Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ1982
47
Bókaklúbbur AB:
Dvergurinn eftir
Lagerkvist kominn út
l'JT ER KOMIN hjá Bókaklúbbi Al-
mcnna bókafelagsins skáldsagan
Dvergurinn eftir sænska Nóbels-
verðlaunahöfundinn Pár Lagerkvist
í þýðingu Málfríðar Einarsdóttur.
Dvergurinn er viðurkennd í
flokki merkustu skáldsagna á
Norðurlöndum á þessari öld, og þá
einkum vegna aðalpersónu sinnar,
dvergsins, sem virðist vera orðinn
ódauðleg persóna í heimsbók-
menntunum á borð við Don Kíkóta
og Pétur Gaut.
Dvergurinn er á yfirborðinu
hægur og kurteis, en hann á enga
meðaumkun eða samúð með nein-
um og í brjósti hans nærist fyrst
og fremst hatur og fyrirlitning á
öllu góðu og blíðu, en virðing fyrir
grimmd og miskunnarleysi. Enda
hefur þessi persóna verið kölluð
persónugervingur hins illa í
manninum.
Bókin er skrifuð á stríðsárun-
um, en hún er eigi að síður án
tíma og staðar — látin gerast í
ítölsku furstadæmi einhvern tíma
í kringum árið 1500. Þarna koma
fyrir margar merkilegar persónur,
fursti og furstafrú, lista- og vís-
indamaður sem minnir á Leon-
ardo da Vinci, ungir elskendur
o.m.fl. En yfir ailt gnæfir dvergur-
inn, þótt lágvaxinn sé, í sinni
miklu fíflsku og mannvonsku.
Hann skilur einungis það sem
hann hatar, og í hans köldu og
gráu augum speglast margra ár-
þúsunda reynsla mannkynsins.
Sagt hefur verið um dverginn að
Pár Lagerkvist
fyrirmynd hans sé sjálfur Hitler
— en hitt er þó mikilsverðara að
við greinum í honum drætti úr
skapgerð fólks sem við hittum
daglega og einnig úr okkar eigin
skapgerð.
Dvergurinn er 195 bls. að stærð
og unninn í Prentstofu Guðmund-
ar Benediktssonar og Félagsbók-
bandinu.
(Frá BAB)
Kjarvalsstaðir:
Verk eftir Þorkel á
síðustu kammertón-
leikunum á Listahátíð
TÓNVERK Þorkels Sigurbjörnsson-
ar veröa kynnt á kammertónleikum
aö Kjarvalsstöðum í dag, en tónleik-
arnir eru hinir síóustu í þeirri kynn-
ingu sem fram hefur farið á kamm-
ertónlist íslenzkra tónskálda að
Kjarvalsstöðum á Listahátíð.
Tvö verk verða flutt á tónleik-
unum. Hið fyrra er „Petit Plais-
irs“, eða Smáglens, sem samið var
fyrir Rut, Unni Maríu og Ingu Rós
Ingólfsdætur, svo og Hörð Ás-
kelsson, fyrir þremur árum, en
flytjendur eru þessir hljóðfæra-
leikarar. Síðara verkið á tónleik-
unum er „Níu lög við ljóð eftir Jón
úr Vör“. Raddhlutverkið hefur
Ólöf Kolbrún Harðardóttir á
hendi, en tónskáldið leikur með á
píanó.
Tónleikarnir hefjast klukkan 14,
og er aðgangur að þeim ókeypis,
Þorkell Sigurbjörnsson
svo sem að öðrum atriðum Kjar-
valsstaða á Listahátíð.
Islenzkir popphljómlistarmenn til Sovét:
Halda 28 hljómleika
á mánaðarferðalagi
Hljómlistarmennirnir Björgvin
Halldórsson og Magnús Kjartans-
son fara ásamt hljómsveit í mánaðar
hljómleikaferö til Sovétríkjanna í
septembermánuði nk. Þeir halda
samtals 28 hljómleika víðs vegar um
Sovétríkin.
