Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ1982 37 bandalagsríkjum, sem aðild eiga að sameiginlegu varnarkerfi þess, um aðgerðir til að efla hernaðar- legan varnarmátt bandalagsins. Er því sérstaklega fagnað í þess- ari yfirlýsingu, að Spánn skuli nú gerast aðili að varnarkerfinu. Ahersla er lögð á það, að efla þurfi venjulegan vígbúnað banda- lagsþjóðanna. Jafnframt segir, að þjóðirnar muni sameiginlega kanna á vettvangi NATO, hvaða ráðstafanir kunni að vera nauð- synlegar til að treysta varnir bandalagssvæðisins, ef einhvert aðildarríki beitir herafla sínum utan þess. En vegna aðgerða breska flotans við Falklandseyjar, hefur verið vakið máls á því, að flotavarnirnar til dæmis á haf- svæðunum hér í nágrenni íslands hafi minnkað, þótt ekki sé sér- staklega getið um það í Bonn- yfirlýsingunni. Loks sendu leiðtogar NATO- ríkjanna sextán frá sér skjal eftir fundinn í Bonn um takmörkun vígbúnaðar og afvopnun. Þar er fjallað um væntanlegar START- viðræður um takmörkun strateg- ískra kjarnorkuvopna, INF-við- ræðurnar í Genf um takmörkun meðaldrægra kjarnorkuvopna, MBFR-viðræðurnar í Vín um samdrátt venjulegra vopna í Mið-Evrópu, öryggisráðstefnu Evrópu og Madrid-fundina, störf afvopnunarnefndarinnar í Genf og annað auka-allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna um afvopn- unarmál. í stuttu máli er hvatt til þess, að á þessum sviðum öllum náist raunhæfur árangur og minnt á, að alls staðar hafi Vest- urlönd lagt fram víðtækar tillög- ur, sem stuðli að gagnkvæmum niðurskurði vopna, stöguleika og friði. í ræðu þeirri, sem Ronald Reag- an flutti í Bundestag, þýska þing- inu, lagði hann fram hugmynd um fækkun hermanna í venjulegum herafla austurs og vesturs í Mið- Evrópu. Lagði hann til, að „þak" yrði sett á fjölda hermanna beggja vegna við járntjaldið, í landhernum verði mest 700 þús- und menn hjá hvorum aðila og 200 þúsund menn í flugher. Að mati vestrænna aðila eru nú 790 þúsund menn í herafla NATO- ríkjanna í Mið-Evrópu, og eru þá franskir hermenn ekki taldir með, enda tekur land þeirra ekki þátt í sameiginlegu varnarkerfi NATO. Þessir sömu aðilar telja, að nú séu 950 þúsund menn í herafla Var: sjárbandalagsins í Mið-Evrópu. í Vínar-viðræðunum um jafnan og gagnkvæman samdrátt venjulegs herafla í Mið-Evrópu, sem hófust 1973, hafa Vesturlönd í þrjú und- anfarin ár lagt til, að fjöldi her- manna verði miðaður við 700 þús- und manna „þakið" og því marki náð í tveimur áföngum. Reagan lagði til í Bonn, að fækkunin verði strax í einu skrefi og ráðstafnir til eftirlits verði að nokkru frá- brugðnar því, sem áður hefur ver- ið um rætt. Eins og af þessu sést, er gert ráð fyrir, að Varsjár- bandalagið fækki um 250 þúsund hermenn en NATO um 90 þúsund. Er í því efni tekið mið af mismun- andi landfræðilegri aðstöðu, því að austan járntjaldsins yrðu her- mennirnir í ökufæri frá sínum gömlu stöðvum í Mið-Evrópu en fyrir vestan þarf að flytja liðs- auka frá Norður-Ameríku yfir Atlantshafið. Bundestag-ræða Reagans frá 9. júní er þriðja ræða hans, sem hef- ur að geyma fastmótaðar tillögur um afvopnunarmál. 18. nóvember 1981 sagði hann, að Vesturlönd myndu ekki setja upp meðaldræg- ar kjarnorkueldflaugar í Evrópu á árínu 1983, ef Sovétmenn fjar- lægðu um 300 SS-20 kjarnorku- eldflaugar sínar. 9. maí 1982 lagði hann til, að Bandaríkjamenn og Sovétmenn fækkuðu hvor um sig kjarnaoddum í strategískum landeldflaugum sínum um þriðj- ung. Viðbrögð áróðursmanna Kremlverja innan og utan Sovét- ríkjanna við ræðum Ronald Reag- ans og yfirlýsingu þjóðarleiðtoga NATO-ríkjanna hafa verið með hefðbundnum hætti. Þeir hafa ráðist á Reagan og sérstaklega látið í ljós sárindi yfir því, hve harðorður hann var í garð Sovét- ríkjanna í breska þinginu. Vék Reagan meðal annars að efna- hagsvanda Sovétmanna og sagði, að síðan á sjötta áratugnum hefði vöxtur þjóðarframleiðslu þeirra hægt stöðugt á sér, og sé hann nú innan við helming af því, sem hann var þá. Komi stöðnunin í efnahagslífinu fram í hinum furðulegustu myndum svo sem þeirri, að í landi, þar sem 20% þjóðarinnar vinni að tandbúnaði, sé ekki unnt að brauðfæða þjóð- ina. Þjóðin væri líklega í svelti, ef ekki nyti ávaxtanna af örlitlu einkaframtaki