyndar Og hver voru belstu verkefni þín sl. vetur? — Þegar ég tók við starfinu þurfti að setja niður ákveðna áætlun um tónleikahald, en það er allt skipulagt langt fram í tím- ann. Ákveða þarf efnisskrá á hin- um ýmsu tónleikum yfir veturinn, finna út hvenær nota á kórinn og hvaða hljóðfæraleikara þarf með honum og þetta vérður að miða við þá fjárveitingu sem söfnuður- inn hefur til ráðstöfunar í tón- leikahaldið. Kórinn sjálfur er ólaunaður, en ætlast er til að hann taki þátt í ákveðnum verk- efnum og fer það eftir hugmynd- um kantorsins og áhuga kórsins hversu mörg þau verða. Kórinn er samvinnuþýður og sé allt skipu- lagt vel fram í tímann verða engir árekstrar. Hins vegar myndi ekki þýða að biðja um aðstoð við kons- ert með fárra vikna fyrirvara, Þjóðverjar skipuleggja sig á ann- an hátt en við Islendingar og vilja vita með löngum fyrirvara hvað þeim beri að gera og þá standa þeir líka við sitt og við getum kannski tekið þessa skipulagningu þeirra okkur til fyrirmyndar. Margs konar tónlistarflutningur Og Hörður Áskelsson heldur áfram og rekur helstu verkefni sín í Dússeldorf: — I kantorstíð minni í Dússel- dorf hélt ég marga orgeltónleika bæði í Neanderkirkjunni og Jó- hannesarkirkjunni, höfuðkirkju Dússeldorf, svo og í öðrum vest- ur-þýskum borgum. Kona mín, Inga Rós sellóleikari, skipti með mér efnisskránni á sumum þess- ara tónleika. Auk þess héldum við kammertónleika í október. Þá voru leikin verk fyrir sópran, blokkflautu, selló og sembal, og á jólanótt fluttum við hjarðmúsík með strengjahljóðfærum. Á föstu- daginn langa gerðum við skemmtilega tilraun með guðs- þjónustu í tónleikaformi, „Hug- leiðingar um píslargönguna" (Meditationen zum Kreuzweg") nefndi ég hana, við völdum sjö af hinum hefðbundnu viðkomustöð- um á vegi Krists að krossinum, tengdum hverja stöð skuggamynd á tjaldi, einum gregoríönskum söng sem „scholacantorum-söng og „improvisasjón“ frá orgeli, auk þess sem ljóð voru lesin. Með kórnum byrjaði ég að vinna að Gloriu Vivaldis sem ég flutti með hljómsveit tvívegis um jólin. Hápunktur kórstarfsins voru tvímælalaust tónleikar þann 14. mars sl. þar sem ég stjórnaði hinni rómantísku sálumessu eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré, De profundis eftir Charpentier og orgelkonsert Poulencs, en þar var einleikari Almut Rössler, organis- tinn, sem sótti okkur íslendinga heim fyrir tæpum tveimur árum. Það var mér mikið gleðiefni hvernig þessum tónleikum var tekið bæði af áheyrendum og dagblöðum. Kveðjumessan mín nú í maí verður mér mjög eftirminni- Við messu í Hallgrímskirkju sl. sunnudag var Hörður boðinn vel- kominn til starfa og flutti þá Her- mann Þorsteinsson nokkur ávarpsorð. Milli þeirra Ingu Rósar og Harðar stendur önnur dóttir þeirra, Guðrún Hrund, en sú yngri hafði öðrum hnöppum að hneppa þá stundina eins og sjá má. leg. Þar kom til liðs við okkur hjónin ungur baritónsöngvari, Andreas Schmidt, sem m.a. frum- flutti lítil ljóð á íslensku í sam- talsformi, sem ég hafði tónsett fyrir hann og sellóið hennar Ingu Rósar, en ljóðin eru eftir Þorgeir Sveinbjörnsson. Hlakka til starfsins í Hallgrímskirkju En hvernig finnst svo organistan- um að taka við starfi hjá íslenskum söfnuði, sem hefur kannski ekki of mikil fjárráð, ekki rótgróna tónlist- arhefð og stendur í stórræðum með kirkjubyggingu? — Ég er bjartsýnn og ég hlakka mikið til þessa starfs hér. Hér er allt í uppgangi og fjölmargt er óunnið í uppbyggingu, ekki síst í sambandi við kirkjuna. Þótt margt sé enn ógert í sambandi við Hallgrímskirkju og langt í að full- komin aðstaða skapist er margt hægt að gera strax og við þurfum að hefja undirbúning að því að koma upp okkar eigin tónlistar- starfsemi. Við getum ekki beðið eftir að allt verði fullbúið. Og organistinn gerir ekkert einn, hann þarf að virkja krafta margra með sér til að geta þjónað þörfum safnaðar síns og boðskap kirkju sinnar. Vonandi gott tónleikahús Mér virðist sem margir bindi ákveðnar vonir við Hallgríms- kirkju og þá aðstöðu sem hún á eftir að bjóða tónlistarlífinu. Það er hagur svo margra að hún kom- ist í gagnið að ég held að loka- spretturinn taki ekki svo langan tíma. Við vonumst til að fá þarna gott hús til margs konar tónleika- halds, þarna verður fullkomið stórt konsertorgel og þarf strax núna að leiða hugann að kaupum á slíku hljóðfæri, því talsverðan tíma tekur að finna rétta hljóð- fæéið og fá það afgreitt. Tónlistarfélag Hallgrímskirkju? Hefur þú strax einhverjar hug- myndir um hvernig auka má þátt tónlistarinnar í kirkjunni? — Mér hefur dottið í hug að stofna einhvers konar tónlistarfé- lag, Tónlistarfélag Hallgríms- kirkju, að fá til liðs við mig áhugamenn um tónlistarflutning og áhugamcnn um kirkjuna sjálfa til þess að glæða allt tónlistarlíf hér. Ég hef áhuga á að tónlistin verði flutt innan sem utan mess- unnar, að hér verði reglulegir konSertar, jafnvel strax í haust er möguleiki á því og að kirkjukór- inn vinni markvisst að ýmsum öðrum þáttum í þessu samhengi öllu en því einu að annast hefð- bundinn söng við kirkjulegar at- hafnir. Aðrir geta komist að Hvað kórstarfið snertir langar mig að sinna þáttum er ég tel frekast þörf fyrir í okkar kirkju- tónlistarlífi, ég hugsa um allar þessar stórfenglegu mótettur frá renaissance- og barokktímanum og til okkar frábæru tónskálda, sem örugglega brenna í skinninu að skrifa meira af „geistlegri" tónlist til flutnings i guðsþjón- ustu og á konsert. Gaman þætti mér á Bach-árinu 1985 að hafa nógu góðan kór til að flytja allar mótettur Bachs og þannig mætti áfram láta hugann reika. En ég vil líka minna á að aðstaðan í Hallgrímskirkju er ekki aðeins fyrir okkur, hér eiga aðrir að geta komist að með sinn tónlistar- flutning. Hér eru margs konar verkefni fyrir höndum og ég gleðst yfir að fá tækifæri til að leggja hönd á plóginn á akri ís- lensks tónlistarlífs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.