Að sögn Jóns Ólafssonar, eig-
anda Skífunnar, sem haft forgang
um för þessa, verða samtals tíu
manns í hópnum. Hann sagði að
tilboð þetta hefði náðst í gegnum
sovéska viskiptafulltrúan hérlend-
is, en förin yrði farin á vegum
Goskoncert, umboðsskrifstofu í
Sovétríkjunum. Jón sagði þetta
gott tækifæri fyrir íslenzka
hljómlistarmenn til að koma sér á
framfæri og mætti jafnvel búast
við að samningur næðist um
hljómplötuútgáfu þar í landi.
llnnið að fréttasendingu á vegum BBC á stríðsárunum. Frá vinstri: Leif Konow, Johanna Sörholtet og Toralv
Öksnevad.
Johanna Sörholtet vann
við fréttasendingar til
Noregs á stríðsárunum
Þó að nú séu fjórir áratugir síð-
an heimsstyrjöldin síðari geisaði
eru þau ár siður en svo liðin úr
minni.
Nægir þar að benda á þætti í
sjónvarpinu nú nýlega, þar sem
sýndir voru síðustu dagar Hitlers í
„Byrginu“, svo og þættina um
Hulduherinn, þar sem fylgjast má
með störfum belgísku andspyrnu-
hreyfingarinnar.
Eins og sjálfsagt margir vita
sendi BBC í London útvarpsfréttir
til hinna herteknu landa og gerði
mönnum þannig kleift að fylgjast
með gangi mála. Þannig var einnig
komið fyrirmælum til heimavarna-
liða og því innt af hendi mikilvægt
starf.
BBC hélt uppi fréttasending-
um til Noregs öll stríðsárin og
tókst þannig að koma upplýsing-
um til landsmanna, sem bjuggu
við einskorðaðan fréttaflutning
hernámsmanna eins og gefur að
skilja. Þegar auglýst var eftir
norskumælandi stúlku í London,
til að starfa við þennan frétta-
flutning um leið og Noregur
lenti í klóm Þjóðverja, voru
margar sem sóttu um. Það þurfti
að uppfylla ýmis mikilvæg skil-
yrði til að koma til greina, svo
sem að hafa góða almenna
menntun, hafa vitneskju um það
sem var að gerast í heiminum,
vera vel ritfær á norsku og hafa
góða rödd og framsögn.
Er skemmst frá því að segja,
að ung kennslukona, Johanna
Sörholtet frá Stöng í Heiðmörk
(Stange í Hedemark) fékk stöð-
una og starfaði við féttasend-
ingarnar nær til stríðsloka.
Það er áhugavert að vita, hvað
varð til þess, að ung stúlka úr
norskri sveit hélt út í heim á
fjórða áratugnum, þegar ferðir
voru allar erfiðari og fólk yfir-
leitt ekki að flandra heimshorna
á milli að óþörfu. Auk þess voru
ferðalög tiltölulega mikið dýrari
á þessum tíma og því varla á
færi nema fárra að ferðast fyrir
daga hópferða og flugs.
I stuttu máli voru aðstæður
ungu stúlkunnar þær, að þegar
hún lauk kennaraprófi lágu
kennarastöður ekki á lausu og
þær sem losnuðu voru látnar
ganga til karlmannanna, sem þá
þótti nauðsynlegra að hefðu at-
vinnu vegna þess, að þeir voru
fyrirvinna fjölskyldunnar. En
það tókst alls ekki öllum sem
luku prófi um leið og Johanna
Sörholtet, að fá starf í sinni
grein. Það varð til þess að unga
stúlkan hélt til Bretlands til að
læra ensku til hlítar og taldi, að
við það ykjust möguleikar á að
fá góða kennarastöðu við heim-
komuna.
En margt fer öðruvísi en ætlað
er, árin í Bretlandi urðu fleiri en
búist var við, hún hefur eigin-
lega aðeins komið heim til Nor-
egs, þar sem hún á systkini og
fjölskyldu, sem gestur í heim-
sókn síðan.