í iandbúnaði, en um 3% af ræktanlegu sovésku landi væri til einkanota og af því fengist um 25% af landbúnaðar- framleiðslu þjóðarinnar og ná- lægt þriðjungi af kjöt- og græn- metisframleiðslunni. Reagan sagði einnig í breska þinginu, að undir fána frelsis og lýðræðis myndi marxismanum- lenínismanum verða kastað á öskuhaug sögunnar og hljóta þar sömu örlög og aðrar einræðis- stjórnir, sem kæfa frelsi og til- finningar fólks. Undan þessum orðum svíður vinum Sovétríkjanna utan þeirra og áróðursmeistararnir í Kreml eru fullir vandlætingar eins og vænta mátti. Hefur enn einu sinni verið hafin persónuleg hatursher- ferð gegn Reagan í málgögnum Sovétstjórnarinnar og af mál- svörum hennar. Er þessum áróðri dreift hér á landi bæði leynt og ljóst og í ýmsum myndum, skýr- ast þó af fréttastofu sovéska sendiráðsins, APN-Novosti. Leiðtogafundur NATO í Bonn gekk fram eins og vestur-þýska stjórnin vildi. Hann staðfesti samheldnina innan bandalagsins og var í yfirlýsingu fundarins, sem hér hefur verið rakin, settur pólit ískur rammi um stefnu Vest- urlanda í samskiptum austurs og vesturs. 18 mánuðir eru liðnir síð- an ríkisstjórn Ronald Reagans settist að völdum í Washington. Á þeim tíma hefur gengið á ýmsu innan Atlantshafsbandalagsins vegna áherslumunar í orðum og gerðum. Þessi tími er nú að baki, samstarfinu innan bandalagsins hefur verið settur pólitískur rammi og einnig samskiptunum við kommúnistaríkin. Tilgangur Ronald Reagans með Evrópuferð sinni var meðal ann- ars sá að afla sér aukins álits og vinsælda í Vestur-Evrópu. Þótt efnt væri til mótmælafunda gegn komu hans, sýnast blöð almennt þeirrar skoðunar, að ímynd for- setans hafi batnað hjá almenn- ingi. Strax eftir fyrsta fund þeirra Francois Mitterrand og Ronald Reagans var sagt, að vel hefði farið á með þeim. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, átti ekki nægilega sterk orð til að lýsa því, þegar hún kvaddi Reag- an í London, hvað hún væri ánægð með komu hans. Helmut Schmidt hlýtur að una sínum hlut vel, eftir að hafa náð flestum markmiðum sínum með því að halda leiðtogafundinn í Bonn. Og Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- herra, sem hitti Reagan í fyrsta sinn á fundinum í Bonn, sagði í útvarpinu við heimkomuna, að Reagan hefði vaxið sem mikilhæf- ur stjórnmálamaður á þessum fundi. Bj.Bj. íflfr naus Siöumula 7-9, simi 82722. tkf o Bllanaust h.f. hefur nú á boðstólum hljóðkúta, pústrðr og festingar I flestar geröir blla. Stuðla berg h.f., framleiða nlðsterk pústkerfi og hljóð- kúta sem standast fyllilega samkeppni við sams konar framleiðslu erlendra fyrirtækja. Þessa ísl- ensku gæðaframleiðslu erum við stoltir af að bjóða viðskiptavinum vorum jafnhlióa vörum frá I hinum þekktu fyrirtækjum BOSAL, Belglu THRUSH, Canada. Heildsala, smásala. HUÓBKÚTAR PUSTKERFI «§us> o O <^ ^ o ^ <2> O O oolíi; Suzuki Fox er sterkbyggður og lipur jap- anskur jeppí, sem hentar sérstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður Byggöur á sjálfstæori grind. Eyðsla 8—10 I pr. 100 km. Hjólbardar 195x15 — sportfelgur. Hæö undir lægsta punkt 23 cm. Stórar hleðsludyr að aftan. Aftursæti sem hægt er velta fram. 4ra strokka vél, 45 hestöfl. Hátt og lágt drif. Beygjuradíus 4,9 m. Þyngd 855 kg. Rúmgott farpegarými m/sætum fyrir 4. Verðkr. 106.000,00 (gertgi 20/5 82) Söluumboð: Akranes: Borgarnes: Isafjörður: Sauöárkrókur: Akureyri: Húsavík: Reyðarfjörður: Egilsstaðir: Höfn í Hornafirði: Selfoss: Hafnarfjöröur: Ólafur G. Olafsson, Suðurgötu 62, Bílasala Vesturlands, Bílaverkstæöi Isafjarðar, Bilaverkstæði Kaupf Skagfirðinga, Bílasalan hf., Strandgötu 53, Bílaverkstæði Jóns Þorgrímssonar, Bilaverkstæðiö Lykill. Véltækni hf., Lyngási 6—8, Ragnar Imsland, Miðtúni 7, Árni Sigursteinsson, Austurvegi 29, Bílav. Guðvaröar Eliass., Drangahraunl 2, sími 93- sími 93- sími 94- sími 95- sími 96 sími 96 sími 97 sími 97 sími 97 sími 99 sími 91 2000. 7577. 3837. 5200. 21666. 41515. 4199. 1455. 8249. 1332. -52310. <?] Sveinn Egilsson hf suzSki Skeifan17. Sími 85100 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? tP Þl AIT.I.YSIR l M AI.LT LAND ÞFHiAR Þl AIGLYSIR 1 MORGl NBLAÐlNL V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.