Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ1982 45 um örlítið ráðrúm og beina hugs- anagangi þeirra að málamiðlun. Horfurnar á að þetta taekist voru að vísu heldur daufar, það skal viðurkennt, en jafnvel þessar horfur urðu að engu, þegar vestur- veldin tóku að tina til öll tiltæk rök fyrir því að hafast ekki að og gerðu það svo undur kænlega, að herlögin í Póllandi festust enn frekar í sessi, enda þótt það hafi ekki verið ætlunin. Óttinn við viðbrögð banda- manna okkar, ef Bandaríkin hefðu tekið upp harðari stefnu, virðist mér sömuleiðis ekki vera á rökum reistur. Bandamenn okkar létu strax í upphafi í ljós óánægju sína með hverja minnstu tilraun til að láta Sov- étmenn gjalda dýru verði fyrir at- burðina í Póllandi. Mín rök eru þau, að við hefðum verið í mun betri aðstöðu til að knýja banda- menn okkar til sameiginlegs átaks út af Póllandi, en út af löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs eða þá í Mið-Ameríku, þar sem næst mun skerast í odda. Og þegar öllu er á botninn hvolft erum það við, Bandaríkjamenn, sem verðum að halda forystunni í þessu banda- lagi. Það er beinlínis skylda okkar, að gera það augljóst, að báðir aðil- ar verða að slá nokkuð af kröfum sínum. Við hljótum að verja stefn- una um friðsamlega sambúð með því að sýna ekki einungis fram á þá möguleika, sem hún felur í sér, heldur með því að sýna líka fram á takmörk hennar. Ef farið er að leggja pólitíska stefnu að jöfnu við samkennd hinna óttaslegnu, þá ýt- um við aðeins undir þá hugmynd, að um hreint getuleysi sé að ræða, sem svo aftur leiðir af sér frið- arhreyfingu. Hóflæti er aðeins dyggð hjá þeim, sem álitnir eru eiga valkosti tiltæka. Hvað viðvíkur Jalta-ráðstefn- unni og svo Helsinki-fundinum, þá virðist vera eitthvað sjálfstortím- andi, jafnvel sjálfspíningarfróun, við þá tilhneigingu Vesturlanda að láta alltaf í minni pokann í öllum samningsatriðum. A Jalta-ráð- stefnunni var Póllandi hrundið inn á áhrifasvæði Sovétríkjanna, en þó var samtímis gert ráð fyrir frjálsum kosningum í Póllandi — en það er þveröfugt við það, sem hefur verið að gerast í Póllandi að undanförnu. Á Helsinki-fundinum var fallizt á það grundvallarsjón- armið, að markalínum þeim, sem fyrir hendi eru í Evrópu, skuli ekki breyta með valdi — tæpast getur þetta átt við ástandið í Pól- landi. En á ráðstefnunni var einn- ig kveðið á um alþjóðlega viðmið- un um mannréttindi — fótum troðin daglega. Þau vandkvæði, sem eru á efna- hagslegum refsiaðgerðum, eru að vísu mikil en þó ekki eins óskapleg og viðbrögð vestrænna ríkja virð- ast helzt gefa í skyn. Það skal ját- að, að verzlunarbann hefur sjaldn- ast borið mikinn árangur og hlyti að hafa komið að sáralitlu gagni í þessu tilviki, á meðan Bandaríkin voru ekki fús að hætta kornsölu til Sovétríkjanna og Evrópuríkin vildu ekki ógilda samningana um gasleiðslurnar. En í ríkjandi vandræðaástandi í Póllandi hafa Vesturlönd þau ráð tiltæk, sem duga mun betur en nokkrar efnahagslegar þvinganir — hinar risavöxnu skuldir Pól- verja við vestræna banka, og þörf Póllands fyrir stöðugt nýtt fjár- magn frá Vesturlöndum sem nem- ur ailt að einni og hálfri milljón Bandaríkjadala ársfjórðungslega allt árið 1982, eins og játað hefur verið af hálfu Pólverja. Þessa fjár- magns er þörf einungis til þess að halda efnahag landsins nokkurn veginn gangandi. Fjármagns- þvingunum væri unnt að koma um kring með ákvörðun í eitt skipti fyrir öll, en verzlunarbann myndi næstum daglega vekja spurningar um hvort og hve lengi ætti að halda því uppi. SJÁ NÆSTU SÍÐU 7.-15.júlí ætlar Friðrik aðleföayl&ur i allan sannleíkann um Kölnarvatnið ftaega! Friðrik Haraldsson er fararstjóri, sem kann sitt fag. Um daginn stjórnaði hann frábærlega velheppnaðri rútuferð um Þýskaland. 7-15.júlí ætlar hann afturaf stað og þá í beinu leiguflugi til Kölnar. Það er reyndar óvíst að Friðrik geti sýnt farþegum sínum uppsprettu Kölnarvatnsins fræga, sem þær Jósefína Napóleons og hirðmeyjar hófu að skvetta á sig á 19.öldinni, en hann þekkir sögu þess mæta vel. Annars liggur leiðin frá Köln suður um Wurzburg til Munchen. Þaðan um Oberammergau til Konstanz og niður með Rín til Heidelberg. Auðvitað verður siglt svolítið á Rín, en hin ágæta verslunarborg Trier verður dvalarstaður hópsins síðustu tvær næturnar. Dagleiðirnar eru stuttar aðeins 100 til 300 kílómetrar. Friðrik er gjörkunnugur staðháttum í Þýskalandi og segir að þar sé meiren nóg aðskoða. Heim er haldiðfrá Köln seint að kvöldi þess 15. Verðið er aðeins 4.980 krónur. Innifalið er flugfar, gisting í2ja manna herbergi, morgunverður, allur akstur, sigling á Rín og frábær íslensk fararstjórn. Það er líka hægt að fara á eigin vegum til Kölnar 7.júli og heim aftur þann 15. Flugfar og Ford Fiesta bílaleigubíll, til afnota allan tímann með ótakmörkuðum akstri kosta aðeins 2.980 krónur, miðað við fjóra í bíl. Auðvitað er einnig hægt að fá dýrari tegundir. Flugfar og VW-Joker III, sem er húsbíll með gistiaðstöðu, kosta aðeins 3.980 krónur, miðað við fjóra í bíl. Bíllinn er til afnota allan tímann og 1.750 kílómetra akstur innifalinn. Leitið upplýsinga hjá söluskrifstofum Flugleiða, umboðsmönnum og ferðaskrifstofunum. FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.