í London kynntist hún manns-
efni sínu, breskum manni frá
Vestur-Indíum, Georg Greaves
að nafni, sem þar stundaði nám í
réttarlækningum. Þau bjuggu
Johanna Sörholtet Greaves, mynd-
in tekin á Mallorca fyrir tveimur
árum.
fyrstu árin í London, síðan 12 ár
á Trinidad, þá önnur 12 ár í
Hong Kong og eru nú búsett á
Mallorca, í litlum bæ, Sa Caban-
eta, rétt fyrir utan Palma. Þau
eiga þrjú börn, eitt búsett í Cam-
bridge á Bretlandi, eitt á Florida
í Bandaríkjunum og það þriðja í
Toronto í Kanada. Það má því
segja að fjölskyldan sé alþjóðleg.
Johanna Sörholtet Greaves
býr nú á Mallorca, eins og áður
segir, hún er orðin 75 ára gömul
en er enn í fullu fjöri og kennir
yoga. Þegar spurt var um tím-
ann, sem hún starfaði hjá BBC,
sagði hún að hann hefði verið
stórkostiegur.
Eftir komuna til Bretlands að
loknu kennaraprófi, fékkst hún
við ýmis störf, svo sem húsverk,
skrifstofustörf og sem „sel-
skabsdama“ hjá breskri hefðar-
frú, Lady Wallery, en með þeim
hjónum fór hún til Bandaríkj-
anna, sem var meiriháttar ferða-
lag á þeim árum. Einnig ti eyjar-
innar Mallorca, þar sem dvalið
var á sumarleyfisstaðnum
Formentor, báðar ferðirnar auð-
vitað farnar sjóleiðis.
Við komuna til London, eftir
þau ferðalög, tóku við skrifstofu-
störf, meðal annars fyrir júgó-
slavnesku útlagastjórnina, sem
hafði þar aðsetur. Þar kynntist
hún einnig störfum júgóslavn-
esku andspyrnuhreyfingarinnar,
sem stjórnað var frá London.
Hún hafði því kynnst slíku
starfi í raun þegar hún fékk
starfann hjá BBC og tók þátt í
því að koma fréttum til sam-
landa sinna í herteknu föður-
landinu.
Johanna Sörholtet kveður
starf og samstarfsmenn hjá BBC
hafa verið stórkostlega. Starfið
hvíldi mest á herðum Toralv
Öksnevad og þó samstarfsmenn
væru fleiri. Allir hjálpuðust að
við að gera þættina. Komið var
til Norðmanna fréttum um gang
stríðsins auk annarra frétta,
upplýsingum og leiðbeiningum
til heimavarnaliðs og and-
spyrnuhreyfingar, þar gat það
gilt líf eða dauða að skilaboð
bærust. Norðmenn, eins og aðrar
hernumdar þjóðir, bjuggu að
sjálfsögðu við upplýsingatak-
markanir af hendi herraþjóðar-
innar, útlagarnir í London og
fréttasendingar þeirra urðu því
nokkurskonar tengiliður við um-
heiminn. v
í heimalandinu faldi fólk út-
varpstæki sín í kjöllurum og úti-
húsum meðan að á hernáminu
stóð og óhlýðnaðist yfirvöldum í
þeim efnum, svo og með því að
hlusta á erlendar útvarpsstöðv-
ar. Unga konan frá Stöng í
Heiðmörk, sem með þýðri röddu
talaði til landsmanna sinna á
erfiðleikatímum, komst að því,
er hún heimsótti ættland sitt í
stríðslok, að hún þekktist hvar-
vetna á röddinni og varð þá ljóst
hvað fréttasendingarnar höfðu
náð til margra.
Henni varð einnig ljóst hvað
þessar fréttasendingar höfðu
verið fólki mikils virði, er það lét
í ljós þakklæti sitt fyrir hennar
skerf í fréttasendingunum frá
BBC, sem alltaf hófust á sama
hátt, þ.e. með ákveðnum hljóð-
merkjum og síðan með orðunum:
„London kallar“ eða „This is
London calling“.
(Bcrgljót IngolfsóíHtir tók simsn.i